Tíminn - 22.12.1993, Blaðsíða 26

Tíminn - 22.12.1993, Blaðsíða 26
26 tímixixi Miðvikudagur 22. desember 1993 ÁRNAÐ HEILLA Þórdís Guðjónsdóttir Litlu-Avík íAmeshreppi, 80 ára Þann 20. nóvember sl. varð hún Pórdís í Litlu-Ávík í Ámes- hreppi 80 ára. Aí því tilefni langar mig að setja nokkur orð á blað til að minnast þessa afmælis og í þakkarskyni fyrir langa og góða samfylgd og nágrenni við hana. Um áratugi höfum við í Bæ notið vinfengis hennar og aldrei bor- ið þar brigður á. Þaö er mikið þakk- arefni, auk þessa þáttar sem hún hef- ur átt í sameiginlegu starfi og tilveru þessarar sveitar jafnframt húsmóð- urstarfi sínu um áratugi. Hún er nú elsta húsmóðir hér í sveitinni. Pann sess skipar hún með dugnaði, mynd- arskap og sóma. Húsmóðursætið er hveiju heimili eitt mesta tignarsæti og hagur heimilanna hefur löngum ráðist af ráðdeild og hagsýni hús- mæðranna. Það er homsteinn heim- ilanna og viökomandi samfélags. Því miður hefur tekist að rýra gildi þess, nú í seinni tíð, svo að mörg heimili em rúin þeirri kjölfestu. Þeirra bíður ekki annað en einstæðingsskapur þeirra, sem við það búa, og upp úr því eyðing margra þeirra. Það er þjóðarógæfa. Dísa í Ávík, eins og við sveitung- amir köllum hana í daglegu tali okk- ar í milli, er fædd á Gíslabala, smábýli undir rótum hins rismikla Arkar- fjaUs, í Litlu- Ávíkurlandi. Þar hefur mér verið sagt, að langafi minn, GísU Jónsson úr Furufirði í Grunnavíkur- hreppi, hafi fyrstur byggt yfir sig og sína á dálitlu skriðuframhlaupi úr hb'ðinni fyrir ofan, sem greri upp og myndaði dálftinn valUendisbala. Hef- ur það líklega verið á öðmm tug síð- ustu aldar. Gísli flutti síðar, 1833, í Noröurfjörð og bjó þar tU dánardæg- urs. Byggð hefur þá faUið niður á Gíslabala, sem síðan hefur verið kenndur við þennan forföður minn, og er ekki talin bújörð fyrr en 1902. Gíslabali er nú í eyði. Foreldrar Dísu vom Guðjón Guð- mundsson og Guðrún Jónsdóttir frá Litlu-Ávík. Jón Magnússon, faðir Guðrúnar í Litlu-Ávík, var atorku- og hagleiksmaður. Smíðaði marga happafleytuna fyrir sveitunga sína og gerði við þær þegar þær fóru að ganga úr sér. Víða mun hann hafa komið við þegar bæir voru byggðir og lagfæra þurfti byggingar. Talið var að Jón Magnússon í Ávík væri fiest- um mönnum verkdrýgri, þó hann færi ekki óðfluga til verks, slík var handlagni hans og útsjónarsemi. Sá ég hann eitt sinn, aldraðan, við smíð- ar og þótti mér Ul um afköst hans og lagni. Með fjölskyldu sinni flyst Dísa frá Gíslabala að Litlu-Ávík árið 1920. Þar áttu foreldrar hennar heima til dauðadags. Með þeim ólst hún upp til fullorðinsára. Ung fór Dísa í sambýli við Svein- bjöm Guðbrandsson frá Veiðileysu, en alinn upp á Kambi hjá Kristni Magnússyni, móðurbróður sínum. Var Sveinbjöm þá tekinn við búi á Kambi. Þar bjuggu þau í tvö ár, en fluttust þá að Litlu-Ávík árið 1934. Þar hefur hún átt heima síðan. Það má því segja, að hún hafi alið aldur sinn í Litlu-Ávík og Litlu-Ávíkur- landi nær alla ævi sína. Þar liggur b'fssaga hennar og ævistarf. Með Sveinbimi átti hún sex böm, þijár dætur og þijá syni. ÖU em þau á lífi nema elsta dóttirin, Halla, sem dáin er fyrir nokkrum árum, gift kona og átti böm. Þijú hinna bam- anna em búsett hér í sveit, hin tvö eru búsett í Reykjavík. Sveinbjörn andaðist í apríl 1944. Stóð hún þá uppi með böm sín ung og hélt áfram búi sínu með þebn. Síðar gekk hún í hjónaband með Guðjóni Jónssyni, frænda sínum, sem þá bjó á öðmm helmingi jarðarinnar. Með Guðjóni átti hún tvö böm, það fyrra fæddist andvana en það seinna lifði. Er það Jónbjöm, leigubflstjóri í Reykjavík. Guðjón lést árið 1978. Eftir lát hans hefur hún búið með Sigursteini, syni sínum, sem tók við búsforráðum eftir lát Guðjóns. Bjuggu þau fyrst félags- búi, en síðar færðist búið alfarið yfir á Sigurstein. Litla-Ávík var ekki talin stór bú- jörð eða kostarík. Engjar vom þar nokkrar á blautum mýrarflóum, en túnið var lítið og ræktunarskilyrði þar heima vart fyrir hendi. Þar var hver klettahjallinn niður af öðmm með stórgrýti og gróðurlitlum flag- móum. Engjaheyskapur á blautum mýrum var frumstæður, erfiður og eftirtekjan lítil, miðað við erfiði og fyrirhöfn. í raun mátti segja það sama um flestar bújarðir hér í sveit. Gömlu túnin vom aðeins smáskikar. Afrakstur þeirra dugði aðeins til að fóðra þær fáu kýr, sem búið var með, og tæplega það. Þetta breyttist ekki fyrr en stórvirkar vinnuvélar komu til sögunnar og þá einkum eftir að skurðgröfur komu til að ræsa fram mýrlendið sem víðsvegar var fyrir hendi. Þá upphófst ræktunartímabil, sem gjörbreytti allri aðstöðu til hey- öflunar. En áður en skurðgrafan kom hafði Guðjón í Litlu-Ávík lagt til at- lögu við það ókræsilega land sem lá út frá túninu og áður er getið, stað- ráðinn í að bijóta það til ræktunar. Með ótrúlegri vinnu og atorku tókst honum með sínu liði, að pæla upp gijótið, flytja það burtu og gera þetta land að iðjagrænum töðuvelli á skömmum tíma. Það var einstakt af- rek. Þar hjálpuðust allir að. Jafnframt vom byggðar heystæður, aðallega fyrir vothey, við hentugar aðstæður sem auðvelduðu hirðingu og verk- un. Og peningshús vom byggð með sama hætti. Kotbýlið Litla-Ávík var orðið stórbýli á okkar mælikvarða. Að því hafði fjölskyldan unnið sam- huga. Þó Dísa stæði ekki í gijótnám- inu, lét hún ekki sinn hlut eftir liggja í því stórvirki. Eftir að þessum áfanga var lokið kom ég eitt sinn að Litlu-Ávík í fylgd með frammámönnum Búnaðarfé- lags íslands. Eftir að hafa gengið þar um tún og garða og litið yfir það, sem þama hafði verið gert, áttu þeir varla orð til að lýsa ánægju sinni og undr- un yfir því, sem þarna hafði verið unnið við þær aðstæður sem fyrir hendi voru. Það var mikil ánægju- stund fyrir þau Ávíkurhjónin að njóta þeirrar viðurkenningar. Þau vom líka vel að henni komin. Nú er þetta fært undir „fortíðarvandann" og þeir menn, sem svo unnu, sakaðir um að hafa verið ómagar í „þjóðinni* og sóttir til saka af sjálfskipuðum ráð- gjöfum um þjóðarhagsmuni. „Mað- ur líttu þér nær,' segir gamalt mál- tæki. Ég hefi hér dregið upp mynd úr búskaparsögu eins býlis, býlisins hennar Dísu, sem nú var að fylla átt- unda áratug ævi sinnar og lítur yfir farinn veg. Álíka mynd væri hægt að draga upp af flestum eða öllum býl- um, sem enn em hér í byggð, þó að- staðan hafi verið misjöfn frá einu býlinu til annars. Allt var það gert í þeirri bjartsýnu trú á að það styrkti framtíð hvers býlis og framtíð sveit- arinnar. Nú stefnir í aðra átt. Sagt er að það sé í „takt við tímann'. Ég kin- oka mér við að draga upp þá framtíð- armynd. Hún er fjarri skaplyndi og draumum hinnar öldruðu konu, sem hér er minnst. Upp úr kreppunni byggði Guðjón bóndi í Litlu-Ávík sér h'tið en snoturt íbúðarhús úr timbri. Efni þá leyfðu ekki að byggja stórt. í það fluttist Dísa er hún hóf sambúð með Guðjóni bónda sínum. Hún hefur því lengst- um búið við þröngan húsakost. Með hagsýni og þrifnaði hefur henni tek- ist að gera þau litlu húsakynni vistleg og alltaf hefur verið hreinlegt í híbýl- um hennar. Það rættist vel, sem einn sveitungi minn sagði við mig þegar við vomm ungir að árum: „Það kafn- ar enginn í skít sem fær hana Dísu.' Svo hefur líka orðið raunin á. Fyritr tveimur árum ákvað Sigur- steinn sonur hennar að bæta úr hús- næðisþörfinni og byggði stærri og þægilegri íbúð í tengslum við gamla húsið. Var það svo til fullgert á sl. sumri og Sigursteinn fluttur í það. Dísa vildi ekki láta sinn hlut eftir ligg- ja, enda vart pláss fyrir hana og hennar muni í nýju íbúðinni. Henni óx ásmegin og tók til á sl. sumri að láta gera upp litla bæinn sinn og stækka hann á þann hátt að hann félli vel að nýju íbúðinni og yki rúm fyrir hana og hennar muni. Þessu verki var lokið á sl. sumri og hausti. Naut hún dóttursona sinna við það verk. Þetta sýnir dug hennar og framkvæmdavilja. Þessar tvær íbúðir falla saman og mynda eina heild, ef á þarf að halda, en em annars aðskild- ar. Ég hefi ekki komið að Litlu-Ávflc um nokkurt skeið. En á afmælisdag- inn mannaði ég mig upp og fór ásamt mínu heimilisfólki að heim- sækja Dísu og drekka afmæliskaffið hjá henni, sem þakklætisvott fyrir löng og góð kynni og þann skerf, sem hún hefur verið samtíðarmönnum og sveitungum með löngu og farsælu starfi sínu. Ég ætlaði varla að trúa því sem fyrir augu mín bar. f stað litla, snotra bæjarins var nú komið stórt slot, búið húsgögnum og nútíma þægindum með mörgum herbergj- um og vistarverum. Allt var þetta út- búið húsgögnum og fínum mublum. Handavinna húsmóðurinnar frá liðnum árum hafði nú fengið nýjan sess og sýndi að hún hafði ekki setið auðum höndum þegar tóm gafst til frá daglegu starfi og fyrirhöfn þess. Hillur og skápar með skrautmunum sýndu hver fagurkeri hún er. Þetta voru munir sem hún hafði eignast á undanförnum árum, en ekki haft möguleika á að láta njóta sín í litla bænum. Allt þetta bar vitni um smekkvísi, þrifnað og dugnað henn- ar. Allir sögðu einum rómi: „Þetta hefði hún Dísa þurft að fá fyrr.' Ég held að nálega allir fullorðnir sveitungar Dísu hafi heimsótt hana þennan dag, og eitthvað var þar af yngri kynslóðinni, til að heiðra hana með nærveru sinni og þakka henni samfylgdina. Dísa hefur alltaf verið mann- blendin og ekki setið heima þegar sveitungar hennar komu saman til mannfagnaðar og mannfunda og notið þess að vera með fólki. Hún er hressileg og hispurslaus í framkomu og þá jafnan glatt í kringum hana. Hún er opinská og hreinlynd, segir meiningu sína ef henni býður svo við að horfa. Hún er stórlynd en hrein- lynd, og hún hýsir ekki lengi þykkju sína eða erfir smámuni. Með reisn og sóma getur hún litið yfir farinn veg. Hún hefur skilað á löngum starfsdegi miklu starfi. Fyrst og fremst fyrir heimili sitt og böm sín, og þá sérstak- lega hann Sigga sinn, nú síðustu árin eftir að þau voru orðin tvö um heim- ilishaldið, og jafnframt fyrir sitt sam- félag og sveitunga. Þeir þakka henni ævistarfið og óska henni blessunar. Hún getur með sanni sagt: „Minn hlutur hefur ekki eftir legið.' Því miður hefur heilsu hennar hnignað síðustu árin og það gert henni erfitt fyrir. En hún stendur meðan stætt er. Með síðustu athöfn- um sínum hefur hún undirstrikað með sérstökum hætti hug sinn og vonir um framtíð þess byggðarlags, sem ól hana og hefur verið hennar hálfa líf og starfsvettvangur langa ævi. Megi þær vonir hennar og þrá rætast og hún njóta þeirra sem lengst. Með þeirri ósk og bæn flyt ég henni afmæliskveðju mína og fjöl- skyldu minnar með innilegri þökk fyrir samfylgdina. GuðmundurP. Valgeirsson, Bæ RANNSÓKNARÁÐ RÍKISINS RANNSÓKNASJÓÐUR AUGLÝSING UM STYRKI ÁRIÐ 1994 Rannsóknaráð ríkisins veitir styrki úr Rannsóknasjóði til rannsókna- og þróunarstarfsemi. Þrenns konar styrkir verða veittir árið 1994 H Rannsókna- og þróunarverkefni. H „Tæknimenn í fyrirtæki". H Forverkefni. Umsóknareyðublöð fyrir allar tegundir styrkja fást hjá skrifstofu Rannsóknaráðs ríkisins, Laugavegi13, sími 621320. Rannsókna- og þróunarverkefni Rannsóknaráð ríkisins veitir styrki til rannsókna- og þróunarverkefna. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 1994. Um styrk geta sótt fyrirtæki, stofnanir eða einstaklingar. Styrktarfé skal varið til rannsókna og þróunar á nýrri tækni, vöru eða aðferðum. Að uppfylltum kröfum um gæði verkefnanna og hæfni umsækjenda skulu að jafnaði njóta forgangs verkefni, sem svo háttar um að; i niðurstöður gætu leitt til umtalsverðs efnahagslegs ávinnings; H stefnt sé að umtalsverðri breytingu á tæknistigi fyrirtækis og bættri samkeppnisstöðu þess en ekki lausn almennra stjórnunarverkefna; H verksviðið falli að áherslum í stefnu Rannsóknaráðs um almenna styrki úr Rannsóknasjóði. „Tæknimenn í fyrirtæki“ Um er að ræða nýjan flokk styrkja, sem Rannsóknaráð hefur samþykkt að taka upp. Um styrk geta einungis sótt fyrirtæki. Veittir verða 5 styrkir á árinu. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 1994. Styrktarupphæð nemur hálfum launum sérfræðings með meistaragráðu. Miðað er við launaflokk BHMR 150 og 40 tíma fasta yfirvinnu á mánuði ásamt launagjöldum. Tæknimaðurinn skal ráðinn í fullt starf hjá viðkomandi fyrirtæki, sem greiði helming launanna. Forgangs skulu njóta umsóknir sem svo háttar um að; H umsækjandi er fyrirtæki sem er að hefja nýsköpun og ekki hefur vísinda- eða tæknimenntað starfsfólk í þjónustu sinni; h stefnt sé að umtalsverðri breytingu á tæknistigi fyrirtækis og bættri samkeppnisstöðu þess en ekki lausn almennra stjórnunarverkefna; H verksviðið falli að áherslum í stefnu Rannsóknaráðs um almenna styrki úr Rannsóknasjóði. Forverkefni Rannsóknaráð ríkisins veitir styrki til forverkefna. Hlutverk forverkefna er að kanna nýjar hugm.ynd- ir og skilgreina tæknileg og þróunarleg vandamál og markaðsþörf, svo og forsendur samstarfs. áð- ur en lagt er í umfangsmikil rannsókna- og þróunarverkefni, sem hugsanlega verða styrkt úr Rann- sóknasjóði. Styrkir þessir eru einnig ætlaðirtil minni rannsókna- og þróunarverkefna. Um styikgeta sótt fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar. Gert er ráð fyrir að upphæð stuðnings við forverkefni geti numið allt að 1.000.000 krónum Um- sóknarfrestur er opinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.