Tíminn - 02.06.1993, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.06.1993, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 2. júní 1993 Miðvikudagur 2. júní 1993 Tíminn 9 Hollenska knattspyman: ■ ...... ............................. i ;.■■■■■ Tvíburarnir meistarar með Feyenoord. Tvíburabræðumlr, Amar og Bjarki Gunnlaugssynir, urðu um helgina meistarar í knattspymu annað árið í röð. í fyrra urðu þeir meistarar hér á landi með ÍA og nú með Fey- enoord í Hollandi. Ekki hefur það gerst áður að íslenskir leikmenn verði meistarar hér á landi eitt árið og svo meistarar með erlendu liði næsta ár á eftir. Það gæti því komið upp sú staða að bræðurnir myndu mæta sínum gömlu félögum í Evr- ópukeppni meistaraliða í haust Feyenoord þurfti að sigra í síðasta leik sínum í deildinni til að geta hampað meistaratitlinum eftirsótta. Það tókst auðveldlega því Feyenoord sigraði Groningen 5-0 á meðan helstu andstæðingar þeirra, PSV, náðu aðeins jafntefli gegn Volend- am. Feyenoord fékk 53 stig, PSV 51 og Ajax 49. Þetta er fyrsti meistara- titill Feyenoord síðan 1984. Hvorug- ur bræðranna lék þó með. Amar vegna þátttöku sinnar með landsliði íslands gegn Rússum á morgun og Bjarki vegna langvarandi meiðsla. HM í knattspyrnu: Þrjú stig fyrir sigur? Miklar líkur eru á því að FIFA samþykki tillögu þess efnis að gefin verði þrjú stig fyrir sigur á HM í Bandaríkjunum á næsta ári. Með þessu er gert ráð fyrir að leikurinn verði skemmti- legri og þau lið sem leggja áherslu á sóknarleikinn muni fá uppreisn æru. Þess má geta að síðan þessi regla var tekin upp hér á landi hefur mörkum fjölgað mikið og minna er um jafntefli en áður. Enska knattspyman: Markvörður Sheff. Utd. látinn Mel Rees, markvörður Sheff. Utd. á Englandi, lést um helgina vegna krabbameins. Þessi 26 ára gamli markvörður hafði átt í baráttu við krabbameinið í aðeins eitt ár. Þess má geta að Rees var sýndur sá heið- ur að leiða félaga sína inn á Wem- bley þegar þeir mættu Sheff. Wed- nesday í undanúrslitum bikar- keppninnar. Tippdeildin: Fylkismenn efstir Fylkismenn tróna nú á toppi Tippdeildarinnar, en þar keppa ieikmenn liðanna í Getrauna- deildinni f knattspymu, f get- raunum. Þar eigast við liðin sem eigast við hverju sinni f knattspymunni. Fylkismenn öttu kappi við Valsmenn sem ekki sendu inn raðir. Fylkir fékk 10 rétta gegn 0 réttum hjá Val. ÍBK fékk 9 rétta í viðureigninni við Eyja- menn, sem heldur elcki sendu inn raðir og fá því 0 rétta. ÍA og KR stóldu jöfn 10-10, FH lagðt Víking 11-7 og Þór sigraði Fram 11-8. Fyikismenn eru efstir með fiögur stig og betri mismun. Keflvíkingar, Skag- menn og KR-ingar eru einnig með fjögur stig, en Fram og Valur eru neðst með ekkert stig. rjun Birkir Kristinsson Guðni Bergsson Krístján Jónsson Hlynur Birgisson ^Izudin Daði Dervic Hlynur Stefánsson Ólafur Þórðarson Rúnar Krístinsson Eyjólfúr Sverrisson Amór Guðjohnsen Amar Gunnlaugsson ISLAND RÚSSLAND Varamenn Ólafur Gottskálksson Andri Marteinsson Baldur Bragason Amar Grétarsson Haraldur Ingólfeson Knattspyma 2. deild: Stjörnusigur Garðbæingar byrja vel í 2. deildinni í knattspymu og hafa þeir ásamt Breiðabliid unnið báða leiki sína í deildinni í ár. Á fostudag sóttu þeir KA-menn heim tíl Akureyrar og sigruðu þar 1-2. Leifur Geir Haf- steinsson gerði sitt þriðja mark fyr- ir Stjörnuna og Haukur Pálmarson gerði annað mark Stjömunnar. Pét- ur Óskarsson skoraði fyrir KA. Breiðablik gerði góða ferð til Grindavíkur, en þeir hafá átt í erfið- leikum þar undanfarin ár og hefur þá ekki skipt máli hvort liðin hafa verið í sömu deild eður ei. Wilum Þór Þórsson, Jón Þórir Jónsson og Sigutjón Kristjánsson gerðu mörk Breiðabliks. Á Þróttaravelli við Sæviðarsund tóku heimamenn á móti ÍR og virt- ust lengi vel ætla að vinna öruggan sigur eftir að hafa komist í 2-0 með mörkum þeirra Páls Einarssonar og Ingvars Olasonar, en níu mínútum fyrir leikslok tókst Kjartani Kjart- anssyni að minnka muninn og þremur mínútum síðar jafnaði Þorri Ólafsson fyrir ÍR og var Þrótturum refsað þar fyrir einbeitingarleysi sitt. Karl Róbertsson og Guðbjartur Magnússon gerðu mörk Þróttar Nes. gegn Tindastóli eystra, en Sverrir Sverrisson og Þórður Þórðarsson náðu að svara fyrir Tindastól 2-2, í jafnteflisleik. Það var mikill markaleikur á Ólafs- firði þegar Leiftur fékk BÍ í heim- sókn. Gunnar Már Másson skoraði tvö mörk fyrir Leiftur í 3-2 sigri og Mark Duffield gerði eitt mark. Jó- hann Ævarsson og Elmar Viðarsson gerðu mörk BÍ. Bosníumaðurinn Izudln Daðl Dervlc lelkur sinn fyrsta landsleik og verður hiann f byrjunarliöi íslands í dag. Þessl mynd var tekln á landsliðsæfingu í gær og hér á IzudlnDaði f höggi við þá Baldur Bragason, Rúnar Krístinsson og Harald Ingólfsson Tfmamynd Pjetur Landslelkur Islands og Rússlands í knattspymu í kvöld. Asgeir Elíasson: Ukumar ekki miklar en þó mðguleiki íslenska A-Iandsliðið mætir Rússum í kvöld á Laugardalsvellinum kí. 18.15. Án efa verður við ramman reip aö draga því Rússar hafa á að skipa einu af bestu landsliðum t heiminum í dag. Það vill oft verða svo að þegar andstæðlngamir eru steririr þá er árangurínn góður eins og kom fram í fyrri ieik liðanna sem lauk með 1- 0 sigri Rússanna sem verð- nr að teljast góður árangur. Rússamir þurfa aðeins eitt stig til að tryggja sér farseðilinn til Bandaríkjanna á næsta ári í þeim þremur leikjum sem þeir eiga eftir. íslendingar eiga ennþá möguleika að komast áfram og það tekst ef sigrar nást f leikjunum sem eför eru og Rússar tapa sínum leikjum. Þetta verður þó að teljast heldur hæpinn möguleiki. íslendingar eiga þó mikinn möguleika á að færast upp um styrk- leikaflokk ef þeir ná hagstæðum úrsiit- um og lenda fyrir ofan Ungverja þegar upp verður staðið. Ásgeir Elíasson sagði í samtali við Tún- ann að á pappímum þá vaeru Rússamir sterkari en við. Hins vegar væru mögu- ieikamir alitaf fyrir hendi og ekki má gleyma að alla andstæðinga má leggja að velli hverjir sem þeir svo væra Ásgeir sagði í sambandi við Jeikinn í Luxemborg að þar hefðu ekki ailir lagt sig fram til fullnustu. Við hefðum verið í þeirri að- stöðu að teljast sterkari aðilinn og þá halda leikmenn innst inni að það þurfi ekki að leggja of mikið á sig. Ásgeir lofaði blaðamanni því að í leiknum í kvöld myndu allir leggja sig fram í leiknum, nú er ekki hættan á vanmati og pressan er ekki eins mikil, Ásgeir kvaðst ekki ætla að nota sama leikkerfi og í Luxemborg. Þar vom þrir vamarmenn en nú ætlar hann að stilla fiórum vamarmönnum upp og væntan- lega fjórum tengiliðum og tveimur sókn- armönnum. Það kemur líka til greina að stilla fimm tengiliðum og einum sóknar- manni en þetta mun ég allt ákveða á morgun sagði Ásgeir að lokum. Eins og kunnugt er fengu þrfr knatt- spymumenn frá lýðveldum fyrrum Júgó- slavíu, íslenskan ríkisborgararétt og einn þeirra var strax valinn í íslenska hópinn. Það er Izudin Daði Dervic og þykir það svo fréttnæmt að fjallað var um það í er- Iendum fréttaskeytum um helgina. Þar ítalska knattspyrnan: ACMilan meistarar AC Milan tryggði sér á sunnudag ítalska meistaratitilinn í knattspymu með því að gera jafntefli við Brescia, í leik sem lyktaði af því að úrslitin hefðu verið fyrirfram ráðin. Leik- menn AC Milan böðuðu sig í kampa- víni eftir leikinn. Inter Milan tapaði hins vegar fyrír Parma á útivelli, 2-0. Það var Demetro Albertini sem slys- aðist til að skora og hálfri mínútu síðar jafnaði Luca Brunetti fyrir Brescia. Miklar vangaveltur em uppi um framtíð AC Milan liðsins og þá aðal- lega um vem Hollendinganna í her- búðum þeirra. Ákveðið er að Frank Rijkaard verður ekki áfram í AC Milan og hafa bæði Rijkaard og Silvio Berl- usconi, eigandi félagsins, staðfest það. „Rijkaard er að yfirgefa félagið þar sem honum finnst hann ekki geta uppfyllt þær kröfur sem félagið gerir til hans,“ sagði Berlusconi eftir sigur- hátíðina á laugardag. „Hvað Gullit varðar er enn allt opið og það verður HM í badminton: Góöur árangur í tviliðaleik Ámi Þór Hallgrímsson og Broddi Kristjánsson fóm létt með spilara frá íran, sigruðu 15-0 og 15-11 á HM í badminton sem haldið er í Birmingham í Englandi. Þorsteinn Páll Hængsson og Nick Hall sigr- uðu indverska spilara, 10-15, 15-1 og 15-6. íslendingarair eru því komnir í aðra umferð í tvfliðaleik. Árangurinn var ekki eins góður í einliðaleiknum og eru allir íslensku spilararnir úr leik, bæði í karla- og kvennaflokki. Broddi Kristjánsson sigraði Rússann Melnikov í fyrstu umferð en tapaði síðan fyrir Anders Nielsen frá Englandi í annarri um- ferð, 10-15 og 7-15. Árni Þór Hall- grímsson átti ekki í erfiðleikum með Novak frá Slóvakíu í fyrstu umferð en beið síðan lægri hlut gegn Darr- en Hall frá Englandi sem er fremst- ur þar í landi. Bima Petersen, Guð- rún Júlíusdóttir og Þorsteinn Páll Hængsson vom nokkuð langt frá því að komast úr fyrstu umferð. Kvennaknattspyma: KR lagði meistarana KR-ingar lögðu íslandsmeistara Breiðabliks að velli, 2-0 í 1. deild kvenna á Kópavogsvelli i laugardag. Sigurinn var sanngjara, þótt Blikar hefðn getað gert mark í leikn- um. Þær Helena Ólafsdóttir og Sigurlín Jónsdóttir gerðu mörk KR-inga í hvorum hálfleiknum. Skagastúlkur unnu stóran sigur á ÍBV sem virðist eiga erfitt uppdráttar í deildinni enda um mjög ungt lið að ræða. Lokatölur í leiknum urðu 5-0. Jónína Víg- lundsdóttir gerði tvö mörk fyrir Skagann og þær Guð- rún Sigursteinsdóttir og Júlía Sigursteinsdóttir gerðu eitt mark hvor. Eitt markanna var sjálfsmark ÍBV. ÍBA kom á óvart með því að leggja Valsstúlkur að velli að Hlíðarenda. Það var Eydís Marínósdóttir sem var hetja norðanstúlkna og gerði hún eina mark leiksins, sem reyndist sigurmark IBA Stjarnan átti í miklum og óvæntum vandræðum með Þrótt Neskaupstað, eystra á föstudag. Sirrý Haralds- dóttir og Jónína Guðjónsdóttir komu Þrótti yfir, en þær Auður Skúladóttir og Guðný Guðnadóttir náðu að bjarga andliti Stjörnunnar Smiáþjóðaleikarnir á Möltu: Annar íslenskur sigur í röö á Smáþjóðaleikunum Evrópukeppnin 93-94 í knattspyrnu: Tapie hræðist Man. Utd. ísland sigraði á Smáþjóöaleikunum á Möltu sem lauk á laugardaginna og fékk íslenski hópurinn 35 gullverðlaun af þeim rúmlega 80 sem til boða stóðu. Þeir vörðu þar með titilinn sem þeir unnu sér inn á síðustu Smáþjóðaleikum sem fram fóru í Andorra. Þetta er í fjórða sinn sem ísland sigrar á leikunum, en þeir hafe verið haldnir fimm sinnum alls. Kýpurbúar voru næstir íslendingum með 25 gullverðlaun og Luxemborgarar 8. Auk þessara þjóða tóku keppendur frá Mónakó, Lichtenstein, Möltu og San Marino þátt í leikunum. Sundgreinamar voru íslendingum drýgstar og unnu sundmenn vorir 23 gullverðlaun af þeim 33 verðlaunum sem í boði voru. í frjálsíþróttakeppninni fengu þeir 9 gull og þá sigraði íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik á leikun- um, en þeir unnu San Marino í síðasta leik 85-81. Beraard Tapie, eigandi Marseille sem nýlega hreppti bikarinn í Evr- ópukeppni meistaraliða, segir að mesta ógnun við Iið sitt í komandi Evrópukeppni sé enska meistaralið- ið Man. Utd. Tapie segir enska liðið vera mjög, mjög sterkt og það kæmi honum ekki á óvart ef þessi tvö lið myndu mætast í úrslitaleiknum 1994. Marseille sem fór í gegnum mikla endumýjun árið 1991 eftir tapleik í úrslitaleik Evrópukeppni meistara- liða gegn Rauðu Stjömunni frá Belgrad, virðist vera að lenda í svip- aðri endurnýjun nú. Franck Sauzee mun leika með Atalanta á Ítalíu næsta tímabil og þjálfari liðsins, Go- ethals, ætlar að hætta þess vegna. Abedi Pele frá Ghana hefur einnig hug á að freista gæfunnar á Ítalíu og hefur Tapie gefið honum grænt ljós á að fera þangað. Hins vegar sagði Tápie að króatíski Ieikmaðurinn Boksic og þýski leikmaðurinn Voell- er myndu að öllum líkindum vera áfram hjá Marseille. fepie hefur hins vegar augastað á sóknarmanni og miðvallarleikmanni og sagði hann miðvallarleikmanninn vera nýjan Michel Platini sem væri að vísu ekki Frakki. Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu undir 21 árs: Tap í lélegum leik íslenska landsliðið f knattspymu, skip- að leikmönnum undir 21 árs, beið Uegii hlut gegn rússneskum jafnöldr- um sínum í Evrópukeppni landsliða f knattspyrnu. Lokatölur leiksins urðu 1-0 og kom mark Rússanna í fyrri hálf- leik. Rússarnir voru betri allan tímann, það var ekki fyrr en undir lok leiksins þegar Helgi Sigurðsson og Kristinn Lárusson komu inn á, að eitthvert líf færðist í Ieik felenska liðsins. Pétur Marteinsson og Lárus Orri Sigurðsson voru bestir fe- lensku leikmannanna en þeir Ásgeir Ás- geirsson, Finnur Kolbeinsson og Óskar Hrafri Þorvaldsson voru mjög snöggir. Aðrir voru í meðalmennskunni. Mark Rússanna kom á 45. mínútu fyrri hálfleiks eftir að víti hafði verið dæmt á Óskar Hrafn. Kvennalandsleikur: ísland mætir Svíum fslenska kvennalandsliðið mætir landsliði Svía skipað leikmönnum yngri en 20 ára á Kópavogsvelli í kvöld kl. 20.30. Logi Ólafsson sagði í samtali við Tímann að möguleikar á sigri væru al- veg fyrir hendi. Sænska landsliðið væri eitt af þeim bestu í heiminum í dag og því væri það góðu kostur að mæta leikmönnum undir 20 ára í liði þeirra. Logi ætlar að nota nýtt leikkerfi, 4-1-4-1, sem mundi nýtast vel bæði vamarlega og sóknarlega. Logi teflir fram eftirtöldum stúlkum: Ásthildur Helgadóttir Guðlaug Jónsdóttir Guðrún J. Kristjánsd. Helena Ólafsdóttir Sigurlín Jónsdóttir Sigríður Pálsdóttir Ásta B. Gunnlaugsdóttir Margrét Ólafsdóttir Sigrún Óttarsdóttir KR Steindóra Steinsdóttir UBK KR Vanda Sigurgeirsdóttir UBK KR Amey Magnúsdóttir Val KR Bryndís Valsdóttir Val KR Guðrún Sæmundsdóttir Val KR Jónína Víglundsdóttir ÍA UBK Magnea Guðlaugsdóttir ÍA UBK Auður Skúladóttir Stjaman UBK Laufey Sigurðardóttir Stjaman Knattspyma: Þjóöverjar sækja um HM 2006 Þýska knattspymusambandið ætlar að sækja formlega um að halda Heims- meisferamótið f knattspymu árið 2006. Þjóðverjar hafa ekki haldið þetta mót síðan 1974 og þá fór það fram í V- Þýskalandi. ekkert ákveðið með hann fyrr en að loknu tímabilinu. Aðra sögu hefur Gullit hins vegar að segja. „Mín tilfinning er sú að ég er að yfirgefa félagið. Eg mun aldrei gleyma þessum degi, en ég hef ekki skipt um skoðun," sagði Gullit eftir leikinn. Silvio Berlusconi er farinn að horfa í kringum sig eftir leikmönnum í staðinn og hefur hann augastað á Urugaymanninnum Daniel Fonseca sem leikur með Napoli og Stefan Ef- fenberg sem Ieikur með Fiorentina sem berst hatrammri baráttu við fall. Ef Fiorentina fellur þá er það í fyrsta sinn síðan á Ijórða áratugnum. Inter tapaði eins og áður sagði fyrir Parma á útivelli, 2-0. Leikurinn var ekki nema 25 mínútna gamall þegar tveimur leikmönnum var vikið af leikvelli. Alessandro Melli og Stefano Cuoghi skoruðu fyrir Parma. Eins og áður sagði berst Fiorentina við fall ásamt Brescia, Udinese og Ge- núa. Fiorentina og Brescia hafa bæði 28 stig, Udinese hefur 29 stig og Ge- núa 30 stig, þegar aðeins ein umferð er eftir. Ancona og Pescara em þegar fallin, en fjögur lið falla í aðra deild, eða B-seríu eins og hún heitir á Ítalíu. Eins og kunnugt er fer heimsmeist- aramótið fram í USA á næsfa ári. 1998 verður mótið í Frakklandi og Japanir em líklegustu gestgjafamir árið 2002 en það er ætlun FIFA að halda mótið það ár einhvers staðar í Asíu. Knattspyrna 3. og 4. deild: Fullt hús hjá HK Heil umferð var leikinn í 3. deild á föstudagskvöldið og bar þar helst til tíðinda stórsigur HK-inga á Skallagrími og virð- ist Kópavogsliðið ætla sér beint upp í 2. deild, en liðið kom upp úr 4. deild í fyrra. Annars voru úrslit í 3. og 4. deild sem hér segir: 3. deild Grótta-Magni............1-1 Kristján Haraldsson - Hreinn Hringsson Skallagrímur-HK..........1-6 Þórhallur Jónsson - Zoran Ljubicic 4, Helgi Kolviðarsson 2. Selfoss-Reynir S........4-1 Valgeir Reynisson 2, Gfeli Bjömsson 2 - Jónas Jónasson. Haukar-Vfðir............1-1 Haraldur Haraldsson - Grétar Einarsson Völsungur-Dalvík ........1-1 Róbert Skarphéðinsson - Örvar Eiríksson HK.............2 2 0 0 10-1 6 Grótta .........2 110 6-24 Dalvík..............21104-14 Selfoss..........1 10 0 4-13 Víðir............2 0 2 0 2-22 Völsungur........2 0 2 0 2-22 Haukar...........1 0101-11 Magni............2 0111-51 Skallagrímur.....2 0 0 2 1-90 Reynir S.... ....2 0 0 2 2-90 4. deild Ármann-Hafnir ....2-1 Þrymur-Neisti ....1-1 Ægir-Leiknir R ....1-1 Hamar-Afturelding ....0-3 Einherji-Sindri -2 KBS-Höttur ....2-1 Austri-Valur F. ....0-2 Snæfell-Léttir ....3-0 Vikingur Ó.-Árvakur ....3-1 Fjölnir-HB ....3-0 Hvatberar-Njarðvík ....1-4 Hvöt-SM ....4-1 Dagsbrún-HSÞ b ...2-6

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.