Tíminn - 11.12.1993, Síða 15

Tíminn - 11.12.1993, Síða 15
Laugardagur 11. desember 1993 Kristján Guðnason húsvörður t MINNING Pú lifir enn, þitt dæmið dyggðarríka það dvínar ei, þð helið byrgi láð. Þú áttir hjá oss harlafáa líka að hjartans auði og fólskvalausri dáð. (MJ.) I>etta erindi séra Matthíasar fannst mér eiga vel við er ég minnist vinar míns, Kristjáns Guðnasonar, á útfarardegi hans, en hann varð bráðkvaddur að heimili sínu að morgni 3. des. s.l. Kristjáni kynntist ég fyrst haustið 1972 er ég hóf störf hjá Kaupfélagi Árnesinga. Þau falla ekki í gleymskudá aðvörunarorðin, sem hann lét falla er hann afhenti mér lykla að dyrum ka,upfélagsins. Ábyrgðin væri mikil, sem því fylg- di að hafa undir höndum slíka hluti. Að glata þeim gæti haft ófyr- irsjáanlegar afleiðingar. Til þess að staðfesta hvatningarorð sín festi hann á lyklakippuna plötu með upphafsstöfum sínum. Umhyggja hans fyrir Kaupfélagi Árnesinga var engu lík, og raunar öllu er honum var trúað fyrir, enda mað- urinn grandvar og trúr í hvívetna. Trygglyndi og manngæsku bar hann í ríkum mæli. Kaupfélagsstjórar Kaupfélags Ár- nesinga og fjölskyldur þeirra fóru ekki varhluta af umhyggju Krist- jáns Guðnasonar. Allt, bæði inn- an- og utandyra á Sigtúnum, var honum ekki óviðkomandi. Hann hlaut mikið traust húsbænda sinna og velvild, sem seint verður virt að verðleikum. Þótt Kristján væri hvorki hár í lofti né þéttur á velli, var hið innra, sem með hon- um bjó, þeim mun hærra og gild- ara. f allri framkomu var hann prúður og hógvær. Hann var hvat- ur í hreyfingum og hljóp oftast við fót. Kímni átti hann ríka og sögur hans voru hrein snilld, sem unun var að hlusta á. Sumar þeirra munu lifa lengi meðal vina hans og kunningja. Dulrænn var hann og engu líkara en hann byggi yfir æðra skilningarviti; þessu höfðu margir veitt athygli, sem umgeng- ust hann. Aldrei féll honum verk úr hendi. Hann virtist geta allan vanda leyst á hinu verklega sviði, enda hafði hann ráð undir rifi hveiju. Þegar aldur færðist yfir og starfs- lok urðu, stytti hann sér stundim- ar við að skera út fagra muni, sem prýða heimili vina og kunningja. Útskorna klukkan, sem hann færði okkur hjónum, er dýrmæt, ekki síst fyrir það hver gefandinn var. Það væri hægt að skrifa langt mál um Kristján Guðnason, sem hér er kvaddur. Til þeirra hluta er nægur efniviður. Við leiðarlok flytjum við hjónin honum hinstu kveðju og þakklæti fyrir samfylgd og ógleymanlegar samverustundir. Þessum orðum mínum lýk ég með tilvitnun í ljóðlínur Matthíasar Jochumssonar: Elsku bróðir, þessi trú varþín, þinna rauna kvöldmáltíðar vín. Göfugmenni gekkstu hraun og hjam, hetja lifir, sofnaðirsem bam. , Guðni B. Guðnason í dag, laugardaginn 11. des., verð- ur til moldar borinn frá Selfoss- kirkju Kristján Guðnason, hús- vörður hjá Kaupfélagi Árnesinga, sem andaðist 86 ára að aldri að heimili sínu, Grænumörk 1 á Sel- fossi, hinn 3. des. Mér er bæði ljúft og skylt að minnast þessa heiðurs- manns og þakka fyrir þau 11 ár, sem leiðir mínar, minnar fjöl- skyldu og Kristjáns lágu saman. Frá árinu 1944 hefur Kristján nær óslitið verið starfsmaður kaupfé- lagsins, fyrst sem flutningabílstjóri og síðan sem húsvörður þar til fyr- ir nokkrum árum að Kristján lét af því starfi. Það gefur nokkuð auga leið hvernig stjórn kaupfélagsins leit á starfsferil Kristjáns, þar sem tekin var sú einstæða ákvörðun að greiða Kristjáni heiðurslaun til dauðadags. Raunin varð sú að Kristján átti eftir að verða áfram sívinnandi alla tíð og kaupfélagið fór ekki varhluta af þessari vinnu- semi og ber Sigtúnahús og garður- inn þar því vitni. Dugnaður og trúmennska einkenndi líf og starf Kristjáns og það var Kaupfélagi Árnesinga ómetanlegur stuðning- ur að hafa slíkan mann til umsjón- ar og eftirlits í afar fjölbreyttum og mikilvægum störfum. Kristján Guðnason var Dalamað- ur, fæddur á Valþúfu á Fellsströnd hinn 16. apríl 1907. Gárungar hafa sagt að eitt merkið um sam- stillingu með kaupfélagsstjórum K.Á. hafi verið það að núverandi kaupfélagsstjóri og hann áttu sama afmælisdag. Ekki hefur Kristján væntanlega náð þeirri samræm- ingu með öðrum forverum mín- um, Agli Thorarensen, Grími Thorarensen eða Oddi Sigurbergs- syni, og það hafa verið mér tals- verð forréttindi að drekka þetta tvöfalda afmæliskaffi með vini mínum. Foreldrar Kristjáns bjuggu á Valþúfu, en þau voru Guðni Jónasson frá Skógum á Fellsströnd og Petrína Gerður Kristjánsdóttir frá Skoravík. Kristján var einn sjö systkina. Hann kvaddi Dalasýsluna um 24 ára aldur og fór suður og vann á ýmsum stöðum í Reykjavik og nágrenni og ekki er vafi á því að hæfileikar hans hafa þá þegar aflað honum álits. Starfsreynslan varð fjölbreytt og þar voru engir meðalstaðir sem komu við sögu. Hér má nefna ráðsmennsku hjá Björgúlfi Ólafssyni lækni á Bessa- stöðum, bústörf á Korpúlfsstöðum hjá Thor Jensen og að lokum bú- stjóm hjá Valgerði Þórðardóttur á Kolviðarhóli. Kristján hafði frá mörgu eftir- minnilegu að segja frá þessum ár- um sínum, áður en hann settist að á Selfossi, og raunar einnig frá síð- ari tímum. Hann naut þess að segja frá, enda bæði fróður og minnugur og gat tekið skoplegar hliðar mannlífsins og málað þær þeim sterku litum sem hæfðu stund og stað. Fólk, sem kynntist þessari hlið á Kristjáni, gleymir áreiðanlega seint hans frásagnar- gleði og græskulausu fyndni. Þess- ir hæfileikar öfluðu honum vin- sælda og kunningja- og vinahóp- urinn varð stór. Kristján var um 4 ár á Kolviðarhóli og festi þar nokkrar rætur, eins og sést á því að honum féll mjög miður að ekki skyldi fá að standa hið myndarlega 3ja hæða hús á Kolviðarhóli, þótt starfsemi þar hætti, og honum fannst að þar væri ærin ástæða til þess að reisa minnismerki, enda vel kunnugur hinu mikilvæga hlutverki Kolviðarhóls í gegnum árin. Húsvörður hjá Kaupfélagi Árnes- inga varð Kristján árið 1945. Þá hafði kaupfélagið byggt upp nýtt verslunarhús við Austurveg og húsvarðaríbúð Kristjáns var þar á rishæðinni. Egill kaupfélagsstjóri mun strax hafa séð hvað í þessum nýja starfsmanni bjó og trúað hon- um fyrir fjölbreyttri umsýslu. Mót- taka gesta í Sigtúnum urðu m.a. verkefni hans undir beinni stjórn kaupfélagsstjóra, þar sem afburða hæfileikar hans sem bryta hafa komið fram. Kristján varð í starfi sínu ákaflega tengdur kaupfélags- stjórunum og fjölskyldum þeirra í Sigtúnum. Að einhveiju leyti kom þetta til af því að Kristján var alla tíð einhleypur, vildi lifa sínu lífi fijáls og óháður; þurfti þá ekki að taka tillit til eigin fjölskyldu og var ákaflega ósínkur á sinn tíma fyrir aðra. Maðurinn Kristján Guðna- son verður mér alla tíð nokkur fyrirmynd til þess að keppa að, þar sem hæfileikar hans á nokkrum mannlegum sviðum voru næsta óvenjulegir og raunar einstæðir. Þeir, sem þekktu Kristján vel, munu lengi muna jafnlyndi Krist- jáns og góðlyndi, strangleika hans við sjálfan sig í heilsusamlegu líf- erni, t.d. varðandi sundiðkun og hófsamlegt mataræði. Kristján hafði það fyrir reglu flesta daga að fara á fætur 15 mínútur fyrir 7 og þá fljótlega í sund. Hann hafði til síðustu ára útlit hins sextuga manns, en heilsuleysi var þó farið að taka hann óblíðum tökum. Kristján var fróður um málefni Kaupfélags Árnesinga og jafnan var fljótlegra að spyija hann hvar ýmsir hlutir væru geymdir, fremur en að hefja leit. Þá vissi Kristján venjulega upp á hár um alla bygg- ingarsögulega þætti varðandi hús- eignir K.Á. á Selfossi, þekkti lagnir og leiðslur neðan jarðar sem ofan jarðar og hvort sem af þeim fund- ust teikningar eður ei. Dugnaður- inn, metnaðurinn og kappsemin var með þeim hætti að Kristján lagði sig fremur í lífshættu í lag- færingum og viðgerðum heldur en að gefast upp við sín verkefni. Hér kom það til, að Kristján var svo ráðagóður í hvers konar vanda að hann var nánast aldrei ráðalaus. Þessi eðlisgreind skapaði Kristjáni sérstöðu og hann var mikilsmet- inn leiðtogi eldra fólksins í þeirra ferðalögum og í þeirra sambýli í Grænumörk 1 á Selfossi. Þar sem víðar er nú Kristjáns Guðnasonar sárt saknað, en þegar frá líður verður það fögur og dýrmæt minning að hafa þekkt þennan einstaka mann. Kristján var bamgóður svo af bar og var börnum mínum sem besti afi og höfðu þau rnikla ást á hon- um. Ekki var hann síður frábær félagi minn og konu minnar, alltaf hlýr og uppörvandi. Hann ferðað- ist oft með okkur, bæði innan- lands og erlendis, okkur til ómældrar ánægju. Hann var okk- ur hjónunum svo hjálpsamur og raungóður að okkur fannst missir- inn mikill. En hér em lögmál lífs- ins að verki, og Kristján okkar náði vissulega háum aldri og fékk að kveðja þennan heim með þeim hætti sem hann hefur örugglega viljað helst. Við leiðarlok er það söknuður og þakklæti sem skapa hughrifin, sem ekki er einkenni- legt, þar sem látinn er góður og göfugur maður. Guð blessi minningu hans. Sigurður Kristjánsson 15 \ if Alúöarþakkir fyrir auðsýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför Skafta Jósefssonar garðyrkjumanns Hclömörk 39, Hveragerði Margrét Jónsdóttir Jóhannes F. Skaftason Hulda Björg Sigurðardóttir Jósef Skaftason Elin Guðmundsdóttir Hólmfriður Skaftadóttir Gísli J. Gfslason Auður Skaftadóttir Þröstur Sigurðsson og bamaböm _____________________J LÍFIÐ ER TILVILJUN Ævisaga Ellinor Kjartansson Páll Lýðsson skráði Bókin segir frá óvenjulegri lífsreynslu Ellinor Kjartansson húsfreyju á Seli í Grímsnesi. ONNUMST ALLAR ALMENNAR VIÐGERÐIR Vetrarskoöun kr. 4.950,- m.vsk. fyrír utan efni. SÍÐUMÚLA 3-5 • SÍMI 681320 Reykrör - Loftræstingar Smíöa og set upp reykrör, samþykkt af brunamálastofnun frá 1983 Smíöa og sett upp loftræstingar Er viðurkenndur af bygginga- - ^ fulltrúa Reykjavikur frá 1983 BLIKKSMIÐJA skúlagötu 34 BENNA O' FRAMSÓKNARFLOKKURINN Félagsvist á Hvolsvelli Féiagsvist veröur I Hvolnum sunnudagskvöldiö 12. desember kl. 21. Góö kvöldverölaun. Framsóknarfélag Rangælnga Jólaalmanak SUF Eftirfarandi vinningsnúmer hafa verið dregin út:. 1. des. 4964 3563 10. des. 2018 372 2. des. 4743 1467 3. des. 1464 5509 4. des. 1217 3597 5. des. 1367 1363 6. des. 3983 1739 7. des. 3680 1064 8. des. 1225 5819 , 9. des. 2724 2019 Vinninga ber aö vttja innan árs. Upplýsingar á skrifstofu Framsóknarflokksins I sfma 91-624480. Akranes — Bæjarmál Bæjarmálafundur veröur haldinn laugardaginn 11. des. kl. 10.30 f Framsóknar- húsinu. Farið veröur yfir þau mál, sem efst eru á baugi I bæjarstjóm. Allir velkomnir. Muniö morgunkaffiö. Bæjarfulltnjamlr Framsóknarmenn Keflavík Framhaldsaöalfundurfulltrúaráösins veröur haldinn mánudaginn 13. desember kl. 20.30 I Félagsheimilinu, Hafnargötu 62. Mætum öll. Stjómln

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.