Tíminn - 11.12.1993, Page 13
Laugardagur 11. desember 1993
Leoluca Orlando: 75% íbúa mafiuborgar kusu einn helsta andstæðing mafiunnar.
Líklegt til að efla traustið á PDS
baeði innan lands og utan er og
að flokkur þessi tók fremur
snemma að sýna lit á því að
hrista af sér sovésku handleiðsl-
una og kom því endanlega í
verk með ,evrópukommún-
isma' síniim á áttunda áratugn-
um. Hann hefur og á öllu kalda-
stríðstímabilinu ráðið miklu í
fylkis-, borgar- og sveitarstjóm-
um, getið sér sæmilegt orð í
þeim sumum og þannig komið
sér í nokkurt álit sem „ábyrgur"
flokkur, einkum á ítalíu en
einnig erlendis. Ætla má að þessi
þáttur fortíðar flokksins hafi átt
drjúgan þátt í árangri hans í
kosningunum um daginn, ásamt
með því að nú er kaldastríðs-
hræðslan við kommúnismann
að mestu hprfin.
Messías frá Palermó
Keppnin um miðjufylgið heldur
efalítið áfram fram að þingkosn-
ingum, sem e.t.v. verða þegar í
febrúar. Erfitt er að spá ná-
kvæmlega um úrslitin, því að
mikið af miðjufylginu mun enn
vera óákveðið. Fréttaskýrendur
segja sumir að það sem einna
helst hái PDS (auk kommúni-
stafortíðarinnar, sem enn fælir
eitthvað af miðjufylgi frá flokkn-
um) sé að leiðtogi hans, Achille
Occhetto, sé ekki mikill kjós-
endasjarmör. Nokkrar líkur eru
því á að vinstrimenn yfirleitt
sameinist um Leoluca Orlando,
leiðtoga La Rete, sem forsætis-
ráðherraefni. La Rete eru sam-
tök er hafa baráttu gegn mafíun-
um sem meginmál. í þeirri bar-
áttu, sem er drjúgur liður í bar-
áttunni gegn spillingunni, hefur
Oriando þótt standa sig vel. í ný-
afstöðnum kosningum vann
hann einkar glæsilegan sigur,
var kjörinn borgarstjóri í mafíu-
borginni Palermo með 75%
greiddra atkvæða. íbúar Pal-
ermo, borgar með 30% atvinnu-
leysi og grunnkerfi á þriðja-
heimsstigi, kafla Orlando Messí-
as. Ekki þykir Ifldega síst til hans
koma vegna þess að þrátt fyrir
langa viðureign hans og siki-
leysku mafíunnar er hann enn
lifandi og ekki fer á milli mála
að hann kann lagið á að komast
í samband við kjósendur.
Þrátt fyrir mikið fylgi áfram
norðanlands er Norðlendinga-
bandalag frekar óhresst yfir úr-
slitunum í síðari umferð kosn-
inganna, einkum vegna þess að
það fór halloka fyrir PDS og
bandamönnum þess í tveimur
norðlenskum stórborgum, Fen-
eyjum og Genúu. Hælist PDS nú
um að hafa lokað Norðlendinga-
bandalag inni í Langbarðalandi
og höfuðborg þess Mflanó. Um-
berto Bossi, leiðtogi bandalags-
ins, og hans menn eru nú sagðir
brjóta heilann um hvort þeir eigi
að taka upp samstarf við PDS og
aðra vinstriflokka eða herða bar-
áttu sína fyrir róttækum breyt-
ingum á ítalíu sem ríki, á þá leið
að hún verði sambandsrfld með
valdalitla miðstjórn. Á bak við
það liggur sú skoðun bandalags-
ins að Norður-ítah'a verði að fá
að stjóma sér að mestu sjálf, þar
eð Mið- og sérstaklega Suður-
Ítalía séu dragbítur á henni.
Nefna má í viðbót einn ítalskan
stjómmálamann, sem spáð hef-
ur verið að talsvert muni kveða
að í náinni framtíð. Sá er Mario
nokkur Segni, áður kristilegur
demókrati, heiðarlegur þó að
sögn og komst í allmikið álit
með að eiga dijúgan hlut að því
að kosningafyrirkomulaginu var
breytt. Sem kristilegur demó-
krati taldist hann frekar vinstri-
sinnaður og vera kann að hann
og fleiri pólitískir heimilisleys-
ingjar úr þeim armi gamla rflds-
flokksins leiti nú samstarfs við
PDS og bandalagsflokka hans,
án þess þó endilega að ganga í
þá flokka. Vinni vinstrið næstu
þingkosningar og eigi síðan erfitt
með að koma sér saman um for-
sætisráðherra, gæti Segni komið
til greina sem málamiðlun.
Mörgum í PDS og fylgiflokkum
hans kynni að þykja það gott
ráð til að tryggja sér áframhald-
andi og aukinn stuðning miðju-
fylgis.
Assistenzialismo
Komist Segni á forsætisráð-
herrastól, er ekki ósennilegt að
honum tækist að koma upp í
kringum sig lífvænlegum miðju-
flokki, sem gæti kannski komið
áður magnaðri en nú lamaðri
kosningamaskínu kristilegra
demókrata í gang á ný, sér til
stuðnings.
ítölsk vinstristjóm, komist hún
á fót og hvemig sem hún verður
samansett, kemur varla til með
að eiga sjö dagana sæla. Hún fær
trúlega á móti sér harða stjóm-
arandstöðu nýfasista og e.t.v.
Norðlendingabandalags, og
efnahagur landsins er að sögn
fréttaskýrenda þannig að ekki
verður hjá því komist að skera
stórlega niður útgjöld á fjárlög-
um og greiða niður skuldir er-
lendis. Hætt er við að þær ráð-
stafanir leiði til versnandi lífs-
kjara fyrir marga. Velferðarkerfi
hefur ítalía eins og önnur Vest-
urlandaríki, en um það hefur
einn fréttaskýrandi sagt að óhjá-
kvæmilegt sé að leysa það upp
eins og það sé nú, sökum þess
hve undirlagt það sé af spillingu.
Kerfi þetta, sem á landsins
tungu er kallað assistenzialismo,
kváðu stjómmálamenn og emb-
ættismenn lengi hafa notað til
að útvega fólki aukatekjur að
launum fyrir stuðning. Þar af
leiðandi séu nú milljónir lands-
manna, sem séu við góða eða
sæmilega heilsu, eigi að síður á
örorkubótum. Sem dæmi um
ástandið í þeim efnum er nefnt
að á Sikiley beri það við að
menn, sem séu opinberlega
blindir, keyri rútur og iðki
knattspymu.
Ekki eru allir þeirrar skoðunar
að hmn ítölsku stjómmálamiðj-
unnar. og flokkakerfisins (í þess
hefðbundnu mynd) stafi ein-
göngu af reiði almennings út af
spillingu og mafíum. Hér valdi
einnig miklu minnkandi áht al-
mennings á Vesturlöndum á
stjómmálamönnum og því hefð-
bundna í stjómmálum yfirleitt.
Til dæmis um það er minnt á
þingkosningamar í Kanada fyrir
skömmu, en þá varð álíka hrun í
hefðbundnu flokkakerfi þar og
nú síðast á Ítalíu, enda þótt ekki
færi tiltakanlegt spillingarorð —
miðað við það sem gerist — af
þeim flokkum kanadískum sem
þá urðu verst úti. Á bak við
þennan trúnaðarbrest em ýmsar
ástæður, og að skoðun Carlos de
Benedetti, forstjóra tölvu- og
skrifstofuvélafyrirtækisins OIi-
vetti sem er eitt stærstu fyrir-
tækja ítalíu, er atvinnuleysið sú
þungvægasta.
„Efnahagskerfi, sem ekki getur
útvegað fólki sínu atvinnu, glat-
ar löghelgun sinni í augum
borgaranna," sagði hann eftir
fyrri umferð nýafstaðinna og
sögulegra ítalskra kosninga.
13
IVleð sínu nefl
Samkvæmt venju ætti fyrsti jólasveinninn nú að vera að koma
til byggða færandi hendi. Jólalögin em enn efst á vinsældalista
þáttarins og að þessu sinni verður fyrra lagið „Ég sá mömmu
kyssa jólasvein', lagið er erient en íslenskan texta gerði Hinrik
Bjamason. Seinna lagið er „Babbi segir', ljóð Benedikts Þ. Grön-
dal við rússneskt þjóðlag.
Góða söngskemmtun!
ÉG SÁ MÖMMU KYSSA JÓLASVEIN
C Em Am
Ég sá mömmu kyssa jólasvein
C G7
við jólatréð í stofunni í gær.
Ég læddist létt á tá
C
til að líta gjafir á,
D7
hún hélt ég væri steinsofandi
Dm G7
Stínu dúkku hjá,
C Em Am
og ég sá mömmu kitla jólasvein
C F
og jólasveinninn út um skeggið hlær.
H7
Já, sá hefði hlegið með,
C A7 Dm
hann pabbi minn hefð' ann séð
G7 C Am Dm G7 C
mömmu kyssa jólasvein í gær.
BABBI SEGIR
c
Babbi segir, babbi segir:
Dm G7 C
„Bráðum koma dýrleg jól."
C
Mamma segir, mamma segir:
Dm G7 C
„Magga fær þá nýjan kjól."
C F
Hæ, hæ, ég hlakka til
G7 C
hann að fá og gjafimar,
C F
bjart ljós og bamaspil,
G7 C
borða sætu lummurnar.
Babbi segir, babbi segir:
„Blessuð Magga ef stafar vel,
henni gef ég, henni gef ég
hörpudisk og gimburskel.'
Hæ, hæ, ég hlakka til
hugljúf eignast gullin mín.
Nú mig ég vanda vil
verða góða telpan þín.
c
0 2 3 0 0 0
Am
F
> 4
< >
1 > ( >
X 3 4 2 1 1
G7
4 > < > 4 >
4
X 0 1 1 1 3
Mamma segir, mamma segir:
„Magga litla verður góð,
henni gef ég, henni gef ég
haus á snoturt brúðufljóð.'
Hæ, hæ, ég hlakka til,
hugnæm verður brúðan fín.
Hæ, hæ, ég hlakka til
himnesk verða jólin mín
Nú ég hátta, nú ég hátta
niður í, babbi, rúmið þitt,
ekkert þrátta, ekkert þrátta,
allt les „Faðirvorið' mitt.
Bíaðu, mamma, mér,
mild og góð er höndin þín.
Góða nótt gefi þér
Guð, sem býr til jólin mín.
H7
X 2 1 3 0 4
Dm
X 0 0 2 3 1