Tíminn - 15.05.1993, Page 3
Laugardagur 15. maí 1993
Tfminn 3
Lifir ríkisstjórnin af ný átök um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál í haust?
Þreyta í stjórnarsamstarfinu
Vonbrígði - deilur - þreyta. Þetta eru þau orð sem margir telja að
lýsi best stöðu ríkisstjómar Davíðs Óddssonar sem nýlega varð
tveggja ára. Vonbrígðin lýsa sór f þvf að henni hefur mistekist í
þeim þremur málum sem ríkisstjómin var mynduð um þ.e. flár-
Íagahallanum, EES og álversmáli. Deilur milli ráðherra í ríkisstjóm-
Inni verða sífellt háværarí og djúpstæðarí. Almennt má segja að
það ríki þreyta á stjómarheimiiinu. Þjóöin virðist einnlg vera þreytt
á ríkisstjóminni ef marka má skoðanakannanir.
Nú þegar ljóst er að þessi ríkis-
stjóm nær ekki að skila hallalausum
fjárlögum, nær ekki að semja um ál-
ver og fullkomin óvissa er um hvort
EES-samningurinn tekur giidi á
stjómartíma hennar, spyrja menn
sig hvað hefur áunnisL Fátt er um
svör. Hrafn Gunnlaugsson er að vísu
orðinn framkvæmdastjóri Sjón-
varpsins en atvinnuleysi hefur auk-
isL skattar hafa hækkað og staða at-
vinnulífsins veiksL
Almenn þreyta virðist hafa gripið
um sig innan stjómarliðsins og því
telja margir að gott væri fyrir ríkis-
stjómina að hún fengi nýja ásýnd
með breytingum á ráðherraskipan-
inni. Fátt bendir tii að það verði nið-
urstaðan. Karl Steinar Guðnason
mun að vísu verða ráðherra í stað-
inn fyrir Jón Sigurðsson eftir fáeinar
vikur. Tilraunir Jóns Baldvins
Hannibalssonar til að koma fram
einhveijum meiriháttar breytingum
á stjóminni hafa mistekist og raun-
ar aðeins orðið til þess að veikja rík-
isstjómina að því er Þorsteinn Páls-
son segir. Þorsteinn segir tilraunir
Jóns Baldvins til að ná til sín sjávar-
útvegsráðuneytinu broslegar.
Ráðherrar deila og
samheldni minnkar
Þessi þreyta í ríkisstjóminni birtist
ekki einungis með þeim hætti að
mál hennar nái ekki fram að ganga
eins og nú síðast frumvarp um
stjóm fiskveiða og breyting á bú-
vömlögum. Samskiptin milli ein-
stakra ráðherra em einnig stirð.
Samstarf Davíðs Oddssonar og Þor-
steins Pálssonar hefur verið erfitt
allt frá því þeir tókust á um for-
mannssætið í Sjálfstæðisfiokknum.
Samskipti Jóns Baldvins Hannibals-
sonar og Þorsteins em einnig ekki
eins og best er á kosið og kemur þar
bæði til efnislegur ágreiningur um
stefnuna í sjávarútvegsmálum og
sárindi frá því ríkisstjóm Þorsteins
féll haustið 1988. Stirt er einnig á
milli Jóns Baldvins og Halldórs
Blöndals út af ágreiningi um land-
búnaðarmál.
Heimildarmenn Tímans segja að
þessi stirðu persónulegu samskipti
geti orðið ríkisstjóminni erfið ekki
síst ef samskiptin haldi áfram að
versna. Ríkisstjómarsamstarf bygg-
ist ekki síst á trausti milli forystu-
manna hennar. Hér reynir að sjálf-
sögðu mikið á hæfileika forsætisráð-
herrans til að leiða ríkisstjómina og
sætta málefnalegan og persónuleg-
an ágreining innan hennar. Á þenn-
an hæfileika mun reyna síðar á ár-
inu þegar ný tilraun verður gerð til
að ná sáttum um tvö ágreiningsmál
sem hátt hefur borið síðustu vikum-
ar, landbúnaðar- og sjávarútvegs-
mál.
Reynt að mynda nýj-
an meirihluta á Al-
þingi í landbúnaðar-
málum
Ágreiningsmálin milli stjómar-
flokkanna og í þeim innbyrðis eru
mörg. Síðasta stóra deilumálið er
landbúnaðarstefnan. Jón Baldvin
hefur sagt að um tíma hafi litið út
fyrir að málið leiddi til stjómarslita.
Hann hefúr jafnframt sagt að málið
sé í reynd smámál og snúist um inn-
flutning á nokkrum blómategund-
um. Halldór Blöndal landbúnaðar-
ráðherra er ekki sömu skoðunar og
bendir á að verið sé að marka stefnu
sem komi til með að ráða þegar
GATT-samningamir takasL Eðlilegt
sé að landbúnaðarráðherra hafi eitt-
hvað um það að segja hvort jöfnun-
argjöld verði Iögð á innfluttar land-
búnaðarvömr.
Þessari deilu var sem kunnugt er
slegið á ffest til hausts. Fátt bendir
til að meiri líkur séu á samkomulagi
þá. Egill Jónsson, formaður land-
búnaðamefndar, hefur sagt að hann
hyggist flytja málið sjálfur f haust
því að ríkisstjómin hafi sýnt að hún
sé ófær um að leiða það til lykta.
Samkvæmt heimildum Tímans em
fjármálaráðherra og ráðherrar Al-
þýðuflokks mjög óánægðir með
þessar yfirlýsingar Egils og benda á
að hann sé með þessu að mynda
meirihluta á Alþingi með stjómar-
andstöðunni í málinu, eins og
reyndar hann og landbúnaðarráð-
herra hafi gert skömmu fyrir þing-
lok þegar fulltrúar stjómar og
stjómarandstöðu í landbúnaðar-
nefnd lögðu fram sameiginlega
breytingartillögu við búvömlaga-
fmmvarpið.
Tímasprengja tifar í
sjávarútvegsmálum
Annað deilumál er ágreiningurinn
SÆ NGURFATAVERSLUN
NÝ SENDING AF SILKIDAMASK-
OG SATÍNRÚMFATNAÐI
T1LVAUÐ TIL BRÚÐAR- OG TÆKIFÆRISGJAFA
Mikið úrval af vöggusettum og bamarúmfatnaði í
fallegum mynstrum.
Einnig sængur, koddar, teygjulök, handklæði o.m.fL
Saumum teygjulök eftir máli.
Merkjum stafi (rúmföt og handklæði.
PÓSTSENDINGAÞJÓNUSTA
Oplð vfrka daga frá Id. 10-18 og laugardaga frá Id. 10-14.
NJALSGATA 86 - SÍMI 20978
Þafl mun reyna mlklð á Davfð Odds-
son forsætlsráðherra f sumar og
haust
í sjávarútvegsmálum. Fýrirsjáanleg
em hörð átök innan nidsstjómar-
innar í sumar um hvað eigi að leyfa
mikinn þorskkvóta á næsta fisk-
veiðiári. Hörð átök urðu um þetta í
fyrrasumar, ekki síst milli Þorsteins
Pálssonar og Davíðs Oddssonar.
Davíð hefúr þegar lýst því yfir að
hann telji útilokað að draga meira
úr þorskveiði en orðið sé, en Þor-
steinn hefur sagst vilja fara eftir til-
lögum fiskifræðinga. í loftinu liggur
að fiskifræðingar leggi til að þorsk-
veiðin verði minnkuð úr 205 þús-
und Iestum f 170-180 þúsund lestir.
Ríkisstjómin neyddist til að leggja
frumvarp um stjóm fiskveiða til
hliðar í vor vegna ágreinings. Sá
ágreiningur er óleystur og í sjálfu
sér er ekki margt sem bendir til að
ágreiningurinn verði minni í haust
en hann var í vor.
Það mál sem gæti þó orðið ríkis-
stjóminni einna erfiðast er halla-
rekstur sjávarútvegsfyrirtækjanna
vítt og breitt um Iandið. Staða fyrir-
tækjanna í undirstöðuatvinnuvegi
þjóðarinnar var slæm á síðasta ári
eins og ársuppgjör þeirra gefa til
kynna. Flest bendir til að staðan sé
að versna og eigi eftir að versna enn
þegar líður á áríð. Fátt bendir til að
ríkisstjómin ætli að bregðast við
þessu á næstunni. Davíð hefur raun-
ar sagt að stjómin muni skoða þessi
mál í haust þegar búið sé að taka
ákvörðun um veiðiheimildir á næsta
fiskveiðiári. Innan stjómarliðsins
heyrast þær raddir að ríkisstjómin
geri aðeins vandann erfiðari með því
að fresta að taka á honum.
Sífellt fleiri forystumenn í atvinnu-
lífi kalla eftir aðgerðum af einhverj-
um toga. Margir búast við að þessar
kröfur verði enn háværari síðar á ár-
inu þegar fyrirtækin hafa lokið gerð
sex og níu mánaða uppgjörs yfir
rekstur sinn. óvíst er hvort sam-
staða verður innan ríkisstjómarinn-
ar í haust um hvemig eigi að svara
þessum kröfum eða hvort hún
kemst upp með það að svara þeim
ekki.
Eins og sjá má af því sem að fram-
an er rakið em mörg erfið mál fram-
undan hjá ríkisstjóminni. Skoðanir
manna em eðlilega skiptar um það
hvort henni muni takast að leysa
þessi mál. Spurningin um hvort rík-
isstjómin muni springa snýst ekki
einvörðungu um hvort hún nær
samkomulagi um að leyfa veiðar á
180 þúsund tonnum af þorski eða
200 eða hvort hún nær samkomu-
lagi um búvömlögin. Spumingin
snýst ekki síður um hvort traustið
og samheldnin innan hennar bilar í
þeim átökum sem framundan em.
Lindab
Þakkiæöningar, rennur
Og nÍÖUrfÖII. Leiti6 Hlboða!
BLIKKSMIÐJAN
ffl-KNIOfcll.D tUffh
SMIÐSHÖFÐA9
112 REYK4AVÍK
SÍMI68 56 99
Með hverjum nýjum Subaru
fylgir 10 daga
spennandi sumarfrí
fyrir tvo á íslandi
■iiotéi
Tilboðið giidir því aðeins að Subaru Legacy 2,0 4WD
sé keyptur fyrir 17. júní 1993.
Hafið samband við sölumenn okkar
Sýningar um helgina frá kl. 14-17
Sig. Valdimarssyni Akureyri
Bílakringlunni Keflavík
Sævarhöfða 2 Reykjavík
i»gvar
^ HeípaKKMi iSt,
Sævarhöföi 2,112 Reykjavik
Síml 674000