Tíminn - 10.07.1993, Side 13

Tíminn - 10.07.1993, Side 13
Laugardagur 10. júlí 1993 Tíminn 21 )) Rambó lætur verkin tala“ í september, 1991 komst bandaríski smábærinn Cabin Creek í frétt- irnar en ekki fyrir góöra hluta sakir. Tiiefnið var gróf nauðgun og tvö- falt morð. Margaret McClain, 63 ára gömul, hafði búið í Cabin Creek allt sitt líf. Hún var 7 barna móðir, hafði komið fimm þeirra upp en tvö höfðu látist ung. Hún bjó í húsi móður sinnar og hafði séð um hana á fuUorðinárum, auk barnanna sinna fimm en móðir hennar hafði nýlega látist Margaret var illa haldin af liðagikt sem hafði ágerst eftir því sem árin liðu. Svo var komið að hendur hennar voru hálfstirðnaðar, kræklóttar og varla til nokkurra nota. Það var með naumindum að hún gæti klætt sig hvað þá meira, og hún þarfnaðist hjálpar við ýmis störf í æ ríkari mæli. Það var af þeim sökum sem 36 ára gömul dóttir hennar, Pamela Ca- stoneda, hafði flust til móður sinnar og sá um ýmis verk fyrir hana. Sagan frá næstu kynslóð á undan endurtók sig hvað það varðaði. Þær mæðgur höfðu viðurværi af bama- pössun Pamelu en sá böggull fýlgdi skammrifi að bömin voru í 80 mflna fjarlægð, í St. Albams. Af þeim sökum dvaldi Pamela yfir virku dagana í St. Albams en keyrði síðan til móður sinnar og varði helgunum með henni. Margaret vildi ekki lifa á opinberum styrkjum og því var þröngt í búi. Til að mynda höfðu þær ekki efni á síma og því var hvítur Ford Taurus skutbfll, eini tengiliður þeirra við umheiminn. Þetta var einmanalegt líf ekki síst fyr- ir Pamelu sem var í blóma lífsins. Margaret fannst sem Pamela væri að hafna henni, ef Pamela hugðist skreppa eitthvað um helgar og Pamela sættist hægt og hægt á að helga frí- tíma sinn móður sinni. {lok ágúst 1991 óku mæðgumar til SL Albams í heimsókn til ættingja. Þennan dag var Margaret svo illa hald- in vegna liðagiktarinnar að hún treysti sér ekki út úr bflnum heldur lét sér nægja að tala við fólkið sitt úr bflnum. Þetta var í síðasta skiptið Bíll í skurði 7. september, kl. 16.45 keyrði vega- eftirlitið fram á mannlausan bfl sem Iá á hliðinni í skurði skammt frá þjóð- veginum. Hann virtist hafa runnið til í lausum vegarkantinum og oltið. Öku- maðurinn stóð við hlið bflsins en af- þakkaði alla aðstoð. Hringt var eftir kranabfl til að fjarlægja bflhræið en áður en hann kom á staðinn hafði ökumaður bflsins yfirgefið vettvang. Síðar varð ljóst að hann hafði fengið far nokkum spöl, með ökumanni á mótorhjóli. Ekill bifhjólsins tók eftir að farþegi hans var skrámaður á hönd- um og fótum en virtist að öðru leyti heill. Meðferðis hafði hann bláa íþróttatösku. Þegar kom að næstu vegamótum skildu leiðir með mönn- unum tveimur, u.þ.b. 500 metra frá Cabin Creek. Síðar sagði ökumaður bifhjólsins: „Ég hélt að hann ætlaði bara að hringja í einhvem út af slys- inu og þess vegna hjálpaði ég honum. Mér sýndist hann ekki hafa neitt illt í hyggju." Tvöfalt morö Síðar um kvöldið ætlaði nágranna- kona Margaret og Pamelu að heim- sækja mæðgumar. Enginn kom til dyra þegar bankað var á hurðina. Bfll- inn þeirra var ekki heima svo gestun- um þótti líklegast að mæðgumar væm ekki heima en eitthvað var þó öðruvísi en það var vant að vera og ferðarslysinu. Gestagangur var það sjaldgæfúr í litla þorpinu að það gat varla verið tilviljun að sést hefði til ókunnugs manns á sama tíma og morðin tvö voru framin. Daginn eftir fannst maðurinn og var hann handtekinn í litlum bæ, 100 km frá Cabin Creek. Hann reyndist vera sami maður og hafði lent í umferðaró- happinu kvöldið áður og hét Dana December Smith, 26 ára gamall. Sést hafði til hans daginn áður, á göngu eftir slysið, með bláa tösku og stóram veiðihníf í slíðri, hangandi á vinstri mjöðm. Smith hafði aldrei komist í kast við lögin og lögreglan var ekki nema hæfilega bjartsýn á að morðinginn væri þegar kominn í hendur hennar. Enda vom engar sannanir á þessu stigi málsins og þyí var Smith sleppt úr haldi gegn 1000 dala tryggingu daginn eftir. Hins vegar jukust líkum- ar vemlega á sekt hins gmnaða þegar blóðpmfa úr Smith sannaði sama blóðflokk og hafði fundist á morð- staðnum en var ekki úr konunum Pameta Castoneda varði mestum frí- tíma sínum íað hjúkra móður sinni. óhugur yfir litla rauða húsinu. Nóttin leið en daginn eftir vissu nágrannam- ir að eitthvað alvarlegt hafði gerst. Þegar í birtingu tóku tvær vinkonur Pamelu sig til og gengu inn í húsið sem reyndist ólæst. Á eldhúsgólfinu lá Margaret, hreyfingarlaus og allsnakin í blóðpolli. Gleraugun lágu við hlið hennar og svo virtist sem átök hefðu átt sér stað. Pamela lá aftur í stofunni. Lík hennar var hroðalega leikið —lík- skoðun leiddi í ljós að hún hafði verið stungin með hnífi 17 sinnum— og líkt og móðir hennar var hún klæða- laus sem benti til að þær hefðu verið svívirtar kynferðislega. Pamela hélt á hárbrúski sem síðar reyndist vera af henni sjálfri, tákn hinnar algem ör- væntingar rétt fyrir andlátið. Flest stungusárin á líkama kvenn- anna tveggja vom á handleggjum og fótum. Þá hafði einnig verið stungið á Margaret McClain var illa haldin af liðagikt og gat ekki veitt morðingjanum mikla mótspyrnu. milli fingra þeirra, sennilega til að hindra þær í að seilast eftir hnífnum á meðan morðinginn lauk sér af. íbúðin var blóði drifinn vígvöllur hræðilegra atburða. Blóð fannst m.a. á veggjum, húsgögnum og gluggum. Rannsóknin Hefðbundin lögreglurannsókn hófst með myndatökum og sýnatökum hvers konar, auk líkskoðunar og sam- ræðum við nágranna og kunnuga. Strax var lýst eftir hvíta skutbflnum auk mannsins sem lent hafði í um- tveimur. Þetta þótti nóg til að ákæra Smith fyrir tvöfalt morð en hann var á bak og burt. Hann fannst hins vegar þrem dögum seinna og var tekir.n til yfirheyrslu eftir að honum hafði verið lesinn réttur sinn. Honum þótti hlægilegt að hann væri ákærður fyrir morðin í Cabin Creek þar sem hann sagðist hafa verið í Log- an, litlum bæ í 50 km fjarlægð. Hann neitaði brátt að tjá sig frekar um mál- ið og heimtaði lögfræðing. Þar með endaði fyrsta yfirheyrslan. Fingraför og fleirí sannanir í millitíðinni leituðu menn enn skut- Þegar í birtingu tóku tvær vinkonur Pamelu sig tii og gengu inn i húsiö sem reyndist óiæst Á eldhúsgólfinu iá Margaret, hreyfingarlaus i bióöpolli. Gleraugun iágu viö hlið hennar og svo virtíst sem átök hefðu átt sér staö. Pamela lá aftur f stof- unni. Lík hennar var hroðalega útleikið — líkskoðun leiddi f fjós að hún hafði verið stungln með hnffi 17 slnnum. Pamela hélt á hárbrúski sem sfðar reyndfst vera af henni sjálfri, tákn hfnnar algeru örvæntíngar rétt fyrfr andlátið. bílsins hvíta, auk þess sem ættingjar mæðgnanna staðfestu að nokkurra hluta væri saknað úr íbúð þeirra, s.s. myndbands- og útvarpstækis. Loks komst skriður á málið þegar hvíti Taurusinn fannst í gilskomingi. í bflnum fundust blóðugar ábreiður og fjöldi fingrafara. M.a fundust fingraför Smith í bflnum. Svo virtist sem Smith hefði sjálfur ætlað að sjá svo til að bfll- inn fyndist aldrei en athugull fjall- göngumaður kom af tilviljun auga á hann nokkrum mánuðum eftir morð- ið. Þegar réttarhöldin hófust reiknuðu margir með að niðurstaðan yrði þrátt fyrir allt tvísýn og málið langt frá því að vera í höfn. Ákæruvaldið leiddi hins vegar fram vitni í málinu, vinkonu Smith, sem varpaði nýju og þýðingar- miklu ljósi á það sem gerst hafði. Smith hafði komið til heimilis hennar skömmu eftir morðið á „ljóslituðum skítugum bfl“ og beðið hana að útvega sér fjarvistarsönnun yfir helgina. Hann var alblóðugur með skrámur og stungusár víða um líkamann og mjög strekktur. Hann rétti henni mynd- bandstæki sem „gjöf upp í greiðann" og spurði síðan hvort hún myndi ekki hjálpa sér og votta að hann hefði verið Dana December Smith játaöi aldrei á sig glæpinn. I stað iörunar hótaði hann öllu illu og meðal annars dóm- ara réttarhaldanna. hjá henni um nóttina. Vinkonan var óviss um öryggi sitt þannig að hún þorði ekki að segja nei. Eftir að Smith var handtekinn gat hún hins vegar ekki hugsað sér að bera ljúgvitni í jafn alvarlegu máli og ákvað að segja lög- reglunni sannleikann áður en yfir Iauk. Hún var ennþá með myndbands- tækið í fórum sínum og það var stað- fest að þetta var sama tældð og mæðg- umar í Cabin Creek höfðu nýlega fest kaupá. „Rambó lætur verkin tala“ Það kom á daginn að í síðustu tíð hafði Smith farið að fá ruglingslegar hugmyndir um sjálfan sig. Hann fór að líta á sig sem líkamlegt og andlegt ofurmenni, sökkti sér í Nietzche og varð loks gripinn mikilmennskubrjál- æði. Meðal annars krafðist hann að vinir hans kölluðu sig Rambó og hann hugðist sýna þeim að hann kæmist upp með hvað sem væri. Eins og einn vina hans staðfesti að Smith hefði sagt: „Fariði bara í bíó og horfið á Rambó. Hann lætur verkin tala og fær borgað fyrir það.“ Dómurínn Eftir þetta var aldrei spuming um hvort, heldur hversu harðan dóm Dana December Smith hlyti. Þrátt fyr- ir að ýmis gögn hefðu verið vel þegin s.s. fingraför innan heimilis mæðgn- anna, morðvopnið sjálft (hnífúrinn kom aldrei í leitimar) eða vitni, þá komst kviðdómur að þeirri niður- stöðu að Smith væri sekur. Dana December Smith var loks dæmdur í ævilangt fangelsi án mögu- leika á náðun og var fundinn sekur um tvöfalt morð af yfirlögðu ráði auk kynferðisafbrots á Pamelu a.m.k. (gögn reyndust ekki fullnægjandi hvað Margaret varðaði). Hann hótaði dómaranum öllu illu við dómsorðið og færa varð hann í jámum úr réttar- salnum. Af sérstökum öryggisástæð- um var hann færður í eitt rammgerð- asta fengelsi Bandaríkjanna í Mounds- ville, Vestur- Virginíu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.