Tíminn - 16.10.1993, Síða 19

Tíminn - 16.10.1993, Síða 19
Laugardagur 16. október 1993 Tíminn 19 Torfi Sigurðsson í dag, laugardaginn 16. október, er til moldar borinn frá Höskulds- staðakirkju Torfi Sigurðsson frá Mánaskál, en hann lést á Landspít- alanum 9. október eftir að hafa legið þar mikið veikur í þrjár vik- ur. Torfi var fæddur að Ósi í Nesjum á Skaga 4. febr. 1917, sonur hjón- anna Sigurðar Jónssonar og Sig- urbjargar Jónsdóttur, sem þar bjuggu. Þau áttu 8 böm og var Torfi 5. í röðinni. Þau fluttu að Mánaskál í Laxárdal 1918, er þau keyptu þá jörð, og bjuggu þar síð- an allan sinn búskap. Torfi hefur því verið eins árs er þau fluttu. Móðir hans lést 1922, er hún ól sitt 8. bam, af bamsfararsótt, sem var því miður nokkuð algeng á þeim ámm. Torfi keypti jörðina af föður sfnum og tók við búinu 1953, en faðir hans lést 1968. Ég kynntist Torfa fyrst sumarið 1959, er systir mín Agnes fluttist til hans með kjörson sinn, Guðna Agnarsson, þá 12 ára. Þau gengu svo í hjónaband þá um haustið og vom gefin saman að Útskálum af séra Guðmundi Guð- mundssyni, sem var þar prestur þá. Þau hafa búið á Mánaskál síð- an. Þeim varð ekki bama auðið, en sonur Guðna, Agnar Torfi, ólst upp hjá þeim frá 4 ára aldri þar til hann stofhaði sitt eigið heimili í Vest- mannaeyjum. Torfi var öðlingsmaður og góður heim að sækja. Við hjónin komum oft að Mánaskál, oftast tvisvar til þrisvar á ári, því faðir minn Sig- urður var hjá þeim hjónum á bóndi á Mánaskál Mánaskál á hverju sumri fram til 1980, en hann lést 1983, þá 96 ára gamall. Þá vom dóttursynir okkar tveir, þeir Ólafur og Klemens, er þeir vom á aldrinum 5-10 ára nokkur sumur hjá þeim í sveitinni og líkaði þeim þar vel, enda var Torfi laginn við að stjóma ærsla- fengnum strákum. Torfi fór ungur maður í Eiðaskóla til að afla sér menntunar. Leið hans lá svo suður til Reykjavíkur þar sem hann vann ýmis störf. Hann var mjög laginn og fljótur að læra og mun hann hafa unnið mikið við bíla- og vélaviðgerðir hér syðra. Þetta kom sér vel fyrir hann í búskapnum eftir að vélam- ar komu til sögunnar. Eins munu nágrannar hans hafa notið góðs af hagleik hans, því hann var mjög bóngóður og átti erfitt með að neita mönnum um greiða. Torfa vom falin ýmis trúnaðar- störf fyrir sveitarfélag sitt, Vind- hælishrepp, sérstaklega nú síðari árin, er hann hefur setið í hrepps- nefnd og verið fulltrúi þess á fiórð- ungsþingum. Þá hefur hann verið í sóknamefnd Höskuldsstaðasókn- ar og séð um kirkjuna í nokkur ár. Torfi hefur ekki gengið heill til skógar undanfarin ár, þó það hafi ekki komið í ljós fyrr en fyrir tæpu ári, hversu alvarlegur sjúkdómur hans var, sem hefur leitt til þess að hann er nú allur. Ég vil með þessum línum þakka hans góðu kynni gegnum árin og öll samskipti okkar og þá góðu vináttu sem við höfum notið frá hans hendi, bæði við hjónin, dótt- ir okkar og hennar maki og börn, sem verið hafa okkur ómetanleg. Við vottum ykkur, Agga mín, Guðni, Agnar og fiölskyldur, okkar dýpstu samúð í sorg ykkar. Við vit- um, Agga mín, að missir þinn er mikill og sár. Þó það hafi verið í raun og vem ljóst á sfðustu vikum að hverju stefndi, þá kemur dauð- inn alltaf að óvömm. Við biðjum Guð að styrkja þig og leggja sína líknandi hönd yfir sárin. Ólafur Sigurðsson NORÐURLANDARÁÐ ÍSLANDSDEILD Forstöðumaður Alþingi auglýsir lausa tii umsóknar stööu forstööumanns skrif- stofú Islandsdeildar Noröurlandaráðs. Starfslýsing Forstöðumaðurinn veitir skrifetofu Islandsdeildar Norður- landaráðs forstöðu og sér um rekstur hennar I samstarfi við rekstrarskrifstofu Alþingis. Hann er fulltrúum í (slandsdeild Norðuriandaráðs til aðstoðar og ráðuneytis um störf þeirra i ráðinu. Jafnframt sér hann um undirbúning þeirra funda, þinga og ráðstefna Norðuriandaráðs, sem haldin em hér á landi, og tekur þátt f undirbúningi annarra funda, þinga og ráöstefna ráðsins. Starfinu fylgja ferðalög innan Norður- landa. Hæfniskröfur Krafist er háskólamenntunar, starfsreynslu og góðrar kunn- áttu — munnlegrar og skrifiegrar — I einu öðm norrænu máli en íslensku og I ensku. Jafnframt er krafist reynslu af alþjóðlegu samstarfi, helst á norrænum vettvangi. Umsækjandi þarf að geta hafið störf eigi síðar en 3. janúar 1994. Nánari upplýsingar veitir Snjólaug Ólafsdóttir, núverandi forstöðumaður skrifstofunnar, I síma 630771. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til Islandsdeildar Norðuriandaráðs, Alþingi, og berist þangað fyrir kl. 17.00 mið- vikudaginn 27. október. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Styrkir til leiklistarstarfsemi Auglýst er eftir umsóknum um styrki á árinu 1994 til leiklistar- starfsemi atvinnuleikhópa, er ekki hafa sérgreinda fjárveit- ingu á fjárlögum. Styrkveitingar em háðar þvl að fé verði veitt á fláriögum ársins 1994 i þessu skyni. Umsóknir skulu hafa borist Menntamálaráöuneytinu, Sölv- hólsgötu 4,150 Reykjavlk, fyrir 14. nóvember næstkomandi á eyðublööum sem þar fást. Menntamálaráðuneytiö, 14. október 1993. Bridge UMSJÓN: BJÖRN ÞORLAKSSON íslandsmótið í einmenningi: Gissur öruggur sigurvegari Annað íslandsmótið í einmenningi var haldið sl. helgi með þátttöku 96 einstaklinga. Keppnin var nokkuð jöfn og spennandi en eftir tvær lotur af þremur leiddi Gissur Ingólfsson mótið en Magnús Magnússon, ís- landsmeistari í einmenningi 1992, var í öðru sæti. Það var svo Gissur sem hafði betur á endasprettinum en Magnús gaf eftir í síðustu spilun- um og Þröstur Ingimarsson skaust upp í annað sætið í síðustu umferð. Spilað var í sex riðlum, 16 manns í riðli og var hver lota 30 spil. Spil- uð voru sömu spilin samtímis inn- im sérhvers riðils og síðan var skor- ið umreiknað með samanburði við hina riðlana. Allir spiluðu sama kerfið sem búið var að útbýta þátt- takendum með nokkrum fyrirvara. Sigur Gissurar var nokkuð sann- ferandi og vann hann sinn riðil í tveimur fyrstu lotunum og náði öðru sæti í þeirri síðustu. Hann og Magnús háðu einnig harða baráttu í fyrra en í það skipti lauk viður- eigninnni með sigri Magnúsar en Gissur varð í öðru sæti. Þröstur Ingimarsson náði feykilega háu skori í síðustu lotunni og það tryggði honum annað sætið þrátt fyrir að Magnús hefði haft rúmlega 100 stiga forskot á hann eftir fyrri daginn. Ákveðið var í fyrra að íslandsmót- ið í einmenningi yrði árlegur við- burður og víst er að bridgespilarar hafa tekið þeirri ákvörðun fagn- andi. Mótið gekk hnökralítið lyrir sig og höfðu spilarar fyrst og fremst gaman af og prúðmennskan var í hávegum höfð. Spilað var í húsnæði BSÍ og keppnisstjóri var Kristján Hauksson. Lokastaða 10 efstu spilara varð þessi: 1. Gissur Ingólfsson_________2479 2. Þröstur Ingimarsson.......2410 3. Magnús Magnússon__________2398 4. -5. Svcinn R. Eiríksson..._2346 4.-5. Sigurður Vilhjálmss. 2346 6. Aðalsteinn Jörgensen______2344 7. Ingi Agnarsson____________2328 8. Stefán Guðjohnsen_________2306 9. Hallur Símonarson_________2268 10. Gísli Hafliðason......._2236 Lukkan var ekki alltaf langt und- an í spilum Gissurar þótt öðru fremur hafi hann sigrað mótið á góðri spilamennsku. Eftirfarandi spil skilaði drjúgum arði í vasa Gissurar. Spil 29, önnur lota B-riðill:N/NS NORÐUR A ÁT84 Z D94 ♦ ÁGT3 ♦ G7 VESTUR AUSTUR ♦ KG 4 D752 ¥ KG953 ¥ ÁT76 ♦ 97 ♦ K9 ♦ KT96 4> 853 SUÐUR A 963 ¥ 2 ♦ D6542 + ÁD42 Norður opnaði á tígli og suður sagði grand sem síðan var passað út Gissur sat í vestur og spilaði út hjartafimmunni, suður bað eld- snöggt um Iítið og austur stakk upp ás. Þá kom tían til baka og Gissur þóttist illa sviðinn að þurfa að gefa slag á hjartadrottninguna. Hann tók á ás og spilaði þriðja hjartanu. í þessari stöðu er sagn- hafi kominn með 7 slagi ef hann spilar tígli á drottningu en eitthvað fór úrskeiðis og hann hringsvínaði laufgosanum. Gissur drap á kóng og spilaði hjörtunum, sagnhafi kastaði tveimur spöðum í blindum og varð nú að treysta á tígulsvín- inguna. Gissur spilaði spaðakóngi í sjöunda slag og sagnhafi stakk upp ás. Þá kom lauf á ásinn og tígul- drottning. Þegar svfningin mis- tókst raðaði austur niður spöðun- um en gaf síðan síðasta slaginn á tígul. Afraksturinn hjá sagnhafa var því aðeins 4 slagir eða -300 og furðulegur toppur hjá Gissuri þrátt fyrir afleita byrjun. Enda sagði Hermann Lárusson sem hafði sest við borðið til að fylgjast með Giss- uri: „Skrýtið spil bridge." Hann varð sagnhafi í suður eftir þessar sagnir (áttum snúið í hag- ræðingarskyni): Suður Vestur Norður Austur 1* pass lgrand 3 + 4+ pass 5* pass 6 ♦ allir pass Útspil: Spaðaátta Útspilið var trompað heima og Bjöm tók fiórum sinnum tígul. Síðan spilaði hann laufdrottning- unni, vestur lagði á og ásinn í blindum átti slaginn. Þá spilaði Bjöm spaða úr blindum og tromp- aði heima og lagði þar með upp endaspil austurs. Þegar laufníunni var næst spilað, lagðist austur und- ir feld en það skiptir engu máli hvað hann gerir. Ef hann leggur á, neyðist hann til að spila blindum inn á annað hvort hjartadrottningu eða lauf og sagnhafi á resL Hann ákvað því að dúkka en Bjöm spilaði þá Iitlu hjarta að heiman og hjarta- kóngur vesturs varð eini slagur vamarinnar. Snyrtileg staða. Spilið er erfiðara með tígli út en eftir innákomu austurs er eðlilegt að spila út spaða. Falleg staða Bjöm Amarson spilaði skemmti- lega tíguslemmu á dögunum: Þraut38 Austur gefur; allir á hættu VESTUR AUSTUR ♦ 65 A ÁKGT874 ¥ KG85 ¥ 932 ♦ G65 ♦ - ♦ KG46 * 532 SUÐUR ♦ - ¥ ÁT4 ♦ ÁKD98432 * D9 NORÐUR + D64 ¥ 93 ♦ ÁDT96 * KGT VESTUR ♦ 75 ¥ D5 ♦ 9752 ♦ Á6432 Vestur Norður Austur Suður 1* l¥ 2* 2t 2+ 4V pass pass pass Vestur spilaði út spaðasjöunni og austur tók sína þrjá slagi í litnum. Spumingin er; hvaða spili vestur eigi að kasta í þriðja spaðann. Hvemig myndi lesandinn leysa vandamálið ef hann setur sig í stellingar vesturs? Spilið kom upp í rúbertubridge í Englandi og spilarinn í vestur er ónafngreindur, heimsfrægur stór- meistari. Það þarf þó enga heims- frægð til að álykta að suður eigi ekkert lauf og því er eina leiðin til að hnekkja samningnum að vestur spili fiórða spaðanum (hjarta- drottning upphefst og verður slag- ur). Hetjan í vestursætinu sá að jafnvel þótt suður gæti átt einspil í laufi væri það tilviljun háð, en spilið væri örugglega niður ef makker spilaði fiórða spaðanum. Eftir nokkra yfirlegu kastaði hann laufásnum í þriðja spaðann. Það tók austur nokkra stund að jafna sig eftir áfallið en síðan spil- aði hann „hlýðinn" spaða. Eftirmáli þess var nokkuð skondinn því eftir að spilinu lauk, spurði austur hvort spilið hefði ekki farið tvo niður ef vestur hafði ekki misst vitlaust spill Firmakeppni BSÍ Firmakeppni Bridgesambands íslands er á dagskrá helgina 23.-24. október nk. Skráning er á skrif- stofu BSÍ í síma 91-619360. Spiluð verður sveitakeppni með Monrad- sniði, 7 umferðir. í Monrad-kerfi mætast alltaf sveitir með svipaðan stigafiölda nema þær hafi spilað saman áður. Spilatími er laugar- dagur frá kl. 11 til u.þ.b. 19.30 og á sunnudeginum verður spilað frá 11.00 til 17.00. Reglur fyrir þátt- takendur eru þær að spilarar verða að vinna hjá þeim fyrirtækjum sem þeir spila fyrir og er óleyfilegt að reyna að styrkja sveitirnar með að- ila óviðkomandi fyrirfekinu. Þetta er keppni fyrir vinnustaðaspilara og tilvalið tækiferi til að spreyta sig í keppnisbridge.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.