Tíminn - 19.06.1993, Síða 18

Tíminn - 19.06.1993, Síða 18
18 Tfminn Laugardagur 19. júní 1993 Frá vinstrí: Einar Þorsteinsson, Guömundur Ingimarsson (hann tók viö verölaununum fyrir hðnd móöur sinnar, Guörúnar Dagbjartsdóttur), Vigdfs Fmnbogadóttir for- seti, Sveinn Runólfsson, Ragnar Borg frá Lionsklúbbnum Baldrí, og Gunnar Kristinsson, framkvæmdastjórí Hitaveitu Reykjavíkur. Fjórir hlutu land- græðslu- verð- laun Nýlega afhenti Vigdís Finnboga- dóttir, forseti íslands, landgræöslu- verölaun fyrir árið 1993. Verðlaun- in eru veitt aöilum sem unniö hafa dyggilegt og eftirbreytnisvert starf aö landgræðslumálum. Verðlaunin voru veitt austur í Gunnarsholti í aöalstöövum Landgræðslu ríkisins. Við þetta tækifæri var opnuð ný bygging í Gunnarsholti sem ber heitið Litla-Hekla. Guðrún Dagbjartsdóttir frá Brekku í Öxarfjarðarhreppi í N-Þingeyjar- sýslu fékk verðlaun fyrir það mikla og góða starf, sem hún hefur unnið að gróðurverndarmálum á heima- slóð sinni. Áður en hún hófst handa mynduðust stundum stórir sand- skaflar á túnum heima við bæinn. Nú tilheyrir þetta liðinni tíð og auðnin er orðin gróskumikið gróð- urlendi. Einar Þorsteinsson, bóndi og búnaðarráðunautur í Sólheima- hjáleigu, fékk verðlaunin fyrir hvatningu sem hann hefur veitt mörgum bændum til ræktunar landsins, ekki síst við uppgræðslu rofabarða og annarra jarðvegssára. Hitaveita Reykjavíkur fékk land- græðsluverðlaun fyrir hið mikla uppgræðslustarf sem hún hefur unnið á Nesjavöllum og í Grafningi. Þá fékk Lionsklúbburinn Baldur verðlaun fyrir uppgræðslustörf við suðaustanvert Hvítárvatn á Biskups- tungnaafrétti, en klúbburinn hefur unnið að uppgræðslu þar frá árinu 1967. Félagar í Baldri hafa hand- dreift miklu magni af áburði og fræi og lagt loðnunet í rofabörð. Hafa þessar aðgerðir valdið stakkaskipt- um á landinu. Gerum ekki margt í einu við stýrið.. Akstur krefst fullkominnar einbeitingar! yUMFERÐAR RÁO Ö T E R BEST Á GRILLIÐ kótilettur beint ið með a.m.k. ásrilHðn B%eri griDafebetti I næstu verslun færðu nú lambakjöt á afbragðstilboði, - tilbúið beint á grillið.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.