Tíminn - 12.02.1994, Qupperneq 3

Tíminn - 12.02.1994, Qupperneq 3
Laugardagur 12. febrúar 1994 3 Heilbrigðisátak á ári fjölskyldunnar Gubni Ágústsson og tveir abr- ir þingmenn Framsóknar- flokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu þar sem skoraö er á ríkisstjómina aö beita sér fyrir sérstöku heil- brigöisátaki í samráöi viö heilsugæslustöövar, sveitar- stjómir og íþrótta- og ung- mennafélög um allt land. Flutningsmenn telja vel viö hæfí aö hrinda slíku átaki af staö á ári fjölskyldunnar. „Forvamarstarf er verkefni sem heilbrigöiskerfiö þarf aö sinna í ríkari mæli. Fólk, sem temur sér þá reglu frá ungum aldri að stunda einhverja íþrótt, er í miklu minni áhættu en hinn og lifir jafnframt reglu- samara lífi. Staöreyndin er sú aö þrátt fyrir langlífi íslendinga deyja margir eöa veröa fyrir al- varlegum áföllum í blóma lífs- ins vegna menningarsjúkdóma nútímans sem rekja má til hreyfingarleysis og tóbaksreyk- inga. Ríkisvaldið má kosta nokkm til í svona átaki því aö spamaöurinn kemur til baka í færri aðgerðum á sjúkrahúsum og betra heilsufari," segir í greinargerð með tillögunni. -EÓ Loödýrabœndur efna til sýningar á loöfeldum: Stórhækkun á loðskinnum Stóraukin gæöi framleiöslu loödýrabænda, ásamt já- kvæöri veröþróun á erlendum mörkuöum, hefur skilaö loö- dýrabændum í febrúar 1994 um 100% hækkun á veröi minkaskinna og um 215% hækkun á refaskinnum miö- aö viö sama mánuö í fyrra. Aö mati erlendra markaðssér- fræöinga er útlit fyrir aö nú- gildandi verö breytist lítiö á uæstu tveimur til fimm ámm. Nú em starfandi 72 loödýrabú á íslandi. Þau framleiða um 112 þúsund minkaskinn og um tuttugu þúsund refaskinn á ári. Vegna batnandi útlits á erlend- um mörkuöum ákváöu loð- dýrabændur aö geyma þriðjung framleiðslu síðasta árs til sölu á þessu ári. Sú ákvörðun hefur reynst mjög ábatasöm eins og tölur sýna hér aö framan. Það má því gera ráð fyrir að á yfir- standandi ári verði samtals flutt út um 162 þúsund minkaskinn og 27 þúsund refaskinn. Ef spár markaðssérfræðinga standast um stöðugt verð á erlendum mörkuðum mun greinin skila- um 475 milljónum króna í gjaldeyristekjum á árinu 1994. Athyglisvert er að aðeins um fjórtán til átján prósent aðfanga til framleiðslunnar em innflutt. Þá má geta þess að um 110 árs- verk em bundin í framleiðslu fóðurs, skinnaverkun og öðmm sérhæfðum þjónustustörfum við greinina. Af þessu jákvæða tilefni hafa íslenskir loðdýrabændur ákveð- ið að efna til sýningar á morg- un, sunnudag þrettánda febrúar á Hótel Selfossi. Sýningin hefst klukkan 14 og er ölium opin. Hér má sjá hvar bíllinn liggur á hlibinni í Smáhamarshálsinum. Tímamynd Stefán Gíslason .»*• ^ ■** -fW* ' Vanbúinn fiskflutn- ingabíll lenti á hvolfi Frá Stefáni Gíslasyni, fréttarítara Tímans á Hólmavik: Aöfaranótt sl. þriöjudags vait fiskflutningabíll noröanvert í svonefndum Smáhamarshálsi skammt sunnan Hólmavíkur. í bílnum vom um 11,5 tonn af nýjum línufiski, sem flytja átti til vinnslu á Dalvík. Bíll- inn var keöjulaus, en mikil hálka á veginum. Tildrög þessa óhapps vom þau, að upp úr miönætti á mánu- dagskvöld lagöi umræddur bíll af stað frá Hólmavík áleiðis til Dalvíkur með 11,5 tonn af fiski, sem landað hafði verið í Hólmavíkurhöfn um kvöldið og áttu að fara til vinnslu hjá Fiskverkun Jóhannesar og Helga á Dalvík. Þrátt fyrir að sami bílstjóri hafði ekið bílnum til Hólmavíkur nokkmm klukkustundum fyrr í glæra- hálku, vom engar ráðstafanir gerðar til að útbúa bílinn áður en lagt var af stað með flutning- inn. Þegar komið var út í Smá- hamarsháls, rúmlega 15 km sunnan við Hólmavík, stöðvað- ist bíllinn í brattri brekku vegna hálkunnar. Bíllinn rann síðan aftur á bak og út á hlið út af veginum og niður brattan kant. Þar lagðist hann á hliðina og endaði loks á hvolfi. Við það rifnaði önnur hliðin úr yfir- byggingu bílpallsins og fiskur- inn dreifðist yfir nærliggjandi þúfur. Bílstjóri flutningabílsins slapp ómeiddur og komst til Hólma- víkur um nóttina, og síðdegis daginn eftir var hafist handa viö að hirða upp fiskinn, eftir að tæki Vegageröarinnar höfðu mtt athafnasvæði umhverfis bílinn. Flutningabílstjóri frá Ármanni Leifssyni í Bolungarvík var einn þeirra sem kom á slysstaðinn á þriðjudagsmorguninn. Hann stöðvaði bílinn uppi á hálsin- um og gekk niður í brekkuna til að líta nánar á aöstæöur. Þegar hann kom til baka upp á hæö- ina hafði bíll hans mnniö til hliðar út af veginum og þurfti stórvirkar vinnuvélar til að ná honum upp. Þessi hætta mun oft fyrir hendi þegar stórir bílar em skildir eftir á ísilögðum vegi, vegna þess að hjólbarðam- ir bræða efsta lagið af ísnum. Þar með myndast glerhálir blettir undir hjóluum og sé veg- urinn hallandi er hætt við því að bíllinn leggi af stað undan brekkunni. Óhöppin í Smáhamarshálsin- um vekja upp spumingar um það, hvort algengt sé að flutn- ingatæki á borð við þessi séu vanbúin til vetraraksturs. Yfir 90% sjómanna og bœnda hugsa hlýtt til Veburstofunnar og um 80% annarra landsmanna: Aöeins 15% höfubstabarbúa vita á hvaba veöurspásvæöi þau búa V/'ð spumingunni „Á hvaba veburspásvœbi býrb þú" áttu abeins 15% höfubstabarbúa rétt svar, þ.e. Faxaflóa. Fólk í öbrum landshlutum stób sig almennt þrísvar sinnum betur og yfír 70% bœnda höfbu þetta á hreinu. Aöeins 15% höfuöstaöarbúa vita á hvaöa veöurspásvæöi borgin þeirra er, en 45% ann- arra landsmanna þekkja eigin spásvæöi. Þetta þýöir aö ein- tmgis þriöjungur landsmanna gaf rétt svar viö spuming- unni: „Á hvaöa veöurspá- svæöi býrö þú?" í umfangs- mikilli viöhorfa- og þjónustu- könnun sem Félagsvísinda- stofnim geröi fyrir Veöurstofuna. Athyglisvert er í þessu sam- bandi, aö þessari spásvæðaþekk- ingu hrakar með aukinni skóla- göngu. Því innan við fjóröung- ur (23%) fólks með háskóla- gráðu (sérfræðingar) þekkti sitt veðurspásvæði, en það gerðu tun 37-39% þeirra sem stysta skólagöngu höfðu að baki (verka- og afgreiöslufólk). Alíka mikill munur kom fram milli aldurshópa, þeim yngstu í óhag. Tvær starfsgreinar reyndust hafa algera sérstöðu á þessu sviði, og raunar öllu sem að veðurspám lýtur, þ.e. bændur og sjómenn. Um 55% sjómanna og 72% bænda höfðu spásvæði sitt á hreinu. Veðurstofumenn geta líka glaðst yfir einstaklega góðum hug landsmanna, ekki síst frá þessum mestu veðuráhugastétt- um landsins. Nærri helmingur sjómanna og bænda er „mjög" jákvæöur í garð Veðurstofunnar og hlutfallið fer yfir 90% ef „frekar" jákvæðir eru meðtaldir. Aðeins 4% þessa hóps hugsa neikvætt til stofnunarinnar. Af þjóðinni í heild er hlutfall „mjög" jákvæðra talsvert lægra en „hlutlausir" eru aftur á móti margfalt fleiri (17%). Þetta þýðir þó ekki að sjómenn og bændur telji þjónustu Veð- urstofunnar algóða eða vilji engu breyta. Um sjötti hver bóndi og ríflega fjórðungur sjó- manna telur þjónustuna frekar lélega eða í besta falli sæmilega. Yfir 90% sjómanna og bænda eru em samt „mjög" eða a.m.k. „frekar" ánægð með veðurfrétt- ir í Ríkisútvarpinu, sem er þeirra helsti veðurfréttamiðill, bæði útvarp og sjónvarp. Um og yfir 90% þeirra hlusta yfirleitt á veð- urfréttir á „Gömlu gufunni", og þá a.m.k. daglega og margir oft á dag. Litlu lægra hlutfall horfir líka nær dagleg^ á veðurfréttir í ríkissjónvarpinu og aöeins örfá- ir (4%) sjaldnar en vikulega.. Rúmlega helmingur sjómanna og 75% bænda horfa á hinn bóginn sjaldan eöa aldrei á veð- urfréttir Stöðvar 2. Að hluta til stafar þetta af því að þriðjungur þessara stétta sér ekki Stöð 2. Þessir menn gera líka minnst af því að lesa veðurfréttir í blöð- um. Um 80% sjómanna og bænda segja mikilvægustu upplýsing- amar vera veðurspá fyrir næsta sólarhring og raunar telur litlu lægra hlutfall bænda veðurhorf- ur fýrir næsm daga álíka mikil- vægar. Um 93% telja að þeir sjálfir eða fyrirtæki/stofnun sem þeir starfa hjá hafi fjárhagslegan ávinning af góðri veðurþjón- ustu. Enda telur ríflega helm- ingur bænda og 2/3 sjómanna eðlilegt að fyrirtæki og stofnan- ir greiði fyrir sérstaka veður- þjónusm sem löguð væri að þörfum og óskum þeirra. Einn er sá hlutur stór hluti landsmanna hefur ennþá ekki sætt sig viö, þ.e. breyting á tímasetningu veðurfrétta Rásar 1. Sérstaklega er áberandi aö allt að þriðjungur vildi færa 19:30 veðurfréttimar á fyrri tíma. -HEI

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.