Tíminn - 02.06.1993, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Miðvikudagur 2. júní 1993
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Tlminn hf.
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aöstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: Birgir Guömundsson
Stefán Ásgrlmsson
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gfslason
Skrtfstofur: Lynghálsi 9,110 Reykjavlk Slml: 686300.
Auglýslngaslml: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf.
Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verð I lausasölu kr. 110,-
Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Sjávamtvegurirm —
orrustuvöllur í inn-
anflokksátökum
Sj álfstæðisflokksins
Ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar um hámarks-
afla á þorski á næsta fiskveiðiári var í samræmi
við spár svartsýnustu manna.
Það er ekki hægt að skella skollaeyrum við
ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar. Það er
glæfraspil að afneita fiskifræðinni sem vísinda-
grein, ef niðurstöður fiskifræðinganna flytja ill
tíðindi. Þess vegna eru fréttir um 150 þúsund
tonna hámarksafla alvarlegar fyrir íslenskt
efnahagslíf.
Viðbrögð forsætisráðherra og sjávarútvegsráð-
herra við þessum tíðindum vekja furðu. Ljóst
er að sjávarútvegurinn hefur liðið í tvö ár fyrir
aðgerðaleysi og fálmkennd vinnubrögð stjórn-
valda. Þetta tímabil hefur einkennst af átökum
milli sjávarútvegsráðherra og forsætisráðherra,
sem hafa sýnt sig með skýrum hætti þegar
ákvörðun hefur verið tekin um hámarksafla.
Forsætisráðherra gaf þær yfirlýsingar nú að
það væri sjávarútvegsráðherra að leggja fram
tillögur um hvernig 150 þúsund tonna há-
marksafla væri mætt efnahagslega. Sjávarút-
vegsráðherra hefur lagt á það áherslu hingað til
að afleiðingar aflaskerðingar væru efnahagsmál
á forræði forsætisráðherra. Forsætisráðherra
vildi ganga lengra en sjávarútvegsráðherra í
þorskveiði fyrir ári, og ekki verður betur séð en
það sama gildi nú. Nú bregður svo við að unnið
er í sjávarútvegsráðuneytinu að tillögugerð í
efnahagsmálum.
Sjávarútvegurinn sem atvinnugrein er eink-
anlega illa í stakk búinn til þess að mæta afla-
skerðingu. Málefni hans hafa löngum verið í
biðstöðu. Sjávarútvegsráðherra hreyfði í nóv-
ember 1991 málefnum hans og taldi úrbætur
ekki þola bið. Forsætisráðherra sagði að ekkert
lægi á, og framhaldið var að leggja stórfelldar
álögur á atvinnugreinina. Málefni sjávarútvegs-
ins voru um langa hríð söltuð í svokallaðri tví-
höfðanefnd, sem skilaði ekki tillögum um efna-
hagshliðina, utan tillögur um þróunarsjóð sem
liggja í salti áfram, ásamt öðrum tillögum
nefndarinnar.
Það dylst engum að spenna er á milli forsætis-
ráðherra og sjávarútvegsráðherra, sem á rætur
að rekja til átaka þeirra um formennsku í Sjálf-
stæðisflokknum. Þessi spenna endurspeglast í
mismunandi áherslum í sjávarútvegsmálum og
stirðum samskiptum þessara aðila. Það er
háskalegt ef málefni sjávarútvegsins eiga að
verða áfram orrustuvöllur í innanflokksátökum
í Sjálfstæðisflokknum. Er ekki mál að linni?
Þá er búið að stokka urpp í stjóm-
ínni,einsogtafaðhafðiverið,oger
Þorsteinn Páisson aftur orðínn
raunverulegur forsætisraðherra
landsins, samkvæmt opinberum
yfirlýsingum Jóns Baidvins og
Ðavíðs Oddssonar. Trúlega verður
að bíða fram yfir landsíúnd Sjálf-
stæðisflokksins í haust eftir því að
Porstemn verði á ný ótnefndur for-
maður Sjálfetæðisflokksins, en
augljóst er að endurkoma Por-
steins í sjálfetæðisstjommálum er
nú í uppsiglingu.
Útkoma Sjálfetæðisflokksins í
skoðanakönnunum að undan-
fömu hefúr valdið miklum titringi
og áhyggjum meðal sjálfstæðis-
manna um land alIL Áhyggjumar
eru sýnu verri vegna þess að f skoð-
anakönnunum fó óbreyttir sjálf-
stæðismenn þaö staðfest að þorri
landsmanna er að hugsa það sama
og þeir, nefoilega að ríkisstjómin
hefur enga stjóm á ffamvindu
þjóðmála og að verkstjóm og úr-
ræði verkstjórans, Davíðs Odds-
sonar, fera alltaf á sama veg og
enda í tómri vitleysu, klaufoskap
og ðgöngum. Meira að segja Davíð
Oddsson, sem enn er formaður
Sjálfetæðisflokksins, hefúr játað að
útkoma flokks síns í könnunum sé
alvarlegt mál.
Gamla góða
Þoretelnn Ptisson
verður að segja það alveg eins og er
aö það fer að verða beinlínis vand-
Hitt er raunar augljóst að formað-
urinn virðfet álíka ráðalaus gagn-
vart þessu „alvaríega máli“ og öðr-
um alvarlegum málum sem inn á
hans borð koma. í stað þess að
horfest f augu við þá staðreynd að;
stjómarstefha hans hefur beðið
skipbrot heldur hann áfram bama-
legum ásökunum sínum gagnvart
einhverri útvarpsstöð, sem sé svo
vond við hann að hann fei ekkert
fylgi í skoðanakönnunum. Þetta er
sama ástæða og hann nefhdi eftir
síðustu skoðanakönnun og Garri
ræðalegt að hlusta á manninn bera
samsæriskenningar sínar á torg
hvaðeftirannað.
f>ó virðist sannfæringarkraftur
samsæriskenningarinnar ekki eins
mikill nú og oft áður, því forsætis-
ráðherrann notaði fyrsta tækifæri
eftir að síðasta skoðanakönnun
birtisL tíl að afeala sér þeim völd-
um sem fylgja forsætisráðherra-
embættínu, þ.e. völdunum til að
stjóma efnahagsmálum þjóðarinn-
ar. Þessi völd hefur hann fært Þor-
steini Pálssyni og sagt að það væri
best að Þorsteinn kæmi með aí-
hliða efhahagstillögur um það
hvemig ættí að mæta aflasanv
drættinum, jaftihliða því sem hann
legði fram tfllögur um heildarafla-
mark á n;usta ári.
Ekki stólaskipti, held-
ur verkefhaskipti
Vitað var að búast mátti við upp-
stokkun í rikisstjómínni nú um
rnitt árið. Fáir hefðu þó átt von á aö
sú uppstokkun yrði í þvf formi að
flytja verkefhi milli raðherra og
ráðuneyla, en láta ráðherrana sitja
áfram á sínum stólum. Þessa
óvenjulegu uppstokkun má hins
vegar rekja að verulegu leyti tíl sí-
endurtekinna vantrausLsyfirlýs-
inga sem stjómarstefnan hefúr
fengið f skoðanakönnunum.
Augljóst er að Davíð Oddsson
efnahagsmálaráðherra er ferinn að
efast um að það hafi verið svo
snjallt hjá sér að ráðast aftan að fé-
lagasínum Þorsteini á sínum túna.
Þess vegna vill Davíð nú reyna að
velta ábyrgð efnahagssLjómunar-
innar yfir á hann, áður en fylgi
flokksins hverfur alveg. Engu að
sfður hefúr verið þannig um hnút-
ana búið að ef Þorsteíni tekst að
komafram með einhvers konar úr-
ræði verður reynt að túlfca það sem
svo að ríkísstjómin í heild hafi
unnið mikinn sigur. Tákist Þor-
steini það hins vegar ekki er alveg
ljóst að það verður hann einn, sem
situr uppi með skömmina.
Og hvað svo sem segja má um
stjómun Þorsteins á erfiðleikatím-
um, menn minnast jú haustsins
1988, þá má hugga sig við að al-
mennt eru hugmyndir hans þo
skömminni skárri en hugmyndir
Davíðs. Hins vegar má ljóst vera að
takist Þorsteini að halda efnahags-
Iegum sjó fram að landsfundi í
haust - og hann þarf ekki að vinna
neina stórsigra - þá er eins víst að
uppstokun verði í Sjálfetæðis-
flokknum sjálfum, en ekki bara í
ríkisstjóminni. En viðbúið er að sú
uppstokkun verði ekki eintómur
verkefnaflutningur milli aðila þar
sem mennimir sjálfir sitji áfram í
sínum formlegu stöðum. Verði for- ;
mannaskipti þá verða formanna-
Hátíð og ferðahelgi
Að hvítasunnan sé næstmesta
ferðahelgi ársins glumdi í ljósvak-
anum frá föstudegi fram á mánu-
dagskvöld. Fréttir voru sagðar af
hvemig gekk að tjalda hingað og
þangað og að heldur kulsamt væri
í útilegum. En aðalfréttir voru af
því að bílar óku saman fyrir norð-
an, ultu á söndunum fyrir sunnan,
endastungust út af vegum fyrir
vestan, skoppuðu eins og kefli eft-
ir Reykjanesbraut og próflausir
strákar komust upp í 130 á götum
höfuðborgarinnar. En aðaláhersl-
an var lögð á hve umferðin gengi
vel og hrósaði lögreglan í öllum
umdæmum sér á hvert reipi fyrir
að bflum var yfirleitt ekið á vegum
landsins og komust flestir á
áfangastaði.
Svo mikil helgi hvílir yfir hvíta-
sunnu að ekki dugir minna en tvo
hvfldardaga til að fagna himnaför,
og er messað báða dagana. Kirkju-
sókn minnkar í öfugu hlutfalli við
fjölgun guðshúsa og sætafram-
boðs í þeim. Og til að hafa eitthvað
fyrir stafni á helgidögum kirkj-
unnar og umsömdum fridögum
verklýðsfélaganna, fer fólk út að
aka og tjalda og úr verður hugtak-
ið ferðahelgi og tengist kirkjuár-
inu á vissan hátt, en lauslegan þó.
Gleymum búsorgum
Um ferðahelgi er heldur dauflegt
í þéttbýli þar sem flestir eru að
leita uppi fjörið einhvers staðar
annars staðar.
En samkvæmt reglugerðum
guðslaga og mannasetninga er
helgi eins og sú sem kennd er við
hina hvítu sól, ætluð til að ganga í
guðshús og fagna og láta ekki
glepjast af veraldarvafstri og
hversdagslegum búsorgum. Þetta
á að sjálfsögðu við um kaupstað-
ina. En þar sem ferðahelgin ríkir á
vegum og og í gildaskálum með-
fram þeim gilda þar aðrar reglu-
gerðir.
Á laugardagskvöldi fyrir Hvíta-
sunnu á að loka öllu vel fyrir mið-
nætti í þéttbýli. Og flest skal vera
lokað þar til á annan, nema guðs-
hús.
Sem alkunna er gætir mikils
lauslætis í opnunartíma verslana
og veitingahúsa í seinni tíð og fer
hríðversnandi. Hafa kaupmenn
opið fram eftir öllum kvöldum og
alla daga vikunnar.
Vittogbreitt
Á hvítsunnudag héldu nokkrir
kaupmenn uppteknum hætti og
opnuðu sölubúðir sínar, rétt eins
og að ferðahelgin væri dregin af
himnaför, en ekki bfltúrum austur
fyrir íjall og upp í Borgarfjörð.
En þá tók pólitíið f Reykjavík til
sinna ráða og lokaði þeim búðum
sem opnar voru og skýrðu kaup-
mönnum frá því að dagurinn væri
helgur og ekki ætlast til þess að
þeir væru að selja fólki mat og
annan óþarfa fyrir peninga. Þetta
var dagur kirkju og presta en ekki
kaupslagara.
Þar sem ferðahelgin var alls stað-
ar utan lögsagnarumdæmis
Reykjavíkur þar sem kirkjuhelgin
ríkti ein var ekki lokað annars
staðar.
Varðstaða
Það er biskupsembættið og laun-
þegasamtökin sem standa vörð um
helgidaga þjóðkirkjunnar og fri-
daga sem þeim tengjast. Þegar tví-
og þríheilagt er, sér kirkjan um
helgustu dagana en ASÍ passar upp
á að ekki sé hróflað við frfdögun-
um sem fylgja með.
Þannig má oft dansa, drekka og
jafnvel versla á hvfldardögum ASI
og yfir þeim hvflir jafnvel nokkur
ferðahelgi.
Aftur á móti er ekki til þess ætlast
að menn hafist neitt að á hátíðar-
dögum kirkjunnar annað en að
ganga til kirkju og vera heima og
borða gott og hlusta á pólyfóníska
músik, matrígala og gamlar upp-
tökur á leikritum.
Sá doði og drungi sem fylgir
kirkjuhátíðunum urðu til þess að
ferðahelgin varð til og amast eng-
inn við henni. Það má kaupslaga
og vaka framúr eins og hverjum
sýnist, aðeins ef það er ekki gert í
þéttbýlinu, þar sem guð er svo
miklu kröfuharðari um að reglu-
gerðum sé hlýtt, heldur en með-
fram vegum og á samkomustöð-
um ferðahelgarinnar.
Hér gætir ef til vill áhrifa frá heil-
agri kirkju, en um 500 ára skeið
var heilagur Nikulás frá Bár einn
ástsælasti dýrlingur íslendinga, en
hann var verndari ferðamanna og
kaupmanna og gott ef ekki ræn-
ingja. Má vera að sú ferðahelgi
sem hér er upp tekin stafi frá þeim
rótgróna átrúnaði, og að aðrar
reglur gildi um ferðamenn á stór-
hátíðum en þá sem heima sitja.
Og það má segja kaupstaðakirkj-
unni til hróss að á meðan hún
sendir lögregluna á kaupmenn að
loka búðum á stórhátíðum, er þó
einhver döngun í henni.
OÓ