Tíminn - 20.08.1993, Blaðsíða 17

Tíminn - 20.08.1993, Blaðsíða 17
Föstudagur 20: ágúst 1993 Tíminn 17 Kíwanismót hjá Odd- fellowum Félagar í Kíwanis taka sér ýmislegt fyrir hendur og um helgina mættu fjölmargir úr hreyfingunni á hinn fallega og skemmtilega golfvöll Oddfell- owa við Heiðmörk. Tilgangur- inn var sá að reyna með sér í golfíþróttinni og var ekki ann- að að sjá en að margir félag- anna hefðu komið nálægt golf- inu áður. Veður var hið besta; logn og sól og flestir voru létt- klæddir. Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru þenn- an fallega morgunn. Þorvaldur R. Guðmundsson og Stefán R. Jónsson fylgjast hér ibyggnlr með keppendum slá af fyrsta teig. Sveitakeppni Stórmót helgarinnar er án efa Sveita- keppni GSÍ þar sem keppt er í þremur deildum og í flokki ðldunga. Flestir golfklúbbar landsins senda sveitir sín- ar til keppni og margir klúbbar senda fleiri en eina sveit Keppt er um ís- Iandsmeistaratitil f sveitakeppni og klúbbamir skarta sínum bestu mönn- um í keppninni. í fyrstu deild er keppt f Hafnarfirði, í annarri deild er keppt í Vestmannaeyjum og í þriðju deild er keppt á Sauðárkróki. En þeir sem eru ekki í fremstu röð geta einnig tekið þátt í mótum um helgina. Þannig er opið mót á Homa- firði, Opna Samskipamótið á Dalvík og keppt er um Ljónsbikarinn á ísa- firði, en á þessum mótum em leiknar 36 holur og þau standa því yfir í tvo daga. í Grafarholti er svo Gucci-mótið en þar em leiknar 18 holur á sunnu- dag. Allir jafnir á Suðurlandi Jaftirétti og bræðralag má segja að einkennt hafi Suðurlandsmótið í golfi sem fram fór um helgina á Stranda- velli á Hellu. Þar vom mættir þeir 4 golfklúbbar sem kveður að á Suður- landi og fóm leikar svo að hver klúbb- ur fór með ein gullverðlaun til síns heima. Klúbbamir fjórir em Golfklúbbur Vestmannaeyja, Golfklúbbur Hellu, Golfklúbbur Selfoss og Golfklúbbur- inn Flúðir en keppni þeirra á milli er árlegur viðburður. Keppt var í fjómm flokkum; með og án forgjafar í karla- og kvennaflokki. I keppni án forgjafar í karlaflokki sigr- aði heimamaðurinn Amgrímur Benj- amínsson, GHR, í keppni með forgjöf sigraði Helgi Guðmundsson, GF, í keppni kvenna án forgjafar sigraði Sjöfn Guðjónsdóttir, GV og í keppni með forgjöf sigraði Eygló Lilja Grens, GOS. Allir klúbbamir áttu því mann í efsta sæti og bróðurlegri getur skipt- ingin ekki orðið. Frlðbjöm Bjömsson slær hér upphafshögg sltt á Kfwanlsmótlnu. ÞærMarfa Magnúsdóttir, Gunnhlld Ólafsdóttir og Nanna Þorieifsdóttir vom allar aö keppa á sfnu öðm mótl á þremur dögum, en þær tóku þátt í Art Hún-mótinu I Grafarholti á föstudag. Hewlet Packard í Grafarholti Gamla kempan Ragnar Ólafsson, Golfklúbbi Reykjavíkur sigraði á Hew- lett Packard-mótinu sem fram fór í Grafarholtinu um helgina. Ragnar lék á 73 höggum eins og þeir Viggó H. Viggósson og Sigurður Hafsteinsson, báðir úr GR. Bráðabana þurfti því til þess að skera úr um röðina og hafði Ragnar þá best, svo Viggó og loks Sig- urður. í keppni með forgjöf sigraði Vignir Hauksson, GR, en þar á eftir komu svo Guðjón K. Guðmundsson, GR og svo títtnefndur Viggó sem lék mjög vel um helgina. Auk hefðbundinna verðlauna vom veitt verðlaun fyrir að vera næst holu á þeim fjórum par 3 holum sem em í Grafarholtinu. Þau verðlaun komu öll í hlut „heimamanna" úr GR sem virð- ast þekkja völl sinn ágætlega. Þeir sem unnu til slíkra verðlauna vom þeir Haraldur Þórðarson, Jakob Gunnars- son, Guðmundur Konráðsson og Sveinn Ögmundsson. Kristinn Bjamason, Golf- klúbbnum Leyni sigraði á SR- mótinu á Akranesi um helgina þcgar hann lék á 77 höggum, eða höggi betur en tveir næstu menn sem vom þeir Rósant Birgisson, GL og Haraldur M. Stefánsson, GB. Með forgjöf sigraði Haukur Þórisson, GL á 69 höggum og eins og í keppni án forgjafar komu tveir þar á eftir með höggi meira, þeir Ragnar Helgason og Birgir Birgisson, báðir úr GL. í kvennaflokki sigraði Arnheið- ur Jónsdóttir, GL bæði með og án forgjafar og þær Hulda Birgisdóttir og Katrín Georgs- dóttir komu þar á eftir í báðum flokkum. Þær stöllur léku báð- ar á 101 höggi og eru svo með sömu forgjöf og léku á 77 höggum með forgjöf. Katrfn var þó úrskurðuð í annað sætið án forgjafar en Hulda hreppti annaö sætið í keppni með for- Veður var ekki nema rétt þol- anlegt á meðan mótið stóð yfir og áttu nokkrir kylfingar í vandræðum með skor sitt Ágætis þátttaka var þó, en keppendur vom um 70, Stofnlánadeild landbúnaðarins Laugavegi 120,105 Reykjavík Sími 91-25444 Umsóknir um lán vegna framkvæmda á árinu 1994 þurfa að berast Stofnlánadeild land- búnaðarins fýrir 15. september nk. Umsókn skal fylgja teikning og nákvæm lýsing á framkvæmdinni, þar sem m.a. er til- greind stærð og byggingarefni. Ennffemur skal fýlgja umsögn héraðsráðunautar og búrekstrarskýrsla svo og veðbókar- vottorð. Þá skal fylgja umsókn búrekstraráætlun til 5 ára og koma fram hverjir væntan- legir fjármögnunarmöguleikar umsækjanda eru. Þeir sem hyggjast sækja um lán ti dráttarvélakaupa á árinu 1994 þurfa að senda inn umsóknir fýrir 31. desember nk. Allar eldri umsóknir falla úr gildi 15. september nk. Það skal tekið fram að það veitir engan forgang til lána þó að framkvæmdir séu hafnar áður en lánsloforð frá deildinni liggur fýrir. Sérstök athygli er vakin á því að Stofnlánadeild landbúnaðarins er óheimilt lögum sam- kvæmt að fara á eftir öðrum veðhöfum en opinberum sjóðum. Lántakendum er sérstak- lega bent á að tryggja sér veðleyfi vegna væntanlegrar lántöku ffá lífeyrissjóðum öðrum en Lífeyrissjóði bænda og öðrum þeim aöilum sem eru með veð í viðkomandi jörð. @BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS STOFNLÁNADEILD LANDBÚNAÐARINS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.