Tíminn - 30.07.1993, Side 8
8 Tíminn
Föstudagur 30. júlí 1993
Eitt síðasta
verk Ceaus-
escus Rúm-
eníuforingja, áður
en hann lét völd og
líf í desember 1989,
var að reyna að tala
þjóð sína til með
sjónvarpsræðu í
Búkarest. Eitt það
síðasta sem frá
honum heyrðist áð-
ur en alþýðan hróp-
aði hann niður var
að hann varaði
þjóðina við ýmsum
meintum pólitískum
óvættum, þ.á m.
„irredentismanum.“
Áheyrendurn vest-
ur og norður í lönd-
um kann að hafa
komið þessi síð-
asta viðvörun hins
heillum horfna vald-
hafa ókunnuglega
fyrir eyru, en öðru
máli gegndi um fólk
í Rúmeníu og sum-
um grannlanda
hennar.
Hiö óendurheimta
Ungverjaland
Hugtak þetta spratt úr ítalskri þjóð-
emishyggju á síðari hluta 19. aldar.
Þjóðemissinnar þar kölluðu þá hér-
uð, sem þeir töldu að væm með
réttu ítölsk en heyrðu öðmm ríkj-
um til, Italia irredenta, þ.e. ftalíu
hina óendurheimtu. Kröfur ítölsku
irredentistanna beindust einkum
gegn Austurríki-Ungverjalandi.
Eftir fyrra heimsstríð var farið að
kalla þjóðemissinna af ýmsum öðr-
um þjóðum irredentista, ef þeir létu
í ljós svipuð markmið og þeir
ítölsku áður. Ekki síst var löngun
Ungverja til að endurheimta þau
lönd, sem þeir misstu með ósigri
sínum í neftidum ófriði, látin heita
irredentismi. í lok þess stríðs var
Ungverjaland (að Króatíu-Slavóníu
frátalinni) rúmlega 280.000 ferkfló-
metrar; með friðnum í Trianon við
Bandamenn varð það að láta af
hendi yfir 190.000 ferkflómetra af
því svæði.
Ungverjar litu almennt svo á að
löndin er þeir misstu þá væru með
réttu ungversk og að réttur og
skylda Ungverja væri að endur-
heimta þau. Vera má að ófáir Ung-
verjar hugsi svo enn. Frá upplausn
Dagur
Þorleifsson
skrifar
Búkarestbúar í biöröö viö matsöiustaö — aftur spurt eftir leiötoga meö Járnhönd
Samskipti Ungverja og Rúmena að verða „júgóslavíuleg":
sovétblakkarinnar hefúr ungverski
irredentisminn aftur komist á dag-
skrá eins og fleira sem kommúnism-
inn hélt niðri. í Slóvakíu, Serbíu og
Rúmeníu eru ungverskir þjóðem-
isminnihlutar, sem óhressir em
með yfirráð þessara ríkja.
Viðkvæmast virðist það mál eins og
sakir standa vera í TVanssylvaníu,
svæði því í Rúmeníu sem það ríki
fékk frá Ungverjalandi með TYianon-
friði. Til ungversks þjóðernis í Rúm-
eníu teljast 1,6 milljónir manna (7%
landsmanna), sumir segja tvær
milljónir, og flestir þeirra em í
TVanssylvaníu. Þegar á síðustu ámm
kommúnismans í löndum þessum
var farið að gæta megnrar óánægju
meðal þessa ungversku þjóðemism-
innihluta með rúmensku yfirráðin,
margt fólk flýði til Ungverjalands og
af þeim málum jókst þykkja milli
Ungverjalands og Rúmeníu. Sú
þykkja hefur aukist frá því að
kommúnisminn var aflagður og nú
em fréttaskýrendur farnir að líkja
stemmningunni milli áminnstra
tveggja ríkja við samlyndi þjóða í
fyrrverandi Júgóslavíu og samlynd-
inu milli þjóða í TVanssylvaníu við
það sem er milli Albana og Serba í
Kosovo.
,JMiðevrópsk“ upp-
reisn gegn „balkönsk-
um“ einræðisherra?
Ceausescu hefur efalítið talið sig
hafa gilda ástæðu til að vara við irre-
dentismanum. Hann hafði áður sagt
ungverska þjóðernisminnihlutann
vera „fimmtu herdeild". Samanbor-
ið við Rúmena bjuggu Ungverjar við
góðan hag undir „gúllaskommún-
isma“ Janosar Kadars, höfðu betri
lífskjör, meira frelsi. Það fór ekki
framhjá Rúmeníu-Ungverjum. Öllu
meira en hugsanlegan mótþróa af
hálfu þeirra mun Ceausescu þó hafa
óttast að þeir yrðu farvegur sem
fréttir af tiltölulega góðum lífskjör-
um í Ungverjalandi bærust eftir til
Rúmena sjáífra, sem bjuggu við
verri lífskjör og meiri harðstjóm en
flestar aðrar Evrópuþjóðir þá.
Að þessu athuguðu er athyglisvert
að uppreisnin gegn Ceausescu hófst
í Timisoara, helstu borginni í Banat-
héraði, og var í byrjun uppreisn
Ungverja þar, sprottin af reiði út af
hrottameðferð yfirvalda á ungversk-
ættuðum presti, Laszlo Tokes. í
Timisoara búa einnig margir Rúm-
enar og Þjóðverjar og áður en varði
höfðu margir þeirra gengið í lið með
ungverskættuðum samborgurum
sínum. Það má sem sé færa rök að
því að uppreisnin sem kollvarpaði
harðstjórn Ceausescus hafi upphaf-
lega verið fjölþjóðlegt fyrirtæki fólks
í þeim hluta Rúmeníu, sem áður
hafði heyrt til Austurríki-Ungverja-
landi. Með hliðsjón af því má minna
á, að þrátt fyrir að íbúar Transsyl-
vaníu og Banats tali ýmsar tungur
og hafi ýmsan átrúnað, eru þeir eftir
aldaraðir í ríkjum Ungverja og Aust-
urríkismanna mótaðir af miðevr-
ópskri menningu, einnig Rúmenar
þar. Rúmenar í hinni upphaflegu
Rúmeníu, sunnan og austan Trans-
sylvaníu-Alpa og Karpatafjalla,
mundu hinsvegar menningarlega
séð frekar skilgreinast sem Balkan-
búar eða Austur-Evrópumenn. Þeir
voru og öldum saman undir tyrk-
neskum yfirráðum.
Þessi munur á „balkönskum" og
„miðevrópskum" íbúum Rúmeníu
er að líkindum áhugaverður hluti
baksviðs uppreisnarinnar gegn Ce-
ausescu, sem stundum var sagt um
að stjómaði í anda Drakúla og
Týrkjasoldána.
Drjúgur liöur í stefnu Ceausescus
var hörð rúmensk þjóðernishyggja
og svo er að heyra að hennar gæti
allmjög meðal Rúmena áfram. Ým-
islegt bendir raunar til þess að sum-
ir flokksmanna Ceausescus hafi eftir
hans dag spanað þjóðemisöfgar upp
í sínu fólki með það fyrir augum að
sameina „miðevrópska" Rúmena
„balkönskum" Rúmenum og draga
úr samstöðu Transsylvana yfir þjóð-
ernis- og trúarmarkalínur. í þeim
tilgangi kann að vera að reynt sé að
Ceausescu „geröi Rúmenlu óháöa'.