Tíminn - 30.07.1993, Page 12

Tíminn - 30.07.1993, Page 12
12 Tíminn Föstudagur 30. júlí 1993 Landgræðsla ríkisins dreifði 440 tonnum af áburði á Blönduvirkjunarsvæðinu í sumar: Flugbraut í smíðum við virkjunina Landsvirkjun vinnur nú aö gerð flugbrautar á miöju uppgræöslusvæðinu á hálendinu í kringum Blönduvirkjun. Þetta er gert til þess aö hægt sá í framtíðinni að dreifa áburöi á uppgræöslusvæðin með minni flugvél Land- græðslunnar og draga þannig úr kostnaði. Hingað til hefur verið flogið með áburðinn um 50 km. leið frá Sauðárkróki að uppgræðslusvæðunum. Landgræðsla ríkisins dreifði úr lofti 440 tonnum af áburði á heið- unum í kringum Blönduvirkjun í sumar með stærri flugvélinni. Þetta uppgræðslustarf er kostað af Landsvirkjun samkvæmt samn- ingi á milíi bænda og sveitarfélaga annars vegar og Landsvirkjunnar hins vegar, til að bæta fyrir land- spjöll af völdum virkjunarlónsins við Blöndu. Sú gagnrýni hefur komið fram að ekki sé unnt að græða upp umrætt landssvæði; það standi einfaldlega of hátt og jarðvegurinn haldi ekki nógu miklum raka í sér. Davíð Pálsson hjá Landgræðslunni vísar því á bug að verið sé að vinna þarna vonlaust verk. „Það þarf náttúrlega mikinn áburð til þess að halda beitargild- inu,“ segir hann. „Þó að sáðgresið deyi út eftir að áburðargjöf er hætt koma í staðinn aðrar tegundir, harðgerðari en ekki uppskeru- miklar. Við sjáum auðvitað árang- ur af þessu. Uppgræðslan á Auð- kúluheiði og Eyvindarstaðaheiði hefur einmitt gengið mjög vel.“ Stærri flugvél Landgræöslunnar, Páll Sveinsson TF-NPK, f flugtaki. Ráögert er aö spara fé viö uppgræöslu á Auökúlu- og Eyvindarstaöaheiöi meö lagningu flugbrautar fyrir minni vél Landgræöslunnar á miöju uppgræöslusvæöinu. * Vinnum saman Grœðum Island LANDGRÆÐSLUFRÆ Efþú þarft að græða upp mela og rofabörð eða rækta fallega grasflöt eigum við fræið handa þér. Hagstætt verð. Ráðgjöf um val á fræi fyrir mismunandi aðstæður. Landgræðsla ríkisins Gunnarsholti, 850 Hella Sími 98-75500. Símbréf 98-75510 Úrvals frœ íslensk framleiðsla Áttatíu og tveggja ára gamall maður á Dvalarheimil- inu í Stykkishólmi: Gaf eina milljón kr. til landgræðslu Það eru ekki einungis stór fyrirtæki eins og Oh'uverslun íslands hf. sem styðja landgræðslu með peningagjöfum, þótt hlutur þeirra sé stærstur og mikið í umræðunni. Fyrir nokkru gaf 82 ára gamall maður á Dvalarheim- ili aldraðra í Stykkishólmi eina milljón króna til Landgræðslu ríkisins. Gamli maðurinn, Jón Jónsson frá Innri Kóngsbakka í Helgafells- sveit á Snæfellsnesi, lét þau orð fylgja með gjöfinni að hann vildi með þessu láta „smáræði af hendi rakna" til uppgræðslu og fegrunar lands. Jón er fæddur og uppalinn á Innri Kóngsbakka, einn af tólf systkin- um, en af þeim komust níu upp. Hann bjó þar ásamt systkinum sínum í 72 ár, eða þar til hann flutti á Dvalarheimilið í Stykkis- hólmi. „Þá vorum við eftir þrír karlar. Bræður mínir voru nú eldri en ég, þeir voru komnir á níræðisaldur og þá urðum við að hætta að búa. Við fengum pláss á dvalarheimil- inu og fórum þangað.“ Jón er maður lítillátur og ætlað- ist reyndar ekki til að þessi rausn- arlega gjöf kæmist í hámæli. Að- spurður sagðist hann í samtali við Tímann ekki vita hvort hægt væri að líta á þetta sem neina stórgjöf. En gerði hann þetta af einhverju sérstöku tilfefni? „Nei, nei, mig langar bara til þess að hjálpa þeim til að græða upp landið þó að í litlu sé,“ segir hann.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.