Tíminn - 22.12.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.12.1993, Blaðsíða 4
4 tími nn Miðvikudagur 22. desember 1993 Hús brennur áHúsavík Naer aldargamalt íbúðarhús á Húsavík er ónýtt eftir að eld- ur kom upp í því í gærmorg- un. Fjögurra manna fjölskylda sem bjó í húsinu slapp ómeidd út úr því um Ðmmleytið um morguninn eftir að hafa vakn- að við reykskynjara sem sennilega hefur orðið til að bjarga lífi fólksins. Þegar slökkviliðið kom á vettvang í moigun var töluverður eldur í húsinu og mikill reykur. Að sögn slökkviliðsmanns var eldurinn aðallega í ein- angrun á milli þilja og því von- laust að komast að honum nema með því að rífa niður veggi. Ekki náðist að bjarga neinu út úr húsinu og er allt innbú fólksins talið ónýtt eftir eldsvoðann. Þrátt fyrir að nokkur vind- ur væri á Húsavík í gærmorg- un voru nærliggjandi hús aldr- ei í hættu þar sem frekar litlar eldtungur stóðu út úr húsinu. Slökkviliðið stóð vakt við hús- ið til klukkan 11 um morgun- inn en eftir það var ekki talin nein hætta á ferðum lengur. Húsið sem var úr timbri var byggtárið 1899. -GK Engar umkvartanir á hendur flugmálastjúrn Flugmaðurinn sem lenti í hrakningum á sunnudag segir ummæli sín rangtúlkuð í §öl- miðlum Engar ásakanir á hendur flugum- ferðarstjóm koma fram í nýrri skýrslu sem tekin var af Christopher Lavalle, flugmanni tveggja hreyfla flugvélar, sem lenti í vandræðum suðaustur af Reykjavík á sunnudag- inn. Flugmálastjóri segir að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að flugstjóminni hafi orðið á mistök en atvikið verði rannsakað nánar en ella vegna ummæla flugmannsins í fjöl- miðlum. Lavalle var á leiðinni frá Glasgow til Reykjavíkur þegar bilun varð í flugvélinni. Hann lýsti yfir neyðar- ástandi og var ráðlagt af flugumferð- arstjóm að lenda á Vestmannaeyja- flugvefli. Lavalle taldi íiftur á móti að það væri of áhættusamt og hélt áfram til Reykjavikur þar sem hann lenti óhappalaust. Eftir atvikið sagði Lavalle við fjölmiðla að samskiptum flugmálastjómar við hann hefði ver- Heilbrigðisráðherra kominn í þrot með sparnaðartiUögur ið ábótavant og hann hefði ekki fengið nægjanlega aðstoð fyrr en eft- ir að hann lýsti yfir neyðarástandi. Þá sagðist hann sannfærður um að hann hefði farist hefði hann farið eft- ir ráðleggingum flugmálastjómar. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri segjr að það hafi þótt nauðsynlegt að fá nýja skýrslu frá flugmanninum eftir þessi nmmæli hans í fjölmiðl- um, þar sem engar ásakanir á hend- ur flugumferðarstjóm hafi komið fram í skýrslu sem hann gaf eftir at- vikið. Flugmálastjóri segir að í síðari skýrslunni hafi Lavalle staðfest það sem fram kom í fyrri skýrslunni og ekki talið ástæðu til að bera fram neinar umkvartanir á hendur flug- umferðarþjónustunni. Varðandi um- mæli sem höfð vom eftir honum í fjölmiðlum hafi hann sagt að þau hafi verið vitlaust eftir honum höfð eða of mikið gert úr þeim. Þorgeir segir að þrátt fyrir það verði atvikið rannsakað nánar en ella og þá sér- staklega öll samskipti í gegnum fjar- skiptarásir. Formanni flugslysa- nefndar var gert viðvart um málið og fylgjst með gagnatöku og rannsókn þess. Þorgeir segist búast við að Lavafle verði frjálst að fara af landi um leið og skýrslutökunni ljúki enda hafi hún aðallega snúist um að fá fram staðreyndir málsins. Hann býst við að Lavalle fari heimleiðis í dag. -GK, Böm út um allt land eru þessa dagana að halda upp á litlu jóiin. Þessi forsmekkur að jólunum vekur kátinu og gleði í hverri bamssál. Þessi mynd var tekin i Mýrarhúsaskóla i gær. Timamynd Ami Bjama Árás á lýðveldið ef sjómenn opna kjaftinn Gerir tillögu um niður- skurð á sömu útgjaldalið- um í tví- og þrígang Guðmundur Bjamason, fyrr- verandi heilbrigðisráðherra, segir að tillögur heilbrigðisráðherra um niðurskurð á útgjöldum til heilbrigðismála beri vott um að ráðherra hafi verið kominn í al- gjört þrot með að finna leiðir til sparnaðar. Gerðar séu tillögur um sparnað á einstökum út- gjaldaliðum í tví- og þrígang án þess að nokkuð nýtt liggi þar að baki. »Það er alveg ljóst að kostnaður við lífeyristryggingar er of lágt reiknaður. Það blasir alveg við að þær tillögur sem heilbrigðisráð- herra kom með við lokaaf- greiðslu fjárlaga eru gersamlega óraunhæfar og munu ekki nást fram. Þegar ljóst var að það vant- aði 200 milljónir í lífeyristrygg- ingar er bara farið í að krukka hér og þar út í loftið í einstaka liði í sjúkratryggingunum og nefndir liðir sem búið er að tví- og þrí- taka áður. Það sjá allir hversu ótrúverðugt þetta er,* sagði Guð- mundur. í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að framlög til sjúkra- trygginga verði lækkuð um 730 milljónir. Þar munaði mestu um upptöku heilsukorta sem skila áttu 400 milljónum. Að auki átti að endurskoða greiðslufyrir- komulag til lækna og spara þann- ig 30 milljónir. Með endurskoð- aðri greiðslu fyrir röntgen- myndatöku og rannsóknir átti að ná í 120 milljónir. Með endur- skoðun á fyrirkomulagi lyfja- verðlagningar átti að spara 150 milljónir og loks átti að spara 30 milljónir með því að bjóða út tannlækningar. Þegar ákveðið var að hætta við að leggja á heilsukort þurfti að bregðast við því með nýjum spamaðartillögum. Við aðra um- ræðu um fjárlagafmmvarpið komu fram tillögur um að lækka útgjöld vegna hjálpartækja um 100 milljónir. Þetta átti að gera með magnafslætti frá framleið- endum, með útboðum og betra eftirliti með kostnaðaráætlunum. Spara átti 60 milljónir með lækk- un á erlendum sjúkrahúsakosm- aði. Þá var gerð tillaga um að spara enn meira í tannlækning- um eða um 100 milljónir. Sömu- leiðis var gert ráð fyrir að spara meira í lyflakostnaði eða um 100 milljónir. Þar er sérstaklega . nefnd til lækkun á kostnaði vegna magasárslyfja. Þá átti að breyta reglum um sjúkradagpen- ingagreiðslur með því að herða eftirlit með greiðslum til einstak- linga sem dvelja til lengri tíma á stofnunum og spara þannig 20 milljónir. Með nýjum og endur- skoðuðum reglum um kosmað vegna sjúkraþjálfunar átti að spara 20 milljónir. Þrátt fyrir allar þessar tillögur átti enn eftir að finna leiðir til að spara 180 mifljónir. í nýjusm til- lögrnn heilbrigðisraðherra er enn höggvið í sama knérunn. Þar er gert ráð fyrir að spara 50 milljón- ir til viðbótar með lækkun út- gjalda vegna hjálpartækja og sömu rök og áður týnd til um magnafslátt, útboð og eftírht með kostnaðaráætlun. Spara á 15 milljónir til viðbótar með því að draga úr erlendum sjúkrahúsa- kostnaði. Sjúkradagpeninga- greiðslur eiga að lækka um 15 milljónir til viðbótar og sömu rök og áður týnd til í því sambandi. Þá er gert ráð fyrir 100 milljóna spamaði í lyfjakosmaði og enn og aftur em magasárslyfin nefnd þar til sögunnar sem spamaðarliður. -EÓ Tökum ekki þátt í að nauðga stjómvöldum, segir fram- kvæmdastjóri VSÍ ,Ef þessi verkfallsboðun verður dæmd ógild þá get ég ekki betur séð en að sjómenn getí bara ekki opnað kjaftinn. Þá er það bara árás á lýðveldið. Það er hægt að tína fram fjölda dæma sem sjómenn og útvegsmenn hafa samið um, sem sfðan hafa verið lögfest. Sem dæmi þá em hlutaskiptin, sem ráða mestu um kjör sjómanna, bundin í lögum. Ef við skyldum boða veik- fall tíl að knýja fram breytingar á þeim þá yrði það væntanlega túlk- að sem árás á löggjafann og dæmt ógjlt. Ef þetta verður dæmt ógilt þá er deilan samt sem áður óleyst og mun að öllum líkindum bara magnast,' segir Helgi Laxdal, for- maður Vélstjórafélags íslands. Eins og kunnugt er þá slitnaði upp úr samningaviðræðum sjó- manna og útvegsmanna í vikunni eftir að VSÍ ákvað, fyrir hönd út- vegsmanna, að láta reyna á lög- mætí verkfallsboðunar sjómanna fyrir Félagsdómi. En VSÍ telur að krafa sjómanna gegn þátttöku þeirra í kvótakaupum og boðað verkfall, séu sett til höfuðs stjóm- völdum og löggjafanum til að brey- ta núgildandi ákvæðum í kvótalög- unum um fijálst framsal veiði- heimilda og því sé ekki hægt að Ijúka málinu við samningaborðið. Stefnan verður þingfest fyrir dómnum í dag og er búist við úr- skurði í næstu viku. Á meðan hef- ur sáttaumleitunum verið slegið á frest. ,Við tökum ekki þátt í því að nauðga stjómvöldum til þéssara breytínga,' segir Þórarinn V. Þórar- insson, framkvæmdastjóri VSÍ. Hann segir jafnframt að VSÍ hafi ekki útilokað neinar umræður um þá þættí sem snúa að breytingum á kvótalögunum. ,Það liggur fyrir yfirlýsing sjó- manna um að verkfallinu verði ekki afstýrt nema með Iöggjöf. Verkfallshótunin er Akkilesarhæll- inn. Þetta snýst um grundvallarat- riði því það em til ótal dæmi um samvinnu aðila vinnumarkaðarins gagnvart ríkisvaldinu og í því sam- bandi nægir að minna á lækkun matarskattsins,' segir fram- kvæmdastjóri VSÍ. Hann minnir einnig á að sameiginleg verkefni aðila vinnumarkaðarins hafi verið leyst með fijálsum hættí en ekki með nauðung. Fari svo að Félagsdómur úr- skurði verkfallsboð sjómanna ólög- mætt, þá má búast við að samtök sjómanna afli sér nýrrar verkfalls- heimildar og boði síðan verkfall á nýjan leik með þriggja vikna fyrir- vara. Það þýðir að öllum lfldndum að fiskiskipaflotinn stöðvast í lok næsta mánaðar. -GRH í peningabað P • • sf Q Það er hætt við að einhver getí baðað sig í peningum fyrir þessi jól, dettí sá hinn sami í lukkupott- inn og vinni fjórfaldan fyrsta vinn- ing í lottói á Þorláksmessu eða hátt í 20 millj. kr. í frétt fra íslenskri getspá er greint frá því að þetta sé í annað skiptí í sögu lottósins sem fyrstí vinningur verður ^órfaldur en alls er búist við að heildarupphæð vinninga verði hátt í 25 millj. kr. Þá segir að sl. laugardag hafi fyrsti vinningur verið 9.3 miflj. kr. sem færist nú yfir á Þorláksmessu. Vakin er athygli á því að skyn- samlegt sé að koma tímanlega á sölustaði og losna við óþarfa bið- raðir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.