Tíminn - 02.06.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.06.1993, Blaðsíða 1
Frétta-Tíminn...Frétta-síminn...68-76-48...Frétta-Tíminn..Frétta-síminn...68-76-48...Frétta-Tíminn...Frétta-síminii...68-76-48. Horfur eru á að nokkrir bændur verði í vandræðum með heyöflun í sumar vegna kals í túnum: Miklar kalskemmd- ir orðið í túnum í Þingeyjarsýslu Nikið kal er í túnum í Suður- Þing- eyjarsýslu og bendir flest til að þó nokkrir bændur lendi í vandræðum með heyöflun í sumar af þessum sök- um. Talsvert kal er Iíka á einstöku svæðum í Skagaflrði og í Eyjaflrði. Tjón bænda er umtalsvert vegna þessara kalskemmda, en ekkert ligg- ur fyrir um hvort þeim verður bætt það að einhveiju leytL Ari Teitsson, ráðunautur hjá Búnað- arsambandi Suður-Þingeyinga, sagði að verst væri ástandið í Ljósavatns- hreppi og Aðaldælahreppi. Þar séu miklar kalskemmdir í túnum á mjög mörgum bæjum. Þá sé talsvert kal í Reykjahreppi og raunar víðar í sýsl- unni. Ari sagði ljóst að sumir bændur lendi í miklum vandræðum með heyöflun nema þeir bregðist við kalskemmdun- um á einhvem hátt. Hann sagði að menn geti gert ýmislegt t.d. að tæta túnin upp og sá grænfóðri. Þá hafi sumir möguleika á að nýta tún sem ekki hafa verið slegin á seinni árum. Ari sagði að þrátt fyrir slæma kal- bletti í túnum þá verði bændur að eyða einhverjum áburði á þá þó að þeir fái enga uppskeru af þessum blettum. Sé enginn áburður borinn á kalblettina sé lítil von til þess að þeir grói aftur. Ari sagði að ráðunautar á vegum Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga hafi skoðað kalskemmdimar til að reyna að gera sér grein fyrir tjóninu. Ekkert liggi hins vegar fyrir um hvort Bjargráðasjóður bætti þetta tjón að einhverju leyti. Að sögn Eiríks Loftssonar hjá Búnað- arsambandi Skagfirðinga er talsvert mikið kal á afmörkuðum svæðum í Skagafirði. Kalið er mest í Óslandshlíð en einnig er talsvert mikið kal inn í Hjaltadal og á bæjum í kringum Sauð- árkróki og Hofsós. Orsökin fyrir kalinu em mikil svella- lög á túnum víða í Skagafirði í fyrra- haust. Eiríkur sagði að kal væri nokk- Hvítasunnu- kappreiðar Fáks voru um helgina og f tilefni dagsins mætti litli söðlasmið- urínn á svæðið með fram- leiðslu sína og hélt þannig einnig upp á sjö ára afmæli fyr- irtækisins. Mikið er að gera hjá hinum hugprúða söðlasmið, sem öríögin hafa gert að styðj- ast við tvær hækjur í gegnum lífið, þótt auðvitað sé alltaf von á bata. Hann er bæði í nýsmíði og viðgerðum og lét vel af sér. Mynd GTK uð algengt í túnum í Fljótunum, en nú bregður svo við að þar er nánast ekkert kal. Hann sagði þetta skýrast af því að meiri snjór hafi verið í Fljótun- um í vetur en víða annars staðar í sýsl- unni. Eiríkur sagðist telja að á stöku bæjum sé kalið það mikið að bændur getí lent í vandræðum við heyöflun í sumar. Þetta fari þó mikið eftír því hvemig sumarið verði. Þá beri að geta þess að víða á bæjum séu tíl miklar fymingar. —EÓ Uppsögnum mótmælt Bankastarfsmenn mótmæltu f gær uppsögnum 76 starfsmanna f Landsbanka islands meö þvf aö framfylgja starfsreglum til hins ftr- asta. Af þeim sökum og einnig vegna mánaðamótanna var búist vlð löngum blörööum vlðskiptavlna eftir afgreiöslu. Ekkl varö þó vart viö lengri biðraöir en oft vill verða f bönkum og e.Lv. hafa viðskipta- vinlr Landsbankans og annarra banka, sem gátu komlö þvf við, slegiö þvf á frest um einn dag að fara (sinn banka og ætla að gera það f dag. Svo kann lika aö vera aö einhverjir fastakúnnar hafi ekkl vlljaö fara f banka f gær og þannlg sýnt f verkl andúð sfna á upp- sögnum starfsmanna Landsbanka. Timamynd Ami BJama í það minnsta 18 félög innan ASÍ voru með atvinnuleysi sem mældist meira en 10% í mars sl. Atvinnuleysi mest í Bolungarvík, eða tæp 30%: Atvinnuleysi hefur þrefaldast í stjórnartíð Davíðs Oddssonar í það minnsta 18 félög innan ASf voru með atvinnuleysi sem mæld- ist meira en 10% í mars sl. Sýnu mest var atvinnuleysið hjá Verka- lýðsfélagi Bolungarvíkur, eða tæp 30%. Á sama tíma og atvinnu- leysi á almenna markaðnum mældist um 8% var það aðeins 1,4% meðal opinberra starfsmanna. Á þessu árí er því spáð að atvinnu- leysið verði að meðaltall um 5%. í fyrra var það 3% og áríð 1991 mældist atvinnuleysið 1,5% að jafnaði. Atvinnuleysið hefur því meira en þrefaldast i stjómartíö Davíðs Oddssonar. Hæst var hlutfall atvinnulausra hjá félögum ófaglærðra, eða 9,3% í mars sem leið, um 6,8% hjá fag- lærðum og 6,4% hjá verslunar- fólki, eða samtals 7,9% hjá aðildar- félögum ASÍ. Á sama tíma mældist atvinnuleysið 1,7% hjá BSRB, 0,5% hjá BHMR og 1,4% hjá kenn- urum, eða alls 1,4% atvinnuleysi meðal opinberra starfsmanna. Þetta kemur m.a. fram í saman- tekt sem hagdeild ASÍ hefur gert Gylfi Arnbjömsson, hagfræðingur hjá ASÍ, segir að þetta séu hrika- legar tölur en gerir þó ráð fyrir því að eitthvað hafi slegið á atvinnu- leysið upp á síðkastið. Það verður svo væntanlega kannað frekar hversu mikið atvinnuleysið er inn- an einstakra aðildarfélaga ASÍ og hvemig það dreifist þegar upplýs- ingar um atvinnuleysið liggja fyrir frá vinnumálaskrifstofu félags- málaráðuneytisins fyrir nýliðinn maímánuð. „Atvinnuleysið á landinu mældist 5,4% í mars sl. en lækkaði niður í 4,6% í apríl sl. En aðalskýringuna fyrir þessari fækkun var ekki að finna í minnkun atvinnuleysisins heldur fjölgun á vinnumarkaði." Af einstökum aðildarfélögum ASÍ var atvinnuleysið langmest meðal félaga í Verkalýðsfélagi Bolungar- víkur eða 28,6% í mars sl. En þau félög sem voru með 10% atvinnu- leysi eða meira voru m.a. hjá starfsfólki í veitingahúsum, bygg- ingarmönnum í Eyjafirði, Verka- lýðsfélagi Vopnafjarðar, Iðju á Ak- ureyri, Dagsbrún, Hlíf f Hafnar- firði, Verkalýðsfélagi Húsavíkur, Framtíðinni í Hafnarfirði, Verslun- armannafélagi Hafnarfjarðar, Verkalýðsfélagi Borgarness, TYé- smiðafélagi Reykjavíkur, Verka- lýðsfélagi Akraness, Sjómannafé- lagi Hafnarfjarðar, Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur, Vöku Siglufirði, Verslunaramannafélagi Suðumesja og Sjómannafélagi Reykjavíkur. Þótt nýsamþykktur kjarasamn- ingur hafi vakið litla hrifriingu innan verkalýðshreyfingarinnar, mótaðist afstaða samninganefndar ASÍ einkum af tveimur atriðum. Annars vegar á því að þrátt fyrir að kaupmáttur kauptaxtans hafi farið rýmandi að undanfömu jafnast engin kjaraskerðing á við þá skerð- ingu að missa vinnuna. Af þeim sökum var m.a. lögð áhersla á að leggja grunn að nýrri sókn í at- vinnumálum. Milljarður í atvinnu- skapandi aðgerðir á þessu ári og annað eins á því næsta til viðbótar því sem áður hafði verið ákveðið. Hins vegar mótaðist afstaða samn- inganefndarinnar af því að þegar kreppi að í þjóðarbúskapnum sé nauðsynlegt að slá skjaldborg um stöðu þeirra tekjulægstu. Það var m.a. gert með því að ná fram lækk- un matarskattsins og um greiðslu láglauna- og orlofsbóta. -grh MmBiaiBiBa Miðvikudagur 2. júní 1993 101.tbl.77. árg. VERÐ f LAUSASÖLU KR. 110.-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.