Tíminn - 10.07.1993, Side 1
Frétta-Tíminn...Frétta-síminn...68-76"48...Frétta-Tíminn...Frétta-síminn...68-76-48...Frétta-Tíminn..Frétta-síminn...68-76-48
Laugardagur
10. júlí 1993
128. tbl. 77. árg.
VERÐí LAUSASÖLU
KR. 125.-
Engir Danir
munu leysa
okkarvanda
Sjá helgarviðtalið við Frið-
rik Sophusson fjármála-
ráðherra.
• Blaösíða 6-7
Náttúruðflun■
um storkað
• Blaðsíða 11
Andblær
liðins tíma
• Blaðsíða 17
Frumkvöðlar
austur á Síðu
• Blaðsíða 18
Veitt í tilbúnu
vatni
• Blaðsíða 14
Ferðalög
um Suður-
land
Tímanum í dag fylgir sérstak-
ur blaðauki um brot af þeim
ferða- og afþreyingarmögu-
leikum sem fyrirfinnast á Suð-
urlandi. Rætt er við fjölmarga f
bæjum og sveitum sem þjóna
ferðafólki á för um Suðurland.
Niðurskurður aflaheimilda og hugmyndir um lokun Halamiða í allt að tvo mánuði í sumar.
Form. ASV:
Ekki hægt að láta suma
fitna og aðra drepast
„Menn geta ekki brugðist við niðurskurði á aflaheimildum né öðr-
um þrengingum f sjávarútvegi á þann hátt að láta allt hráefnið á
einhverja fáa staði og lofa fólki þar aö fitna en hinir eigi að drepast.
Ef menn ætla að fara að hagræöa þá hlýtur það að verða gert í
byggðunum; að flytja fólkið til. En ég held að það sé enginn f þeim
hugleiðingum," segir Pétur Sigurðsson, formaður Alþýðusam-
bands Vestfjarða.
Niðurskurður aflaheimilda og hug-
myndir um lokun stórra veiðisvæða
úti fyrir Vestíjörðum í friðunarskyni
er meðal þeirra þátta sem ógna byggð
á Vestfjörðum. Enn sem komið er hafa
engar ákvarðanir verið teknar um lok-
un veiðisvæða, en samkvæmt fram-
komnum hugmyndum kann svo að
fara að Halamiðin verði jafnvel lokuð
fyrir fiskveiðum í tvo mánuði í sumar.
Hins vegar hafa þegar verið teknar
ákvarðanir um aflaheimildir næsta
fiskveiðiárs sem hafa í fór með sér
verulegar skerðingar fyrir fjórðung-
inn og íbúa þess og raunar alla lands-
menn. f þessari stöðu hafa íbúamir
horft til þess ávinnings sem tvöföldun
línuveiða hefur gefið auk þess sem
steinbíturinn er enn utan kvóta. Aftur
á móti kann þetta að breytast með
haustinu ef línutvöföldunin verður af-
numin og kvóti verður settur á stein-
bítsveiðar með lögum frá alþingi.
í Ijósi niðurskurðarins er viðbúið að
hráefni verði ekki nægjanlegt til að
hægt sé að reka vinnslustöð í hverju
plássi, eins og verið hefur. Til að mæta
þessum hráefnisskorti hafa menn m.a.
rætt um þann möguleika að kaupa
hráefhi eríendis frá og fullvinna það
hérlendis. Auk þess hefur í mörg ár
verið talað fjálglega um nauðsyn full-
vinnslu á innlendum afla og að allur
afli sem veiðist við ísland verði seldur
á fiskmörkuðum, svo nokkuð sé nefnt
af þeim möguleikum sem nefndir hafa
verið til sóknar.
„Þetta er hreinlega eins og með nátt-
úruhamfarir. Menn hafa ekki mörg
ráð og verða bara að vona að þetta
verði ekki eins háskalegt og útlitið
virðist benda til. Við eigum engar
vamir eða milljónir til að kaupa kvóta.
Ef við hefðum peningana þá værum
við að einungis að kaupa lífsbjörgina
frá öðrnrn," segir formaður Alþýðu-
sambands Vestfjarða.
-grh
Grillveisla fyrir
manns í einum
poka af lambakjöd.
Fæst í næstu verslun.
BESTU KAUPIN í LAM
TI