Tíminn - 22.12.1993, Blaðsíða 11

Tíminn - 22.12.1993, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 22. desember 1993 tiinín n 11 Ingimar Eriendur Sigurösson. Ingimar Erlendur kveður sér hljóðs Ný ljóðabók er komin út eftir Ingimar Erlend Sigurðsson, en naerri áratugur er liðinn frá út- komu ljóðabókar eftir hann. Hin nýja Ijóðabók ber heitið Hvíta- myTkur og er einskonar speglun af yrkingum Ingimars Erlendar á sl. áratug. f fréttatílkynningu frá útgefanda segir: „Nafn bókarinnar er táknrænt; þegar vissum áfanga er náð í and- legum skilnaði mannssálar við myrkrið, tekur við annars konar myrkur: sú ofbirta sem byrgir mennskum sjónum fulla sýn að uppsprettu ljóssins, þar sem eðli og sannleikur, samhengi heims og himins og manns og guðs, em fólg- in líkt og opinn leyndardómur. Ljóð Ingimars Erlendar em hlað- in af merkingu, sem er ljós og lukt í senn; hann er á heimavelli í hinu smndlega sem hinu eilífa; ljóð hans eru ekki afkvæmi tóms og tilgangs- leysis, heldur borin til lífs og ástar, trúar og vonar. Hvítamyrkur er jafnframt mikil ádeilubók; þar er deilt á inni- haldsleysi og gervimennsku sam- tímans. Menningartíldrið fær sinn skell í þessum skörpu ljóðum, sjálf- miðuð göfgun nýaldarmanna, yfir- borðsmennska hjartfólginnar kirkju og bókmenntabraskið, svo eitthvað sé tínt tíl." Bókin er 215 blaðsíður og er tólfta ljóðabók Ingimars Erlendar Sigurðssonar. Útgefandi er Sigur- jón Porbergsson. (Fréttatilkynning) SOÐASKAPUR - ELDHÆTTA Sýnum alhliða tillitssemi í umferðinni! ÚK FERÐAR Andvari kominn út Andvari, rit Hins íslenska þjóðvina- félags, er kominn út. Það er 118. ár- gangur, sá 35. í nýjum flokki. Ritstjór- inn, Gunnar Stefánsson, fylgir ritinu úr hlaði. Aðalgreinin, æviágrip árs- ins, fjallar um Pálma Jónsson kaup- mann, Pálma í Hagkaup, og er eftír Hcrnnes Hólmstein Gissurarson. Tvö ljóð eftir Jóhann Hjálmarsson eru í Andvara, en annað efni er sem hér segir: Tryggvi Gíslason á ítarlega ritgerð um Evrópubandalagið og er það þáttur í þeirri stefnu, sem upp hefur verið tekin, að Andvari taki þjóðfé- lagsmál samtíðarinnar til meðferðar, auk hefðbundins menningarsögulegs efnis. Af þvl tagi eru allmargar grein- ar í ritinu að þessu sinni. Hallfreður Öm Eiríksson á greinina Mímnlýs- ingar og munnmæli. Andrés Bjöms- son birtir grein um Grím Thomsen og raunsæið. Eftír Úlfar Bragason er greinin „Orð vex af orði" og fjallar um sjálfsævisögu Stephans G. Steph- anssonar. Amheiður Sigurðardóttir ritar um fyrstu Reykjavíkurár Guð- mundar Magnússonar (Jóns Trausta). „í leit að eilífum sannindum" eftir Höllu Kjartansdóttur fjallar um tvær sögulegar skáldsögur Gunnars Gunnarssonar, Jörð og Hvítakrist. Davíð Erlingsson hefur þýtt kafla úr rití P.M. Mitchell um danska trúar- bragðafræðinginn Vilhelm Grönbech. Kristján Amason ræðir um tvær nýj- ar Ijóðaþýðingar. Grein hans heitir „Tveim tungum" og er um þýðingu Sverris Hólmarssonar á Eyðilandinu eftir XS. Eliot og þýðingu Sigfúsar Daðasonar á Útlegð eftir Saint-John Perse. Loks er grein eftir Kristján Kristjánsson um Rætur og vængi, safn af ræðum og greinum Þóréuins Bjömssonar skólameistara. Andvari er 176 blaðsíður. Oddi prentaði, en aðsetur ritsins er hjá Sögufélaginu, Fischersundi 3. Verð kr. 1.300 + vsk, 1.482 kr. með vsk. Stórbrotið grundvallarrit Jón G. Friðjónsson dósent hefur gef- ið út hjá Bókaklúbbi Amar og Örlygs ritverkið Mergur málsins, þar sem hann fjallar um liðlega 6000 ólík orðatiltæki. Um 2/3 hluta þeirra hef- ur ekki verið fjallað áður. Að baki liggur meira en tíu ára vinna höfund- arins þar sem hann gerir grein fyrir heimildum, merkingu, notkun, aldri og uppmna orðatiltækjanna. Hundr- uð teikninga eftir Ólaf Pétursson skýra enn frekar líkingar sem liggja að baki orðatiltækjunum. Hér er á ferðinni alþýðlegt gnmd- vallarrit, sem á erindi við alla tslend- inga. Það hefur þegar verið tílnefnt til íslensku bókmenntaverðlaunanna. Jón G. Friðjónsson lauk BA-prófi í íslensku og sagnfræði vorið 1969 og cand. mag.-prófi í íslenskri og al- mennri málfræði 1972. Að námi loknu starfaði hann við Orðabók Há- skólans fram á haustíð 1972, en þá var hann ráðinn sem Wissenschaftlic- her Assistent við Christian-AI- brechts-háskóla í Kiel þar sem hann hafði m.a. íslenskukennslu með höndum. í september 1975 var hann skipaður lektor við Háskóla íslands. Frá 1982 hefur hann verið formaður stjómar Orðabókar Háskólans. Gleðileg jól- IZ Óskum starfsfólki okkar og viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir f?að liðna i KAUPFELAG BORGFIRÐINGA Borgarnesi farsœlt komandi ár

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.