Tíminn - 20.08.1993, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.08.1993, Blaðsíða 3
Föstudagúr 20. ágúst 1993 Tíminn 3 Um 2.000 íbúðir fyrir aldraða voru 21% allra íbúða sem byggðar voru 1987—1992: Nærri hætt að byggja 1 -3ja herbergja nema fyrir gamla Rúmlega 2.610 íbúöir hafa nú verið byggðar sérstaklega fyrir aldr- aða landsmenn. Langflestar þeirra, eða um 2.000, voru byggðar á sföustu fimm árum (1987—1992), sem er meira en fimmtungur Um helmingur þessara íbúða, eða um 1.000, var byggður í Reykjavík einni. Sé ráð fyrir því gert að íbúðir fyrir aldraða séu yfirleitt ekki stærri en 1—3ja herbergja virðist sem þær hafi verið í kringum 70-80% allra íbúða sem byggðar hafa verið af þeirri stærð í Reykjavík síðustu árin. fbúðir byggðar fyrir aðra hafi því langflestar verið 4—6 herbergja. Upplýsingar um íjölda íbúða aldraðra koma fram í (umdeildri) skýrslu fé- lagsmálaráðuneytisins um byggingar- kostnað íbúða fýrir aldraða. Áörfáum árum eru þær orðnar kringum 3% af heildarfjölda íbúða í landinu. Skipting þessara 2.612 íbúða eftir landshlutum er sem hér segir: íbúðir fyrir aldraða Reykjavík Ö.sveitarfél. höfb.sv. ...1.282 472 Suðumes 154 Vesturland Vestfirðir Nl.vestra Nl.eystra 60 129 53 220 Austurland 95 Suðurland 147 Samtals: 12 Miðað við fiölda ellilífeyrisþega hafa Vestfirðingar byggt hlutfellslega flest- ar íbúðir fyrir aldraða. Þar eru aðeins rúmlega 6 einstaklingar 67 ára og eldri að jafnaði á hverja íbúð. Þetta hlutfall er heldur hærra (tæplega 7) í Reykjaneskjördæmi, en í Reykjavík eru rúmlega 9 lífeyrisþegar um hverja íbúð. Hlutfallslega eru íbúðimar lang- fæstar á Vesturlandi og Norðurlandi- vestra, þar sem 21— 22 lífeyrisþegar eru um hverja íbúð. Athyglivert er einnig að skoða tölur um byggingar fyrir aldraða í Reykjavík í samanburði við heildarfjölgun íbúða í Reykjavík á undanfömum ámm. Samkvæmt Ár- bók Reykjavíkur fjölgaði íbúðum í borginni um 3.550 (í alls rúmlega 39.000) frá ársbyrjun 1987 til 1992. Þar af fjölgaði íbúðum af stærðinni 1—3ja herbergja um 1.230 íbúðir, eða lítið umfram þær 1.000 íbúðir fyrir aldraða sem byggðar hafa verið í borg- inni frá 1987. Það vekur þá spumingu hvort bygging 2ja og 3ja herbergja íbúða á almennum markaði fyrir ungt fólk séu nú nærri því úr sögunni. En slíkar 2ja og 3ja herbergja blokkar- íbúðir vom um langt skeið hvað eftir- sóttastar sem byrjunaríbúðir hjá ungu fólki. í ljósi þessa mikla fjölda fbúða fyrir aldraða sem og þess háa vaxta- kostnaðar sem svo mjög hefur verið kvartaö yfir á undanfömum áram, þá kemur á óvart hvað Reykvíkingar virð- ast hafa verið stórhuga í íbúðabygg- ingum sínum síðustu árin. Því 6 her- bergja íbúðum og þaðan af stærri hef- ur hlutfallslega fjölgað margfalt meira en minni íbúðum. íbúðafjölgun í Reykjavík 1987—1991 Heibergi: 1987 1991 Fjöljun %: 1-2 7.700 8.300 7% 3 - 4 16.500 17.400 6 % 5 herb. 4.400 5.000 14% 6og fl. 5.400 6.800 24% Fjölgun alls: 10% Samkvæmt þessu hafa á þessum ár- um bæst við álíka margar íbúðir 6 herbergja og stærri eins og af eins, 2ja og 3ja herbergja íbúðum samanlagt (Skyídi það geta verið hluti af skýring- unni á auknum og margumræddum greiðsluvanda fólks?) Þessi þróun verður þó ennþá gleggri sé litið heldur lengra aftur f tímann. Á áratugnum 1987-1992 fjölgaði íbúð- um í Reykjavík úr 35.500 í 39.100, eða í kringum 22%. Þar af fjölgaði 1—3ja herbergja íbúðum aðeins um 3 þús- und, eða um 13%. Sex herbergja íbúð- um og þaðan af stærri fjölgaði hins vegar um 68%, og um hátt í sama fjölda, eða 2.750 íbúðir. Fyrir áratug vom aðeins tæplega 25% íbúða í Reykjavík 5 herbergja eða stærri. Núna falla rúmlega 30% íbúða í borg- inni í þann stærðarflokk. - HEI Öryggi barna - okkar ábyrgð Framkvæmdastjóm átaksins „ör- yggi bama-okkar ábyrgð" hefur veitt Eiriku A. Friðriksdóttur hag- fræðingi sérstaka viðurkenningu fyrir störf sín í þágu öryggismála neytenda. Á myndinni sést Jó- hannes Gunnarsson, formaður dómnefndar, afhenda Eiríku við- urkenninguna en þær Sigríður Á. Ásgrímsdóttir verkfræðingur Neytendasamtakanna og Margrét Sæmundsdóttir fræðslufulltrúi Umferðarráðs standa til hliðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.