Tíminn - 02.06.1993, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 2. júní 1993
Tíminn 13
Sigutjón Ólafsson: Módel af stöðoarhúsi Búrfettsvirigunar 1966.
Ny sýning í Listasafni Siguijóns Ólafssonan
Myndir í fjalli
Myndir í fjalli er heiti sýningar, sem opnuð var í Listasafni Sigurións Ólafssonar nú um
hvítasunnuna. Sýningin fjallar um tilurð listaverka Sigurjóns Olafssonar við Búrfells-
virkjun, sem unnin voru á árunum 1966-69.
Á sínum tíma var Sigurjóni falið að myndskreyta framhlið stöðvarhúss Búrfellsvirkj-
unar og var þetta stærsta verk sem listamaðurinn hafði fengist við og um leið viða-
mesta verkefni sem íslenskur listamaður hafði hlotið. Má í því sambandi nefha að lág-
myndir Sigurjóns á stöðvarhúsi Búrfellsvirkjunar fylla samtals 334 m1 veggflöL Við
gerð steypumóta fyrir listaverkin notaði Sigurjón frauðpiast fyrstur manna á íslandi,
en aðferðin varð algeng meðal listamanna víða um heim upp úr 1970. Auk lágmynd-
anna í steinsteypu gerði Sigurjón frítt standandi mynd úr koparplötum, sem hann
nefndi Hávaðatröllið og er staðsett framan við stöðvarhúsið.
f Listasafni Sigurjóns Ólafssonar hefur farið fram umfangsmikil rannsóknarvinna
varðandi þessi listaverk og hefúr Auður Ólafsdóttir listfræðingur meðal annars skrifað
ritgerð um verkin. Ritgerðin verður birt í árbók safnsins, sem út kemur á næstunni.
Gestum safnsins gefst kostur á að skoða myndband um tilurð verkanna, sem Ásgeir
Long gerði fyrir Landsvirkjun.
Sýningin Myndir í Qalli verður opin hvem dag klukkan 14 til 18 og um helgar á sama
tíma. Safnið er einnig opið á kvöldin frá ki. 20 til 22 mánudaga til fimmtudaga.
Félag eldri borgara
Ferð til Vestmannaeyja 4.-6. júní. Skrá-
setning í síma 28812 tii kl. 17 í dag.
Opnunartími sundstaöa
ísumar
Sundstaðir borgarinnar — Laugardais-
laug, Vesturbæjarlaug, Sundhöllin og
Breiðholtslaug — verða í sumar opnir
sem hér segin
Mánudaga-föstudaga kl. 07-22. Sölu
hætt kl. 21.30.
Laugardaga kl. 07.30-18. Sölu hætt kl.
17.30.
Sunnudaga kl. 08-18. Sölu hætt kl.
17.30.
Tónleikar í Norræna húsinu
í kvöld
í kvöld, miðvikudaginn 2. júní, kl. 20.30
mun sinfóníuhljómsveit Skellefteá, sin-
fóníublásarasveit með 45 manns, leika í
Norræna húsinu. í hljómsveitinni er
imgt fólk sem stundar eða hefur stundað
nám við tónlistarskólann f Skellefteá f N-
Svíþjóð.
Efnisskráin er fjölbreytfc þýskir marsar,
djass og kammertónlisfc Einnig verður
frumflutt verk eftir Svfann Tomas Lilje-
holm, sem hann samdi sérstaklega fýrir
sinfóníublásarasveit og klarinetL Ein-
Ieikari á klarinett er íslendingurinn Her-
mann Stefánsson.
Allir eru velkomnir og er aðgangur
ókeypis.
Málþing í Hinu húsinu:
Heilsdags skóli
Foreldrasamtökin efna til málþings f
Hinu húsinu, Brautarholti 20, 3. hæð,
fimmtudaginn 3. júní kl. 20. Yfirskrift
þingsins en „Heilsdags skóli: Hver er
reynsian? Hver er framtíðin?"
Ýmsar spumingar vakna þegar talið
berst að lengingu skóladagsins hjá böm-
unum okkar. Hvað felst í þessari leng-
ingu? Hvert er innihald kennslunnar?
Hver er staðan í dag? Hverju er verið að
stefna að? Hver er ávinningurinn og hver
er kostnaðurinn? Hvemig er mataræði
skólabamanna háttað? Verður heilsdags
skóli að veruleika í nánustu framtíð, Ld.
næsta vetur? Á málþinginu verður leitað
svara við þessum spumingum.
Frummælendur verða: Áslaug Brynj-
ólfsdóttir fræðslustjóri í Reykjavík, Páíl
Guðmundsson skólastjóri Mýrarhúsa-
skóla, fulltrúi foreldra í Laugamesskóla
og Kári Amórsson skólastjóri Fossvogs-
skóla.
Fundarstjóri verður Katrín Baldurs-
dóttir blaðamaður.
Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis.
Arabískt-íslenskt kvöld
Annað kvöld, fimmtudaginn 3. júní, kl.
19 verður haldið arabískt- fslenskt kvöld
í Félagsheimili heymarlausra, Klappar-
stíg 28, 2. hæð. Þar munu arabískir
kokkar bjóða upp á arabíska rétti. Einar
Kristján Einarsson leikur á gftar. Linda
Vilhjálmsdóttir les eigin ljóð. Jóhanna
Kristjónsdóttir segir frá ferð til Jemen í
máli og myndum.
Verð kr. 1000 fyrir fullorðna, ókeypis
fyrir böm. Vinsamlega pantið fyrirfram í
síma 678081. Allir velkomnir.
Byggingarréttur á
IngóHstorgi
Auglýst er eftir umsóknum um byggingarrétt fyrir u.þ.b. 15
ferm. söluskála á noröaustanveröu Ingólfstorgi, þar sem gert
er ráö fyrir að seld verði blöð, ís, sælgæti o.þ.h. Fyrir liggur
útlitshönnun skálans, sem veröur byggöur að hluta til undir
bogaþaki, sem er borið uppi af 6 súlum. Reykjavikurborg
kostar gerö súlnanna og þaksins og lætur gera undirstöður
undir skálann um leiö og unnið er aö frágangi Ingólfetorgs.
Verður þvf lokið í júli nk. og skal byggingu söluskálans lokið
innan þriggja mánaða eftir það.
Umsóknum um byggingan-éttinn skal skila á skrifetofu borg-
arverkfræðingsins i Reykjavík, Skúlatúni 2, 3. hæð, fyrir kl.
16:00 föstudaginn 18. júnf 1993 og skal fylgja þeim greinar-
gerð um starfsemi umsækjanda, þ.á m. upplýsingar um flár-
hagsstöðu hans.
Nánari upplýsingar, skilmálar og uppdrættir fást á skrifetofu
borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, og f sima 632310,
Borgarstjórinn í Reykjavík.
Fyrsta breska glasabarniö:
Louise Brown er orðin 15 ára
Fyrsta breska glasabarnið,
stúlkan Louise Brown, er orðin
15 ára, hraust og heilbrigð. Hún
hélt upp á afmælisdaginn í fé-
lagsskap mörg þúsund annarra
barna sem líka eiga líf sitt að
þakka frjósemisaðgerð. Hátíðin
var haldin í Thorpe Park í Surr-
ey á fyrsta degi breskrar „Þjóðar-
frjósemisviku".
Móðir Louise, Lesley Brown,
45 ára, sagði af því tilefni að
samkoman væri haldin „vegna
þess að við álítum að ríkisstjóm-
in ætti að sjá að eitthvað verði
að gera til að hjálpa fólki sem
þarfnast frjósemisaðgerðar."
Á myndinni heldur afmælis-
barnið á yngstu nýliðunum í
hópnum, þriggja vikna gömlum
tvíburum.
Louise er oröin stór og myndarleg stúika. Hér heldur hún á þriggja vikna
tvíburum, sem eiga tilveru slna aö þakka sömu læknismeöferð og hún.
Wexford lögreglu-
fulltrúi:
„Reg
og
Dora“
giftast í
alvöru
íslenskum sjónvarpsáhorfendum
er að góðu kunnur Wexford lög-
reglufulltrúi, sem fer sínar eigin
leiðir og á ekki alltaf samleið með
yfirboðurum sínum þegar hann
fæst við að leysa glæpamál í
King’s Markham. En kona hans
Dora stendur alltaf við hlið manns
sfns sem klettur f hafinu og ævin-
lega eru málin farsællega Ieyst á
endanum í sakamálaþáttunum
eftir Ruth Rendell.
Þau George Baker, sem fer með
hlutverk lögreglufulltrúans, og
Louie Ramsay, sem leikur Doru,
hafa þekkst síðan 1953, en sam-
starf þeirra við Wexford-þættina
hófst fyrir sex árum. í millitíðinni
hafði Louie gifst og eignast son,
Kona Georges Baker, Sally, dó úr krabbameini fyrir rúmu ári. Sally og Louie
Ramsay voru bestu vinkonur og nú hafa þau George og Louie ákveöiö aö
giftast. Það hjónaband verður vonandi eins hamingjusamt og þeirra .Regs
og Doru".
en því hjónabandi lauk með skiln-
aði.
Vinátta þeirra Georges, sem er
orðinn sextugur, og Louie, sem er
57 ára, dýpkaði þegar kona hans,
Sally, veiktist af krabbameini og
dó fyrir rúmlega ári. Þá leitaði
hann huggunar hjá Louie, sem
aðstoðaði hann við góðgerðastarf
í sambandi við krabbameinssjúka.
Smám saman breyttist vináttan í
ást og nú er svo komið að þau
ætla að gifta sig í september nk.
Louie segir einmitt vináttu
þeirra afskaplega mikilvæga og
hún sé sérlega heppin kona. Þau
George hafi alltaf verið góðir vinir
og Sally hafi verið ein besta vin-
kona hennar.
Wexford lögreglufulltrúi á mjög
náið, og á tíðum stormasamt
samband við dætur sínar tvær, en
sjálfur á George 5 dætur á aldrin-
um 25 til 38 ára. Tvær þeirra
koma alla leið frá Ástralíu til að
vera viðstaddar brúðkaupið, og í
staðinn fyrir að fara í brúðkaups-
ferð ætla nýbökuðu hjónin að eiga
góðan tíma með þeim eftir allt
ferðalagið.
Forsætisráðherrafrú veiðir fisk!
Ekki alls fyrir löngu lögðu for-
sætisráðherrahjón Kanada, Mila
og Brian Mulroney, land undir fót
og heilsuðu upp á Bóris Jeltsín,
forseta Rússlands. Þar var þeim
ágætlega tekið og sýnd hin besta
gestrisni.
M.a. bauð Jeltsín þeim í sumar-
húsið sitt í Zavidovo og þar gafst
frúnni Milu, sem fædd er og upp-
alin í Júgóslavíu, kostur á að
reyna veiðílistir sínar. Og viti
menn, Mila reyndist veiðikló og
áður en varði var feitur, spriklandi
silungur á önglinum hjá henni.
Vonandi hefur einhver komið
frúnni til hjálpar, hún virðist
þurfa hennar við.
Svipurinn á andliti Milu Mulroney
bendir helst til þess aö henni sé
ekki alveg Ijóst hvaöa furöuskepna
sé hérá ferö og þaöan afslöur
hvaö hún eigi aö gera viö hana.