Tíminn - 18.12.1993, Side 9

Tíminn - 18.12.1993, Side 9
Laugardagur 18. desember 1993 ‘Éj'M TTl ~l ¥1 T1 9 legt er að fari mest fyrir af öllum í stjómmálum Rússlands á næst- . unni, séu eins miklar andstæður í augum landa sinna. Forðast að nefna lýðræði „Til hvers em þessar kosning- ar?" sagði strætisvagnstjóri í Moskvu við breskan fréttamann. „Við höfum þegar leiðtoga og það er Jeltsín.' Lýðræði í vestrænum skilningi orðsins er líklega heldur framand- legur hlutur í augum flestra Rússa, eins og eðlilegt má kalla, og sumir vestrænir fréttamenn halda því fram að í eyrum mikils þorra landsmanna þýði það orð nánast það sama og stjómleysi. Vegna þess hve illa hefur gengið í efnahags- og kjaramálum síðan farið var að reyna að innleiða lýð- ræðið, hefur það fengið aukið óorð á sig, enda forðuðust flestir flokkanna að nefna það í kosn- ingabaráttunni. Og þótt þetta væm fyrstu raunvemiega fijálsu rússnesku þingkosningamar í „þústmd ár" (að sögn eins stjóm- málaleiðtogans), fannst þjóðinni það ekki meira spennandi en svo að aðeins rúmur helmingur kjós- enda ómakaði sig á kjörstað. Sér- staklega kvað unga fólkið hafa látið sig vanta. Vera kann að í augum margra Rússa séu þeir Jeltsín og Zhír- ínovskíj ekki ýkja ólíkir; þeir eigi það a.m.k. sameiginlegt að vera líklegir til að verða „sterkir" leið- togar. Aðeins slíkir foringjar „geta tryggt að regla sé á hlutunum hjá okkur', sagði áðumefndur stræt- isvagnstjóri. Hann hefur trú á Jeltsín, fyrir öðmm er kannski helsta spumingin í stjómmálum hvor leiðtogalegri sé, Jeltsín eða Zhírínovskíj. Eitt af því athyglisverðasta í niðurstöðum rússnesku kosning- anna er að flokkur, sem konur einar standa að, fékk rúmlega 8% greiddra atkvæða í landslistak- osningunum. Pað mun vera í fyrsta sinn utan íslands sem slíkur flokkur nær teljandi árangri í kosningum. Kvennaflokkurinn gagnrýnir hina flokkana yfirleitt, en segist sjá ýmislegt jákvætt við stefnu- skrár þeirra flestra, þ.á m. flokks Zhírínovskíjs. Að vísu gangi þjóð- remba þess flokks og harka gegn afbrotamönnum of langt, „en það em margar uppbyggilegar hug- myndir í stefnuskrá þeirra," segir Alevtína Fedulova, leiðtogi Kvennaflokksins. „Það er svo sannarlega þörf á því að herða baráttuna gegn glæpum og losa Rússa við vanmáttarflækjur þeirra." Á einni af kosningaskrifstofum Valkosts Rússlands: lýöræöi merkir I augum margra þaö sama og stjómleysi. Nóvembertilboð WaUVA 486/33DX LOCal BUS t með öflugum búnaði T . ■ i aldi 200 MB diskur 4 MB innra minni 256K cache 14" SVCA lággeisla litaskjár S31Mb skjáhraðall 2 raðtengi, 1 hliðtengi og leikjatengi DOS 6.2, Windows 3.1 og mús á aldeiiis ótrúlegu verði - Aðeins 139.966. kr. stgr. Greiðsluskilmálar Glitnis .(D™ Komðu í verslun okkar eða hringdu í sölufólkið og fáðu nánari upplýsingar. EINAR J. SKULASON HF Grensásvegi 10, 108 Reykjavík, Sími 63 3000.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.