Tíminn - 02.06.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.06.1993, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 2. júní 1993 Tíminn 5 Gunnar Þórisson: Baldur og ferfætlingar Margt er starfið mannskepnunnar fyrr og nú. FVrir 11 öldum réðust vitgrannir norskir bændur í það að flytja til íslands, og fluttu með sér sauðfé og þar með hófst gróður- eyðing landsins. Nú á vordögum 1993 upplýsir einn afkomandi þessara manna þekkingu sína á ótrúlega mörgum sviðum, eða er hann að fíflast? Menn fjalla ekki um svona yfir- gripsmikil mál án lágmarks þekk- ingar. Eg dreg í efa þekkingu Baldurs Hermannssonar á ferfætlingum, þörfúm þeirra og eðli. Og vafi er að hann viti meira um gróður en að hann hafi annan endann f jörð. Ef það, sem kom fram um sauðfé í mynd B.H. sunnudagskvöldið 23-5, er af þekkingu, er illa farið og ör- uggt að hann hefur fengið allt það lakasta í arf frá norsku landnemun- um, ef hann er þá af þeim stofni. Að umsnúa staðreyndum um líf- ríkið og veðurfar síðustu ellefú alda er ekki efni í ríkissjónvarpið. Ég veit að mér liðist ekki að um- snúa sannleikanum svona. Staðreynd er að sauðfé gekk sjálf- ala öldum saman víða og féll hjá landnámsmönnum vegna van- þekkingar á staðháttum og öðru veðurfari hér en í Noregi. Viður sá og víðir, er var hér við landnám, var langt frá étinn af sauðfé. Sú staðreynd er löngu vituð að sauðfé deyr ef það fær ekkert nema víði. Þeir, sem þekkja til í fuglabyggðum, vita af hverju sauð- fé sækir þangað sem fuglinn dritar. Ræktun hefur frá upphafi byggst á áburðargjöf að hluta. Það ætti ekki að þurfa að endur- taka hér skort landsmanna á timbri (smíðavið og eldivið). Skógur sá, sem Ölkofri brenndi í ógáti, óx aft- ur, þó að sauðfé sækti að honum fram til 1930 og mikið magn færi til húshitunar af sama svæði. Eld- Að umsnúa stað~ reyndum um Ufríkid og veðurfar síðustu eilefu alda er ekki efni i ríkissjónvarpið. gos með öskufalli hafa eytt miklum gróðri, en veðrin og hitastigið hafa þó áreiðanlega gengið hvað næst gróðrinum. Til dæmis þegar hafís- inn fór austurum og vestur að Reykjanesi síðast, þá voraði seint. B.H. þyrfti að kynnast af eigin raun norðan stórviðri án nútíma þæginda, og skoða náttúruna með leiðsögn íslensks bónda, sem á allt sitt undir hita og úrkomu hér á norðurslóðum. Þó að hvíta tjaldið segi satt og rétt frá mörgu, er auðvelt að hagræða sannleikanum þar, ef vilji er til að fara ekki rétt með. Ég vona að B.H. leiðrétti það sem hann augljóslega og sannanlega fer rangt með. Ef sjónvarpið ber ábyrgð á rangfærsl- unum, er ég viss um að sannleikur- inn verður ofaná. Ef einhvemtímann yrði vitnað í þetta rugl sem ábyrgar heimildir, er það alvarlegt mál. Höfundur er bóndl i Þingvallasvelt Orþreyttur Jeltsín gefur í skyn að hann kunni að draga sig í hlé Bóris Jeltsín, forseti Rússlands, uppgefínn á lamandi stjórnmálabaráttu við afturhaldssama andstæðinga, kemur nú vinum sínum á óvart með því að gefa í skyn að hann kunni að draga sig í hlé frá stjómmálum áður en árið er útL Heimildir, sem standa honum nærri, herma að Jeltsín hafí kvartað undan því að hann væri að niðurlotum kominn og gefíð í skyn að ef hon- um tekst að þrýsta í gegn á líðandi ári stjóraarskrá sem verði undirstaða lýðræðislegs forsetalýðveldis, kunni hann að ákveða að gefa ekki kost á sér til embættis annað kjörtímabil. „Hann er ákaflega þreyttur," sagði einn heimildarmaður í Kreml. „Hann kann að ákveða að gefa einhverjum yngri manni tækiferi. Það fer allt eftir því hvort honum finnst sér hafii tekist ætl- unarverk sitt eða hvort Rússland þarfnist hans áfram.“ Heimildimar viðurkenna að Rússinn kunni að vera að leika pól- itíska leiki, en kvartanir hans um þreytu hafa hrint af stað orrustu um hveijir taki við og vakið ótta um að klofningur lýðræðissinna hleypi að íhaldssömum forseta- frambjóðanda. Jeltsín er 62ja ára og hefur orðið fyrir sliti í einum hörðum bardag- anum af öðrum við íhaldsmenn, sem eru mótsnúnir áætlun hans um markaðsumbætur. Eftir að hafa unnið traustsyfirlýsingu í þjóðaratkvæðagreiðslu í aprfl sl. er hann nú að berjast við að koma á laggimar nýrri stjómarskrá, sem í staðinn fyrir óvinveitt sovétlög- gjafarþing kemur á minni og valdaminni stofnun. Hugmynd hans er að vinna nýrri stjómarskrá sinni stuðning síðar í sumar. Það myndi opna leiðina fyr- ir forseta- og þingkosningar í haust. „Ef allt fer eins og áætlað er, kann Bóris að finnast hann hafa unnið sér pláss í sögunni og ákveða að verja meiri tíma í sumarhúsinu," sagði ein heimildin, nákomin fjöl- skyldu Jeltsíns. Naina, kona Bórisar Jeltsín, hefur talað með söknuði um þá tíma þegar fjölskyldan bjó í Ekaterin- burg, borginni í Úralfjöllum þar sem Jeltsín stjórnaði Kommún- istaflokknum á áttunda áratugn- um. Hún hefur ekki dregið dul á hvílík skelfing henni finnst stafa af ruddaskapnum í pólitískri baráttu í Kreml og áhyggjur sínar af áhrif- unum af henni á heilsu bónda síns. Endalaus togstreitan við þingið eyðilagði ímyndina af Jeltsín sem pólitísku ofurmenni sem ber Rúss- land á herðum sér. Á einum þing- fundinum komst hann naumlega hjá brottvísun úr embætti fyrir glöp. Eftir það hefur honum tekist að koma örlítið undir sig fótunum að nýju, en þefurinn af pólitískum dauðleika loðir við hann og nú fer fram hógvær barátta um að ería forystuhlutverkið meðal aðstoðar- manna hans. Sumir hafa þegar lýst því yfir að þeir gefi kost á sér, en aðrir eru að brugga launráð bak við tjöldin. Sá fyrsti til að gera kröfu til slitinnar Bórís Jeltsln er oröinn þreyttur og konan hans hefur áhyggjur af heilsufarí hans. Hér er hann meö andstæöingi sínum, Khasbúlatov. kápu Jeltsíns var Sergei Shakhrai, bráðgáfaður ungur lögfræðingur og náinn trúnaðarmaður Jeltsíns, sem kemur fram sem æðsti lög- fræðilegi hernaðarsérfræðingur- inn og aðstoðarforsætisráðherra. Nýlega sagði Shakhrai að hann hefði upplýst Jeltsín fyrr á þessu ári: „Ég verð forseti Rússlands ein- hvern tíma.“ Meðal annarra óyfirlýstra fram- bjóðenda er Anatoly Sobchak, borgarstjóri St. Pétursborgar, sem nýtir ráðhúsið sitt á sama hátt og franskir stjómmálamenn sem stökkbretti í háttsett embætti. Að undanfömu hefur hann verið að hringja í tengiliði sína vítt og breitt í Rússlandi til að búa þá und- ir bardagann. „Sobchak er að komast í kosn- ingaherferðarskap," segir Oleg Kalugin, fyrrverandi hershöfðingi í KGB og nú áberandi persóna í her- búðum lýðræðissinna. Hann er í hópi þeirra, sem borgarstjórinn í SL Pétursborg gerir hosur sínar grænar fyrir. „Ef Jeltsín gefur ekki kost á sér aftur, em möguleikar Sobchaks góðir." Annar, sem lítur forsetaembættið hýru auga, er Jegor Gajdar, fyrrver- andi forsætisráðherra og höfundur efhahagsumbótastefnu Jeltsíns. Þó að hann hafi ekki enn sent frá sér opinbera tilkynningu, hefúr hann sagt við vini að hann ætli að bjóða sig fram sem fulltrúi róttækra markaðsumbóta. Ofgnótt umbótasinnaðra keppi- nauta dregur athygli að þeim möguleika að atkvæði lýðræðis- sinna gætu tvístrast alvarlega og lagt upp í hendumar á lýðskmm- umm, frambjóðendum sem leggj- ast gegn umbótum, en af þeim er búist við að verði fjöldinn allur. Jeltsín er ekki talinn líklegur til að renna af hólmi, ef umbótunum er hætta búin. En ef hann velur að setjast í helg- an stein, er áreiðanlegt að hann gefur til kynna val á einhverjum lýðræðissinnuðum ffambjóðanda, hlaði á hann stöðu „erfðaprins" og tryggi þannig erfðaröðina. Þar til svo er komið mun Jeltsín halda áfram að halda um stjómvöl- inn, sama hversu þreyttur hann er. „Hann er ekki einn af þeim sem gefast upp áður en starfið er til enda leitt," segir Jakov Alkov, gam- all vinur frá Ekaterinburg. „Hann er raunvemlegur bardagamaður.“ The Remould Theatre Company frá Hull sýnir: Togað á norð- urslóðum TogaÓ á norðurslóðum heitir leikrit, sem Remould Theatre Company ffá Hull sýnir um þessar mundir í Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins. Höf- undar eru þeir Jim Hawkins og Rupert Creed. Tónlist setur sterkan svip á sýninguna og er hún samin af John Conolly og Bill Meek. Fimm leik- arar taka þátt í uppfærslunni: Chuck Foiey, Neville Hutton, Gerard McDermot, Simeon Tmby og Fiona Welbum. í Togað á norðurslóðum er kast- Ijósinu beint að lífi togarasjó- manna í Hull og Grimsby. Verkið byrjar um miðja 19. öld og er þá sagt frá upphafi útgerðarinnar á íyrmefndum stöðum. Áhersla er lögð á það erfiða starf sem beið sjó- mannanna um borð, slysahættuna og vosbúðina. Skemmtanir sjó- mannanna, þegar þeir voru í landi, eru ekki látnar sitja hjá garði og líf sjómannskonunnnar fær einnig sitt pláss. í lokin er komið fram á 7. áratuginn, en þá lagðist útgerð- in niður, meðal annars vegna land- helgisútvíkkunar íslands. Þá er hnignun fiskiplássanna lýst á afar dramatískan hátt og þótti mér sá hluti leikritsins satt að segja held- ur langdreginn og væminn. Verkið var unnið á þann hátt að viðtöl voru tekin við fólk sem man þá tíma þegar togaraútgerðin stóð í blóma í Grimsby og Hull. Fram- setningarmátinn minnir líka að mörgu leyti á sfldarárin íslensku, sem að mínu mati hafa leitt af sér einn mestaýkjusöguvaðal sem um Nokkrir leikerída f Togaö á noröurslóöum um borö f togaranum Northern Cavalier I Hull ásamt tveimur gómlum tog- arajöxlum, þeim Ted Newman og Bill Netherton sem eru til vinstri á myndinni. getur í íslenskri frásagnarlist. Eft- irsjáin eftir betri tíð málar fortíð- ina skærum litum og allt verður svo geipilega ósennilegt Þrátt fyrir allt erfiðið um borð í togurunum, ræður leiftrandi húmor ríkjum í Togað á norður- slóðum og hann er afar líkur þeim íslenska með tilheyrandi kúk- og pissbröndurum. The Remould Theatre Company hefur á að skipa góðum leikurum. Ég læt mér nægja að nefna hér sér- staklega Fionu Welbum, en hún túlkaði sjómannskonuna einstak- lega vel sem slær sér upp með dönskum sjóurum og skilur ekki gjörla dularfullan reynsluheim karla, þar sem menn geta slegist eins og hundar en fallist svo í faðma á eftir. Leikarar hafa jafn- framt gott vald á tónlistinni og sáu sjálfir um allan undirleik. Togað á norðurslóðum er á heild- ina litið hröð og skemmtileg sýn- ing, full af galsa og húmor. Áð- standendur Remould Theatre Company em kærkomnir gestir í íslensku leikhúslífi. Gerður Kristný

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.