Tíminn - 22.12.1993, Blaðsíða 29

Tíminn - 22.12.1993, Blaðsíða 29
Miðvikudagur 22. desember 1993 tÍ¥ininn 29 Húsnæðisnefnd Keflavíkur: Lægsta íbúðaverð á landinu Húsnaeðisnefnd Keflavíkur afhenti nýverið 4 félagslegar íbúðir í Vatnsholti 6. Það var Kristján Gunnarsson, formað- ur Húsnæðisnefndar, sem af- henti íbúðimar. menn og hefur lögreglan því lagt áherslu á að hægt er að koma skilaboðum til hennar í símsvara, s: 22444. Ekki er krafist þess að þeir sem hringi segi til nafns. Margskonar forvarnastarf hefur verið unnið til að hefta útbreiðslu vímuefna og má sérstaklega geta tnn „Iion qu- est' námsefnið, sem Lions- hreyfingin hefur látið gera. Þá má geta þess að Lionsklúbbur Þorlákshafnar hefur greitt kennurum fyrir fræðslu í Grunnskóla Þorlákshafnar. Á myndinni sjást fjölskyldumar fjórar, sem fengu afhentar fbúðir. n r 1 . i onm c cm b FRETTABLAÐIÐ Byggingaraðih hússins var Húsagerðin hf. og er húsið allt hið glæsilegasta að innan sem utan. Byggingarverð hússins alls í dag er um 7,1 milljón króna og sagði Kristján að það væri um 71% af viðmiðunarverði Húsnæðisstofnunar. Gerast íbúðir vart ódýrari á landinu í dag. í húsinu eru þijár íbúðir í fé- lagslega kauþleigukerfinu og ein íbúðin er svokölluð al- menn kaupleiguíbúð. DA6BLÁÐI Sérlög um Þingvallavatn: Ekki fleiri sumarbústaðir Vinnsla á nýju svæðaskipulagi fyrir Grafning, Þingvallasveit og Grímsneshrepp er komin á lokastig. í framhaldi af þeirri vinnu hafa komið fram hug- myndir um setningu sérlaga u m vemdun vatnasviðs Þing- vallavatns. Auður Sveinsdótt- ir landslagsarkitekt segir m.a.: „Lífríki Þingvaliavatns er ein- stakt í sinni röð og allar at- hafnir á þessu svæði geta haft áhrif á það. Það er nauðsyn- legt að nýting og vemdun fari saman þannig að styrkja megi búsetu og efla atvinnulíf, bæði í landbúnaði og ferða- mannaþj ónustu." M.a. er gert ráð fyrir því í til- lögunum að sumarbústöðum muni ekki fjölga á svæðinu frekar en nú er búið að hluta til um. Ársæll Hannesson, oddviti í Grafningi, segir að sér lítist vel á tiílögumar. Talsvert af landa í fúrum sunnlenskra ungmenna Lögreglan í Ámessýslu hefur talsvert orðið vör við landa í fórum sunnlenskra ung- menna og segir enga launung á því að austan Ijalls fari fram landasala og án efa landa- bmgg. Auk þess em fíkniefni á svæðinu ekki síður en ann- ars staðar. Erfitt getur verið að fá upp- lýsingar um bmggara og sölu- AKUREYRI Sjö systkini stúdentar fráMA Menntaskólinn á Akureyri stendur á gömlum merg. Hann á sér samfellda sögu frá 1880 og hefur verið starf- ’ræktur á Akureyri síðan 1902. Tryggð nemenda við skólann hefur löngum verið meiri en gengur og gerist, enda hafa heilu ættirnar stundað nám við skólann. Óðinn Gíslason er nemandi við skólann, en þegar hann lýkur stúdentsprófi mun hann verða 8. systkinið sem lýkur stúdentsprófi frá skól- anum. Óðinn Gislason á herbergi heimavistar Menntaskólans. Hann hóf nám við MA árið 1992 og mun væntanlega útskrifast frá skólanum 17. júni 1996. Þar með verður hann sá áttundi i systk- inahópnum til að útskrifast frá Menntaskólanum á Akureyri. Systkinin em böm Kristínar Sigurmonsdóttur og Gísla Magnússonar frá Vöglum í Blönduhlfð, Skagafirði. Systk- ini Óðins, sem útskrifast hafa, eru Ingibjörg og Sigurlína 1978, Magnús Hartmann 1979, Þorkell 1981, Þrúður 1983, Gísli Bjöm 1986, Sindri 1990, og Óðinn mun útskrif- ast 1996. Þetta er einsdæmi við Menntaskólann á Akur- eyri og jafnvel þótt víðar væri leitað. Leonid hefur erft veiðidellu frá afa sfnum. Líklega hefur Bresjnév gamla ekki grunað að sonarsonurinn yrði argasti kapit- alisti þegarfram liðu stundir. Sannir kapítalistar? Um það bil 10 mílur frá Moskvu er lítið þorp inni í skógi, sem heitir Zhukova. Það er óþekkt meðal alþýðu Rússlands, en ekki er hægt að segja það sama um fyrmm né núverandi valdakKku Sovétríkjanna. Þetta er þorpið hennar og bústaðimir em hver öðrum glæsilegri. Þarna býr Leoníd Bresjnév, sonarsonur nafna síns, fyrrum, aðalritara KommúnistaÐokksins. Leoníd yngri er 37 ára gamall og var í miklu uppáhaldi hjá afa sínum, sem hann segir að hafi alltaf verið bara afi í sínum aug- um. Hann þekkir því lítið til þess manns sem ríkti yfir fimmtungi mannkyns, beitti sér fyrir vopna- kapphlaupi, kúgaði andstæðinga sína og viðhélt spillingu valdaklí- kunnar. Það er ekki hægt að segja að af- inn og fjölskylda hans hafi lifað neinu meinlætalífi og hann gat farið sínu fram án opinberrar gagnrýni. Bresjnév átti marga forláta bfla og þar á meðal vom bifreiðar af gerðinni Porsche og Rolls-Royce, sem ekki vom beint algengir á götum Moskvuborgar. Þá átti Bresjnév heitinn einstakt veiðivopnasafn og þar voru áberandi vopn sett fílabeini og eðalsteinum. Sonarsonurinn erfði veiðidelluna og varðveitir nú fáein þessara vopna. Á valdatíma Bresjnévs bjó al- menningur þröngt og mátti sætta sig við langar biðraðir eftir hvers konar nauðþurftum, en því fór fjarri að valdaaðallinn léti bjóða sér slíkt. Þar skorti aldrei fé og að hætti aðalsmanna gengu virðingartitlar í ættir. Frá fyrstu tíð var erfingjunum tryggður frami í utanríkis- eða opinberri þjónustu. Það má segja Leoníd yngri til hróss að hann fór eigin leiðir og fjölskyldan beinlínis nötraði, þegar hann sagðist ætla að verða efnafræðingur. Leoníd fer ennþá óhefðbundn- ar leiðir. Til marks um það er hann einn þeirra fáu, sem hafa í spegli tímans gerst hefðbundnir kapítalistar í Rússlandi í dag. Hann á hlut í verksmiðju, sem vinnur afurðir úr svínakjöti, og auk þess keypti hann nokkrar ekmr lands í ná- grenni Moskvu þar sem hann lét reisa aðra verksmiðju af sama tagi á innan við sex mánuðum. Hann segir að það sé miklu áhugaverðara að gera eitthvað í þágu almennra hagsmuna held- ur en að ná í skjótfenginn auð með braski, og vísar til margra sem það reyna í umróti rúss- neskra stjórnmála um þessar mundir. Honum finnst lítið til um þær þjóðfélagsbreytingar sem orðið hafa. „Hér hefur engin bylting orðið, því sömu embættismenn- imir hafa haldið stöðum sínum. Það eina, sem hefur breyst, er að nú þarf að borga þeim meira undir borðið. í stjórnartíð afa míns var nægjanlegt að gauka að þeim einni flösku af góðu víni. Nú stefna þeir á skjótfenginn gróða og heimta fé, en það eina sem ég get boðið þeim eru svína- slög," segir Leom'd. Bresjnév-fjölskyldan trónaði á toppi rússneska valdaaóalsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.