Tíminn - 22.12.1993, Blaðsíða 22

Tíminn - 22.12.1993, Blaðsíða 22
22 tí mlnu íjírótttr Umsjón: Kristján Grímsson Miðvikuudagur 22. desember 1993 É£MR íi Martha í 11. sæti Martha Emstsdóttir úr ÍR náði góðum árangri þegar hún tók þátt í öðru stigamóti Alþjóða- fijálsíþróttasambandsins (World Cross Chalíenge) í lOkm hlaupi, sem haldið var í Brussel í Belgíu um síðustu helgi. Martha lenti í 11. sæti í hlaupinu og vann sér inn 10 stig í stigakeppninni, en tuttugu fyrstu vinna sér stig. Hún fór vegalengdina á 22.30 mínút- um og var rúmri einni mínútu á eftir sigurvegaranum, Mariu Al- bertinu frá Portúgal. Eftir tvö stigamót er Martha í 8. sæti með hluli sem komið hafa fyrir utan sem innan vallar. Ævi mín í bókinni Ævi mín segir hinn heimsfrægi körfuknattleiksmaður Earvin .Magic* Johnson frá lífshlaupi sínu í óvenjuiegri ævisögu. Hann talar um fjölskyldu sína, vini og glæsilegan körfuboltaferil. Ævi mín er líka mjög persónuleg bók. Magic segir frá upp- vaxtarárum sínum í Michigan í Bandaríkjunum, einmanaleikanum fyrstu árin í Los Angeles, kynnum sín- um af konu, ferðalögum, baráttunni við HTV-veiruna og óitánum við hinn banvæna sjúkdóm alnæmi. NBA - Þeir bestu Eggert Þór Aðalsteinsson, 18 ára, er höfundur þessarar bókar sem fjallar um öll liðin sem leika í bandarísku at- vinnumannadeildinni í körfuknatt- Ieik - NBA. Saga Iiðanna er rakin og sagt frá einstaklingum sem gert hafa garðinn frægan í tímans rás. Einnig er saga NBA- deildarinnar rakin. Bók þessi er einkar handhæg unnendum NBA- körfuboltans enda er bókstaf- lega allt þar hægt að finna í henni sem snertir NBA-deildina. Gleðileg jól farsœlt komandi ár Pökkum gott samstarf og viðskipti á liðnum árum ' Kaupfélag Héraðsbúa Egilsstöðum - Reyðarfirði Borgarfirði - Seyðisfirði Ferdinand í eins leiks bann Les Ferdinand, enski lands- liðsrnaðurinn sem leikur með QPR í ensku knattspymunni, var í gaer dæmdur í eins léiks bann eftir að hafa fengið rauða spjaldið í leik gegn Liverpool fyrir stuttu. Liverpool vann leikinn, 3-2. Mikill vindur var þegar leikurinn fór fram og hélt Ferdinand því fram að hann hefði aldrei heyrt í flautu dómarans vegna vindsins þegar hann sparkaði boltanum í burtu. Þessi rök dugðu Ferdin- and ekki til að sleppa við refsingu og missir hann því af leik QPR og Oldham á miðvikudaginn kem- ur. Martha Emstsdóttir er nú I 8. sæti eftir tvö stigamót meö 19 stig. 19 stig. Rétt er að minna á að Martha lenti í 12. sæti í loka- keppninni á síðasta keppnistíma- bili. Maria Albertina er í efsta sæti í stigakeppnini ásamt Catharinu McKierna, með 47 stig. Strákarnir okkar Sigmundur Ó. Stefánsson, blaða- maður á Morgunblaðinu, hefur sent frá sér bókina Strákamir okkar. Bók þessi er fyrsta handknattleiksbókin á fslandi og hefur að geyma sögu ís- lenska landsliðsins í handknattleik frá því að fyrsti landsleikurinn var spilað- ur árið 1950. í bókinni em úrslit allra Ieikja birt og sagt frá sögufrægustu leikjum og atburðum. Einnig má finna hvorki meira né minna en 1100 fróðleiksmola í bókinni um ýmsa ittnduvO.Sveu«SS- ^ Strákanur tsbótón a illinn segir í raun og veru allt sem segja þarf en þetta er sagan á bak við Jón Pál Sigmarsson, einn frægasta íþróttamann sem íslendingar hafa al- ið. í bókinni er komið víða við. Ævi- ferill hans er rakin vandlega og einnig er sérstaklega skemmtilegur kafli þar sem farið er í sögu kraftamennskunar. Rætt er við fjölda nafntogaðra íslend- inga sem segja frá kynnum sínum af Jóni Páli og hvemig persóna hann hafi verið. Pá er í bókinni kafli þar sem höfundur veltir fyrir sér ævilok- um þessa glæsta íþróttamanns og má segja að sú umfjöllun setji punktinn yfir i- ið á góðri og merkri bók. íþróttabækur eru vinsælar gjafir til íþróttamanna. Nú um þessi jól er heldur betur um auðugan garð að gresja því margar og áhugaverðar bækur er á boðstólum. Ekkert Mál! Ólafur H. Torfason ritstýrir verkinu Ekkert Mál sem fyrirtækið ísland og umheimurinn hf. gefur út. Bókartit- STJÖRNULIÐIÐ - ATKVÆÐASEÐILL Markvörður:....................................... Línumaður:....................................... Vinstri homamaður:............................... Hægri hornamaður:................................ Hægri skytta:.................................... Vinstri skytta:.................................. Leikstjómandi:................................... Sendandi:......................................... Heimilisfang:.................................... Seðillinn sendist HSÍ, íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, fyrir jól. Einnig er hægt að faxa seðilinn til HSÍ í (91 )-68 98 29. MOLAR... ... Franc Booker hefur verið rek- inn sem þjálfari Vals f Visadeildinnl I körfuknattleik. Óvlst er hvort hann leiki áfram með liðinu. Svali Björg- vinsson er orðaður við þjálfarastöö- una. ' ... Wynton Rufer, framherji Nýja- Sjálands og Werder Bremen, er á leiðinni til Japan I atvinnudeildina þar, samkvæmt fréttum frá foreldr- um hans sem sögöu hinn nýja samning nema milljónum. ... Osasuna og Real Valladolid hefur ekki gengiö sem best I spæn- sku úrvalsdeildinni til þessa og verma nú tvö af botnsætunum. For- ráðamenn liðanna hafa þvl gripið til þess ráðs að reka þjálfarana. Það er fyrsta skrefiö til aö vinna sig úr vandanum. .. Pelo sagöi I gær aö hann vildi koma til Englands til að hjálpa til við aö byggja upp knattspyrnuna enda væri það landið sem heföi kynnt knattspyrnuna fyrir heiminum. ... NBA-úrslít I fyrrinótt: New York-Dallas 101-92, Philadelphia- Detroit 121-92, Washington-Min- nesota 99-84, Chicago-Charlotte 109-97, Phoenix Suns-lndiana 102- 94, Milwaukee-L.A. Clippers 105- 92. ... Leifur GarAarson körfubolta- dómari segist ekki hafa gert nein mistök I leik KR og Grindavlkur eins og látið var skfna I hér á (þróttslðun- um. .Dómarinn hefur fullkomið leyfi til að lagfæra mistök á borð við þau sem ritari (sem er KR-ingur) gerði I leiknum," sagði Leifur en mistök rit- arans voru þau að gleyma að skrifa nafn leikmanns UMFG þar sem númerið fjórtán var. Góðar íþróttabækur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.