Tíminn - 02.06.1993, Blaðsíða 12

Tíminn - 02.06.1993, Blaðsíða 12
12 Tíminn Miðvikudagur 2. júní 1993 Framsóknarfélögin í Hafnarfirði Opið hús að Hverfisgötu 25 alla þriðjudaga kl. 20.30. Komið og fáið ykkur kaffisopa og spjallið. Framsóknarfélögin Kópavogur— Framsóknarvist Spilum að Digranesvegi 12 fimmtudaginn 3. júnl kl. 20.30. Góð verðlaun og kaffiveitingar. Freyfa, fétag framsóknarkvenna fngfejöig Aðalfundur Framsókn- arfélags Borgamess verður haldinn I húsi félagsins fimmtudaginn 3. júnl kl. 20.30. Ingibjörg Pálmadóttir alþingismaður ræðir stjómmálavið- horfið. Sfómki Sumartími skrífstofu Framsóknarflokksins Frá 17. mal verður skrifstofa Framsóknarflokksins I Hafnarstræti 20. III hæö, op- in frá kl. 8.00 til 16.00 frá mánudegi til föstudags. Verið velkomin Framsóknarfkrkkurirm Maðurinn minn Daníel Fríðrík Guðmundsson fynverandl bóndi Efra-Sefl, Hmnamannahreppi lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 29. mal s.l. Ástriður Guðmundsdóttfr ____________________________________________________/ ---------------------------------------------------N if Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Sigurbjörg Sigurðardóttir Hóimgarði 64, Reykjavfk sem lést 26. maf, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 3. júni kl. 15. Slgurður Valdemarsson Ásíaug Valdemarsdótbr Ámi Valdemarsson Svala Valdemarsdóttir Gísli Valdemarsson bamaböm og bamabamaböm Theodóra StelnþórsdótUr William S. Tracey Anna HjartardótUr Gunnar Rafn Jóhannesson Lflja BragadótUr Útför hjartkærrar eiginkonu minnar, móður og dóttur Huldu Eiríksdóttur Freyvangi 24 á Hellu sem andaðist 27. maf s.l., fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 3. júnf kl. 15. Hreinn Svelnsson Hlynur Hreinsson Anna GuðmundsdótUr _________________________________________________________/ GARÐSLATTUR Tökum að okkur að slá garða. Kantklippum og fjarlægjum heyið. Komum, skoðum og gerum verðtilboð. Upplýsingar í síma 41224, eftir kl. 18.00. Dagurinn langi Groundhog Day ★★★ Handrit: Harold Ramis og Danny Rubln. Framleiðendur: Trevor Albert og Harold Ramls. Leikstjóri: Harold Ramls. Aöalhlutverk: Bill Murray, Andie MacDo- well, Chris Elliott, Stephen Tobolowsky og Brian Doyte-Murray. Stjömubió. Öllum leyfð. Veðurfréttamaðurinn Phil Connors (Murray) er sendur ásamt töku- manni og framleiðandanum Ritu (MacDowell) til krummaskuðsins Pinxsutawney í Pennsylvaníu fjórða árið í röð á Degi múrmeldýrsins, 2. febrúar. Samkvæmt þjóðtrúnni í Bandaríkjunum eru 6 vikur eftir af vetri ef múrmeldýrið, þegar það vaknar úr vetrardvalanum, sér skugga sinn og skríður inn í híði sitt aftur. Ef dýrið kemur alla leið út, er vorið komið. Connors er sjálfselskur og kaldlyndur monthani, sem af ein- hverri ókunnri ástæðu upplifir þennan sama dag aftur og aftur. Hann hittir sama fólkið á sömu stöðum mörgum sinnum í röð. Fyrst notfærir hann sér aðstöðuna sér til framdráttar, en fær fljótt leið á því og reynir í staðinn að betra sjálfan sig. Þetta er ansi frumleg og sniðug hugmynd, sem býður upp á margar skemmtilegar og fyndnar uppákom- ur. Eftir að Connors fer að upplifa daginn sinn aftur og aftur, kemst myndin á mjög gott skrið og margir óborganlegir brandarar fylgja í kjöl- farið. Bill Murray er eins og sniðinn KVIKMYNPIB fyrir hlutverkið, en fáum gaman- leikurum ferst það betur úr hendi en honum að Ieika kaldlyndar per- sónur. Harold Ramis, sem leikstýrt hefur nokkrum afbragðs gaman- myndum eins og Caddyshack og Na- tional Lampoon’s Vacation, heldur myndinni vel gangandi og engum ætti að leiðast á Deginum langa. Þegar endirinn nálgast missir gam- anþátturinn þó aðeins marks vegna staðlaðrar bandarískrar vellu, en all- ir sæmilega sjóaðir kvikmyndahúsa- gestir ættu nú að vera orðnir vanir slíku. Skoðanir á Bill Murray sem gaman- leikara skiptast í svart og hvítt, bæði á íslandi sem og annars staðar. Ann- að hvort finnst fólki hann mjög skemmtilegur eða mjög Ieiðinlegur. Frammistaða hans hér er frábær og erfitt er fyrir fólkið í svarta hópnum að færa rök fyrir afstöðu sinni, ef það sér þessa mynd. Andie MacDo- well (Green Card og Sex, Lies and Videotape) fer léttilega með sitt hlutverk, enda persóna hennar hér keimlík þeirri sem hún lék í Green Card. Aukaleikarinn Stephen To- bolowsky er eftirminnilegur, en hann leikur tryggingasala sem er með þeim leiðinlegri mannkertum sem sést hafa á hvíta tjaldinu. Örn Markússon Bankakreppan í Banda- ríkjunum á enda? Tæplega þremur vikum fyrir kosn- ingarnar í Bandaríkjunum, í þann mund er umræðum lauk að sinni um bankakreppuna svonefndu, eða 19. október 1992, sagði Newsweek: ,Aðeins tveimur árum eftir að ýms- ar stærstu peningastofnanir lands- ins virtust að hruni komnar, er bankakreppan nær á enda... Eftirlitsmenn samríkisins hafa lok- að 721 sparisjóði og 585 bönkum frá 1989. Eftir nokkur tilhlaup og tals- vert karp á Þjóðþinginu hefur Res- olution TVust Corporation, stofnun sú sem sér um sölu eigna gjaldþrota sparisjóða, á skömmum tíma og ^'irig A ^ [ Vioskiptalifio j skilmerkilega selt verðbréf og fast- eignir fyrir meira en 300 milljarða $. Kostnaður skattgreiðenda af trygg- ingu innstæðna í sparisjóðum virð- ist ekki munu fara fram úr 115 milljörðum $ á núverandi verðlagi, — helmingi lægri upphæð en svart- sýnismenn hentu á loft, — og bank- ar kunna sjálfir að standa skil á inn- stæðum greiðsluþrota banka.“ „En dag skal að kvöldi lofa. Þótt enn hafi ekki verið gerðar allar nauðsynlegar ráðstafanir til að aftur sæki ekki í fyrra horf, er áhugi stjórnvalda í Washington (á vanda banka) dvínandi... Fyrir orð tals- manna banka varð það ofan á í Fe- deral Deposit Insurance Corporati- on (Tryggingastofnun innstæðna í sambandsríkinu), að hækka ekki ið- gjöld flestra banka vegna tryggingar innstæðna. Settur formaður FDIC, Andrew Hove jr., telur iðgjöldin nægilega há til að upp verði greidd skuld tryggingasjóðsins, 7,6 millj- arðar $, fyrir 2000, — án framlaga frá skattgreiðendum." „Bankar, sem illa standa, greiða nú öðrum hærri tryggingargjöld til FDIC, en að nýjum reglum munu þrír af hverjum fjórum greiða lág- marksgjald. Þannig er kostnaði illa stæðra banka haldið niðri, en betur stæðir bankar ekki hvattir til að bæta stöðu sína. — Öllum sparisjóð- um er gert að leggja fram skýrslur (um stöðu sína), til að eftirlitsmenn geti séð áhrif snarpra vaxtabreytinga á þá. En af bönkum er ekki slíkra skýrslna krafist. — Þeim sparisjóð- um fer fjölgandi, er skipta á starfs- leyfi frá samríkinu við starfsleyfi frá ríki sínu... En Þjóðþingið hafnaði þeirri tillögu Bush forseta, að bönk- um í einu ríki verði heimilað að stofna útibú í öðru.“ ,A fyrri árshelmingi 1992 varð arð- ur banka meiri en nokkru sinni fyrr, 15,5 milljarðar $, en sparisjóða 2,8 milljarðar $. Sakir þess hafa þeir getað aukið varasjóði sína (og af- skriftir). Og vegna hækkaðs verðs hlutabréfa þeirra á mörkuðum hafa margir þeirra boðið út nýtt hlutafé. Um leið hefur lækkun vaxta stöðvað verðhrun fasteigna. Vegna lokunar 2.600 banka og sparisjóða frá 1988 þarf síður að bjóða háa vexti á inn- lögnum." „Þessi góði árangur hefur ekki kveðið niður gagnrýni... Henni halda hagfræðingamir Roger Vaug- han og Edward Hill uppi í skýrslu, sem birt var (um miðjan október 1992), en þeir segja ótrausta stöðu nær 40% bandarískra banka með 1,7 billjönir $ (enskar trilljónir) í eign- um.“ „í lokunarhættu em nú 40 spari- sjóðir samkvæmt lista Office of Thrift Supervision (Eftirlitsstoffiun- ar sparisjóða), en 300 aðrir með 200 milljarða $ eignir hafa hættulega Iít- ið eigið fé. Og þótt 85% hinna 11.600 banka Bandaríkjanna séu traustir, eru liðlega 700 bankar reknir með tapi og enn fleiri eru rétt taplausir. Bankar í vanda á lista FDIC hafa 568 milljarða $ eignir." Vinnubúðir til sölu Landsvirkjun áformar að selja, ef viðunandi tilboð fást, vinnubúðir á eftirfarandi stöðum til brottflutnings: Við Blöndustöð í Austur-Húnavatnssýslu 6 sjálfstæð svefnhús stærð 2,5 x 3,9 m 2 sjálfstæðar húseiningar — 2,5x5,1m 1 íbúðarhús (4 húseiningar 2,5 x 7,5 m) — 10,5 x 7,5 m 1 íbúðarhús (5 húseiningar 2,5 x 7,5 m) — 12,5 x 7,5 m 2 parhús, 4 íbúðir (2,5 húseiningar, 2,5 x 7,4 m) — 12,5 x 7,4 m 1 mötuneytis- og svefnherbergjasamstæða. í samstæðunni eru samtals 46 húseiningar af stærðinni 2,5 x 7,4 m = 851 m2, 80 manna matsalur, eldhús, frystir, kælir, hreinlætisein- ingar og 44 einstaklingsherbergi. Við Búrféllsstöð í Ámessýslu 8 sjálfstæð svefnhús 2 sjálfstæðar húseiningar 1 frystir 1 inngangur og snyrting stærð 2,5 x 3,9 m 2.5 x 5,1 m 2.6 x 4,1 m 2,0 x 4,2 m Dagana 4.-5. júní 1993 munu starfsmenn Landsvirkjunar sýna væntanlegum bjóðendum húsin, en aðeins frá kl. 10:00-18:00. Nánari upplýsingar veitir innkaupastjóri Landsvirkjunar. Tilboö þurfa aö berast Landsvirkjun, innkaupadeild, Háa- leitisbraut 68,103 Reykjavík, eigi síðar en 9. júní 1993. G LANDSVIRKJUN Nýtíndir, fjörugir og spriklandi laxa- og silungsmaökar vilja komast 1 kynni við hressa veiði- menn. Verð aöeins 15 og 20 krónur stk. Uppl. i s. 672822.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.