Tíminn - 30.07.1993, Side 16
16 Tfminn
Föstudagur 30. júlí 1993
FUNDIR OG FÉLAGSSTÖRF
Njáluslóðir—Þórsmörk
Arieg sumarferö framsóknarfélaganna I Reykjavik veröur farin laugardaginn 14.
ágúst 1993. Að þessu sinni verðurfarið á söguslóðir Njálu og inn I Þórsmörk.
Aðalleiðsögumaður ferðarinnar verður Jón Böðvarsson.
Ferðaáætlunin er þessi:
KJ. 8:00 Frá BSl.
Kl. 10:00 Frá Hvolsvelli.
Kl. 11:15 Frá Bergþórshvoli.
Kl. 12:30 Frá Gunnarshólma.
Kl. 17:00 Úr Þórsmörk.
Kl. 18:45 Frá Hllðarenda.
Kl. 20:00 Frá Keldum.
Kl. 20:45 Frá Gunnarssteini.
Kl. 22:00 Frá Hellu.
Aætlað er að vera i Reykjavlk kl. 23:30.
Skráning I ferðina er á skrifstofu Framsóknarflokksins I slma 624480 frá 9.-13.
ágúst. Verð fyrir fullorðna 2.900 kr., böm yngri en 12 ára 1.500 kr.
Sumarhappdrætti Framsókn-
arflokksins 1993
Drætti I Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins hefur verið frestað til 9. ágúst n.k.
Velunnarar flokksins, sem enn eiga ógreidda miða, eru hvattir til að greiða heims-
enda giróseðla fyrir þann tima.
Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu flokksins eða I sima 91- 624480.
Framsóknarfhkkurínn
HÓPFERÐABIFREIÐAR
6UDMUNDAR 6UDNAS0NAR
ÞVERHOLTI 5 - 270 MOSFELLSBÆ
Símar 667565 - ó verkstæbi 673810
Bílsímar (985) 23139 - 28150 - 36004
ALLAR STÆRÐIR HÓPFERÐA-
BIFREIÐA TIL LEIGU í LENGRI
OG SKEMMRI FERÐIR.
HAFIÐ SAMBAND OG KYNNIÐ
YKKUR KJÖRIN HJÁ OKKUR.
Bújörð óskast
Óskum eftir að taka sem allra fyrst á leigu bújörð til lengri eða
skemmri tíma, með eða án kvóta. Upplýsingar í sima 91-10232.
Til sölu
Massey-Ferguson með ámoksturstækjum.
Upplýsingar í síma 98-65538.
PÓSTFAX TÍMANS
Páll Sigbjömsson
Fæddur 25. júní 1920
Dáinn 6. júlí 1993
Það var á kyrrlátu júlíkvöldi í
Brekkuskógi. Börnin sofnuð eftir
skemmtilegan dag, lognið algert,
birkikjarrið ilmaði í kvöldsólinni,
loftið ómaði af fuglasöng og yndis-
legt að vera til. Þá var okkur færð
sú harmafregn að Páll tengdafaðir
minn hafi orðið bráðkvaddur þá
fyrr um daginn. Maðurinn sem
aldrei hafði kennt sér meins og lif-
að lífinu lifandi var skyndilega all-
ur. í kyrrðinni í skóginum skynj-
uðum við vel hve lífið er fallvalt og
hvernig hamingja getur breyst á
augabragði í óhamingju. Af
hverju? Hver er tilgangurinn með
að rífa hann á brott frá ástvinum
sínum og hugðarefnum? Því er
erfitt að svara og eftir stöndum við
hnípin og tóm.
Tengdaföður mínum kynntist ég
fyrst fyrir fimmtán árum, þegar
ástin dreif mig austur á land til
fundar við son hans. Ég gleymi
aldrei þeim degi. Það rigndi mikið
í Reykjavík, en þegar nálgaðist
Austurlandið rofaði til. Sól skein í
heiði og Héraðið skartaði sínu feg-
ursta. Regnblautum Reykvíkingn-
um fannst ekki ónýtt að koma í
þvfiíka veðurparadís. Ekki spillti
heldur viðmót verðandi tengdafor-
eldra minna. Inga stóð á hlaðinu á
Skriðu með bros á vör og bauð
mig velkomna. Páll var að venju
niðursokkinn í vinnu sína við
gróðurrannsóknir. Þegar verkinu
lauk kom hann með sínu hlýja og
ljúfa viðmóti og bauð mig vel-
komna á þann hátt að ekki var
hægt að efast um að hugur fylgdi
máli. Ekki hefur skugga borið á
samskipti okkar síðan. Oft hefur
vík verið á milli vina, en alltaf var
jafn gaman að hittast. Minnist ég
sérstaklega heimsóknar þeirra til
okkar þegar við vorum búsett í
Danmörku. Þar var hann í essinu
sínu, skoðaði fögur beykitré og
vildi helst taka allan skóg Dana-
veldis með sér heim. Þessi tími er
okkur fjársjóður nú.
Páll var einstakur maður, ljúf-
lingur, glettinn, hlýr, pólitískur og
var þar fastur fyrir sem félags-
hyggjumaður. Stundum sló í
brýnu út af pólitíkinni og eru það
einu skiptin sem ég hef séð hann
argan og reiðan. I honum voru
skemmtilegar andstæður. Annars-
vegar var hann skarpgreindur og
einbeittur, hinsvegar gat hann ver-
ið „alger prófessor" sem skeytti lít-
ið um daglega smámuni og amst-
ur þessa lífs. Af honum lifa margar
spaugilegar sögur sökum þessa.
Hann var svo lánsamur að geta
stundað vinnu sem jafnframt var
hans áhugamál og var alltaf á ferð
og flugi um Austurland til að
þjóna bændum. Hann stundaði
vinnuna af ástríðu, svo og allt sem
hann tók sér fyrir hendur. Verald-
leg gæði og auður skipti hann
litlu. Hugur hans var stöðugt að
glíma við ný og spennandi verk-
efni og hann gaf sig allan í þau.
Hugðarefni hans voru mörg, m.a.
andleg mál, pólitík, skógrækt, ætt-
fræði og landbúnaðarmál.
Þegar hann komst á eftirlaun
fékk hann tíma til að sinna hugð-
arefnum sínum. Hann helgaði líf
sitt skógrækt og fræðimennsku á
sviði ættfræði. Hann kom sér upp
tveimur gróðurhúsum þar sem
hann sáði til trjáa og uppfóstraði.
Þau skipta orðið þúsundum trén
sem hann hefur plantað og orðið
að skógi. Þetta er hans framlag til
Héraðsins síns.
Bömin löðuðust að honum og
hann hafði einstakt lag á þeim.
Barnabömin dáðu afa sinn og
hann hafði trúnað þeirra. Það var
heldur en ekki upphefð að fá að
taka þátt í því sem afi gerði og
hjálpa honum, hvort sem það var
að ná í jarðarber eða fá afa til að
spila Olsen Olsen.
héraðsráðunautur
Hann dó einn við gróðursetningu
í lundinum sínum á ættarbóli
þeirra systkina frá Rauðholti í
Hjaltastaðaþinghá. Þar fæddist
hann og þar dó hann. Hugur hans
dvaldist þar mörgum stundum.
Friðsælla og betra andlát er vart
hægt að hugsa sér. Hann fór bara
allt of fljótt frá okkur. Við mann-
anna börn erum svo eigingjörn.
Eftir á finnst okkur við hafa átt eft-
ir að upplifa svo margt saman með
honum, en þar hafði fjarlægðin
sitt að segja. Hann á Egilsstöðum,
en við í Reykjavík. Ég mun alltaf
minnast hans þegar ég lít trén í
garðinum mínum. Þar á hann
drjúgan skerf. Við munum eftir
mætti reyna að miðla dætrum
okkar af andblæ og hugsjónum afa
þeirra.
Elsku Inga mín. Guð gefi þér
styrk til að lifa áfram lífinu lifandi
og milda missinn sem þú hefur
orðið íyrir.
Guð blessi minningu ljúflingsins
og eldhugans með þökk fyrir allt.
Minning hans verður ljós í lífi okk-
ar. Bergrún
Þann 6. júlí s.l. varð bráðkvaddur
Páll Sigbjörnsson héraðsráðu-
nautur og vil ég hér minnast hans
nokkrum orðum. Það var fyllilega
í samræmi við og táknrænt fyrir
ævistarf hans, að hann skyldi vera
að vinna að gróðursetningu trjá-
plantna, þegar kallið kom, því að
hann unni og bar mikla virðingu
fyrir öllu lífi, hvort sem það til-
heyrði jurtum eða dýrum, hvað þá
mannlífinu sjálfu.
Páll var fæddur f Rauðholti í
Hjaltastaðaþinghá á Úthéraði þ.
25. júní 1920 og var hann næst
elstur barna þeirra hjóna Sig-
björns Sigurðssonar og Jórunnar
Önnu Guttormsdóttur. Alls urðu
börn þeirra átta og auk þess ólu
þau upp fósturdóttur. Öll voru þau
systkini enn á lífi, svo að fyrsta
skarðið myndaðist í þann hóp við
fráfall Páls. Páll ólst því upp í fjöl-
mennum systkinahóp við leik og
störf, eins og þau gerðust á fjöl-
mennu sveitaheimili. Oftast ríkti
þar gáski og gleði þrátt fyrir að
efnin væru stundum af skornum
skammti. Tók Páll drjúgan þátt í
glaðværðinni og stofnaði þar að
auki oft til hennar sjálfur. Þessi
eiginleiki fylgdi honum alla ævi og
var hann því gleðigjafi fyrir sam-
ferðafólk sitt og hvatti það til
bjartsýni og dáða.
Menntunar- og fróðleiksþrá var
Páli ríkulega í blóð borin og var
hann ávallt mjög bókhneigður
maður. Hann sótti skólamenntun
sína í Alþýðuskólann á Eiðum og
síðar í Bændaskólann á Hvann-
eyri, bæði bænda- og framhalds-
deild, og hlaut hann þannig sína
starfsmenntun. Auk þessa var
hann allar götur mjög iðinn við að
auka þekkingu sína með því að
sækja fræðslunámskeið og fundi,
auk bóklestrar. Við, sem gerst
þekktum Pál, vissum vel, að hugur
hans stóð lengi til enn frekara
langskólanáms, þó að örlögin
leyfðu það ekki. Þrátt fyrir það var
hann mjög sáttur við sitt hlut-
skipti.
Páll var mjög iðinn og samvisku-
samur starfsmaður og réttlætis-
kenndin var sterkur þáttur í allri
skaphöfn hans. í hverju máli
myndaði hann sér sína eigin skoð-
un og fylgdi henni fast eftir, hvort
sem hún var líkleg til lýðhylli eður
ei. Sannleiksleitin mun þó senni-
lega hafa verið ríkasti þátturinn í
fari hans. í hverju máli í starfi og í
leik leitaði hann ávallt sannleikans
eftir því sem nokkur tök voru á.
Snemma tók hugur hans að fást
við hinstu rök lífs og dauða og var
það allar götur síðan sérstakt
hugðarefni hans. Gerðist hann
fljótt víðlesinn um þau málefni og
varð fljótt virkur félagi í ýmsum
félagsskap um sálarrannsóknir.
Hann var þaullesinn í ritum dr.
Helga Pjeturss og margra annarra
heimspekinga. Hann starfaði með
og aðstoðaði marga þekkta miðla
og huglækna og var í nánum
tengslum við þá. Allt var þetta
þáttur í sannleiksleit hans. Hugur
hans stóð stöðugt opinn gagnvart
nýjum sannindum og hugmynd-
um. Hann bast þó aldrei neinum
einum hugmyndasmið og kenn-
ingum hans, heldur hlustaði hann
og myndaði sér sínar eigin skoð-
anir í hverju máli. Það var mér
mikill fengur og lffsnautn að hitta
Pál og ræða við hann um nýjustu
hugmyndir og kenningar. Víssu-
lega rækti hann starí sitt af sömu
sannleiksást og önnur hugðarefni,
þó að þar gætu stundum orðið
árekstrar á milli. Eitt sinn sagði
Páll mér frá því, þegar hann fór að
ræða sauðfjárkynbætur við einn
bóndann, sem svaraði því til, að
hann vonaðist til að mannkynið
kæmist fljótlega á það menningar-
stig, að það hætti að rækta dýr til
kjötneyslu og kynbætur því
ónauðsynlegar. Þarna hitti bóndi
mjög viðkvæman streng í brjósti
Páls, það er mótsögnina í ást á líf-
inu og þörfinni á lífverum til við-
urværis, en það var einmitt þáttur
í hans huglægu viðfangsefnum.
Páll og Ingunn kona hans áttu
mjög hlýlegt og fagurt heimili all-
an sinn búskap. Ingunn fylgdi
manni sfnum mjög í andlegum
málefnum svo sem í starfi. Þau
voru sérlega gestrisin heim að
sækja og nutum við hjónin þess í
ríkum mæli að gista hjá þeim og
ræða við þau, sem við þökkum nú
af alhug. í þessu umhverfi ólust
upp og döfnuðu synir þeirra þrír.
Við hjónin vottum Ingu, sonum
og fjölskyldum þeirra okkar
dýpstu samúð.
Guttormur Sigbjamarson
Hinn 6. júlí s.l. varð Páll Sig-
bjömsson, fyrrverandi ráðunautur
á Egilsstöðum, bráðkvaddur. Hann
var við áhugastarf sitt, að planta
trjám í minningarlund foreldra
sinna í Rauðholti, er hann lést.
Það var e.t.v. táknrænt fyrir hans
líf og starf, að fegra og bæta land-
ið. Páll og systkini hans hafa kom-
ið upp trjálundi í Rauðholti til
minningar um foreldra sfna. Auk
þess hafði hann tekið þar frá og
girt 10 ha af landi, sem hann
hugðist klæða skógi.
Páll Sigbjörnsson fæddist 25. júní
1920 í Rauðholti í Hjaltastaða-
þinghá. Foreldrar hans voru hjón-
in Sigbjörn Sigurðsson, bóndi og
oddviti, og Jórunn Anna Gutt-
ormsdóttir. Þau voru bæði af
traustum austfirskum ættum, en
Sigbjöm rakti einnig ættir í
Hornafjörð og Eyjafjörð.
í Rauðholti ólst Páll upp í stómm
systkinahópi. Hann stundaði nám
á Eiðum og lauk þaðan prófi árið