Tíminn - 16.10.1993, Síða 8

Tíminn - 16.10.1993, Síða 8
8 Tíminn Lauaardagur 16. október 1993 - .V - ^^.^;&>Z&S^AS*t£3Uí Kosningafundur Papandreús f Þessaloníku: vestrænir blaðamenn sögðu það hafa minnt ísenn á páfaheimsókn og popphátíð. Papandreú aftur til valda í Grikklandi: 30 ára slagur „dínósára" Papandreú og Dimitra (kölluö Mimi): ofmargt bar upp á sama tíma. MEÐ þingkosning- unum í Grikk- landi s.l. sunnudag hefur að líkindum lok- ið hatrammri þriggja áratuga viðureign tveggja næstum hálf- áttræðra öldunga, sem að sögn eru ekki einungis harðir keppi- nautar, heldur og svarnir hatursmenn. Þeir eru Krítverjinn Konstantínos Mitso- takis, leiðtogi hægri- flokksins Nýtt lýðræði og forsætisráðherra síðan 1989, og And- reas Papandreú, leið- togi sósíalistaflokks sem þekktur er undir skammstöfuninni Pa- sok. Sá flokkur vann stórsigur í kosn- ingunum, fékk um 47% greiddra atkvæða og um 170 sæti af 300 alls á þingi, drjúgan meirihluta sem sé. Papandreú verður því forsætisráðherra á ný. Konstan- tínos Karamanlis, forseti Grikk- lands, er rúmlega hálfníræður. Þar í landi mun vera nokkur hefð fyrir því að menn séu virkir í stjómmálum, einkum í hæstu stöðum þar, langt fram á elliár. Feður og synir í sögu lýðræðis í Grikklandi, sem vaninn er að kalla „vöggu“ þess stjómarfyrirkomulags (á frekar hæpnum forsendum), er kosningasigur Papandreús sá af slíkum sem hvað ólíklegastur þótti. Leiðtogi Pasok er af aldurs sökum og heilsubrests naum- lega gangfær og varla vinnufær nema fáeinar stundir á dag. Þar að auki er skammt síðan hann var illa flæktur í fjár- og einka- málahneyksli. Samt er mat fréttamanna að það sé hann, sem sigurinn hafi unnið, fremur en Pasok sem flokkur, Þó kom Pap- andreú ekki fram á nema einum fjómm kosningafundum. Mitso- takis, sem er líklega eitthvað betri til heiisunnar, var hinsveg- ar á þönum vítt og breitt um land í kosningabaráttunni og hélt ræður á tíu stöðum á dag þegar best lét. Andreas Papandreú fæddist í aþenskri fjölskyldu, sem var þá þegar í fremstu röð í þjóðmál- um. Sem ungur og vinstrisinn- aður stúdent sætti hann fangels- unum og pyndingum af hálfu lögreglu Jóannisar Metaxasar, þáverandi einræðisherra Grikk- lands, sem hlaut frægð af því að vera valdhafi þar er Grikkir hrundu innrás ítala 1940. Undan Metaxasi flýði Andreas sama ár til Bandaríkjanna, kvæntist bandarískri konu, gerðist banda- rískur borgari, lærði hagfræði í Harvard, þjónaði í flotanum, varð deildarforseti hagfræði- deildar Kaliforníuháskóla í Berk- eley. Það var sem sé allt útlit fyr- ir að hann væri orðinn Banda- ríkjamaður til frambúðar. En 1959, eftir 19 ára vist vestra, sneri hann aftur til Grikklands, aflagði bandarískan borgararétt, hóf þátttöku í stjórnmálum, komst á þing 1964 og varð skömmu síðar ráðherra. Fyrir skjótum frama hans í stjómmál- um greiddi auk bandarískrar menntunar hans að faðir hans, Georgíos Papandreú, var um þær mundir einn af áhrifamestu stjómmálamönnum landsins og forsætisráðherra um hríð. I Grikklandi er algengt að synir (og með vaxandi kvenréttindum einnig dætur) fylgi feðmm fast eftir á framabraut stjómmál- anna. Upphaf fjandskapar Með hliðsjón af amerískri fortíð Andreasar kom ýmsum á óvart að sem stjórnmálamaður gerðist hann andbandarískur. Á þeim kaldastríðsámm höfðu Banda- ríkin sterk tök á Grikklandi og Andreasi (sem og fleirum) þótti sem land hans væri varla annað en „bandarísk nýlenda" (eins og hann orðaði það) eða leppríki. Sumra mál er að það hafi leitt til þess að hann gerðist Bandaríkj- unum andhverfur, aðrir telja fram sem sennilegri meginorsök til þess að hann hafi séð sér leik á borði að afla sér kjósendavin- sælda með því að slá á strengi andúðar á Bandaríkjunum, sem var allútbreidd meðal almenn- ings. Sterka hlið Papandreús sem stjómmálamanns hefur alltaf verið að hann er allnæmur á tilfinningar og hugarfarssveifl- ur almennings og á gott með að ná til fólks sem ræðumaður. Mitsotakis bagar hinsvegar vönt- un á þesskonar næmi og útgeisl- un. Mitsotakis komst í fremstu röð í stjómmálum um sama leyti og Papandreú yngri og varð fjár- málaráðherra í stjóm Papandre- ús eldri. Var hann þá kallaður „undrabarn stjómmála", þar eð enginn Grikki hafði til þess tíma komist í ráðherrastól svo ungur (hátt á fimmtugsaldri). Ólga var þá með meira móti í stjórnmál- unum og ýfingar með Konstan- tín konungi 2. og Papandreú for- sætisráðherra. í þeim tók Mitso- takis afstöðu með konungi og leiddi það til þess að Georgíos Papandreú varð að segja af sér. Þetta voru að dómi Papandreú- fjölskyldunnar og hennar stuðn- ingsmanna svívirðileg svik af hálfu Mitsotakisar og hefur ekk- ert lát verið á fjandskapnum milli þeirra og hans síðan. Megali allaghi Ólgan í stjómmálum hélt áfram og auðveldaði herforingjum leikinn er þeir rændu völdum 1967. Þeir fangelsuðu Pap- andreú yngra og einnig Mitso- takis, en ekki fyrirgaf Papandreú yngri honum fyrir það. Jafn- skjótt og herforingjastjómin hafði hrökklast frá völdum 1974, safhaði Andreas Papandreú vinstrimönnum ýmsum undir merki sitt og varð gott til liðs. Hann var nú enn andsnúnari Bandaríkjunum en fyrr og fékk enn betri undirtektir út á það en áður, sökum þess að margra mál var að Bandaríkin hefðu verið hliðholl herforingjastjóminni, sem sýnt hafði andstæðingum sínum litla vægð, og jafnvel í vitorði með herforingjunum er þeir rændu völdum. Papandreú hótaði að reka Bandaríkjamenn úr herstöðvum þeirra í Grikk- landi (stóð þó ekki við það), en komst að þeirri niðurstöðu að best væri fyrir Grikki að vera áfram í Nató, á þeim forsendum að höfuðóvinir þeirra, TVrkir, væm þar líka og ekki til siðs að ríki, sem væm í sama vamar- bandalagi, réðust hvert á annað. 1981 vann Pasok kosningar og komst til valda með Papandreú sem forsætisráðherra. Vom það umskipti í stjórnmálum Grikkja, því að hægrisinnaðir aðilar höfðu ráðið mestu í þeim frá lok- um heimsstyrjaldarinnar síðari. Papandreú lofaði Grikkjum „megali allaghi" (miklum um- skiptum). Hann reyndi að gera Grikkland að velferðarríki með því að bæta lífskjör þeirra efna- minni, auka félagshjálp og ríkis- rekstur með það fyrir augum að draga úr atvinnuleysi. Margir nutu góðs af því, en þeir vom ekki færri sem misnotuðu þessa nýju stefnu. Velferðarstefna er ólíkleg til að heppnast nema þar sem er rótgróin hollusta við samfélagið og almenn virðing fyrir slíkri hollustu (eins og á Norðurlöndum og í Þýskalandi), en óvíst er hvort þesskonar af- staða er mjög almenn í Grikk- landi. Velferðarstefna Papandreús varð fljótt hentistefnukennd, vildarvinum ráðamanna var hyglað, hundmð þúsunda af

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.