Tíminn - 30.07.1993, Qupperneq 6

Tíminn - 30.07.1993, Qupperneq 6
6 Tíminn Föstudagur 30. júlí 1993 „Við erum hesta- menn,ævintýramenn og gleðimenn“ MYNDIR OG TEXTI: ÁRNI GUNNARSSON Séð heim að íbúðarhúsinu á Faxabóli. í heimsókn hjá Jóni Stein- björnssyni, sem rekur [slands- hestabúgarð í Þýskalandi. „Nei, nei, ég myndi ekki segja að þeir væru húmorlausir, þó að slfldr séu vissulega til inni á milli. Hitt er svo annað mil, að maður getur ekjd dæmt Þjóðverja í heild eftir þessu fólki sem er í íslandshesta- mennskunni. Ég held að út í þetta fari engir fýlupokar, sem iifa alveg eftir bókstafnum. Það er margt af þessu létt og hresst fólk; kannski svipað og við íslendingar." Svo svaraði Jón Steinbjörnsson, þegar blaðamaður Tímans kom við fyrir skömmu á hrossabúgarði hans í Þýskalandi og spurði hvort það væru sleggjudómar eða sannleikur að Þjóðverjar séu frekir, sparsamir og húmorlausir. Jón, sem Þjóðverj- ar kalla yfirleitt Nonna, hefur unnið við hestamennsku þar ytra í níu ár og er í dag með umsvifamikinn búr- ekstur ásamt sambýliskonu sinni á bænum Faxabóli skammt frá Ham- borg. Þetta er glaðsinna náungi, en maður fær strax á tilfinninguna við fyrstu kynni að hann geti verið ákveðinn ef með þarf. Reyndar kviknaði hugmyndin að viðtalinu eiginlega á útreiðum með þýskum rithöfundi að nafni Lothar, sem hafði þá fyrir skömmu sótt reiðnámskeið hjá Jóni og endað með því að kaupa af honum ágætan hest. Rithöfundurinn sagði að á meðan hann dvaldi á Faxabóli hefði komið þar Austurríkismaður og Jón selt honum tíu hross. Viðskiptin stóðu yfir í þrjá daga og næstu þrjá daga á eftir héldu þeir upp á þau. „Nonni er skemmtilegur rnaður," sagði rithöfundurinn. „Skilaðu því til hans að þetta sé góður hestur sem hann seldi mér, en þetta er fimmgangari en ekki fjórgangari." Þrír mánuðir orðnir níu ár Jón Steinbjörnsson er fæddur og uppalinn á Hafsteinsstöðum í Skagafirði og hafði unnið meira og minna fyrir sér við tamningar og þjálfun hér heima áður en hann flutti til útlanda. „Það var eiginlega fyrir tilviljun að ég flutti út,“ segir Jón, þegar við er- um sestir inn í stofu á Faxabóli. „Bróðir minn Björn var á þeim tíma að læra dýralækningar í Hannover. Hann var í hestamennskunni heima og kynntist, þegar hann kom út, mörgu fólki sem átti íslenska hesta. Bjöm ympraði síðan einhverntíma á því við mig hvort ég hefði ekki áhuga á því að koma út til Þýska- lands í eins og þrjá mánuði og þjálfa hesta fyrir þetta fólk. Ég sló til og er reyndar búinn að vera hér óslitið síðan. Á þessum tíma var náttúrlega tölu- vert um íslenska hesta hér í Þýska- landi, en útflutningur hafði fram að því verið í töluvert mikilli lægð og var kominn niður í um 100 hesta á ári, ef ég man rétt.“ — Hvemig stóð á því? „Ég held að útflutningur hafi dott- ið niður mikið til vegna ónógs kynningarstarfs. Sambandið var mikill driftaraðili og lagði óhemju mikla vinnu og fé í kynningu á ís- lenska hestinum. Þar var Agnar Tryggvason í fararbroddi og eins og flestir vita vann Gunnar Bjarnason mikið frumkvöðulsstarf á þessu sviði. Þarna spilaði líka inní áróður þýskra hrossaræktenda gegn íslen- skræktuðum hrossum, vegna þess hversu litla mótstöðu þeir höfðu gegn sumarexemi. Þetta er vissu- lega vandamál og þeirra áróður á vissan rétt á sér. Sala á hrossum til Þýskalands hófst síðan ekki að ráði aftur fyrr en ís- lendingar koma hingað út. Þeir fyrstu voru Reynir Aðalsteinsson og Kóki (Herbert Ólafsson), sem stofn- uðu íslandshestabúgarð 1982 að mig minnir. Síðan hefur þetta undið upp á sig.“ Menn hafa gefist upp á blöndun við önnur hrossakyn „Sumir þýskir ræktendur hér segj- ast ekki þurfa svo góð hross til ræktunar, vegna þess að þeir séu að rækta hesta fyrir almenning og ætli ekki að ná fram neinum topphross- um. Þetta sjónarmið er á undan- haldi, en reynslan sýnir að inn á milli koma alltaf meðalhross og því verri og þess vegna þurfa menn ein- faldlega að flytja inn góð hross til þess að ná einhverjum árangri." — Gru menn að gera tilraunir með blöndun íslenska hestsins við önnur hestakyn? „Það er Iítið um það. Walter Feld- mann hefur verið að blanda saman suðuramerísku hestakyni og ís- lenskum hestum, en að öðru leyti er sáralítið um þetta. Auðvitað eru til einstök tilfelli þar sem menn hafa prófað hitt og þetta. Eftir því sem ég hef heyrt var meira um það áður fyrr — menn hafa komist að því að þetta átti bara engan veginn við. Öllum þeim, sem taka ræktun á ís- lenska hestinum hérna eitthvað al- varlega, kemur ekki blöndun við önnur kyn til hugar. Nýlega voru settar mjög strangar regíur hérna, er tryggja að íslands- hestar, sem ekki eru algerlega hreinræktaðir, komast ekki inn f ættbók. Þetta mál hefur verið tals- vert til umræðu s.l. tvö ár, því það er til hér gamall stofn íslenskra hesta, sem hafði verið einhverntíma eitt- hvað blandaður marga ættliði aftur í tímann. Það er verið að taka á því núna að hross af þessum stofni komist ekki inn í ættbók íslenska hestsins og þau, sem þar eru fyrir, verði tekin út úr henni." Sókn íslenska hests- ins er afturhvarf til náttúrunnar Undanfarin ár hafa verið fluttir út og seldir sífellt fleiri íslenskir hestar til Þýskalands. Jafnframt hefur ræktun þar ytra aukist og íslands- hestabúgörðum fjölgað. Að saman- lögðu þýðir þetta stóraukna sókn ís- lenska hestsins inn á þennan mark- að. Jón segir að þetta sé hægt að út- skýra að hluta sem afturhvarf til náttúrunnar. „Fólk leitar einfaldlega meira út í náttúruna," segir hann. „Hinn al- menni borgari, sem fær áhuga á hestum, er ekkert spenntur fyrir því að vera að dunda inni í reiðhöll all- an tímann. Hann vill geta riðið út og haft það þægilegt og þá á hesti, sem er ekki svo taugaveiklaður að hann stekkur til hliðar ef það hleyp- ur héri yfir veginn. Til þessarar teg- undar hestamennsku er íslenski hesturinn mjög vel fallinn. Það skiptir líka máli að þetta eru geðgóðir hestar, sem henta fyrir alla meðlimi fjölskyldunnar. Gott efna- hagsástand hefur hjálpað til. Þjóð- verjar hafa getað leyft sér meira undanfarin ár en ella, þó að nú gæti viss samdráttar. Hans gætir þó ekki mikið. Við verðum vör við samdrátt- inn hérna á þann hátt að nú er minni eftirspurn eftir dýrum hest- um.“ íslenski hesturinn er að vinna á — Áttu við að íslenski hesturinn sé að vinna á í samkeppninni við önnur hestakyn? „Engin spurning. Það er náttúrlega alltaf eitthvað um að fólk losi sig við stóru hestana og kaupi í staðinn ís- lenska. Ég held þó að aukninguna megi að mestu leyti rekja til fólks, sem er að byrja í hestamennsku og velur íslandshest. íslenski hestur- inn er orðinn miklu þekktari meðal almennings en var. Fyrir eins og fimmtán árum kom það fyrir að knapar, sem sáust ríðandi á íslensk- um hestum, voru húðskammaðir af vegfarendum fyrir að vera að níðast á svona litlum skepnum. Þetta fólk hafði náttúrlega ekki hugmynd um hvað íslenski hesturinn er, en þetta heyrir maður ekki í dag. Það má ekki gleyma því heldur að hingað hefur flust talsvert af íslendingum, sem lifa á ræktun og sölu hrossa og hafa auglýst hestinn vel upp.“ — Er þetta erfiður bisness? „Já. Alíur bisness með lifandi vöru

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.