Tíminn - 02.06.1993, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 2. júní 1993
Tíminn 3
Hjón hafa þurft að bera alfarið tjón sitt eftir árekstur við drukkinn
knapa með tvo til reiðar:
Eigendur hrossa
jafnari en aðrir?
Sigurgeir Kjartansson vlð stórskemmdan bíl slnn eftir árekstur við drukkna
hestakonu með þrjá til relðar á þjóðvegl 11 myrkri og dimmviðri.
Tímamynd Aml Bjama
Fjölskylda ðk eftir Suðurlandsvegi í
maí í fyrra á hægri ferð um mið-
nættið. Út úr myrkrinu skaust
skyndilega drukkinn knapi með tvo
til reiðar og enginn túni gafst til að
forðast árekstur. Eiginkonan, sem
er tannlæknir, hefur verið mikið frá
vinnu síðan og tjón á bflnum er
metið á rúmar 600 þús. kr. Hefja
verður skaðabótamál þar sem eldd
er skylt að skaðabótatryggja hesta
en það sama gildir t.d. ekki um
hunda í þéttbýli. Málið hefur verið
að velkjast í dómskerfinu og verður
líklega tekið fyrir í haust Trygg-
ingafélag hjónanna hefur þegar
bætt knapanum hestana.
„Það er óréttlæti að það skuli ekki
vera skaðabótatrygging á hrossum á
sama máta og það er skaðabóta-
trygging á öllum löglegum hundum
á Reykjavíkursvæðinu. Menn geta
verið með heilt stóð af hrossum á og
í kring um þjóðvegina án þess að
þurfa að borga krónu í tryggingu,"
segir Sigurgeir Kjartansson læknir
og eigandi bflsins en hann þurfti að
höfða skaðabótamál á hendur knap-
anum.
Drukkni knapinn var í för með öðr-
um hestamönnum sem svipað var
ástatt um og misstu þeir m.a. hest
frá sér sem stökk í veg fyrir bfl sem
kom úr gagnstæðri átt við hjónin.
Þar slasaðist ung stúlka en hestur-
inn drapst. Nýlega féll dómur henni í
vil að tveimur þriðju en hún hafði
farið fram á bætur sem nemur sjálfs-
ábyrgð hennar. Þetta þykir óvenjuleg
niðurstaða þar sem hestar og kindur
eru vanalega talin öðrum rétthærri á
þjóðvegum landsins.
Sigurgeir og eiginkona hans komu
úr hinni áttinni eins og áður segir.
Hann býst ekki við að málið verði
tekið fyrir fyrr en í haust og segir að
ekki sé búið að fmna dómara þar
sem sá sem átti að taka málið að sér
veiktist „Þetta er töf og droll á alla
kanta,“ bætir hann við en tjón sitt
hafa þau hjón því orðið að bera alfar-
ið sjálf.
Fyrir utan að fá bíltjónið bætt fer
hann fram á slysabætur fyrir hönd
konu sinnar sem hefúr verið mikið
frá vinnu síðan.
Að sögn Sigurgeirs reið knapinn,
sem var kona, fyrirvaralaust úr
myrkrinu í veg fyrir bíl þeirra hjóna.
„Hún var bara að rangla þama og
Hafískönnunarflug
Gæslunnar í gær:
Hafísbrún-
in 60 mílur
frá landi
í gær kannaði flugvél Landhelgis-
gæslunnar, TF SYN, hafísinn norð-
ur af Vestfjöröum og allt vestur á
Dohmbanka. Vélin kom að ísbrún-
inni á stað 68 gr 32N - 20 gr 40V
en þar var ísinn 4-6/10 að þéttleika.
ísbrúninni var fylgt til suðvesturs
til staðar 65 gr 53N - 30 gr 20V.
ísjaðarinn er næstur landi um 60
sjómflur NV af Straumnesi og 78
sjómflur VNV af Bjargtöngum. Víða
lágu gisnar ísdreifar út frá megin
ísjaðrinum.
Veður til ískönnunar var ágætt,
hægviðri og hálfskýjað en lágþoka
var yfir Dohmbanka og þar aðeins
hægt að skoða ísinn í radar.
hafði í raun ekkert vald yfir hestin-
um og öðmm hesti sem hún hafði til
reiðar sökum ölvunar," segir Sigur-
geir þegar hann rifjar upp málavexti.
Þess má geta að áfengismagn mæld-
ist 1.08 prómill í blóði knapans en
0.5 prómill varðar sviptingu ökuleyf-
is.
Sigurgeir bendir á að hefði t.d verið
um dmkkinn ökumann á Ijóslausu
en tryggðu ökutæki að ræða, hefði
gilt öðm máli. „Þá hefði ökumaður-
inn verið úrskurðaður óhæfur til
aksturs og tryggingafélag hans hefði
þá bætt tjónið en átt endurkröfurétt
á ökumanninn," segir Sigurgeir.
í þessu máli gilti annað viðhorf þar
sem um knapa er að ræða. „Þegar
kom að því að bæta hestana brá
tryggingafélagið skjótt við og greiddi
þá út að tveimur þriðju hlutum,"
segir Sigurgeir.
Hann er samt bjartsýnn á að niður-
staðan verði þeim hjónum í hag og
býst við að tryggingafélagið sem
tryggði bílinn fái hressilegan bak-
reikning. Þar vísar hann til þess að
innifalið í bifreiðatryggingu sé m.a.
örorkutrygging ökumanns og far-
þega.
Sigurgeir er þess vegna argur út í
tryggingafélagið fyrir að meta meir
hesta en fólk. „Maöur hefði kannski
vorkennt þeim, hefðu þeir hagað sér
þokkalega en þeir em búnir með sitt
útspil og þess vegna fá þeir enga
miskunn af minni hálfu,“ segir Sig-
urgeir. -HÞ
Verkstjóri
Óskum eftir að ráða nú þegar verkstjóra til sumarafleysinga í
frystihúsi voru.
Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist til
Gísla Jónatanssonar, framkvæmdastjóra, sem veitir allar nánari
upplýsingar.
Hraðftystihús Fáskrúðsflarðar hf.,
sími 97-51240, fax 97-51446.
/bhV S 8 , -s ffl
1 rnníiiiiii miiiiiiiii liiiliiil liiiliiiliil lÍHÍÍÍÍIÍÍÍl
1 81 B88U 111 Itti rm 8888 tin [itl ffljtl ffllffl
TIT TT¥ mr “iriff ifl lii 111 lii
MENNTASKOLINN A AKUREYRI
Frá Menntaskólanum
á Akureyri
Kennara vantar til kennslu í eftirtöldum námsgreinum skólaárið
1993/1994:
(1) félagsfræði, ein staða, (2) heimspeki, hálf staða, (3) ís-
lenska, ein staða, (4) stærðfræði, tvær stöður.
Upplýsingar gefur undirritaður í síma (96)11433 milli kl. 11 og
12 dag hvem.
Umsóknarfrestur er til 10. júní n.k.
Tryggvi Gíslason,
skólameistari MA.
Laus kennarastaða
Við Nesjaskóla í Homafirði, sem er grunnskóli með 1 .-10.
bekk, er laus kennarastaða. Æskilegar kennslugreinar:
Hand- og myndmennt, sérkennsla og kennsla yngri
barna. Fleira kemur til greina.
Upplýsingar gefur Kristín Gísladóttir, skólastjóri, í síma
97-81443.
Happdrættisárið hjá DAS er
sannkallað milljónaár. í hverjum
mánuði eru dregnir út vinningar
fyrir tugi milljóna króna og í DAS
80% pottunum þremur eru
vinningarnir sem þig hefur alltaf
dreymt um. Allir sem spila í
Happdrætti DAS um
3 tugi miiljóna mán-
í aðarlega verða
% ^ sjálfkrafa þátttak-
endur í DAS 80%
pottunum þremur
þar sem aðeins er
dregið úr seldum
miðum. ________
Ef þú kaupir
ársmiða eöa
endurnýjar með
Visa eða Euro
út happdrættis-
árið færðu i
dlskinn *4
ómótstæöilega
með Krlstjáni
Jóhannssyni
í kaupbæti.
Milljónanna vegna