Tíminn - 22.12.1993, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.12.1993, Blaðsíða 2
2 timlnn Miðvikudagnr 22. desember 1993 LEIÐARI Skattar og ríkisfjármál Alþingi íslendinga er .loksins' komið í jólafrí og er það vel. Þingmenn höfðu lagt hart að sér síðustu daga til að ljúka þeim málum sem ríkis- stjómin vildi koma í gegn fyrir jól þó að deildar meiningar væru um það hve hratt skyldi farið. Helsta deiluefnið var hinn svokallaði matarskat- tur eða sú ákvörðun ríkisstjómarinnar að lækka virðisaukaskattinn á matvælum úr 24,5% í 14%. Framsóknarflokkurinn greiddi einn flokka at- kvæði gegn þessum lið skattafrumvarpsins og Kristín Ástgeirsdóttir, sem stóð að breytingartillögum um frumvarpið með þingmönnum Framsóknar- flokks, sat hjá. Kristín sagðist efast um að þessi aðgerð hefði nokkra tekju- jöfnun í för með sér en þingmenn Framsóknarflokksins lögðu til að almen- na virðisaukaskattþrepið yrði lækkað um eitt og hálft prósentustig. Pað má endalaust deila um hvað sé heppilegasta leiðin til að lækka mat- vöruverð en flestir ef ekki allir geta tekið undir að slík lækkun sé nauðsyn- leg. Hvað sem annað má segja tveggja þrepa virðisauka til foráttu er það efalaust rétt hjá Friðrik Sófussyni fjármálaráðherra að lækkun virðisauka á matvæli sé tiltölulega dýr leið til tekjujöfnunar og aðrar leiðir hagkvæmari. Á hinn bóginn má velta því fyrir sér hvort ekki hefði þurft að huga að kjörum þeirra sem minnst mega sín fyrir löngu þannig að komast hefði mátt hjá þessari skattbreytingu. Ljóst ér að á íslandi er hópur fólks sem ekki á til hnífs og skeiðar án þess að nokkur sérstök ógæfa hafi hent viðkomandi. Þessi hópur á eftir að stækka ef ekkert verður að gert. Og reynslan erlendis frá segir okkur að aukin hagsæld leysir ekki alltaf vanda þeirra sem verst eru settir. Pjóðin hefur á liðnum árum látið verulega lqaraskerðingu yfir sig ganga í nafni stöðugleika og vinnufriðar. Fjármálaráðherra lét hafa það eftir sér í fyrrinótt að rfldsstjómin hafi af slíku tilefni ákveðið að samþykkja tveggja þrepa virðisaukaskatt á matvæli. Slik markmið eru að sjálfsögðu góðra gjal- da verð en spyija má hvort við séum á réttri leið. Einhverskonar þjóðarsátt um þak á launahækkanir og lækkun einstakra skattliða getur haft þau áhrif um tíma að verðlag haldist hér stöðugt og látið líta svo út að hér ríki svipað ástand og í nágrannalöndunum þar sem verðbólga er lág. Pegar til lengri tíma er litið er það hins vegar annars konar jafnvægi sem við þurfum að ná. Slíkt jafnvægi byggir á lagasetningu sem er nógu vönduð til að endast lengur en eitt eða tvö ár. Almenningur þarf, ekki síður en fyrirtæki, að geta gengið að ákveðnum leikreglum í þjóðfélaginu sem gefnum. Petta á ekki síst við um lög um skat- ta og útsvar. Skattlagabreytingar geta valdið verulegu umróti í þjóðfélagjnu og óvissa í skattamálum hlýtur að kalla á skattsvik og verri heimtur skatta en verið gæti. Peirri ríkisstjóm sem nú situr verður að lærast það að skammtíma- lausnir í þessum efnum sem öðrum em ekki af hinu góða. Það gildir einu hvort um undanþágur eða lækkun virðisaukaskatts er að ræða eða töku svonefndra „þjónustugjalda". Atburðir liðinna ára hafa gert það að verkum að fólk er ekki ginnkeypt fyrir því að tjá sig um framtíðarsýn sína í þjóðfélagsmálum. Það fríar stjómmálamenn samt ekki frá þeirri ábyrgð að gera þegnum þessa lands grein fyrir því hvert þeir vilja stefna og hvemig þeir sjá ísland morgundagsins fyrir sér. Gildi jullveldisins SIGURÐUR LÍNDAL Orð mælt á aðalfundi Hins ís- lenzka bókmenntafélags 11. desember 1993 þar sem minnzt var 75 ára fullveldis- afmælis íslands og þáttar Bókmenntafélagsins í ferli þjóðarinnar til sjálfstæðis. Eru þau birt hér að ósk rit- stjómar Tímans með nokkrum breytingum. Þess var minnzt 1. desember sl., að liðin vom 75 ár frá því að ísland varð fullvalda ríki. Sá atburður hefur verið talinn einn merkasti áfangi í sögu þjóðarinnar og því er ástæða til að staldra við og huga að því hveiju hann hafi breytt. Ekki verður séð að nein sérstök þáttaskil hafi orðið í skipan mála innanlands. Alþingi hafði fengið löggjafarvald og fjárveitingarvald 1874. Æðsta framkvæmdaldið hafði verið flutt inn í landið 1904 með skipan innlends ráðherra sem sat í Reykjavík og bar þingræðislega ábyrgð fyrir Alþingi - og ríkisstjóm hafði verið mynduð 1917. Enn var þó æðsta dómsvaldið í höndum Hæstaréttar Dana. í reynd má þó segja að þjóðin hafi kosið Lómdsyfir- réttinn sem æðsta dómstól landsins með því að sárafáum málum var áfrýjað til Hæstaréttar, enda naut Landsyfirrétturinn vaxandi trausts. Með stofnun Hæstaréttar var full- veldið þó endanlega innsiglað. Það sem hins vegar markaði tíma- mót var breyting á stöðu landsins á alþjóðavettvangi. ísland var ekki lengur óaðskfljcinlegur hluti Dana- veldis, einungis með sérstökum landsréttindum, svo sem mælt var í stöðulögum 1871, heldur fullvalda rfld í samfélagi annarra - með viss- um takmörkunum þó. Petta ger- breytti stöðu þjóðarinnau'; íslending- ar höfðu eignazt rflci sem skipaði að formi jafnan sess og önnur fullvalda rfld. í þessu fólust þau forréttindi að réttskipaðir fulltrúar þjóðarinnar fengu beinan aðgang að æðstu mönnum annarra ríkja, þannig að þjóðin fékk einstakt tækifæri til að túlka málstað sinn og veija hags- muni sína. Þessum sérstöku forrétt- indum er tæplega sá gaumur gefinn sem vert er þegar atburðanna 1918 er minnzL Fullveldið er þannig ein- hver verðmætasta eign þjóðarinnar ef svo má að orði komast og mér er nær að halda að það hafi verið eins- dæmi fyrir 75 árum að jafnfámenn- ur hópur manna og íslendingar næðu slíkri stöðu meðal þjóða heimsins. Þótt forystumenn íslendinga ættu hér góðan hlut að máli verður að gefa því gaum að margir samverk- andi þættir stuðluðu að þessari lausn. Má í því samhengi minna á almenna þróun þjóðaréttarins, en þar hafði meginreglan um sjálfsá- kvörðunnarrétt þjóðanna náð við: úrkenningn og meðal annars í skjóli hennar öðluðust margar þjóðir full- veldi 1917-1918: Finnland, Eist- land, Lettland, Litháen, Pólland, Ungveijaland og Tékkóslóvakía. Hér áttu ekki minnstan hlut fræðimenn á sviði þjóðaréttar sen sjaldan er get- ið. En undirstaða þessarar þjóðréttar- legu skilgreiningar var þjóðemið og lýðfrelsið. Því má nefna fleiri til þessarar sögu - meðal annars það félag sem hér heldur aðalfund sinn - þann 177. eftir því sem næst verður komist. Eins og nokkrum sinnum hefur verið vakin athygli á er Bókmennta- félagið stofnað í anda upplýsingar- innar og rómantísku stefnunnar. Á- hrif þeirrar síðamefndu má marka af því hversu mikla áherzlu for- göngumenn þess lögðu á varðveizlu íslenskrar tungu og tengsl við foma menningu þjóðarinnar, en upplýs- ingamenn gáfu þessum gildum minni gaum. Forystumenn félagsins horfu því til fleiri átta, fortíðar, nú- tíðar, og framtíðar. í þessu samhengi er vert að minna á að félagið hafði starfað í 15 ár áður en markvissra sjálfstæðishreyfinga tekur að gæta. Verður varla véfengt að útgáfustarf félagsins hafi búið í haginn fyrir þann boðskap sem frumheijar sjálfstæðishreyfingar- innar fluttu um 1830. Með því má ætla að félagið hafi skerpt sjálfsvit- und þjóðarinnar, vakið með henni sjálfstraust þannig að hún hafi talið sig færari en ella til að taka við stjóm eigin málefna. Nítjánda öldin einkennist af sókn til frelsis - þjóðanna til þjóðfrelsis og landsfólksins til lýðfrelsis. Framlag Bókmenntafélagsins til þjóðfrelsisins var að tengja saman fortíð og nútíð og sýna fram á sam- hengi í þjóðarsögúnni, en þeirri vit- und höfðu menn að mestu leyti glatað þegar félagið hóf starf. Með útgáfu Sturlungasögu 1817-1821 og Árbóka Espólíns 1821-1855 hafði þjóðin eignast nokkum veg- inn samfellt yfirlit yfir sögu sína. Pessu til viðbótar og fyllingar kom útgáfa fombréfa í íslensku fom- bréfasafni sem hófst árið 1857. Framlag til lýðfrelsisins var öðm fremur almenn fræðsla og upplýs- ing. Hér má sévvrstaklega nefna út- gáfu Jóns Sigurðssonar á Tíðindum um stjómarmálefni íslands sem út kom í þremur bindum á ámnum 1854 1874 og Skýrslur um lands- hagi á íslandi sem komu út í fimm bindum á sama tímabili. Tilgangu Jóns Sigurðssonar með birtingu laga og hagskýrslna var sá að upplýsa þjóðina um gerðir stjómarinnar og hag landsins þannig að hún væri betur hæf til þátttöku í landsstjóm en ella. Með þessu var hann að búa í haginn fyrir skynsamlega umræðu um þjóðmál þótt vafalaust megi deila um hvem árangur það hefur borið. En söm er gerð hans, og þetta er forsenda lýðræðislegra stjómar- hátta. Hér hafði félagið forystu um út- gáfu sagnarita og sögulegra heim- ilda, laga og hagskýrslna. Með þessu vom tengslin skerpt við fortíðina, jafnframt því sem upplýst var um nútímann. Þetta hvorttveggja, stuðningur við þjóðfrelsi og lýðfrelsi tengdist síðan í þeirri viðleitni félagsins að kynna þjóðinni það helsta sem gerðist í ná- lægum löndum bæði á svið stjóm- mála, atvinnumála og menningar- mála. Þessu hlutverki gegndu ís- lenzk sagnablöð frá 1817 - 1826 og Skímir frá 1827 allt til þess að hon- um var breytt og hann sameinaður límariti hins fslenzka bókmenntafé- lagsárið 1905. Mér finnst á þessum tímamótum ástæða til að minnast á þetta sljóm- málahlutverk félagsins - og er þá orðið stjómmál notað í mjög rúmri merkingu - en þessum þætti hefur raunar aldrei verið haldið sérstak- lega á loft. Vissulega lögðu síðar fleiri hönd á þennan plóg, en félagið átti frumkvæði og gegndi framan af forystu í því að styrkja með þessum hætti gmndvöllinn undir fullveldi íslendinga og viðgangi þeirra sem fullvalda þjóðar. Með þessum orðum vil ég hvetja til þess að fullveldisviðurkenningin 1918 verði meðal annars skoðuð í Ijósi þess hversu mikilvæg forrétt- indi hún veitti íslendingum og hverrug hún horfi nú við á vettvangi þjóðaréttarins. Einnig sýnist mér nauðsynlegt að skoða sögulegan þátt málsins í víðara samhengi. Það mætti þá um leið vera tilefni til að huga nánar en gert er að stöðu ís- lendinga í samfélagi þjóðanna. 1 ímiini Ritstjðri: Ágúst Pór Ámason Aðstoðarritstjðri: Oddur Ólafsson Fréttastjóri: Stefán Ásgrímsson Útgefandi: Mótvscgi hf Stjómarformaður: Gunnlaugur Sigmundsson Skrifitofustjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Ritstjóm og skrifitofur: Hverfisgötu 33, Reykjavík Fóstfang: PósthólfSHO, 125 Reykjavík Aðalsími: 618300 Póstfax: 618303 Au0lýsin0asími:618322 Auglýsingafax: 618321 Setninq og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Oddi hf. Minaðaráskrift 1400 kr. Verð ílausasölul23 kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.