Tíminn - 18.12.1993, Blaðsíða 10
~t7ͻy ~ly in
BÓKMENNTIR
JÓN Þ. ÞÓR
Magnþrungin saga
Bjöm Th. Bjömsson:
Falsarinn.
Mál og menning 1993.
391 bls.
Bjöm Th. Bjömsson er manna
fundvísastur á góð söguefni frá lið-
inni tíð og ber þessi bók því glöggt
m. Mér hefur borist til eyma
eða ég sjálfur séð athæfi sem
flokkast undir umhverfisspjöll af
vitni. Hún á að nokkm rætur í
annarri heimildaskáldsögu Bjöms,
Haustsklpum, en sú bók hlaut
mikið lof er hún kom fyrst út.
Söguhetja þessarar bókar er
Þorvaldur Þorvaldsson frá Skóg-
um á Þelamörk. Hann var drátt-
hagur, hafði strax bamið yndi af
skrift og teikningu og er hann um
fermingu fékk ríkisbankadal frá
sóknaipresti sínum að launum
fyrir bréfaskriftir, fór hann strax
að reyna að líkja eftir honum. Það
tókst svo vel að er piltur fór í
kaupstað nokkm síðar, hafði hann
með sér seðilinn, sem hann hafði
búið til, og notaði hann til greiðslu
á farfa, pappír og fleiru sem til
teikningar þurfti. Sjálfur leit hann
ekki á þetta sem svik, en yfirvöldin
vom á öðru máli og draugfullur
sýslumaður dæmdi drenginn til
dauða. Hann var fluttur utan til
Danmerkur þar sem hann var
náðaður á lífinu og settur í lífstíð-
arþrælkun í Krónborgarkastala.
Þar voru örlögin Þorvaldi Þor-
valdssyni haldkvæm. Fyrir duttl-
unga sögunnar var hann látinn
laus úr slaveríinu, eignaðist
danska konu og gat við henni son.
Sá varð eftir í Danmörku, er faðir
hans sneri aftur út til íslands, og er
af honum ætt. Synir hans og son-
arsonur einn vom mektarmenn í
dönsku fjármálalífi og einn af-
komandi Þorvaldar í þriðja lið
fluttist vestur að Kyrrahafi, til
Chile, og komst þar í álnir. Eru
bamaböm hans enn á dögum, bú-
sett í Evrópu og hafa komið tii ís-
lands í pílagrímsför. í þeirri för
hittu þau Bjöm Th. að máli og
heyrðu þá í fyrsta skipti allt hið
sanna af ævihlaupi og dauðdaga
Þorvaldar frá Skógum.
Þetta er magnþrungin saga og
afbragðsvel sögð. Höhmdur styðst
við ýmsar ritaðar heimildir, en
hikar ekki við að skálda í eyður.
Það tekst honum víðast Ijómandi
vel, en hættir þó til að verða helsti
margorður á stöku stað. Er þetta
Bjöm Th. Bjömsson.
einkum áberandi í frásögnum af
Sdiovelininum í Chile og þar sem
greinir frá „Elínarmálum".
Eins og frá var sagt í upphafi, á
þessi bók að vissu leyti rætur í
heimildaskáldsögu Bjöms Th.
Bjömssonar, Haustskipum. Við
grúsk í tengslum við ritun þeirrar
bókar komst hann í heimiidir, er
leiddu hann á slóð Þorvaldar frá
Skógum og afkomenda hans. Þeir
vom, sem áður sagði, mektar-
menn í Danmörku á sinni tíð og
sonur Þorvaldar hafði nokkur
kynni við íslenska stúdenta í
Kaupmannahöfn, þ.á m. Fjölnis-
menn.
Þetta er afbragðsgóð bók um
mannleg örlög, tvímælalaust ein
athyglisverðasta skáldsaga þessa
árs.
Jeppar I vetrarferð á hálendinu. Þar þarf að gæta fyllstu varúðar, svo mengunarefni komist ekki út I umhverfiö. (Mynd: Við
Botnssúlur, A.T.G.).
Mengun og akstur á hálendi
ARI TRAUSTI
GUÐMUNDSSON
I. Hér á íslandi em nú næstum
því 20.000 jeppar, þar af a.m.k.
4000- 5000 sérbúnir (á yfirstærð-
um dekkja), mörg þúsund vél-
sleðar og fjórhjól og þó nokkuð af
torfærumótorhjólum. Mikil um-
ferð vélknúinna ökutækja er
sumarlangt um hálendið. Hún er
nokkm minni á vetuma, en þó
mikil og þá um svæði sem síður
em ekin að sumarla'gi, því vetrar-
ferðir bera menn yfir ótroðnar
slóðir á snjó.. Veruleg umferð vél-
knúinna ökutækja er á jöklum
landsins, bæði vetur og sumar.
Tækin hafa opnað hálendið al-
menningi betur en nokkm sinni
fyrr, en um leið leggja þau not-
endunum þungar skyldur á
herðar.
H. Vélknúin ökutæki innihalda
mörg mengandi og hættuleg efni:
Þungmálma, ýmsar gerðir olía,
frostlög, bensín og geymasým,
svo það helsta sé nefnt. Nokkrir
lítrar af vökvunum geta mengað
milljónir lítra af vatni og verið
mörg ár að smita gmnnvatn og
yfirborðsvatn við sum skilyrði.
Þungmálmamir, t.d. blý, safnast
fyrir í lífverum og ganga inn í líf-
keðjuna til langframa. Af þessum
sökum er óþolandi að bílhræ séu
urðuð eða tæmdir af þeim vökv-
ar út í umhverfið. Víða er reynt
að stemma stígu við slíku og hafa
íslendingar reynt að taka til hjá
sér í þessum efnum sl. 5-10 ár.
Jafn óþolandi er að vita til þess að
gáleysi, kæmleysi, vanþekking
eða sóðaskapur skuli tengjast há-
lendisferðum á íslandi enn þann
dag í dag. Hér er ekki átt við gerð-
ir meirihluta ökumanna, heldur
minnihluta sem erfitt er að meta
hve margir tílheyra.
þessu tæi, og er þá ekki átt við
aksturslag eða leiðarval manna
nema í einu tilviki. Dæmi: Frost-
lögur er tæmdur af biluðum
vatnskassa beint í snjó eða jörð,
bílhræ urðuð í óbyggðum, olía
tæmd af drifi eða vél út í náttúr-
una, rafgeymar urðaðir, bensín
látið sullast út og suður, ógætileg-
ur akstur látinn verða til þess að
vatn ber mengunarefni frá bfl (í á
eða vatni) út í umhverfið og
bensínbirgðir „gleymdar" uns ryð
tærir tunnur. Og nú nýlega upp-
lýstu vélsleðamenn að þeir
stimduðu „vatnaakstur" vélsleða
í Veiðivömum, einni fegurstu og
jafnvægisvöltustu náttúruperlu
landsins. Kafsigldir vélsleðar eða
slys sem opna olíu og bensíni leið
í vötnin em allt of áhættusöm.
IV. Setja á reglur um meðferð
ökutækja á hálendinu, í sam-
vinnu við félögin sem em að
reyna að koma skikk á ábyrgðar-
lausan akstur og umgengni
manna við eina helstu auðlind
okkar. Alvarleg viðurlög eiga að
liggja við broti á þeim og það er
löngu kominn tími til að náttúm-
vemdarlög séu aðlöguð nútím-
anum. Það er líka löngu korninn
tími til þess að „ranger"- fyrir-
komulag verði hér upp tekið, þ.e.
að nokkrir löggæslumenn eru
sérhæfðir í náttúmvemd og
mega koma höndum yfir þá sem
brotlegir em. Byggðalögregla
hvorki annar slíku né hefur
stundum forsendur til að meta
aðstæður. En auðvitað em góðir
og ábyrgir hálendisökumenn og
samtök þeirra bestu vemdaram-
ir. Þess vegna ættu aliir hálendi-
sökumenn að læra sínar lexíur,
skipta við félögin og taka þátt í að
móta ritaðar og óritaðar reglur
um meðferð mengimarefna á há-
lendinu.