Tíminn - 11.12.1993, Side 12

Tíminn - 11.12.1993, Side 12
Stuðningsmenn Norðlendingabandalags á þjóðlegri hátíð. Laugardagur 11. desember 1993 12 BAKSVIÐ Dagur Þorleifsson LÍTA MÁ á nýafstaðnar borgar- og sveitarstjómar- kosningar á ítalíu sem lokaþátt allhraðrar þróunar sem hófst fyrir tæpum tveimur árum, er dómarar landsins hófu ennþá yfirstandandi sókn gegn spill- ingu þeirri gríðarlegri, sem hefur verið einkar mikið atriði á bak við stjórnmál og valdatafl þar- lendis í næstum hálfa öld. Kristi- legir demókratar, einskonar rík- isflokkur allan þann tíma, fóru slíkar hrakfarir í kosningunum að margra meining er að flokkur þessi sé þar með liðinn undir lok. Um sósíalistaflokk ítala og aðra fylgiflokka kristilegra demókrata komast fréttamenn að orði á þá leið að þeir hafi þurrkast ógrun- samlega út í kosningum þessum. Pólitíska miðjan þurrkuS út Kristilegir demókratar og fylgi- flokkar þeirra, sem heita má að haft hafi einokun á ráðherrastól- um þarlendis frá lokum seinni heimsstyrjaldar, eru gjarnan skilgreindir sem miðjan í ítölsk- vun stjómmálum. í síðustu þing- kosningum þar, sem fóru fram í fyrra, fengu þeir flokkar nærri helming greiddra atkvæða. Nú er talið að þeir hafi um 14% kjósenda á bak við sig. Með ný- afstöðnum kosningum var miðj- unni sem sé nánast kippt burt úr ítölskum stjómmálum. Aðalsig- urvegarar urðu Lýðræðislegi vinstriflokkurinn (nafn hans á ítölsku er skammstafað PDS), sem fram til ársins 1990 hét Kömmúnistaflokkur Ítalíu, og Sigur utangarðsmanna Fyrrverandi kommúnistar og nýfasistar keppa um völdin á ítalíu Alessandra Mussolini og Gianfranco Fini, formaður flokks nýfasista. Hann reynir nú allt hvað hann getur að losa flokk sinn við það orð fyrir skrilslæti og ruddo- skap sem hann hefur ó sér. ítalska félagshreyfingin (Movi- mento Sociale Italiano, MSI), pólitískur arftaki fasistaflokks Mussolinis eða framhald af hon- um, enda venjulega kölluð ný- fasistar. Viðvíkjandi PDS er rétt að bæta því við að flokkar ýmsir og samtök (græningjar, La Rete o.fl.), sem voru í bandalagi við hann í kosningunum en eru ólíkleg til að hlíta forsjá hans í einu og öllu, unnu mikla sigra. Fyrrverandi kommúnistar, bandamenn þeirra og nýfasistar eiga það sameiginlegt að þeir voru utangarðs í gamla kalda- stríðskerfinu og fengu ekki að vera með í ríkisstjórnum þess. Möguleikar þeirra á hlutdeild í spillingunni, sem það kerfi var gegnsýrt af, voru því takmarkað- ir. í samanburði við miðju- og kerfisflokkana hafa þeir því hreinan skjöld. Svo til allir virð- ast sammála um að það sé meg- inorsökin til kosningasigurs ut- angarðsflokkanna. Enn einn slíkur, Norðlendingabandalag sem er fylgismest allra flokka á Norður- ítalíu, á velgengni sína mikið til að þakka því sama. Velheppnaður mi&jusvipur Fyrir fyrri umferð kosninganna beindu utangarðsflokkamir allir jafnt spjótum sínum einkum að kerfisflokkunum, fyrir síðari umferð þeirra hinsvegar hver að öðrum. Þá börðust sigurvegar- arnir um „herfangið*. PDS og nýfasistar kepptu þá sem ákafast um hið nú nánast flokkslausa miðjufylgi og leituðust við að gera sjálfa sig sem miðjuflokks- legasta í augum kjósenda. PDS tókst þetta betur, m.a. vegna þess ruddaorðs sem fer af nýfas- istum, og í þeim helstu af stór- borgunum, sem kosið var í (Róm, Napólí, Feneyjum, Ge- núu, Tríest), unnu hann og bandamenn hans myndarlega sigra á MSI og Norðlendinga- bandalagi. í Napólí féll þannig Alessandra Mussolini, frambjóð- andi MSI til borgarstjóraembætt- is þar, sonardóttir Mussolinis einræðisherra og systurdóttir Sophiu Loren. Talið er líklegast að næstu þingkosningar á Ítalíu fari fram snemma næsta ár og þykir sennilegast, með hliðsjón af úr- slitunum í borgar- og sveitar- stjórnarkosriingunum, að PDS komi út úr þeim sem öflugasti flokkur landsins. Vegna þess að næst verður kosið eftir nýju fyr- irkomulagi, sem er sniðið eftir því breska og franska, eru jafn- vel vissar líkur á því að fyrrver- andi kommúnistar og banda- menn þeirra fái þingmeirihluta. Það er ena eitt táknið um breytta tíma að fjármálamenn og atvinnurekendur, bæði á Ítalíu og erlendis, virðast nú líta á það sem hvað skásta valkostinn af öllum meira eða minna tor- tryggilegum. Þegar úrslitin úr síðari umferð nýafstaðinna kosninga fréttust, færðist verðið á verðbréfamörkuðunum upp á við. Vaninn hefur hingað til ver- ið að kauphallirnar bregðist heldur neikvætt við kosninga- sigrum vinstriflokka, einnig þótt um hafi verið að ræða pottþétta sósíaldemókrata. Áðumefndur fremur velheppn- aður miðjusvipur á PDS er ein skýringanna á þessum viðbrögð- um; önnur er að farið er að líta á flokk þennan sem eina pólitíska aflið sem í raun stuðli að því að ítalía haldi áfram að vera ein stjórnarfarsleg heild. Það stafar af því að hann hefur nú einn flokka verulegt fylgi um land allt. Hinir tveir fylgismestu flokkar landsins eru nú Norð- lendingabandalag, sem einbeitir sér að hagsmunum Norður-ítal- íu og hefur ekki teljandi fylgi ut- an hennar, og nýfasistar sem í kosningunum sópuðu að sér fylgi á Mið- og Suður-ítalíu (þó ekki á Sikiley), en flestir norð- lendingar vilja hvorki heyra né sjá. Mussolini á háum hælum Segja má að vísu að sigur MSI sé jafnvel enn meiri en PDS, með hliðsjón af því að sá síðar- nefndi hefur frá lokum seinni heimsstyrjaldar verið annar fylg- ismesti stjómmálaflokkur ítalíu, en nýfasistar fengu hinsvegar aðeins 5,4% greiddra atkvæða s.I. ár. Ekki fer leynt að þeir eiga árangur sinn 21. nóv. og 5. des. einkum að þakka fylgisflóttan- um frá kristilegum. Við þessa leiftursókn nýfasista inn í riðlað- ar fylkingar gamla ríkisflokksins setti allnokkum hroll að mörg- um, innan- og líklega enn frekar utanlands. Með hliðsjón af Mussolinifortíðinni líst Evr- ópu/Vesturlöndum ekki mjög vel á þær horfur að eftir fáeina mánuði standi þau e.t.v. frammi fyrir því að hafa í sínum hópi ítalíu komna undir stjóm fasista á ný, kannski meira að segja undir fomstu Mussolinis, í þetta sinn á háhæluðum skóm og í pínupilsi. Ekki síður hrollvekj- andi fyrir evrópska stjórnmála- menn er að búast má við að óánægjuflokkar svokallaðir í öðrum Evrópulöndum, sem gjarnan eru hægriöfgasinnaðir eða jafnvel fasískir kallaðir, muni fá aukinn byr í vængi í framhaldi af kosningasigri MSI. Með hliðsjón af þeim horfum má ætla að mörgum vestrænum framámönnum finnist PDS, flokkur sem þeir þangað til fyrir fáeinum árum máttu ekki til hugsa að kæmist í stjóm, sé nú orðinn tiltölulega góður kostur.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.