Tíminn - 02.06.1993, Blaðsíða 16

Tíminn - 02.06.1993, Blaðsíða 16
Áskriftarsími Tímans er 686300 NÝTTOG FERSKT DAGLEGA kz/kJ reiðholtsbakarí VÖLVUFELL113-SlMI 73655 Givarahlutir Hamarshöfda 1 labriel o- DEYFAR Verslið hjá fagmönnum TVÖFALDUR1. vinningur m Tímiim MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNl 1993 y Hætta steðjar að íslenskum nákuðungum: Ófrjósemi gerir vart við sig í kvendýrum Vansköpunar í nákuöungum hefur oröið vart vegna mengunar af efninu tríbútýltin sem notað er í botnmálningu á skipum. Líffræðistofnun Háskólans gerði könnun á magni efnisins í nákuð- ungum við Suðvesturland af frum- kvæði Mengunarvamardeildar Siglingamálastofnunar og fannst það á 23 af 28 sýnatökustöðum. Kveður svo rammt að menguninni að sums staðar var annað hvert kvendýr vanskapað. Vansköpunin lýsir sér í því að sáð- rás vex fýrir kynop kvendýrsins og það myndar karlkynskynfæri. Þetta getur leitt til ófrjósemi. Byijað var að nota tríbútýltin í botnmálningu í kringum 1960 en það gefur henni þann eiginleika að hvorki dýr né gróður geti þrifist á botni skipanna og draga þau þar af leiðandi ekki úr ferð þess. Helgi Jensson hjá siglingamála- stofnun telur áhöld um það hvort íslensk skip þurfi í raun að nota botnmálningu sem inniheldur efnið þar eð þau þurfa ekki að komast á mikla ferð þegar þeir eru að toga. Erlendis hafa áhrif efnisins verið uggvænleg og fyrir 13 árum var það bannað á frönskum skemmti- ferðaskipum eftir að ostruræktun landsmanna hrundi í kjölfar tríbútýltinmengunar. Víða við strendur Bretlands hefur nákuð- ungurinn horfið algerlega vegna sömu mengunar og innan Evrópu- bandalagsins og hefur verið rætt um að banna notkun málningar sem inniheldur tríbútýltin. Jón Gunnar Ottósson, skrifstofu- stjóri umhverfisráðuneytisins, segir tríbútýltin vera eitt af hættu- legustu efnunum sem maðurinn hafi sett í sjóinn og gætu áhrif þess aukist til muna: „Efnið hefur einn- ig fundist í beitukóngi og kræk- lingi en áhrifin þar hafa ekki enn verið rannsökuð og því síður í nytjafiski. Ekki má heldur gleyma því að æður og tjaldur lifa á nák- uðungnum." Rannsókn verður haldið áfram á áhrifum tríbýtýltins við strendur íslands. -GKG. Halldóra Skarphéðlnsdóttlr og Jör- undur Svavarsson, sem unnu að könnuninnl, meö fáelna vanskap- aða nákuðunga. Tfmamynd Áml Bjama Niðurskurður á þorskveiðiheimildum og öðrum botnfisktegundum en ýsu og úthafskarfa mun hafa alvarleg áhrif á atvinnustigið og framtíð sjávarplássa. ASÍ: Fullvinnsla og innflutningur á hráefni Gylfi Ambjömsson, hagfræöingur ASf, segir að bregöast verði viö væntanlegum niöurskuröi aflaheimilda með fullvinnslu sjávaraf- urða í enn meira mæli en gert er og frekarí aflanýtingu. Auk þess þurfl að stórauka innflutning á hráefni til vinnslunnar og í því sam- bandi bendir hann m.a. á að 70%-80% af hráefni danskra fisk- „Menn þurfa að fara að hugsa vinnsluna út frá því að hún sé ekki einungis þjónustuaðili fyrir útgerð- ina heldur sem sjálfstæða atvinnu- grein sem fær hráefnið hvaðanæva að.“ Að sögn Gylfa má einnig búast við því að línumar skerpist meira í átökunum um hráeftiið, á milli landvinnslu, frystitogara og útflutn- ings á óunnu hráefni. En útflutn- ingur á ferskfiski hefur þegar dregist verulega saman á liðnum misserum. Væntanlegur niðurskurður þorsk- veiðiheimilda auk aflaskerðingar í öðmm botnfisktegundum en ýsu og úthafskarfa, mun hafa alvarleg áhrif á atvinnustigið og einnig á íramtíð- arhorfur einstakra sjávarplássa. Mesta ffamlegð hraðfrystihúsa af vinnslu einstakra fisktegunda er í þorski en einnig ýsu. Tálið er að skerðing aflaheimilda þýði allt að einn milljarð í tekjutap fýrir vinnsl- una sem þegar er rekin með fimm milljarða króna halla á ársgmnd- velli. Framkvæmdastjóri VSÍ, Þórarinn V. Þórarinsson, segir að í ljósi vænt- anlegs niðurskurðar aflaheimilda, hljóti menn að horfast í augu við það hvort nægjanlegt hráefni verði til staðar fýrir öll sjávarpláss og vinnslustöðvar. Ef ekki og ekkert annað komi í staðinn, verði varla hjá því komist að eitthvað Iáti undan síga. Hann segir að öll uppbygging, aðstaða og mannafli vinnslustöðva miðist við vinnslu á mun meiri afla og því sé það áleitin spuming hvort afkomuvandi sjávarútvegarins sé jafnvel byggðavandi fremur en rekstrarvandi. Amar Sigurmundson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, segist búast við því að einhver grisjun muni eiga sér stað og húsum muni fækka en þó ekki í neinum stómm stökkum. Hann segir að Þróunar- sjóður sjávarútvegarins muni að öll- um líkindum flýta eitthvað fýrir úr- eldingu fiskvinnslustöðva. -grh Vinningstölur laugardaginn VINNINGAR FJOLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5a!5 0 2.261.496 2.4^ w 393.054 3. 4af5 79 8.582 4. 3al5 2.943 537 Heildarvir -»ngsupphæð þessa viku: kr. 4.912.919 UPPLYSINGAR símsvari 91 -681511 lukkulína991 002 ...ERLENDAR FRÉTTIR... SARAJEVO 11 drepnir — 99 særðir viA fótboltaleik Tvær sprengjur sprungu I gær innan um leikmenn I fótbolta I höfúðborg Bosnlu, Sarajevo, sem umsetin er af Serbum. Þær uröu a.m.k. 11 manns aö bana og særöu um 99 aö sögn starfsmanna sjúkrahúsa I borginni. Leikurinn fór fram á velli, geröum á malbikuöu bflastæöi I úthverfinu Do- brinja I vesturhluta borgarinnar sem er á valdi stjómarhers múslima. BELGRAD — Dobrica Cosic, forseti leifanna af gömlu Júgóslavfu, hrökkl- aöist úr embætti eftir aö þingiö haföi samþykkt á hann vantraust. Þetta eykur enn á óreiöu I landinu og styrkir völd Serba. VITEZ, Bosnlu — Þrír ökumenn S.þ. vom drepnir og a.m.k. niu særöir þeg- ar hjálpariest þeirra varð fyrir stór- skotaárás i noröurhluta Bosnlu, að þvl er heimildir innan hers S.þ. sögöu. GORNJI VAKUF, Bosníu — Enn er öriltill möguleiki á þvf aö einn eöa fleiri af Itölunum þrem sem skotnir voru niöur I miöhluta Bosnfu á laugar- dag, kunni aö vera á lifi, aö sögn yfir- manna S.þ. og EB. PARlS - Frönsk og bresk yfirvöld sögöust vonast til aö þrýsta I gegnum Öryggisráð S.þ. I þessari viku ályktun sem heimilar friöargæsluliöum aö beita valdi til aö vemda griöasvæöi múslima I Bosnlu. MOSKVA Rútskoj segir Jettsín lygara Alexander Rútskoj, varaforseti Rúss- lands, stimplaöi Bóris Jettsln lygara i gær og sagöi aö þingiö yröi aö fjariægja rikisstjóm hans innan tveggja mánaöa. Atlagan var gerö þegar Jeltsln forseti var að telja hug i þing sem hann hefur kallaö saman til aö koma nýrri mynd á Rússland. BANGKOK Rauðir kmerar til í strið á ný Róttækir Rauöir kmerar I Kambódlu eru tilbúnir aö hefja strfö á ný ef stjómin I Phnom Penh hafnar niöur- stöðunum úr fjötflokkakosningunum f sföustu viku, var haft eftir háttsettum heimildamanni I þessum armi hreyf- ingarinnar i gær. BONN Óeirðir vegna eldsprengju- dráps Aöra nóttina I röð vom óeiröir I fyrrinótt i Þýskalandi vegna dráps á fimm tyrk- neskum innflytjendum með eldsprengju og Helmut Kohl kanslari hvatö Tyrki, bú- setta f Þýskalandi, til aö taka ekki lögin I slnar hendur. JERÚSALEM Líbýumenn í pflagrímsför Libýumenn sem komnir em I fordæm- islausa pllagrlmsför til Jerúsalem, kröföust I gær .frelsunar' helgra staöa múslima undan hemámi fsraela. „Héöan hvetjum viö múslima um allan heim til aö leggja sitt af mörkum til aö frelsa Jerúsalem sem verður að veröa höfuöborg rlkis Palestfnumanna,” sagöi Daw Tajouri, sem skipulagði feröina. JÓHANNESARBORG ViAræAur viA PAC í sjálf- heldu Rlkisstjóm Suöur-Afrfku og róttæka AF afriska ráöiö (PAC) virtust i gær vera komin I sjátfheldu i viðræöum vegna þess aö PAC neitar aö falla frá vopnaöri baráttu. VARSJÁ Kosningar 12. septem- ber? Lech Walesa forseti sagöi I gær aö llk- lega yröu almennar kosningar I Póllandi 12. september nk. og skoraöi á verka- lýðsfélagiö Samstööu aö trufla ekki kosningabaráttuna meö þvi aö stofna til verkfalls um allt land. BUJUMBURA KosiA í Búrundi Kjósendur i Búrundi mættu á kjörstaöi i gær i fyrstu fjölflokka forsetakosningum f þessu öriitla rlki I Miö-Afriku. DENNI DÆMALAUSI „Mamma sagði að ég hafi brotið ofoft afmér í dag og ekki hlýtt stöðvunarskyldu.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.