Tíminn - 10.07.1993, Qupperneq 11
Laugardagur 10. júlí 1993
Tíminn 19
Sænsku blöðin sögðu frá frábærum árangri af bólusetningu gegn heilahimnubólgu hér á landi:
Svíar taka upp bólusetningu
barna að íslenskri fyrirmynd
„Svíar fýlgja fordæmi blendinga" og „Bólusetning vöm gegn heila-
himnubólgu". Þannig hljóðuöu lyrirsagnir sænskra dagblaða sem ný-
lega greindu fra þeim frábæra árangri íslendinga, að þar hafi ekki eitt
einasta bam fengið heilahimnubólgu af völdum bakteríusmítunar síðan
1989. En það ár var hafin bólusetning allra bama yngri en Qögurra ára
gegn bakteríunni Haemophilus influenza. Síðan segir að Svíar hafi á
síðasta ári fýlgt fbrdæmi islendinga með almennri bólusetningu bama
gegn þessari bakteríu.
„Að bólusetning sé svo árangursrík
vissum við ekki fyrr en nýlega og
þess vegna hefur dregist að taka upp
almenna bólusetningu." Þetta hefur
Dagens Nyheter eftir prófessor
Claus Solberg frá háskólasjúkrahús-
inu í Bergen á ráðstefnu sem nýlega
var haldin í Alvsjö í Svíþjóð. Þótt
margar ólíkar bakteríur geti valdið
heilahimnubólgu er algengasta or-
sök hennar áðumefnd Haemophilus
influenza. Þrátt fyrir nafnið er þessi
baktería þekktust fyrir að valda
bronkitis og eymabólgu en ekki in-
flúensu. Bakterían veldur oftast
heilahimnubólgu í börnum undir
fimm ára aldri. Slík tilfelli eru í
kringum 100 á ári í Svíþjóð. Heila-
himnubólga smitast með ólíkum
tegundum af bakteríum.
DN hefur eftir Claus Solberg að
Norðmönnum hafi síðasta aldar-
fjórðunginn ekki tekist að lækka
dánartíðnina, sem hefur rokkað á
milli 5% og 25% þeirra sem fá hinar
ýmsu tegundir heilahimnubólgu.
Fréttimar af hinum góða árangri af
bólusetningu á íslandi hafi því glatt
ráðstefnugesti stórlega. Svipaðar
vísbendingar hafi líka fengist af um-
fangsmiklum bólusetningartilraun-
um í Finnlandi og Bandaríkjunum.
Rannsóknir í Alaska hafi hins vegar
sýnt allt aðrar niðurstöður. Þar hafi
bólusetning reynst árangurslítil.
Skýringuna viti menn ekki, en
hugsanlega þurfi að bólusetja með
vissu millibiíi, t.d. þriðja eða fjórða
hvert ár.
í Noregi hafi bólusetning 172.000
sjálfboðaliða líka bent til að væri of
óömgg vöm (57% eftir þrjú ár) til
þess að almenn bólusetning þætti
svara kostnaði.
Auk Haemophilus-bakteríunnar
em tvær aðrar sem valda heila-
himnubólgu; pneumokokkar, sem
hægt er að bólusetja gegn, og
streptokokkar, sem ekki er hægt að
bólusetja gegn.
„Við verðum að halda rannsóknum
áfram. í raun finnast bara tvö reglu-
lega árangursrík meðul gegn smit-
un: Hreint vatn og góð bóluefni,"
sagði prófessor Solberg. - HEI
Nafnbreyting franskra stjórnvalda á íslenskum hörpudiski getur haft
alvarlegar afleiðingar fyrir afkomu iðnaðarins:
Menn óttast allt
að 20% verðlækkun
„Menn óttast að þessari nafnbreytingu geti fýlgt altt að 20% veiðlækkun
á hörpudiski, eða sem nemur fimmtu hveni krónu. Við óttumst sömu-
leiðis að hérsé um viðskiptahindmn að ræða af hálfú Frakka sem kem-
ur sjálfsagt í kjötfar þessara rósta sem urðu meöal franskra sjómanna
fýrr á árinu," segir Pétur Bjamason, framkvæmdastjóri Félags rækju- og
hórpudiskframleiðenda
Ennþá hefúr ekki orðið vart neinna
viðbragða af hálfu opinberra aðila
vegna mótmæla Félags rækju- og
hörpudiskframleiðenda til utanríkis-
og sjávarútvegsráðuneytis vegna
nafnbreytinga franskra yfirvalda á ís-
lenskum hörpudiski. Af hálfu hags-
munaaðila er ætlast til þess að ís-
lensk stjómvöld reyni allt sem þau
geti til að hafa áhrif á þessa ákvörðun
franskra stjómvalda.
„Við vitum þó að erindi okkar hefur
verið tekið mjög alvarlega. Þetta er
alvarlegt fyrir hörpudiskinn og yfir
höfuð fyrir íslenskan sjávarútveg al-
mennt, ef lönd komast upp með
svona lagað sem stríðir gegn því frelsi
sem menn em að ná með samning-
um. Jafiiframt er þetta í algjörri and-
stöðu við þær væntingar sem menn
hafa haft með samningum um evr-
ópskt efnahagssvæði."
Síðustu fimm árin hefur franski
markaðurinn verið einn mikilvægasti
markaðurinn fyrir íslenskan hörpu-
disk. Hins vegar hefur gætt þar tölu-
verðrar sölutregðu síðustu misserin.
Þessi nafiibreyting hefur ekki aðeins
áhrif á verð á hörpudiski heldur þarf
einnig að breyta umbúðum og merk-
ingum á afurðinni sem seld er á
markað í Frakklandi.
„Hörpudiskurinn hefur verið seldur
undir nafninu Jakobsskel, eða Coq-
ullies St Jacques, eins og það heitir á
frönsku. Það er annars vegar sérheiti
á einni tegund en hins vegar samheiti
á tólf tegundum. En með því að færa
íslenska hörpudiskinn undir heitið
Pétongles d’Islande er hörpudiskur-
inn kominn í annan og verðminnni
gæðaflokk," segir Pétur Bjamason,
framkvæmdastjóri Félags rækju- og
hörpudiskframleiðenda.
-grh
Velta í almennum iðnaði dróst saman um 7% milli 1991 og 1992 og
um 12% til viðbótar á fyrrihluta þessa árs:
Starfsliði fækkaði um 7%
í fyrra og enn 8% í ár
Velta iðnfýrirtækja minnkar nú ár eftir ár, vegna samdráttar íslenskra
iðnaðarvara. Og afleiöingamar eru m.a. stórfækkun starfsmanna á síð-
asta ári og jafnvel enn meiri fækkun á þessu árí.
Kannanir Félags ísl. iðnrekenda dráttur varð á veltu fyrirtækja í
og Landssambands iðnaðar- almennum iðnaði milli áranna
manna sýna að tæplega 7% sam- 1991 og 1992, reiknað á föstu
Halim Al í felum
lýrkneska lögreglan leitaði án ár-
angurs í gær að dætrum Sophie
Hansen og Halim A1 á heimili hins
síðamefnda í Istanbul. Samkvæmt
dómsúrskurði átti hann að vera
heima með dætumar á tilteknum
tíma til að Sophia gæti sótt þær.
Bömin voru enn ófundin í gær-
kvöldi.
Samkvæmt úrskurðinum verður
Halim A1 fangelsaður fyrir að brjóta
gegn úrskurðuðum umgengnisrétti
Sophie við dæturnar.
verðlagi. Reiknað er með að
velta þessara fyrirtækja dragist
enn saman um 12,5% á fyrri
helmingi þessa árs. Starfsmönn-
um í almennum iðnaði fækkaði
á síðasta ári um rúmlega 7% frá
árinu á undan og fyrirtækin
áætla að fækka starfsmönnum
um 7—8% til viðbótar á fyrri-
hluta þessa árs. Að sögn frétta-
bréfs FÍI er samdrátturinn mest-
ur í húsgagnaiðnaði og trjávöru-
iðnaði.
Vefjaiðnaður, fataiðnaður og
skinnaiðnaður sýnir aukningu
bæði í veltu og starfsmanna-
Qölda.
-HEI
Sverige följer
Islands exempel
Vaccin skyddar mot hjárnhinneinflammation
Au KERSTINHELLBOM
Island har inte haft ett
enda fall av bakterieU
hj árnhinneinflammation
sedan 1989. Det áret in*
leddes vaccination av alla
bam under fyra ár mot
bakterien Haemophilus
influenzae. Sverige börja-
de fórra áret med att all-
mánt vaccinera barn mot
den.
- Att vaccinet ár sá effektivt
har vi inte förstátt förrán ny-
ligen och dárför har det dröjt
med allmánna vaccinations-
program. sade professor Claus
~SoÍperg frán universiter551Uir
huset i Bergen i Noree i gár.
tisdag, dá han ledde ett sympo-
sium om hjárnhinneinflam-
mation under medicinkon-
gressen pá Stockholmsmássan
i Álvsjö.
En rad olika bakterier kan
orsaka hjámhinneinflamma-
tion, varav den vanligaste ár
just Haemophilus influenzae,
mest kánd fór att kunna ge
bronkit och öroninflamma-
tion n)en inte influensa. Oftast
ár det' bárn under fem ár som
fár hjámhinneinflammation
av den, i Sverige ett himdratal
per ár. *
Sníittan sprids i andra hand
av meningokocker, tre olika
typer av bakterier, som drab-
bar barn under tvá ár och
ungdomar och som nyligen
vállat epidemier i Norge. Dess-
utom kan vuxna fá hjárnhin-
neinflammation av pneumo-
kocker, lunginflammations-
bakterien, och barn av
streptokocker som övert'örs
frán modern vid fódseln.
Island gladde
- Vi har under de 25 senaste
áren inte námnvárt lvckats fá
ner dödligheten. som varierar
mellan 5 och 25 procent mellan
de olika typerna av hjárn-
hinneinflammation, sade
Claus Solberg.
Gládjen pá symposiet var
dárför stor över redovisning-
en frán Island om att inget fall
av hjárnhinneinflammation
intráffat sedan allmán vacci-
nation mot haemophilusbak-
terien infördes fór fyra ár se-
dan. Liknande signaler har
áven kommit frán págáende
större vaccinationsfórsök i
Finland och i USA.
- Men bilden har förvirrats
av en studie frán Alaska, dár
vaccinet gett dálig effekt. Vi
vet inte varfór och vi vet
dessutom inte hur lángvarigt
skyddet ár, kanske máste om-
vaccineringar göras vart tred-
je, fjárde ár, ságer Claus Sol-
berg.
Hameophilusvaccinet ár
gjort av delar av den kapsel
som omger bakterien plus ett
protein som fár kroppens im-
munförsvar att tillverka anti-
kroppar mot bakterien. Med i
stort sett samma princip för-
söker man sedan 20 ár tillbaka
fá fram ett vaccin mot den typ
av meningokockbakterien
soin orsakar epidemier, men
det har ánnu inte gátt sá bra.
Stora pengar
Folkhálsoinstitutet i Norge
har satsat stora pengar pá ett
forskningsprogram och frán
det redovisade professor Gun-
nar Bjune ett vaccinationsfor-
sök pá 172 000 frivilliga.
Skyddseffekten visade sig ef
ter tre ár ligga pá 57,2 procent.
vilket ár för lágt för att fá
anvándas till allmán vaccina-
tion.
I'rán Walter Reed Army- in-
stitutet i USA beráttade Wen-
del D Zollinger om flera olika
vaccinkandidatersom prövats
i större studier i Chile, pá
Kuba och i Brasilien. Inte hel-
ler de har gett tillfrcdsstállan-
de skydd.
Ytterligare tvá bakterier or-
sakar hjárnhinneinflamma-
tion: pneumokockerna, som
det finns vaccin mot, och
streptokockerna, som det inte
kommer att finnas nágot vac-
cin mot pá mánga ár.
- Men vi máste fortsátta
forskningen. Det finns egent-
ligen bara tvá riktigt effektiva
medel mot infektioner: rent
vatten och bra vaeciner, sade
ClausSolberg. o
Landað á Þórshöfn í gær:
120tonnaf
ísuðum þorski
M/s Zaandam landaöi 120 tonnum af ísuðum þorski á Þórshöfn í gær úr
Barentshafi. Aflann kaupa 4 frystihús á Norð-Austuriandi. í fréttatilkynn-
ingu frá Hraðftystihúsi Þórshafnar segir „Veiðamar eru samkvæmt
Svalbarðasamkomulagi frá 1926 sem fjallar um nýtingu fiskistofna á
þessu hafsvæöi. Skipið er skráð I Dóminiska lýöveldinu sem er aðili að
samkomulaginu."
Aftur á móti var skýrt frá því í DV í
gær að tveimur togurum frá Dómin-
iska Iýðveldinu hefði verði vísað burt
frá verndarsvæðinu vestan Bjamar-
eyjar.
Þá segir í fréttinni: „Annar togar-
anna er nú á Ieið til óþekktrar hafn-
ar til að selja aflann, 125 tonn af
þorski."
Jóhann A. Jónsson, framkvæmda-
stjóri hraðfrystihússins, gat ekki
sagt til um hvort um sama togara
væri að ræða. Hann vissi einungis að
togarinn hefði verið að koma að
norðan.
Ætlunin er að vinna aflann á Amer-
íkumarkað og vænta frystihúsin á
Norð-Austurlandi mikils af sam-
starfi við aðila Svalbarðasamkomu-
lagsins sem kemur sér vel vegna
minnkandi kvóta á íslandsmiðum.
-GKG.
Viðskiptaráðherra skipar nefnd:
Ætlað að kanna
vaxtamyndun
Vjðskiptaráöherra hefúr skipað nefhd sérfræðinga til að kanna vaxta-
myndun á lánsflármarkaði einkum með tilliti til þess hvort uppbygging og
skipulag markaðarins s.s. viötæk verötrygging hindri eðlilega vaxta-
myndun. Komist nefndin aö því að svo sé er henni ætlað að benda á
leiöirtil úrbóta
Henni er einnig ætlað að skoða
skipulag innlends fjármagnsmark-
aðar og tengsl hans við erlenda Ijár-
magnsmarkaði til að athuga hvort
með frekari skipulagsbreytingum
megi leggja grunn að því að raun-
vaxtastig hér á landi sé líkt og í
helstu viðskiptalöndunum.
Skipun nefndarinnar var eitt af því
sem kveðið var á um í aðgerðum til
að mæta aflasamdrætti. Formaður
hennar er Finnur Sveinbjömsson,
skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneyt-
inu. -GKG.