Tíminn - 22.12.1993, Blaðsíða 13

Tíminn - 22.12.1993, Blaðsíða 13
‘4- Miðvikudagur 22. desember 1993 13 Braggahverfi á Skólavöröuholti. annarri átt. Víða risu voldug sandpokavígi. Framan við Sundhöllina var til dæmis eitt slíkt og í því allstór vél- byssa með gildu hlaupi, mönnuð allan sólarhringinn. Bflafloti hersins tók öllu fram sem íslend- ingar áttu að venjasL Talsvert var af vörubflum sem okkur þóttu mestu ferlfld þótt lítið færi fyrir þeim við hliðina á flutningabílum þeim sem nú eru í förum milli landshluta. Meðal annars voru bflar með framrúður sem slúttu fram, öfugt því sem vanalegt er. Þeir voru víst hannaðir til aksturs í eyðimörkum. Eins konar skrið- dreka höfðu Bretamir. Þeir voru að vísu litlir og ekki brynvarðir, opnir og báru eina vélbyssu af svonefndri Bren-gerð. Eftir henni hétu þessi farartæki Brenvagnar. Mátti oft sjá þá - og ekki síður heyra - á ferð um götur höfuð- borgarinnar. Auk Walrus-flugbátanna (eða flugbátsins), sem skotið var á loft frá herskipum úr eins konar valslöngu, komu hingað fljótlega fjögurra hreyfla Sunderland-flug- bátar, veglegir drekar og svo vel vopnum búnir að Þjóðveijar köll- uðu þá Stachelschwein, broddgelti. Þeir voru bundnir við legufæri á Skeijafirði og hafa trú- lega verið notaðir við kafbátaleit. Nokkrar léttar sprengjuvélar hafði hemámsliðið, einþekjur sem við strákamir héldum í fyrstu að væm Spitfire. Brátt upplýstist þó að þær hétu Fairey Battle og vom víst ekki með því nýjasta og besta sem flugher Ge- orgs sjötta réði yfir. Hygg ég að þeim hafi hér einkum verið ætlað hlutverk ormstuvéla og við kaf- bátaleit. Áður en flugvöllur var lagður í Vatnsmýrinni vom þær gerðar út frá Kaldaðamesi í Flóa, milli 40 og 50 km leið frá Reykja- vík. Þá sjaldan Þjóðveijar birtust á könnunarflugvélum yfir Reykjavík er mér nær að halda að þeir hafi verið á bak og burt áður en omistuvélamar komust á loft. Þegar Bretar vom nýkomnir man ég eftir mér uppi í glugga- kistu mót suðri í Austurbæjar- skólanum. Sá ég þá flugvél hátt í lofti sem fór hratt yfir. Allt í kringum hana var eins og spryngju út einhveijir svartir blettir. Eftir á komst ég að því að þetta hafði verið þýsk Ðugvél og svörtu blettirnir vom eftir sprengikúlur úr loftvamabyssum veijendanna. Fljótlega eftir þetta vom settar upp loftvamaflautur um allan bæ sem þeyttar voru þegar vart varð torkennilegra flugvéla. Þá fórum við niður í loftvamabyrgi á jarðhæð skólans og ég sá aldrei framar þýska stríðsflugvél. Nokkur viðbúnaður var til að bregðast við loftárásum Þjóð- veija. Meðal annars vom víða í húsum sandpokar eða sandur í fötu og skófla hjá til að byrgja í- kveikjusprengjur og koma í veg fyrir að í þeim kviknaði. Breski herinn hélt einu sinni sýni- kennslu í vömum gegn þessum sprengjum á lóð Austurbæjar- skólans. Meðal annars greindu þeir frá því að Þjóðveijar ættu til að koma sprengihleðslu fyrir í stöku íkveikjusprengju, nægilega öflugri til að granda manni sem reyndi að gera sprengjuna óvirka. Svo var ein slík sprengja sýnd og látin springa. Velti ég stundum síðar fýrir mér hvar þessir grand- vöm Bretar hefðu komist yfir þannig tól. Hemámsliðið fól íslenskum yf- irvöldum að úthluta öllum lands- mönnum tólf ára og eldri nafn- Oskum okkar og gleðilegra jóla farsœldar Kaupfélag Arnesinga

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.