Tíminn - 22.12.1993, Blaðsíða 27

Tíminn - 22.12.1993, Blaðsíða 27
Miðvikudagur 22. desember 1993 tiintrin 27 HAROLD SHERMAN SKUGGSJA Sigur Bókaútgáfan Skuggsjá hefur gefið út bókina Að sigra óttann eftir Harold Sherman í þýðingu Ingólfs Amason- ar. Á bókarkápu segir: „Mörgum finnst það eins eðlilegt að hafa áhyggjur og að draga andann. En það er samt sem áður kominn tími til að þú gerir eitt- hvað í málinu, ef þú ert einn þeirra sem burðast með þunga áhyggju- byrði." Vestlendingar Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnarfirði, hefur gefið út bókina Vestlendingar eftir Lúðvík Kristjánsson, fyrsta bindi. Þetta er önnur útgáfa þessa rits, sem fyrst kom út fyrir 40 árum (1953) ojg hlaut þá framúrskarandi góðar viðtökur. Á bókarkápu segir: „Um leið og upphaf þessa rits birtist fyrir 40 árum varð kunnara en áður, að á Vestur- Iandi höfðu verið að gerast á tímabil- inu 1830-1860 markverðir atburðir, er ekki áttu sér Iíka annars staðar á landinu. Allir báru þeir vitni um við- leitni Vestlendinga til að auka mennt og sjálfræði þjóðarinnar. — Framfara- stofnunin og Bréflega félagið í Flatey, útgáfa tímarita, stofriun fyrsta al- þýðubókasafns landsins og lestrarfé- laga í kjölfar þess, svo og bygging fyrstu bókhlöðunnar er höfuðefni þessa bindis ásamt kynningu á þeim mönnum sem að öllu þessu stóðu, en flestir þeirra voru áður ókunnir." Svefnganga vatns Út er komin ljóðabókin Vatnið geng- ur i svefni eftir Birgi Svan Símonar- son. Þetta er ellefta Ijóðabók Birgis á átján árum. í þessari nýju bók er höf- undur samur við sig, en bætir þó við, fundvís á ferskar ljóðmyndir, marg- ræður og dulur, en kaldhæðin fyndni skammt undan. Höfundur velur sér gjama hversdagsmyndir að yrkisefni, heldur á loft hinum mýkri gildum mannlífsins, en er jafnframt gagnrýn- inn í glimunni við vanda þjóðar og einstaklings í firrtu samfélagi. og turninn rís Út er komin bókin og tuminn rís hærra og hærra eftir Olaf Sveinsson. Hér er um að ræða all-nýstárlega bók þar sem beitt er óvenjulegum aðferð- um við að nálgast tilfinningar sögu- persóna — tilfinningar sem flestir ættu að þekkja af eigin raun. í stutt- um söguköflum og ræðum nær Ólaf- ur að túlka hugmyndir og lífssýn persóna sinna, sem sumar búa að bit- urri reynslu og þurfa að takast á við vandamál sem erfitt er að nálgast á varfærinn hátt. Textinn er stundum hugljúfur og stundum ógnandi, en hann ögrar ávaJIt lesandanum og knýr hann til að horfast í augu við sjálfan sig og þann sammannlega veruleika sem bókin lýsir. Bókin er 40 blaðsíður að lengd og kostar 1680 kr. .AÐ SICrRA ÖTIANN . OG FINNA LYKIL LIFSHAMINGJUNNAR VIÐ ÓSKUM þessar mundir að koma í stað ríkis- dala og skildinga. Þá er að geta kafla um þá menn, sem almanakið kallar brakúna, en það eru þeir, sem stunda meðalgöngu í viðskiptum („á Ensku broker", segir í almanakinu). Fyrsta almanakið var 48 síður. Alla tíð síðan 1874 hefur almanakið komið út á vegum Þjóðvinafélags og nú um langa hríð í samvinnu við Há- skóla íslands. Auk almanaksins sjálfs hefur Árbók íslands alltaf verið fast- ur liður I ritinu og má þannig finna f almanökunum samfelldan annál síð- ustu 120 ára. Almanak Þjóðvinafélagsins fyrir árið 1994 er 200 bls. að stærð, og er efni þess skipt í þrennt. Almanakið sjálft hefur Þorsteinn Sæmundsson Ph.D., stjömufræðingur, reiknað og búið til prentunar. Auk hefðbundins efnis í Bók um bandaríska körfuknattleikinn, NBA Útgáfufyrirtækið Fróði hefur sent frá sér bókina NB A — Þeir bestu eftir Eggert Þór Aðalsteinsson. Þetta er jafnframt fyrsta bók höfundarins, sem sennilega er yngsti höfundurinn sem sendir frá sér bók á þessari „jóla- vertíð", en Eggert Þór er aðeins 17 ára að aldri. Bókin NBA — Þeir bestu er 120 bls. og í stóru broti. Fjöldi mynda er í bókinni. Hún er prentunnin í Prent- smiðjunni Odda og var kápa bókar- innar einnig hönnuð þar. Verð bókar- innar er kr. 1.890 með vsk. Almanak Þjóðvina- félagsins í 120. sinn Almanak Hins íslenska Þjóðvinafé- lags er nýkomið út í 120. sinn. Það kom fyrst út í Kaupmannahöfn árið 1874 og hafði að geyma almanak fyrir árið 1875, íslands árbók fyrir árið 1873 auk annars efnis. Almanakið reiknaði H.C.F.C. Schjellerup prófess- or, en Jón Sigurðsson forseti íslensk- aði það og lagaði eftir íslensku tíma- tali. Fyrsta árbókin var í annálsformi og fjallaði fyrsta klausan í henni um kosningu til „býráðsins" f Reykjavík 3. janúar 1873. Meðal annars efnis í fyrsta Almanaki Þjóðvinafélagsins eru ráð til að lífga helfreðna og drukknaða, fræðsla um nýju pening- ana krónu og eyri, sem voru um því fjallar dr. Þorsteinn sérstaklega um dagsetningu páska og brandajól. Árbók Islands fyrir árið 1992 ritar Heimir Þorleifsson menntaskóla- kennari og er þetta í 12. sinn, sem hann sér um árbókina. Þá er í Alman- akinu greinin Tíminn og hafið, upp- haf nútfma siglingafræði eftir Örnólf Thorlacius rektor. Eins og áður sagði er það Hið ís- lenska Þjóðvinafélag, sem gefur AI- manakið út, en forseti þess og um- sjónarmaður almanaksins er Jóhann- es Halldórsson cand. mag. Prent- smiðjan Oddi prentaði ritið og það er Sögufélag, Fischersundi 3, sem sér um dreifingu. Almanakið fæst í flest- um bókaverslunum og kostar 1254 kr. með virðisaukaskatti. STARFSFÓLKI OKKAR OG VIÐSKIPTAVINUM NÆR OG FJÆR gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Pökkum gott samstarf d árinu sem er að líða Kaupfélag Þingeyinga Húsavík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.