Tíminn - 11.12.1993, Qupperneq 9

Tíminn - 11.12.1993, Qupperneq 9
Laugardagur 11. desember 1993 9 SAKAMÁL Lögreglunni í Mount Pleas- ant barst neyðarhringing kvöldið 10. nóvember 1986. „Hjálp, hjálp! Ráðist var á konuna mína og henni er að blæða til dauðá. Flýtið ykkur.' Sá sem hringdi sagðist heita Andrus Truscan til heimilis í Thomwood, smábæ í New York fylki. Hann talaði með ung- verskum hreim. Scott Riolo fulltrúi var kominn ásamt mönnum sínum á vett- vang eftir 5 mínútur. Truscan beið komu hans grátandi á gangstéttinni fyrir framan hús- ið. Hann sagði að konan lægi uppi í svefnherbergi þeirra hjóna, en þar hefði verið ráðist á hana á meðan hann var að horfa á sjónvarpið á neðri hæð- inni. Konan var hræðilega út- leikin og herbergið allt eins og sláturhús yfir að líta. Hún hafði auðsjáanlega verið stungin með hnífi margoft og þótt hún væri enn með lífsmarid, var púlsinn mjög veikur. Af ummerkjunum í svefnherberginu mátti ráða að hún hefði veitt tilræðismannin- um mikla mótspymu. Ungbarn í vöggu Þegar búið var að fara með fórnarlambið í neyðarbíl lög- reglunnar, svipaðist Riolo full- trúi um í íbúðinni. Hami opnaði dyr að litlu herbergi á neðri hæðinni og kipptist við er hann sá litla stúlku sofa vært í vöggu sinni. Hann tók hana upp og lét í kjöltu eins starfsmanna sinna, sem fór með hana af vettvangi. Riolo þakkaði guði fyrir að litla stúlkan hefði ekki vaknað á meðan harmleikurinn átti sér stað. Á meðan reyndi starfsfólk Westchester-spítalans að halda lífinu í móður bamsins, sem var með svöðusár um nær allan l£k- amann. Baráttunni lauk með ósigri þeirra kl. 23.22. Þar með heyrði árásin undir morðmál. Stungin 63 sinnum Áður en líkið var sent til kxufningar tók starfsfólk sjúkra- hússins eftir svörtum hárum undir nöglum fómarlambsins. Krufningin, sem fram fór dag- inn eftir, leiddi í ljós að dánar- orsökin var aðallega tvö stung- usár, annars vegar í lunga og hins vegar í lifur, en að auki fundust 63 önnur stungusár á líkama konunnar. Talið var að morðvopnið væri stór hnífur með skörðóttri egg, og blaðið sjálft áætlað um 18 sentímetrar. Að sögn nágranna var Tmsc- an- fólkjð vel liðið og friðsamt par. Þau voru talin hafa lifað í sátt og samlyndi og tekið var til þess hve góð eiginkona og móð- Leigumorðinginn reyndist ekki verkinu Andrus Truscan. um sjálfum. Hann vildi ekki gefa skýringu á ástandi sínu og neitaði að segja til nafns. Því lét vaktstjóri slökkviliðsins lögregl- una vita og skömmu seinna var maðurinn í vörslu lögreglunnar, þar sem hann var tekirm í yfir- heyrslu. Við skoðun kom í ljós að mað- urinn var með sem svaraði 300.000 ísl. kr. í reiðufé á sér og bar auk þess fíkniefni innan klæða. Það þótti meiri háttar grunsamlegt hversu mikið reiðufé maðurinn gekk með á sér, en fíkniefnin urðu til þess að maðurinn var handtekinn. Skömmu síðar kviknaði gmn- urinn um að hann væri morð- inginn sem ráðist hafði á frú Truscan. Riolo var skýrt frá þessu, er hann var að yfirheyra eigin- manninn, og leyfði hann Trusc- an að fara frjálsum ferða sinna í bili, en hélt sjálfur á fund hins grunaða. Hann hét Manuel Bet- ancourt, 27 ára gamall, og hafði þykkt, svart hár sem svipaði til þess sem fannst undir nöglum fómarlambsins. Játningin Þegar Riolo settist gegnt Bet- ancourt sá hann strax að auð- velt yrði að fá sannleikann upp á yfirborðið. Betancourt bar öll merki hins taugaveiklaða manns, sem hafði eitthvað að vaxinn Manuel Betancourt. kröftuga mótspyrnu í barátt- unni fyrir lífi sínu. Hárin, sem fundust undir nöglum Patridu Truscan, vom tekin til greining- ar. Sönnunargagn númer 1 reynd- ist vera morðvopnið, sem fannst í öskutunnu skammt frá húsinu. Það var stór, blóðugur hnífur með skörðóttri egg, og þótti sannað við rannsókn að hann væri óvefengjanlega morðvopnið. Þar með vannst hálfur sigur hjá Riolo og mönn- um hans, strax á fyrstu dögum rannsóknarinnar. Ólíkleg saga Það var ekki fyrr en daginn eftir morðið, sem Riolo kallaði sína. Riolo hugs- aði málið. Það voru nokkur atriði í frásögn eigjnmannsins sem stóðust vart. í fyrsta lagi var líklegt að átökin hefðu staðið yfir miklu lengur en Truscan lýsti og í öðru lagi voru engin merki á and- liti hans um að hann hefði orðið fyrir árás. Þá var nánast útilok- að að utanað- komandi færi upp í svefn- herbergi kon- unnar, fram- hjá sofandi eiginmannin- um í stofunni, án þess að vera meiri háttar tmflaður á geði. Myndin skýrist Skömmu áður en yfirheyrslan fór fram, hafði svarthærður maður gengið inn á slökkvistöð í grenndinni og beðið um leyfi til að þrífa af sér blóðið. Hann sagðist hafa lent í átökum, en væri þó ekki illa særður. Vakt- mönnum þótti viðkomandi mjög grunsamlegur og veittu honum gaumgæfilega athygli á meðan maðurinn skolaði af sér blóðblettina. Sérstaklega þótti þeim grunsamlegt að eftir að maðurinn hafði þvegið blóðið úr andliti sínu og höndum, sá- ust engin merki um sár á hon- ir frú Truscan hafði verið. „Þetta er það hræðilegasta sem gerst hefur í þessu hverfi," sagði grannkona Truscanhjónanna, sem bjó skáhallt á móti þeim. Patrida Tmscan hafði verið 37 ára gömul, uppmnalega breskur þegn, fædd í Liverpool. Hún hafði flust til Bandaríkjanna 15 ámm áður og hafði verið gift í 5 ár. Stúlkan hennar var 18 mán- aða gömul. Morðvopnið finnst Rannsókn málsins hófst af fullum krafti. Riolo fulltrúi hafði vissar gmnsemdir um eig- inmanninn, en einbeitti sér fyrstu dagana að því að safna gögnum og vísbendingum úr íbúðinni sjálfri. Þar var ýmislegt að finna. Víða fundust fótspor í blóðpollunum í svefnherbeginu. Þá var hægt að rekja átökin í svefnherberginu með tilliti til blóðslóðarinnar; fyrst hafði ver- ið ráðist á fómarlambið í rúm- inu, en síðan höfðu átökin færst um allt herbergið og fórnar- lambið hafði greinilega veitt Andms Trasc- an á sinn fund. Honum sagðist þannig frá að hann hefði dottað yfir sjónvarp- inu, en vakn- að við óp konu sinnar. í fyrstu hafði hann verið felmtri sleginn og ekki getað hreyft sig, en u.þ.b. hálfri mínútu sein- na hljóp hann upp til að at- huga hvað væri á seyði. í miðjum stig- anum mætti hann grímuklæddum manni, sem sló hann niður og hljóp út. Hann vankaðist við höggið, en þegar hann sá hvað gerst hafði, hringdi hann samstundis í lög- regluna. Að sögn hr. Truscans hafði engu verið stolið úr hús- inu og honum var ekki kunn- ugt um að nokkrum líkaði illa við konuna Patricia Truscan. fela, og skömmu eftir að yfir- heyrslan hófst „brotnaði" hann og sagði sólarsöguna. Hann hafði verið ráðinn af hr. Tmsc- an til að ráða konu hans af dög- um. Ástæðan var önnur kona, sem Truscan hafði fellt hug til um skeið, og eins og iðulega gerist í bandarísku þjóðfélagi, fannst honum auðveldara að grípa til vopna heldur en að fara í gegnum skilnaðarmál og því fékk hann Manuel Betanco- urt til að vinna verkið fyrir sig. Betancourt þóttist reyndur leigumorðingi og átti verkið að takast fljótt og örugglega. En það fór öðruvísi em ætlað var. Hann reyndist engan veginn verkinu vaxinn og hin kröftuga mótspyrna, sem eiginkonan veitti, var honum um megn. Hinum blóðuga hildarleik hafði lokið þannig að hann fékk eig- inmanninn til liðs við sig og í sameiningu murkuðu þeir lífið úr konunni, og tók það hátt í hálftíma. Riolo hafði oft orðið vitni að kaldrifjuðum morðmálum, en þetta var með því verra sem hann hafði heyrt. Hann hugsaði aftur til litlu stúlkunnar í svefn- herberginu og hristi höfuðið í forundran. „Hvað kom þér til að gera slíka hluti?" spurði hann. „Peningarnir," svaraði Betancourt. „Ég hefði getað lif- að góðu lífi eftirleiðis!" Þegar búið var að rannsaka öll gögn, kom í ljós að vettvangs- rannsókn passaði við frásögn Betancourts. Auðsjáanlega höfðu tveir menn átt í átökum við konuna, Betancourt hafði beitt hm'fnum, en eiginmaður- inn hafði sannarlega einnig tek- ið þátt í morðinu. Um það vitn- aði blóð úr honum sem fannst á líkinu, en eiginkonan hafði náð að klóra hann til blóðs á nokkr- um stöðum í dauðastríðinu. Engin iðrun Hr. Truscan reyndi ekki að gera sér upp undmn eða bera af sér sakirnar, þegar hann var handtekinn. Hann var hinn hortugasti og sagðist einskis iðr- ast, var aðeins óánægður með að hafa ekki fengið fagmann til verksins. Þegar Riolo spurði hvernig honum hefði dottið í hug að myrða ástkæra eigin- konu sína, sem hann hefði heit- ið tryggðum aðeins nokkrum árum áður, svaraði hann: „Ég gat ekki séð það þá að málin myndu æxlast á þennan hátt. Mér datt ekkert skárra í hug, úr því sem komið var! Betancourt eyðilagði hins vegar allt saman með heimsku sinni." Fyrstu réttarhöldin voru formsatriði eitt, en síðan hefur málinu verið áfrýjað af veijend- um. Þó er fullvíst að Manuel Betancourt og Andms Truscan verða gamlir menn er þeir losna úr viðjum innilokunar, ef sá dagur mun yfirleitt renna upp.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.