Tíminn - 30.07.1993, Page 7

Tíminn - 30.07.1993, Page 7
Föstudagur 30. júlí 1993 Tíminn 7 er erfiður. Hér þrífast margir hrossasjúkdómar sem þekkjast ekki heima. Hestar, sem eru fluttir út beint frá fslandi, eru mjög við- kvæmir fyrir þessum sjúkdómum og hafa litla mótstöðu gegn þeim. Það tekur þá vissan tíma að aðlagast aðstæðum hérna og loftslagi. Mis- munandi langan að vísu, en þetta kemur meira niður áyngri hrossun- um.“ — Hvað með heimþrá? Þekkir þú dæmi þess að útfluttir hestar kvelj- ist af heimþrá? „Ég hef ekki orðið var við það. Ég ímynda mér að það gæti gerst ef hestur er einn og hefur enga félaga, en ég hef ekki orðið var við heimþrá í hestum hjá mér.“ Mikil umsvif, en ekki ríkur Á Faxabóli er starfræktur reiðskóli fyrir krakka og fullorðna sex daga vikunnar. Þar eru auk þess leigðar út íbúðir fyrir fólk, sem vill komast burt frá borgarstressinu og ríða út, annaðhvort á eigin hestum eða á hestum sem leigðir eru út. Megnið af því fólki vill einnig fá leiðbein- ingu og kennslu. Auk þess tekur Jón hross í geymslu fyrir fólk og sér um fóður og hirðingu. Margt af þessu fólki kemur daglega til þess að ríða út og þiggur í leiðinni tilsögn. „Síðan eru tamningar og þjálfun snar þáttur í þessu,“ segir Jón, „bæði frumtamning fyrir fólk og ekki síður undirbúningur fyrir kyn- bótasýningar; jafnvel leiðbeiningar og þjálfun fyrir keppnir. Einn stærsti þátturinn hjá mér er svo innflutningur og sala. Ég flutti inn á síðasta ári tæplega 120 hross." Hann segist vera að byrja með eig- in ræktun, er með þrjá graðhesta, sem hann bæði leigir út og notar fyrir eigin merar. En hvers vegna svona seint? „Það má segja að fyrst fyrir tveim- ur árum hafi maður farið að geta haft efni á því að halda eftir einni og einni rneri," svarar Jón og neitar að vera orðinn stórríkur maður, þrátt fyrir mikla umsetningu. „Nei, nei, það verður held ég enginn stórríkur á þessu," segir hann. „Hitt er annað mál að ef maður er frumlegur og gengur vel, þá má vel lifa af þessu. Eg held að það sé Iíka töluverð hug- sjón á bak við þetta hjá öllum okkur íslendingunum, sem lifum á hrossa- búskap. Þetta er ekki bara að græða peninga. En svo má segja líka að það sé mikils virði að geta sameinað áhugamál og atvinnu og tekið hluta af íslandi með sér út.“ Finnst ég eiga heima á báðum stöðum „Nei, ég hef aldrei fengið heimþrá. Það er alltaf nóg að gera og svo fer ég líka alltaf heim til íslands 4-5 sinnum á ári. Jú, ef maður hefur ekki verið heima í nokkra mánuði hlakkar mann til, en svo þegar mað- ur er búinn að vera í viku hlakkar mann til að koma heim aftur og þá út. Mér finnst ég eiga heima á báð- um stöðurn." — Liggur mikil vinna á bakvið þátt- töku í sýningum og mótum hérna? Islenski hesturinn hefur unnið á I samanburði við önnur hestakyn f Þýskalandi. Jón segir að það megi útskýra að hluta til með afturhvarfi fólks til náttúrunnar. „Auðvitað. Velgengni á mótum er besta auglýsing sem þú getur feng- ið, bæði upp á sölu að gera og ekki síður tamningu og þjálfun. Ef þú ætlar að láta að þér kveða í þessum bransa hér, er einnig mikilvægt að taka þátt í hrossasýningum. Það er að vísu rándýrt, en engu að síður nauðsynlegt, því á þær kemur mikið af fólki sem ekki hefur keypt ís- lenska hestinn áður. Heimssýningin Equitana er stærst þessara sýninga, en hinar minni eru ekki síður mikil- vægar, því á stóru sýningarnar kem- ur mikið til sama fólkið aftur og aft- ur.“ — Er áhuginn fyrir íslenska hest- inum staöbundinn hérna? „Að vissu leyti, já. Be/lín og Aust- ur-Þýskaland eru að miklu leyti óplægður akur. Hrossasala þangað er að byrja. Ég er sannfærður um að hún á eftir að stóraukast, þegar efnahagur réttir úr sér og fólk hefur úr meiru að spila; áhuginn er næg- ur.“ Þegar þarna er komið sögu hringir síminn í þriðja eða fjórða skiptið síðan við settumst niður og Jón þarf að gera hlé á máli sínu og afgreiða símtal. „Það er alltaf eitthvað að gerast," segi ég þegar hann kemur til baka. „Já, já, já, já,“ segir hann hraðmæltur og heldur síðan áfram: „Það voru og eru kannski enn viss svæði, þar sem íslenski hesturinn er meira áberandi. Saarlöndin, Rínar- Iönd og Norður- Þýskaland voru há- borgir íslenska hestsins hér áður fyrr. Þetta hefur breyst mikið á síð- ari árum. Það eru íslandshestafélög út um allt og það er fólk í rekstri með íslenska hesta út um allt, þann- ig að þetta er orðið mjög þéttriðið net. Það er erfitt að segja hversu mikið svigrúm er á þessum markaði. Það er náttúrlega viss munaður að eiga hross hér, en ég sé fyrir mér, að fari efnahagslíf ekki versnandi ætti að geta verið góður markaður fyrir sölu til Þýskalands áfram. Hvað varðar önnur Evrópulönd er lítið að gerast annars staðar en í Svíþjóð, þar hefur verið uppsveifla. í íslands- hestafélaginu í Frakklandi eru t.d. einungis á milli 30 og 40 manns. Ég hef trú á að þarna mætti gera góða hluti og sama er að segja um Belgíu og Holland, þangað mætti stórauka sölu á hrossum." Viss ævintýramaður í okkur — Hvernig menn eruð þið ís- lenskir hrossabændur á erlendri grundu? Nú hafa ýmsar sögur um ykkur heyrst; blundar einhver æv- intýraþrá í blóðinu? „Já, ég hugsa að það megi segja um okkur alla að það sé viss ævintýra- maður í okkur. Ég hugsa reyndar að það þurfi nú til að fara út í þetta. Við erum hestamenn, ævintýramenn og gleðimenn. Það skeður oft margt skemmtilegt í okkar hópi. Við hitt- umst oft á mótum og sýningum og höfum töluvert samband og sam- starf að vissu leyti." — Er ekki sú hætta fyrir hendi að við missum bestu knapana og bestu hrossin úr Iandi? Nú eru til dæmis óvenju margir góðir knapar fluttir hingað út og vinna við tamn- ingu og þjálfun, ungt fólk eins og t.d. Reynir Aðalsteinsson, Rúna Einarsdóttir og fleiri. „Nei, það held ég ekki,“ segir Jón. „Það eru alltaf að koma upp nýir og bráðflinkir knapar bæði hérna og heima á fslandi. Reiðmennskunni hefur fleygt fram á báðum stöðum. Og hvað hrossin varðar, þá held ég að það sé engin hætta á því að öll bestu hrossin verði seld úr landi. Vissulega fer alltaf hluti góðhrossa til útflutnings, en ég held að það hafi ekkert aukist á undanförnum árum. Hrossunum hefur líka farið fram heima, þannig að það er ein- faldlega meira framboð á góðhest- um. Þjóðverjar verða alls ekki sjálf- um sér nægir með auknum útflutn- ingi á hrossum. Hér vantar alltaf nýtt blóð inn í ræktunina og svo er hitt, að ég held að það verði ekki svo auðveit að rækta hér þennan þægi- lega, geðgóða töltara. Til þess þurfa hrossin helst að alast upp í náttúru- legu umhverfi í stóði. Þau þurfa að læra í umgengni við manninn, að gefa en ekki bara að þiggja, eins og vill brenna við þegar þau eru of- dekruð allt frá fæðingu." Við bjóðum ykkur velkomin til Fáskrúðsjjarðar I verslun okkar fáið þið flestar þœr vörur sem ykkur kann að vanhaga um á ferðalaginu Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga Fáskrúðsiirði

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.