Tíminn - 10.07.1993, Qupperneq 2

Tíminn - 10.07.1993, Qupperneq 2
2 Tíminn Laugardagur 10. júlí 1993 Dæmi um allt að 90% kalin tún í Norður Þingeyjarsýslu: Engin spretta og því ekkert að slá næstu 2 vikur a.nvk. „Við höfum ósköp lítið af grassprettu að segja. Spretta er ákaflega hæg, sem von er, því það er svona 4 til 5 stiga hiti á daginn og niö- ur undir frostmark á nóttunni," sagði Jóhann, bóndi í Leirhöfn, er Tíminn spurði hann frétta af grassprettu og heyskaparhorfum þar norður í Þingeyjarsýslu. „Þetta er nánast búið að vera svona síð- an í fyrstu vikunni i maí. Þaö komu tveir hlýjir dagar fyrir tæpum hálfum mánuði og þá sá maður grasiö hoppa upp, en svo staðnaði það bara aftur. Hér þarf maður ekkert að hugsa um heyskap, þó svo aö þaö hlýni, fyrr en eftir svona hálfan mánuö í fyrsta lagi, þ.e. aldrei fyrr en einhvem tíma eftir 20. júli.“ Ástandið virðist svipað í Mývatns- sveit oö víða í Suður- Þingeyjar- sýslu. I Eyjafirði eru menn hins vegar víðast hvar famir að slá, en bíða margir eftir því að það stytti upp. Þar við bætist að víða er tals- vert um kal og á stöku stað mjög mikið. „Hér um slóðir er töluvert mikið kal, þótt það sé misjafnt, en það er ekki víða sem menn sleppa alveg. Næst sjónum voru svellin minnst og þar er ástandið skást En þegar kemur frá sjónum lágu svellin yfir og þar er meira og minna kalið. Á stöku jörðum fer það allt upp í 90% kalið á túnunum," sagði Jóhann. Á slíkum túnum verður lítill sem enginn heyskapur í ár. Þar verða menn að bjarga sér með einhverj- um ráðum. Sumir eiga svolitlar íymingar. Síðan reyna menn að komast yfir tún annars staðar, sem ekki em nýtt. Enn eitt ráðið er að kaupa hey og síðan að fækka bú- peningi. Aðspurður sagði Jóhann þetta óvenjulega langstæðan kuldakafla. Hann hafi nú staðið töluvert á ann- an mánuð. Það sé hámarkið að komið hafi einn dagur í einu með sólskini. „En því er ekki að neita, að á ámnum upp úr 1980 þá var þetta svipað, nema að þá var ekkert úr- Um helgina: Knattspyrna Laugardagur 1. deild lcvenna Þróttur Nes-Valur kl. 14 UBK-ÍBA kl. 14 KR-ÍA kl. 16 2. deild kvenna Haukar-Fjölnir kl. 14 Völsungur-Tindastóll kl. 14 4. deild karia Fjölnir-Hamar kl. 14 Snæfell-Afturelding kl. 14 Víkingur Ól.-Léttir kl. 14 Hvatberar-Emir kl. 17 Hvöt-Neisti kl. 14 Sunnudagur 2.deild kvenna Selfoss-BÍ kl.14 Mánudagur 2. deild kvenna Austri/Valur-Höttur kl.20 3. deild karia Grótta-Selfoss kl.20 Völsungur-Haukar kl.20 Skallagrímur-Víðir kl.20 Magni-Dalvík kl.20 Reynir S.-HK kl.20 4. deild karia Einheiji-Höttur kl.20 Mjólkurbikarinn 8-liða úrslit Dregið var (gær og eftirfarandi lið drógust saman: Fylkir-Valur, ÍA-Víkingur, ÍBK- Leiftur, KR-ÍBV. Leikimir fara fram mánudaginn 19.júlí. felli, heldur frost á hverri nóttu fram undir 20. júní. Þá spratt vitan- lega ekkert heldur og fengust auð- vitað sáralítil hey. En núna hefur verið votviðri þannig að það mundi spretta ef það bara hlýnaði aðeins.“ „Hér er stöðugur kuldi og bleyta, þannig að heyskapur gengur vitan- lega ósköp hægt“ sagði Guðmund- ur Steindórsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar. Hann sagði að menn væm almennt byrjaðir að slá og margir biðu eftir því að það þomaði eitthvað upp. Það hafi komið rigningarskúr hvem einasta dag í lengri tíma. f Eyjafirði er spretta hins vegar víða nokkuð góð, jafnvel svo að gras fer að skemmast ef menn þurfa að bíða mikið lengur með slátt. Guðmundur segir kal mjög mis- jaftit í Eyjafirði. Astand sé slæmt á einstökum bæjum, jafnvel dæmi um að allt að helmingur túna sé kalinn. Víðast sé það þó mun minna og sums staðar ekkert. Það væri sérstaklega út með firðinum sem tún hafi kalið, td. í Svarfaðardal, á Árskógsströnd og í Hörgárdal og síðan í Höfðahverfinu hér austan við. Aftur á móti sé það lítið sem ekkert „hér ffaman við“. ,J4ér sýnist nú svolítið langt í það að sláttur geti hafist hér um slóðir," sagði Jóhanna, húsffeyja í Garði f Mývatnssveit. Hún sagði sprettu mjög hæga. Það yrði eitthvað að birta til og sólin að skína í nokkra daga áður en menn gætu fturið að huga að slætti. „Það er búinn að vera hér kuldi og rigning núna í hálfan mánuð eða þar um bil og því sprottið mjög lítið," sagði Jóhanna - HEI Eyjamenn ríða á vaðið og lækka afla- og vörugjald hafnarinnar um 10%: Búast má við aukinni samkeppnni milli hafna Hafnarstjóm Vestmannaeyja hefur ákveðið að lækka afla- og vöru- gjald hafnarinnar um 10% frá og meö 23. júli n.k. Með þessari ákvörðun eru Eyja- menn fyrstir til að taka ákvörðun um að lækka gjaldskrá hafnarinnar og koma þannig til móts við ffam- komnar óskir ríkisstjómar og sjáv- arútvegs þar að lútandi vegna þeirr- ar erfiðu stöðu sem atvinnugreinin býr við um þessar mundir. \ Búist er við að fleiri hafnir og þá sér- staklega þær stærri, muni lækka sínar gjaldskrár í kjölfarið. Jafrihliða má búast við aukinni samkeppni hafna á milli því samkvæmt nýjum samkeppnislögum er samráð um gjaldskrár óheimilt. Þetta mál verð- ur m.a. rætt á fundi Hafhasamlags sveitarfélaga sem haldinn verður á fsafirði n.k. mánudag. Á þennan fund hafti m.a. verið boðnir fulltrúar frá LÍÚ og Samtökum fiskvinnslu- stöðva. Ef allar hafnir lækka aflagjaldið svipað og Eyjamenn hafa ákveðið mun það hafa í för með sér 50 millj- ónum króna minni útgjöld fyrir sjávarútveginn og 25-30 milljónir króna til viðbótar ef hafnir landsins lækka vörugjaldið einnig um 10%. „Ég hef nú trú á því að sumar hafn- ir lækki sín gjöld ekki neitt, aðrir minna, sumir eitthvað svipað og aðrir eitthvað meira. Aflagjaldið lækkar úr því að vera 1% í 0,9%, en var þar á undan 0,85%. En með mið- stýrðum verðákvörðunum hækkuðu hafnimar aflagjaldið á sínum tíma í 1%. Aflagjaldið vegur þama lang- þyngst því þar er gjaldstofninn um 50 milljarðar og 1% af því um 500 milljónir króna. Auðvitað fagna menn þessari ákvörðun hafnar- stjórnar Vestmannaeyja þótt ekki hafi verið komið til móts við óskir sjávaraútvegarins nema að hluta," segir Amar Sigmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva. -grii Vagnsbömin músikölsku. Vagnsböm að vestan gefa út nýja plötu: 16 þekkt lög á „Vaggi og veltu“ Hljómplatan „Vagg og velta með Vagnsbömum að vestan" er kom- in út en að hennl standa þau Ingibjörg, Soffía, Hrólfur, Pálína, Margrét, Haukur og Þórður Vagnsböm. Þau hafa áður gefið út plötuna „Hönd í hönd uppáhaldslögin hans pabba" sem gefin var út f minningu föður þeirra og mágs sem drukkn- uðu á ísafjarðardjúpi og rann allur ágóði til Slysavamarfélags íslands. Nýju plötuna gefa systkinin sjálf út þar eð Slysavamarfélagið sá sér ekki fært að þiggja boð þeirra um sölu plötunnar sem fjáröflun fyrir félag- ið. 16 lög eru á nýju plötunni og vom þau öll vel þekkt hér á árum áður. „Vagg og velta með Vagnsbömum að vestan“ er bæði til á plötu og geisla- diski . -GKG. Fjórir starfsmenn Almenn- ingsvagna bs. kærðir. Stálu úr baukunum Fjórir starfsmenn þvottastöðvar Al- menningsvagna bs. hafa verið kærð- ir fyrir skipulagðan fjárdrátt úr inn- heimtukerfi fyrirtækisins. Grunur vaknaði um að staðgreidd fargjöld í vögnunum skiluðu sér ekki þegar farþegatalningar voru framkvæmdar með skipulögðum hætti og upplýsingar um fjölda far- þega bomar saman við tekjur. Umræddir starfsmenn höfðu m.a. annars þann starfa að skipta um peningabauka í vögnunum. Málið telst að hluta upplýst og hafa Al- menningsvagnar bs. og Hagvagnar hf. kært málið til RLR til frekari meðferðar. Starfsmennimir fjórir hafa þegar hætt störfum hjá fýrir- tækinu. -GKG.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.