Tíminn - 02.06.1993, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.06.1993, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 2. júní 1993 Niðurstaða ársreikninga borgarsjóðs samsvarar 20 milljarða kr. ríkissjóðshalla: Borgarsjóðshallinn rúnv ir tveir milljarðar kr. Samkvæmt ársreikningi borgarsjóðs versnaði peningaleg staða Reykjavíkurborgar um 2 milljaröa og 193 millj. kr. á síðasta ári. í árs- lok var peningaleg staða nelkvæð um 2.621 millj. kr. Á mælikvaröa rík- Issjóðs samsvarar þetta rúmlega 20 milljarða kr. halla. „Þetta sýnir þá kollsteypu sem kom í Ijós þegar Davíð yfirgaf stólinn," segir Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi. Sigrún segir að þessi kollsteypa sé álítur að það sé sorglegt hvemig kom- ekki að koma í ljós í erfiðu árferði. ið sé fyrir velstæðu sveitarfélagi eins „Það hefur verið að síga á ógæfuhlið- og Reykjavíkurborg var. ina undanfarin þrjú fjögur ár og Máli sínu til stuðnings bendir hún versnað stöðugt," segir Sigrún sem og á svonefnt veltufjárhlutfall sem á að vera einn á móti einum en það þýð- ir að veltufjármunir og skammtíma- skuldir séu í jafnvægi. „Fyrir þremur til fjórum árum var þetta hlutfall tveir, sem þykir mjög gott en nú er það 0.86,“ bendir Sigrún á. Þess má geta að í janúar liggur fyrir áætlun um fjárhag síðasta árs en ekki endanleg niðurstaða sem fæst ekki fyrr en um mitt ár með ársreikning- um borgarsjóðs. „Þá talaði ég um kollsteypu og benti á Páll Pétursson, formaður þingflokks framsóknarmanna, segir vinnu- brögð ríkisstjórnarinnar sérkennileg: Þorsteinn farinn að stýra efnahagsmálum Páll Pétursson, formaður þing- flokks Framsóknarflokksins, segir ákaflega sérkennilegt hvernig ríkis- stjórnin ætlar að standa að ákvörð- un um leyfllegan hámarksafla á næsta fískveiðiári. Hann segist líta svo á að með yfiriýsingum forsætis- ráðherra og utanríkisráðherra um helgina, hafi þeir afhent Þorsteini Pálssyni sjávarútvegsráðherra stjórn efnahagsmála í Iandinu. Það kunni í sjálfiu sér að vera skynsam- leg ráðstöfun því Davíð Oddssyni hafl tekist ákaflega óhönduglega að stýra efnahagsmálum þjóðarinnar. „Mér sýnist auðséð að Davíð hafi ætlað að koma þama bragði á Þor- stein með því að vísa vandanum á hann. En Þorsteinn lætur koma krók á móti bragði með því að taka við boltanum og skilja Davíð þannig eftir ráðalausan. Með þessu hefur Þorsteinn fengið í sínar hendur stjóm efnahagsmála í landinu," sagði Páll. Páll Pétursson Páll sagðist telja að Þorsteinn hafi ótvírætt styrkt stöðu sína eftir yfir- lýsingar ráðherranna. Það sé hins vegar hið eðlilega skipulag málanna að forsætisráðuneytið fari með stjóm efnahagsmála. Páll sagði að í sjálfu sér kunni þetta að vera skynsamleg ráðstöfún að flytja stjóm efnahagsmála úr forsæt- isráðuneytinu yfir í sjávarútvegs- ráðuneytið eins og nú sé ástatt mála. Davíð hafi farist stjóm efnahags- mála ákaflega illa úr hendi þau tvö ár sem hann hefur setið í forsætis- ráðuneytinu. Þorsteinn hafi að vísu klúðrað efnahagsmálunum það eina ár sem hann sat í forsætisráðuneyt- inu, en ekki sé útilokað að hann hafi lært eitthvað af reynslunni. Páll sagði að þær orðahnippingar sem urðu miili Davíðs og Þorsteins um helgina séu framhald átaka sem hafa verið milli þeirra í tíð þessarar ríkisstjómar. Páll sagðist eiga von á að þessi átök komi betur upp á yfir- borðið í sumar m.a. þegar tekin verður ákvörðun um leyfilegan afla á næsta fiskveiðiári. -EÓ Davíð afsalar sér frumkvæði í efnahagsmálum til Þorsteins: Þorsteinn komi með efnahagstillögur Davíð Oddsson forsætísráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isriðherra sögðu um helgina að Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra ættí að koma með tillögur í efnahagsmálum sem miðuðu að því að bregðast við minni þorskveiði. Samkvæmt þessu mun ríkisstjóm- in sem heÚd ekki ræða tillögur fiskifræðinga um minni þorskveiði og viðbrögð við þeim fyrr en Þor- steinn hefur lagt fram sínar tillög- ur. Davíð hefur sagt að ef minnka eigi þorskveiðar meira en þegar hefur verið gert, verði að grípa til sér- stakra aðgerða svo að sjávarútvegs- fyrirtækin geti staðist afleiðingar minni þorskafla. Hann hefur jafh- framt sagt að það sé eðlilegt að sjáv- arútvegsráðherra komi með slíkar tillögur. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra sagði það sama í sjónvarpsviðtali um helgina. Þessar yfirlýsingar formanna stjórnarflokk- Þorstelnn Pálsson. — Var gerður að efnahagsráðherra um helgina og skal finna úrræðl gegn vanda tengdum tnlnnl þorskvelði. anna voru gefnir eftir að þeir ræddu einslega saman eftir ríkisstjórnar- fund síðastliðinn föstudag. Samkvæmt yfirlýsingum formanna stjómarflokkanna mun ríkisstjórnin eða einstakir forystumenn hennar ekki vinna tillögur um hvemig bregðast eigi við minni þorskveiði. Þorsteinn og hans ráðuneyti mun hafa forystu um að undirbúa og móta slíkar tillögur. Ýmsir óttast að þessi vinnutilhög- un bjóði heim hættu á ágreiningi innan ríkisstjómarinnar vegna þess að formenn stjórnarflokkanna taki ekki sjálfir virkan þátt í að móta til- lögur um hvemig eigi að bregðast við minni þorskveiði. Vitað er að ágreiningur er í ríkisstjóm um hvað eigi að leyfa mikla þorskveiði á næsta fiskveiðiári. Þorsteinn vill fara sem mest að tillögum fiskifræðinga, en Davíð telur hins vegar ekki fært að draga mikið meira úr þorskveið- um en þegar hefur verið gert. Davíð nýtur stuðnings ráðherra Alþýðu- flokksins í þessu máli. -EÓ að fjárhagsáætlun um áramót væri brunarúst. Ég held að eldsvoðinn hafi frekar verið meiri en rninni," segir Sigrún og vill kenna röngum áætlun- um um hvemig komið sé fyrir borg- arsjóði. í ársreikningi borgarsjóðs fyrir árið 1992 kemur og fram að skuldir hafa aukist um 2 milljarða og 371 millj. kr. meðan peningalegar eignir hafa auk- ist um 178 milljónir. Þannig hefur peningaleg staða versnað um 2.193 millj. kr. á árinu. Sigrún minnir á að í fyrrahaust var tekið lán upp á 1.260 millj. kr. sem átti að sögn borgarstjóra að nota til að minnka yfirdrátt borgarsjóðs í Lands- banka íslands. Það gekk ekki eftir því að í niðurstöðum ársreiknings kemur fram að yfirdrátturinn lækkar ekki. „Það var vitað að staðan 1992 hafði versnað gífurlega," segir Sigrún. Sigrún bendir á að um áramót hafi meirihlutinn talið að það vantaði um 500 millj. kr. upp á tekjur en í niður- stöðum ársreiknings er talað um 732 millj. „Það er því ríflega 200 millj. kr. minni tekjur en meirihlutinn áætlar í lok janúar. Mér finnst mjög slæmt að meirihlutinn skuli ekki geta gert sér grein fyrir þessu,“ segir Sigrún. Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðu- bandalagsins, segir yfirlýsingar Davíðs og Jóns Baldvins sérkennilegar: Verður tek- ið mark á tillögum Þorsteins? Ólafur Ragnar segir yfirlýsingar Davíðs og Jóns Baldvins sérkenni- legar og óvíst hvort taka eigi þær alvariega. Annað hvort séu þeir að lýsa því yfir að þeir ráði ekki við vandamálin eða þeir séu að reyna að koma höggi á Þorstein Pálsson með því að láta hann koma með til- lögur sem þeir ætli sér síðan að hafna, likt og þeir gerðu fyrir ári. „Þessar yfirlýsingar Davíðs og Jóns voru mjög skrýtnar. Ef þær eru réttar voru þær tilkynning frá þeim um að þeir ráði ekki lengur við þessi vandamál og biðji þess vegna einn af fagráðherrunum að taka að sér þá heildarstefnumótun sem á samkvæmt lögunum um stjómar- ráðið og venjum í íslenska stjórn- kerfinu, að vera í höndum forsætis- ráðherra og formanna stjómar- flokkanna. Annað hvort em þessar yfirlýsing- ar myndbirting uppgjafar hjá for- mönnum stjórnarflokkanna eða þeir em að reyna að koma Þorsteini í klípu með því að láta hann koma með tillögur sem þeir ætla síðan að hafna líkt og þeir gerðu fyrir ári. Það er auðvitað mjög ógæfulegt Ólafur Ragnar Grimsson. þegar þjóðin á við jafn víðtæk vandamál að glíma að forystumenn stjórnarflokkanna séu aðallega uppteknir við að stríða hinum ráð- hermnum og koma þeim í klípu í staðinn fyrir að taka höndum sam- an og leysa þessi vandamál," sagði Ólafúr Ragnar. -EÓ Þá kemur fram að skattatekjur em 721 millj. kr. undir áætlun. Gjöld og fjárfestingar fara 732 millj. kr. fram úr áætlun. „Niðurstaðan er því sú að út- gjöld ársins 1992 vom kr. 1.915 millj. umfram skattatekjur í stað 771 millj. kr. samkvæmt fjárhagsáætlun," segir í niðurstöðum ársreikninga. -HÞ Andlát: Magnús Þ. Torfason Magnús Þ. Torfason, íyrrver- andi hæstaréttardómari, er látinn. Magnús fæddist 5. maí, 1922 á Halldórsstöðum í Laxárdal. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri vorið 1942 og lögfræðingur frá Há- skóla íslands 1949. Magnús var prófessor við lagadeild HÍ frá 1955 og var skipaður Hæstaréttardómari árið 1970.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.