Tíminn - 16.10.1993, Síða 6

Tíminn - 16.10.1993, Síða 6
6 Tíminn Laugardagur 16. október 1993 FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Sfðumúla 39 -108 Reykjavík - Sfmi 678500 - Fax 686270 Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Öldrunarþjónustudeild Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður forstöðumanna innan öldrunarþjónustudeildar. Forstöðumaður við félags- og þjónustumiðstöð og þjónustuíbúðir aldraðra við Lindargötu. Um er að ræða forstððu fyrir nýrri starfsemi sem fram fer í byggingum aldraðra sem Reykjavíkurborg er að reisa við Lind- argötu og nú eru á lokastigi. I byggingunum er gert ráð fýrir eftirfarandi starfsemi: Þjónustuíbúðum, félags- og þjónustumiðstöð, dagvist fýrir aldr- aöa og framleiöslueldhúsi. Starfið er fólgið I stjómun félags- og tómstundastarfs í félags- og þjónustumiöstöðinni, yfirumsjón með hverfisbundinni félags- legri heimaþjónustu í þvi hverfi sem stöðin tekur tii, svo og yfir- umsjón með annam starfsemi sem ffam fer I húsunum, s.s. þjónustu viö íbúa i þjónustuibúðunum. Verkefhin eru fjölþætt og af ólikum toga, s.s. mat á þjónustuþörf einstaldinga, starfsmannastjómun, flárhagslegur rekstur, þróun verklags og vinnubragða o.fl. Starfið gerír kröfu til stjómunar- og skipulagshæfileika og reynslu af starfi innan öldrunarþjónustu. Æskileg menntun á sviði félags- og/eða heilbrigðisþjónustu. Forstöðumaður við félags- og þjónustumiðstöð- ina Bólstaðarhlíð 43. Starfið er fólgið í stjómun félags- og tómstundastarfs í um- ræddri þjónustumiöstöð og yfirumsjón með hverfisbundinni fé- lagslegri heimaþjónustu. Viö leitum aö fjölhæfum einstaklingi sem er tilbúinn til aö takast á við margbreytileg verkefni af ólikum toga. Um er aö ræða starfsmannastjómun, fjölþættan rekstur, þróun verklags og vinnubragða o.fl. Starfið gerir þannjg kröfu til stjómunar- og skipulagshæfileika. Reynsla af starfi með öldruðum og/eða I félagslegri þjónustu er nauösynleg. Laun skv. kjarasamningum Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar eða viökomandi stéttarfélaga og Reykjavíkurborgar. Nánari upplýsingar veitir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, yfirmaður öldrunarþjónustudeildar, I sima 678500. Umsóknum skal skila á skrifstofu Félagsmálastofnunar Reykja- vikurborgar, Siðumúla 39, á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur er til 29. október n.k. Leikskólar Reykjavíkurborgar Leikskólastjóri Staða leikskólastjóra við nýjan leikskóla við Reyrengi er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 5. nóvember nk. Fóstrumenntun áskilin. Nánari upplýsingar gefa Bergur Felixson framkvæmda- stjóri og Margrét Vallý Jóhannsdóttir deildarstjóri í síma 27277. Dagvist barna Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17 sími 27277 Ragnar V. Björgvinsson Valgerður Sveinsdóttir HiSTAMIÐSTÖDIN LANGHOLTIII Langholt II • 801 Selfoss • lceland Tel: 354(9)8-21061 Fax: 354-(9)8-2323ó RIDING TOURS HESTAf IRDIR « %MA ÍXPORT r r r Jón Asbergsson, framkvœmdastjóri Utflutningsráðs Islands: Nýsköpun felst ekki síst í breyttum hugsunarhætti Á undanförnum misserum hefur íslendingum verið meira tíð- rætt um bölmóð, svartnætti og fortíðarvanda í atvinnulífinu en að snúa vöm í sókn til bættra lífskjara. Að sumu leyti hefur þetta ástand verið rakið til stefnu nldsstjómarinnar og meints afskiptaleysis hennar af atvinnulífinu. En að hinu leytinu er böl- móðurinn að hluta til huglægt ástand ef litið er til þeirra auð- linda sem ísland hefur yfir að ráða og þeirrar þekkingar og menntunar sem landsmenn búa yfir. Það er því að vonum að menn leggi við hlustir þegar rætt er um nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Á ráðstefnu sem haldin verður í dag í í Háskólabíó í tilefni af 50 ára af- mæli Sambands íslenskra raf- veitna, mun Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Útflutnings- ráðs, reifa ýmsar hugmyndir um þetta atriði. Jón Ásbergsson segir að OECD skilgreini hugtakið nýsköpun sem breytingu á vöru eða þjón- ustu, framleiðsluaðferð eða markaðssetningu á vöru eða þjónustu, sem markaðurinn skynjar og viðurkennir með við- skiptum sínum. Hann segir að nýsköpun þurfi m.a. að vera fólgin í breyttum hugsunarhætti og nálgast við- fangsefnið á annan hátt en gert hefur verið. „Við þurfum að venja okkur af að gera ráð fyrir því að það verði eitt- hvert eitt atriði sem muni endan- lega umbylta íslensku efnahags- lífi. Heldur það að margt smátt gerir eitt stórt.“ Stærðir hugsaðar út frá magni —Hverju þarf helst að breyta í hugsunarhætti þjóðarinnar í þessum efnum? „Það er þessi magnhugsun. Við höfum tamið okkur að hugsa all- ar stærðir út frá magni; tonn af þorski, tonn af áli og jafnvel tonn af ferðamönnum. Þess í stað þurf- um við að einbeita okkar að gæð- um og verðmætum og það er reyndar að gerast. Það er verið að ná vaxandi verðmætum út úr sama afla og að sama skapi er far- ið að gefa ýmsum fisktegundum meiri gaum sem áður var fúlsað við.“ —Hefur þá þessi magnhugsun- arháttur veiðimannasamfélags- ins verið þjóðinni til trafala í ný- sköpuninni? ,Já, þetta hefur verið of auðvelt til skamms tíma. Við höfum ekki þurft að hugsa um annað við hrá- efnisframleiðsluna á meðan nóg var til t.d. af fiski." Jón segir að menn séu byrjaðir hægt og sígandi að opna augun fyrir því að það þurfi að skjóta fleiri smáum stoðum undir at- vinnulífið, í ljósi þess að hefð- bundnar auðlindir hafsins eru takmarkaðar. „Við þurfum að fara að velta því fyrir okkur hvar styrkur okkar liggur og að mínu mati er hann í fiskinum, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Okkar yfir- burðastaða umfram aðra ér í veið- unum því við erum kannski ekk- ert meiri vinnslumenn en aðrir. Hinsvegar eigum við að fara að fordæmi annarra þjóða eins og t.d. Hollendinga og Dana að leggja líka undir okkur viðskiptin

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.