Tíminn - 22.12.1993, Blaðsíða 20
20
tínnliiTi
Miðvikudagur 22. desember 1993
Það er ekki auðvelt að skipuleggja hina
‘miklu árlegu keppni um hver af ungu
jólasveinunum verði fyrstur á norður-
pólinn, um Jólasveinabæ, þegar öll hrein-
dýrin með tölu liggja í heljarmögnuðu kvefi,
svo að hvert um sig er með eins rautt nef og
Rúdolf... og þrisvar sinnum blautara.
Sem betur fer hafa jólasveinar sambönd alls
staðar á öllum tímum og í snöggri heimsókn
til fortíðar verða þeir sér úti um ný reiðdýr...
risaeðlur. Dínóar eru kannski ekki alveg eins
fljótir í förum og hreindýr, en þeir eru til í
leikinn.
Tening þarf og tölur eða piparhnetur til að
spila með og eins margir geta verið með og
hægt er að fá til þess að keppa um að komast
á norðuipólinn á sem skemmstum tíma!
1. Lagtaf staðl!
4.Ó,Ó, það þarf að fara gegnum bæjarhlið-
ið. Það verður að reisa í hvelli og m.a.s. með
verði sem sér um að enginn svindli sér fram-
hjá. Aftur á reit 1!
7. Æ, æ, dínóinn þinn hefur víst étið yfir
sig af jólakleinum jólasveinanna, því að
hann er orðinn of feitur til að komast gegn-
um hliðið. Sittu yfir einn leik, meðan hann
grennir sig.
10 . Þú færð far með flugeðlu. Stökktu al-
veg fram á reit 19.
16. Dínóar geta heldur ekkert gert án
þess að fá að éta og drekka. Gefðu dínónum
þína fötu af þurrkuðum vatnaliljublöðum og
sittu yfir einn leik meðan hann er að éla.
20. Kepppni eða ekki keppni. Svona
tækifæri er ekki hægt að sleppa! Farðu eina
bunu niður dínóbrekkuna. Ójöfn tala á ten-
ingnum gefur leyfi til að halda áfram.
sinn. Bíddu eitt kast eftir að þeir hætti að
slúðra.
28. Maður verður þó að hugsa sig aðeins
um! Þar sem dínó er með stóra gadda alls
staðar, býður maður honum ekki innfyrir í
kakó og maður á alls ekki að klóra honum
bak við eyrað svo að hann fari að dilla róf-
unni! Voða vandræðalegt... taktu aukakast
ogflýttuþér burt.
34. Það mætti halda að þessi dínó væri
skyldur fflunum, svona hræddur við eina
litla mús! Verst er að hann fælist! Taktu au-
kakast. Ef talan er ójöfn ferðu tilbaka, ef hún
er jöfn ferðu tilsvarandi áfram.
37 . Dínóar eiga ekki að renna sér á skaut-
um á þunnum ís! Dragðu hann upp úr,
klæddu hann í þurra sokka og sittu yfir eitt
kast á meðan.
urðu stytt þér leið! Stökktu fram á reit 48.
45 . Ja, Rex var orðinn hálfsvangur og það
bitnaði sem sagt á pylsuskúr slátrarans. Þú
verður að fara til baka og fá lánaða smápen-
inga hjá músinni á nr. 36.
49 . Mundirðu eftir að skrifa Gunnu
frænku jólakortið? Ekki það? Þá er ekki sein-
na vænna að gera það núna! Sittu yfir eitt
kast meðan þú skrifar.
52 . Dínóar búa yfir mörgum góðum eig-
inleikum, en þeir eru samt ekki sérlega gáf-
aðir. Dínóinn þinn er villtur. Kastaðu einu
sinni og farðu tilbaka, svo að þið finnið réttu
leiðina aftur.
55 . Þú ert kominn í mark! Þú átt skilið að
fá þér kleinu ... og ef þú og meðspilarar þínir
eru tfl í það, getið þið tekið aðra umferð.
25.
Dínóinn vill aðeins spjalla við félaga
41.
Kort af Jólasveinabæ? Og héma get-