Tíminn - 02.06.1993, Blaðsíða 11

Tíminn - 02.06.1993, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 2. júní 1993 Tíminn 11 íslensk alþjóðleg skipaskrá og breytingar á skattamál- um farmanna og kaupskipaútgerða eflir samkeppnis- stöðu farmanna gegn ódýru erlendu vinnuafli: TVyggir at- vinnuöryggi farmanna f ráði er að leggja fyrír Alþingi frumvarp til laga um íslenska alþjóölega skipaskráningu og einnig frumvarp til laga um skattamál skipverja og útgerða í íslensku alþjóðlegu skipaskránni. Jafnframt verða felld niður stimpilgjöld, mönnunarreglum breytt til samræmis við alþjóðlegar samþykktir og sömuleiðis fyrírkomulagi á skoðun kaupskipa. Þetta eru m.a. tillögur nefndar sem samgönguráðherra skipaði í apríl 1991 til að endurskoða gildandi lög og regl- ur um skráningu og mönnun íslenskra kaupskipa. Með ofangreindum ráðstöf- unum er talið að hægt sé að skapa for- sendur fyrir atvinnuöryggi farmanna og íslensk kaupskip í eigu íslenskra út- gerða sigli undir íslenskum fána. En á undanfömum árum hefúr stöðugild- um farmanna á flotanum fækkað um 85. Ef þetta gengur eftir hyllir loksins undir lausn á baráttu farmanna til að tryggja samkeppnisaðstöðu þeirra gagnvart ódýru erlendu vinnuafli. í því sambandi er einkum horft til þess sem Danir hafa gert í skattamálum sinna formanna. í stað þess að danskir far- menn greiði skatt, þá borgar útgerðin þeim svokölluð „nettólaun". Sam- kvæmt þessu greiðir útgerðin því lægri upphæð í laun sem nemur þeirri upp- hæð sem skattar sjómannsins ella hefðu verið og við það lækkaði áhafn- arkostnaður danskra útgerða verulega frá því sem áður var. í nýundirrituðum kjarasamningum yfirmanna og vélstjóra á farskipum við sína viðsemjendur, fylgja bókanir sem kveða á um að samningurinn sé gerður í trausti þess að sett verði lög um al- þjóðlega skipaskráningu og samhliða þeim verði gerðar ráðstafanir sem bæti samkeppnisstöðu íslenskra farmanna. Til að fylgja því máli eftir eru áður- nefndir kjarasamningar uppsegjanleg- ir frá og með 1. maí á næsta ári. Á undanfömum árum hefur útflögg- un skipa í eigu íslenskra kaupskipaút- gerða aukist til muna og í febrúar sl. vom aðeins 9 af 29 íslenskum kaup- skipum skráð hérlendis, en 20 erlendis. Jafhframt hefur íslenskum farmönum fækkað til muna. Árið 1988 vom 500 stöðugildi í flotanum og þar af nam hlutur íslenskra farmanna 85%, eða 425 stöðugildum. í apríl 1991 vom stöðugildin 465 og af þeim þjónuðu ís- lendingar um 340, eða 73%. Á fjómm ámm hefúr því stöðugildum íslenskra farmaxma fækkað um 85 á fjómm ár- um. -grh HAFNAR ERU ÆFINGAR hjá Leikfélagi Reykjavíkur á nýju íslensku leikriti sem frum- sýnt verður næsta haust. Leikrítið er eftir Áma Ibsen og nefnist Elín Helena. Af myndinni að dæma takast aðstendur sýningarinnar á við verkefnið með bros á vör. Mið- og hægri flokkar Evrópu funda um Stór-Evrópu í Vínarborg. Steingrímur Hermannsson: Lýðræðissamvinna við þjóðir í austurvegi Leiðtogar mið- og hægri flokka í V-Evrópu og leiðtogar rússneskra umbóta- sinna hittust í Vínarfoorg í síðustu viku til þess að stofna nefnd sem mun hafa að leiðarijósi hugmyndir um Stór-Evrópu sem nái út fyrir landamæri Evrópubandalagsins. Ætíunin er að koma á fót stofnun á sviði fjármála og öryggismála sem nái til Austur og Vestur-Evrópu. Formaður nefndarinnar var kjörinn Jacques Chirac, borgarstjóri Parísar, en varaformenn Alois Mock, utanrík- isráðherra Austurríkis, og formaður Evrópusamtaka hægriflokka, Otto Lamsdorff fyrrum ráðherra í Þýska- landi og formaður Alþjóðasamtaka frjálslyndra flokka og Anatoly Chuba- is aðstoðarforsætisráðherra Rúss- lands. Steingrímur Hermannson, formað- ur Framsóknarflokksins, sat stofn- fundinn, en hann er einn varaforseta Liberal Intemational, Alþjóðasam- taka frjálslyndra flokka. Steingrímur var á fundinum kosinn í Stór-Evrópu- nefndina. Aðalaðsetur hennar verður í Vínarborg en skrifstofur verða í Moskvu og París. „Þrjú helstu verkefni hennar í upp- hafi verða að stuðla að pólitísku sam- starfi og þróun Iýðræðis í Rússlandi, að stuðla að samstarfi á sviði efna- hags- og öryggismála," segir Stein- grímur. Hópnum er ætlað að koma saman tvisvar á ári ásamt þremur sér- fræðingahópum sem hver mun fjalla um eitt þriggja áðumefndra megin- verkefna nefndarinnar. Á stofnfundinum var rætt um sam- starf þjóða V- og A-Evrópu og Stein- grímur gerði grein fyrir samstarfi fs- Stelngrfmur Hermannsson lendinga við þjóðir í austurvegi á sviði sjávarútvegar og jarðhita. Frumkvæði að stofnun nefndarinnar er komið frá Jacques Chirac, Alois Mock og Otto Lamsdorff. Ríkisstjóm Austurríkis hefur boðið fram stuðn- ingvið starfhennar. Auk Chubais sitja í nefndinni m.a. Bourbulis fyrrv. forsætisráðherra, for- menn rússneskra stjómmálaflokka og Ambarzumow, formaður utanríkis- málanefndar rússneska þingsins. Steingrímur Hermannsson segir að rússnesku fúlltrúamir á fúndinum í Vfnarborg væntu mikils af væntan- legum störfum nefndarinnar. Þó hefðu þeir bent á að allt væri breyt- ingum undirorpið í löndum fyrmm Sovétríkjanna. Þá væri ástand sam- gangna, flutninga og fjarskipta þar eystra með þeim hætti að til vand- ræða horfði. —HÞ/sá Fjármálaráðherra kynnir stefnumörkun um umbætur og nýskipan í ríkisrekstri: Möguleikar ríkisstofnana til að umbuna hæfum mönnum verða auknir „Auka þarf formlega möguleika á því aö stofnanir geti umbunað starfsmönnum sem sýna frumkvæöi og hæfni í starfi. Einnig þarf aö vera unnt aö veita starfsmönnum hlutdeild í hagræöingu og spamaði. Auka þarf sveigjanleika kjarasamninga, þannig að ein- stakar stofnanir og starfsmenn þeirra geti ráðið þeim þáttum sem snúa aö starfsskipulaginu." Þetta eru helstu markmið varðandi kjarasamninga og launamál ríkis- starfsmanna í nýrri stefnumörkun um „umbætur og nýskipan í ríkisrekstri", sem fjármálaráðherra hefur kynnL Að dreifa valdi, auka ábyrgð og flytja ákvarðanir sem næst vettvangi og ná með því hagkvæmari rekstri og betri þjónustu, er sagður kjaminn í þessari nýju stefnu. Það taki þó nokkur ár að fylgja henni fram enda útfærslan margþætt og flókin. Framkvæmd af- markaðra þátta sé þegar hafin og til- raun með samningsstjómun, sem er nýtt form á samskiptum ráðuneyta og stofnana, muni hefjast í upphafi næsta árs. Og þar sem aukið sjálfstæði geri meiri kröfur til stjómenda er nauð- synlegt talið að ráðning þeirra verði bundin kröfum um faglegan og fjár- hagslegan árangur. í stað þess að ráða forstöðumenn stofnana úr hópi fag- manna á starfssviði þeirra, verði áhersla lögð á stjómunarþekkingu og reynsiu við ráðningu í stjómunar- störf. Sömuleiðis þurfi að efna til end- urmenntunar fyrir stjómendur ríkis- stofnana til að auka hæfni þeirra sem stjómenda. Þá er stefnt að afnámi æviráðningar. Nauðsynlegt sé að tryggja hreyfan- leika í starfi. Því þurfi að skapa skilyrði þess að unnt sé að skipta um stjóm- endur og færa þá á milli verkefna og stofnana. Meðal aðgerða sem ætlunin er að hrinda í framkvæmd á næstu misserum em: Áfram verður unnið að því að efla rammahugsun og styrkja rammafjár- lög sem stjómtæki í ríkisrekstri. Áhersla verður lögð á aukna mark- aðssetningu í ráðuneytum og stofnun- um. Sjálfstæði stofnana verður aukið og kannað hvaða lagaákvæði standi í vegi fyrir auknu sjálfstæði þeirra. Áfram verður haldið að flytja launaafgreiðsl- ur og ábyrgð á launamálum til stofn- ana. Ábyrgð fomstumanna skilgreind nánar og hugað að nýjum ráðningar- formum. Valfrelsi almennings verður aukið og bein og óbein samkeppni efld, m.a. með samanburði og útboðum á þjón- ustu. Land hét hún, - Land skal hún heita Leyfist ástmegi Land- og Holtahreppa að koma meö tillögu að nafni á sameiginlegt sveitarfélag þessara hreppa. Nafnið er hvorki nýtt né frumlegt en á sér stoö í héraöi og sögu þess frá Landnámsöld, ásamt með ömefnum á afrétti. Landsveit og Holt hétu einu nafni Land og Landsveit, allt þar til fyrir einni öld að Holtahreppur varð til. Þá höfðu tugir býla í Landsveit fokið upp vegna kulda og norðan ofsaveðra, sem m.a. eyddu Landskógum og em nú sandar einir, þar sem áður vom fagrir skógar og blómlegar byggðir. Eldgos og landskjálftar hjálpuðu einnig við byggðaeyðinguna. Þetta voru hörmungaár og svarið var m.a. fjölgun sveitarfélaganna. Seinna urðu Ás- og Djúpárhrepp- ur til úr Holtahreppi. En menn- ingin geymir söguna og ber vitni um hið stolta nafn, Land og Landsveit, sem lifir á fjöllum í nöfnum eins og Landmannaa- fréttur, Landmannalaugar, Land- mannahellir og Landskógar. Auð- vitað á sveitin að heita sínu foma nafni Land og Landsveit. Guðni á Skarði að verða hreppstjóri, Her- mann í Raftholti að verða oddviti, Valmundur í Flagbjarnarholti sveitarstjóri og Elías í Saurbæ formaður framkvæmdanefndar. Þetta er sögulegt réttlæti. GTK.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.