Tíminn - 10.07.1993, Page 20

Tíminn - 10.07.1993, Page 20
■abrief HÖGG- DEYFAR Verslið hjá fagmönnum GJvarahlutir Hamarshöfda 1 m Iiminn LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ1993 Framkvæmdastjóm Sambands ungra jafnaðarmanna hefur í hótun- um við formann Alþýðuflokksins ef hann kallar ekki saman flokks- stjórnarfund fyrir mánaðarlok til að kjósa nýjan varaformann: Ekki aö vænta vara- formams úr geimnum „Við viljum að þetta mál verði afgreitt sem fyrst og slá þá um leið á þetta slúður f Þjóðarsálinni sem hefur ekki gert jafnaðarmönnum neitt gott hingað til. Það verður bara að drífa í þessu og það kemur ekkert nýtt varaformannsembætti utan úr geimnum, einhvern tím- ann héðan í frá og þangaö til í ágúst eða september," segir Stefán Hrafn Hagalín, framkvæmdastjóri Sambands ungra jafnaðar- manna. Framkvæmdastjóm SUJ sam- þykkti nýverið ályktun þar sem skorað er á Jón Baldvin Hanni- balsson, formann Alþýðuflokks- ins, að hann boði til flokks- stjórnarfundar áður en júlímán- uður er allur, til að kjósa nýjan varaformann fyrir flokkinn. Þá hafa sjö konur í flokksstjórn krata sent Jóni Baldvin bréflega ósk um hið sama. Samkvæmt flokkslögum verður formaður að taka tillit til þessara óska kvenn- anna sjö. Ef formaðurinn gerir það ekki, hótar framkvæmdastjómin að knýja á um að flokksstjómar- fundurinn verði haldinn, með því að safna saman tilskildum fjölda undirskrifta á meðal flokksstjórnarmanna. „Ef það á dusta okkur eitthvað af erminni, þá þarf ekki nema ör- fáar undirskriftir flokksstjórnar- manna til að knýja á um fund, eða innan við 10 manns. Þannig að með þessu emm við aðeins að sýna tennumar, enda getum við auðveldlega safnað þessum und- irskriftum hérna innan SUJ.“ í ályktun sinni til formannsins mælist framkvæmdastjómin einnig til þess að framvegis verði ástunduð eðlileg og lýðræðisleg vinnubrögð og flokksstjómar- fundir boðaðir skriflega með viku fyrirvara. „Þótt það standi ekkert í flokk- slögum um þetta, þá finnst okk- ur eðlilegt og lýðræðislegt að flokksstjórnarmönnum berist fundarboð í tæka tíð, svo þeir geti gert viðeigandi ráðstafanir til að geta mætt.“ Stefán Hrafn segir að einnig séu ungir jafnaðarmenn orðnir ansi þreyttir á því hvernig flokksfor- ustan lætur stundum við þá ungu. „Við emm hópur, sem á rúmum tveimur ámm hefúr fjölgað sér frá því að vera dauður klúbbur með 150 manns og uppí það að vera samtök með hátt í 800 fé- lagsmenn. Þetta er langmesti vöxturinn innan flokksins og við viljum einfaldlega að það sé tek- ið tillit til okkar óska. Af þeim sökum m.a. er þessi netta hótun um undirskriftasöfnunina,“ seg- ir Stefán Hrafn Hagalín. Meðal ungkrata nýtur Guð- mundur Ámi Stefánsson, heil- brigðis- og tryggingaráðherra, mests fylgis til embætti varafor- manns, ásamt Rannveigu Guð- mundsdóttur, formanni þing- flokksins. Hinsvegar hefur Rannveig lýst því yfir opinber- lega að hún sækist ekki eftir því við „ríkjandi aðstæður". Þá hefur Guðmundur Ámi lýst því yfir að allar vangaveltur í þá vem að hann bjóði sig fram til varaformanns séu algjörlega út í bláinn. -grh Pfndur til að halda fund sem kýs varaformann? lilli Vinningstölur r miövikudaginn:[ 7. júlí 1993 m VINNINGAR 6 af 6 5 af 6 kbónus m 5 af 6 4 af 6 0 3 af 6 +bónus FJÖLDI VINNING A 293 953 UPPHÆÐ Á HVERN VINNING 25.154.000.- 1.126.080.- 99.611.- 1.622,- 213,- Aðaltölur: 2) (13) (18’ BÓNUSTÖLUR @(3) (44) Heildarupphæð þessa viku: 27.257.148.- á Isl.: 2.103.148.- UPPLÝSINGAR, SÍMSVARt 91- 68 15 11 LUKKULINA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 BIRT MEO FYRIRVARA UM PRENTVU.LUR DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.