Tíminn - 01.05.1993, Side 23

Tíminn - 01.05.1993, Side 23
Laugardagur 1. maí 1993 Tíminn 23 60 ára: Magnús Ingimarsson tónlistarmaður í dag, laugardaginn 1. maí 1993, verður Magnús Ingimarsson, tón- listarmaður, sextugur. Kynni okkar og samstarf hófst fyrir tæpum þremur áratugum, eftir að Fóstbræðrum bárust tilmæli frá Ríkisútvarpinu um að kórinn legði til dálítinn hóp söngmanna til þess að koma fram í skemmtiþáttum með hljómsveit Svavars Gests, en Magn- ús var þá píanóleikari og útsetjari hljómsveitarinnar. Hér var nýstár- legt verkefni á ferð með allnokkrum tekjumöguleikum, sem freistandi var að nýta í þágu félagsins. Söngmenn voru valdir úr röðum kórsins í þessu skyni, í samráði við Magnús Ingimarsson, sem annast skyldi útsetningar og æfingar á einni lagasyrpu fyrir hvem þátt. Lagaval og flutningur átti að vera með léttu yfirbragði, miðað við að heyrast aðeins einu sinni á öldum ljósvakans. Útvarpsþættirnir „Sunnudagskvöld með Svavari Gests“ urðu 16 talsins í þessari lotu. Nutu þeir mikilla vin- sælda og söngatriðin vöktu verulega athygli. Söngmenn voru fjórtán tals- ins og því var sönghópurinn eðlilega kynntur sem 14 Fóstbræður. Þótt syrpumar væm í öndverðu ætlaðar aðeins til „ein-nota“, fór svo, að þær voru fljótlega gefnar út á hljómplötum. Áratuginn næsta á eftir urðu 14 Fóstbræður eftirsóttir skemmtikraftar. Nýjar lagasyrpur vom æfðar og hópurinn kom víða fram á samkomum og skemmtun- um. Allar tekjur af söng þeirra í rúman áratug mnnu óskertar til fé- lagsheimilasjóðs Fóstbræðra. Útsetjari, leiðbeinandi og stjóm- andi var alla tíð Magnús Ingimars- son. Segja má að Magnús hafi með stjórn sönghópsins „fært út“ svið (hefðbundins) kórsöngs karla hér á landi, í nokkmm skilningi, með því að taka til flutnings vinsæla dægur- tónlist í nýstárlegum útsetningum og með hljóðfæraundirleik. Fyrir 30 ámm mátti þetta kallast alger ný- Iunda á íslandi. Magnúsi hefir síst allra dottið í hug að flokka þessa við- leitni undir æðri listræn markmið. En tilbreytingin var kærkomin, bæði áheyrendum og söngmönnum sjálfum, sem eiga ótaldar ljúfar minningar tengdar þessu starfi. Magnús Ingimarsson stundaði nám í kennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík um tveggja ára skeið. Hann er bráðmúsikalskur maður, lék í og útsetti fyrir flestar bestu danshljómsveitir á íslandi um langt skeið, auk þess sem hann veitti for- 680001 & Við í Prentsmiðjunní Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvinnslu Smiðjuvegí 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 ystu eigin hljómsveit í a.m.k. 5 ár. Margar af útsetningum hans fyrir söng og hljóðfæraleik hafa heyrst ótal sinnum í útvarpi, sjónvarpi og á hljómplötum. í þessu sambandi skal þess getið, að útsetningar hans á 2 lagasyrpum fyrir Sinfóníuhljóm- sveit íslands vöktu verulega athygli fyrir fagleg og listræn vinnubrögð. Langt og náið samstarf við Magnús Ingimarsson hefur verið okkur ákaf- lega dýrmætt og ánægjulegt vegna þess hver drengskaparmaður hann er í samvinnu og virðir skoðanir annarra, þótt ekki falli saman við hans eigin. Hann er þó ærið fastur fyrir, ef eitthvað særir eða er í and- stöðu við tónlistarsmekk hans. Við sendum Magnúsi og fjölskyldu hans hugheilar hamingjuóskir á þessum merku tímamótum, með bestu þökkum fyrir þriggja áratuga samstarf og vináttu, sem aldrei bar skugga á. 14 Fóstbræður /-------------------------- Hjartkær bróðir minn og frændi, Ólafur Ólafsson f Lfndarbæ, lést aðfaranótt 28. aprll sl. Þórður Ölafsson Undarbæ Óiafúr Ragnarsson Oddný Ragnarsdóttir Ragnar Ragnarsson Kristfn Ragnarsdóttlr Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. gatnamálastjórans f Reykjavík, óskar eftir tilboðum í endumýjun leikskólalóðar. Verkið nefnist: Leikskólar við Sunnutorg. Hefstu magntölur eru: Tilflutningur á jarðvegi 500 Grúsarfylling 630 rrí Snjóbræðsla 525 m: Hellulögn 649 m: Grasþakning 420 m: Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3 Reykjavík, frá og meö þriöjudeginum flórða maí, gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 19. maí 1993 kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 ÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavikurborgar, f.h. gatnamálasfjórans f Reykjavik, óskar eftir tilboöum f gerð malbikaöra gangstétta ásamt ræktun víðsvegar um borgina. Verkið nefnist: Gangstigar, útboð A. Heildarmagn gangstétta er um 8.200 m2. Heildarmagn ræktunar er um 4.000 mz Verkfok eru 1. október 1993. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3 Reykjavík, frá og með þriðjudeginum fjórða mai gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin veröa opnuð á sama staö þriðjudaginn ellefta maf 1993 kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Sími 25800 Með sínu nefi í dag er 1. maí, baráttudagur verkalýðsins, og því við hæfi að velja lögin í samræmi við það. Fyrra lagið, sem er nánast sjálfvalið, er Intemation- alinn, alþjóðasöngur verkalýðsins, sem mun hljóma út um allan heim í dag. Lagið er eftir Eugene Potter, en íslenska Ijóðið gerði Sveinbjöm Sigurjónsson. Seinna lagið hefur raunar verið áður hér í þættinum fyr- ir mörgum mánuðum, en hins vegar á það svo vel við í dag, svo við lát- um það fljóta með, en þetta er „Maístjaman" eftir Halldór Laxness og JónÁsgeirsson. Með baráttukveðju og ósk um góða söngskemmtun. INTERNATIONALINN — ALÞJÓÐASÖNGUR VERKALÝÐSINS C F Fram þjáðir menn í þúsund löndum, G7 C sem þekkið skortsins glímutök! C F Nú bárur frelsis brotna á ströndum, G7 C boða kúgun ragnarök. Am G Fúnar stoðir burtu vér brjótum! Am D G Bræður! Fylkjum liði í dag. — G C Vér bámm fjötra, en brátt nú hljótum G Am DG að byggja réttlátt þjóðfélag. C F Þó að framtíð sé falin, G C grípum geirinn í hönd, F því Internationalinn C G7 C mun tengja strönd við strönd.:,: Á hæðum vér ei finnum frelsi, hjá furstum eða goðaþjóð; nei, sameinaðir sundmm helsi og sigmm, því ei skortir móð. Alls hins stolna aftur vér krefjumst, ánauð þolir hugur vor trautt, og sjálfir brátt vér handa hefjumst og hömmm meðan jám er rautt, Þó að framtíð sé falin... Vér emm lagabrögðum beittir og byrðar vorar þyngdar meir, en auðmenn ganga gulli skreyttir og góssi saman raka þeir. Nú er tími til dirfsku og dáða. Vér dugum, — þiggjum ekki af náð! Látum, bræður, því réttlætið ráða, svo ríkislög vor verði skráð. Þó að framtíð sé falin... MAÍSTJARNAN Em Am Ó, hve létt er þitt skóhljóð, Em D7 ó, hve lengi ég beið þín, G Am það er vorhret á glugga D G napur vindur sem hvín, E7 Am en ég veit eina stjömu, D7 G eina stjörnu sem skín, Am Em og nú loks ertu komin Am H7 Em þú ert komin til mín. Það eru erfiðir tímar, það er atvinnuþref, ég hef ekkert að bjóða, ekki ögn sem ég gef, nema von mína og líf mitt hvort ég vaki eða sef, þetta eitt sem þú gafst mér það er allt sem ég hef. En í kvöld lýkur vetri sérhvers vinnandi manns og á morgun skín maísól, það er maísólin hans, það er maísólin okkar, okkar einingarbands, fyrir þér ber ég fána þessa framtíðarlands. c D7 G7 H7 X 2 1 3 0 4

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.