Tíminn - 12.02.1994, Qupperneq 4

Tíminn - 12.02.1994, Qupperneq 4
4 WtílOTtttl Laugardagur 12. febrúar 1994 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Utgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4,105 Reykjavík Inngangur frá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 105 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmibja Frjálsrar fjölmiblunar hf. Mánabaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 125 kr. m/vsk. Trúnaöur brostinn? Það skiptir miklu máli fyrir traust stjórnenda að þeir tali einu máli. Það gildir einu hvort um fyrir- tæki eða stofnun er að ræða. Ekki síst gildir þessi regla ef um er að ræða ríkisstjórnina sjálfa. Ein af jólabókunum var bók Gylfa Þ. Gíslasonar um viðreisnarárin. Þar gerir hann mikið úr því trausti sem ríkti milli stjórnarflokkanna á þeim ár- um. Skoðanaskiptum var haldið innan ríkisstjórn- arinnar og talað einu máli út á við. Gylfi taldi þetta grundvallaratriði og þakkaði árangurinn, sem hann taldi góðan, ekki síst þessu. Því er þetta gert að umtalsefni núna, að svo virð- ist sem allur trúnaður sé brostinn hjá þeim ráð- herrum, sem nú sitja og mynda ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðuflokksins. Af mýmörgu er að taka í þessum efnum, en það er daglegt brauð nú, að einstakir ráðherrar gefi yfirlýsingar og grípi til aðgerða, sem ganga þvert á skoðanir og valdsvið annarra ráðherra. „Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir ætla sér leyfist það," segir gamalt máltæki. Flokkssamþykktir ganga því þvert á þá stefnu, sem ráöherrarnir hafa undirgengist, og er skemmst að minnast ályktunar flokksstjórnar Alþýðuflokksins um kvótamálin í því efni. íslendingar eiga í viðkvæmum átökum á alþjóða- vettvangi um hvalamál. Sjávarútvegsráðherra set- ur málið í ákveðinn farveg og skipar nefnd til þess að móta stefnuna. Forsætisráðherra fær lögfræð- inga til að athuga málið og birtir álit þeirra, sem gengur þvert á stefnu sjávarútvegsráðherra. For- maður utanríkismálanefndar lýsir yfir annarri stefnu en sjávarútvegsráðherra fylgir, og þing- menn flokksins bera fram tillögu um enn aðra stefnu. Þessi málatilbúnaður er með ólíkindum og hlýtur að veikja traust-bkkar út á við. Hæstaréttarhús er á málasviði dómsmálaráð- herra. Forjætisráðherra lýsir því yfir á Alþingi að rétt sé að býggja þetta hús annars staðar en ákveð- iö var í fyrstu, án þess að það mál sé á hans mála- sviði. Viðskiptaráðherra gerir sér lítið fyrir og lýsir því yfir að rétt sé að auka þorskkvóta landsmanna. Akvörðun um heildarkvóta er ein sú erfiðasta sem fekin er, og málið ofurviðkvæmt. Það er á mála- sviðt sjávarútvegsráðherra. Slík yfirlýsing samráð- herra í ríkisstjórn án sýnilegs samráðs við þann, sem ber ábyrgð á málaflokknum, er alveg með ólíkindum og vandséð er hvernig sjávarútvegsráð- herra getur látið bjóða sér þetta, ásamt öðrum yfir- lýsingum frá flokksbræðrum sínum. Þetta eru sláandi dæmi, en þetta er aðeins það sem gerst hefur í þessari viku í þessa veru. Hér er ekkert minnst á landbúnaðarfarsann eða neitt annað, sem gerst hefur ef farið er um það bil ár aft- ur í tímann. Það er ekki hægt að ætlast til að aldrei kastist í kekki milli ráðherra í samsteypustjórn og jafnvel þótt þeir séu í sama flokki. Hins vegar eru þau vinnubrögö, sem nú eru viðhöfð, með þeim hætti að þau sýna ljóslega að ríkisstjórnin er ekki starf- hæf sem heild lengur og hefur ekki traust, hvorki innbyrðis né út á við. Ráðherrunum kann að tak- ast að sitja eitt ár enn. Afstaðan til stærstu mála og trúnaðarbrestur hafa hins vegar lamað svo sam- starf þeirra, að ríkisstjórnin verður vart meira en starfsstjórn það sem eftir er til kosninga. Er ísland byggilegt? Oddur Ólafsson skrifar Þaö er gömul staöhæfing og ný aö ísland sé á mörkum hins byggilega heims. Með dálitlum hártogunum, sem yfir- leitt fylgja sannfærandi rök- semdafærslu, er vel hægt aö sýna fram á aö landið sé öðru hvom megin markanna, óíbúðarhæft meö öllu eða fýsilegt til búsetu. Búsetan byggist sjálfsagt meira á hugarástandi en náttúmfari og nýtingu auðinda. Meö bölsýni og viðvarandi svartagallsrausi er hægt aö leggja land í auön, en með jákvæöu hugarfari og skyn- samlegu framtaki er leikur einn aö þreyja þorrann og góuna á mörkum hins byggilega heims. Skortur á tækifæmm og land- flótti ungra menntamanna er eitt af áhyggjuefnum líðandi stundar og sannar hver sem betur getur aö mjög illa sé búiö að menntuðum starfskrafti. Rannsóknir og ný- sköpun atvinnuvega kvað vera af- skaplega aftarlega á merinni hér á landi, miðaö viö samánburöamk- in, og viö drögumst afturúr meö hverju árinu. Fjársvelti Illa er búib aö menntastofnun- um, sem em í sífelldri fjárþröng; kjör nema em kröpp og lánasjóö- ur máttvana og skipulag hans úr- elt. Þar við bætist aö þegar þeir mennt^menn,. sem ljúka námi viö slæmar aöstæður, leita starfa vib sitt hæfi, em þau torfeflgin hér á landi. > Eitthvað í þessum dúr var ræöa Sveipbjörns Bjömssonar rektors, á háskólahátíö fyrir skömmu. Niöurstaðan hans var sú aö ís- lenskir menntamenn ættu ekki annarra kosta völ en að setjast aö erlendis, þar sem lSeídómur þeirra og hæfni er mehn aö veröloikum. Að vonum vakti ræöa rektors veröskuldaða athygli, enda var hann ómyrkúr í.Aiáli um fortíöar- stefnu í atvinnumálum og skiln- ingsleysi áhrifamanna á þeirri endursköpun atvinnulífs og vib- horfa, sem á sér staö meðal upp- lýstraþjóða. Vafalaust má deila um réttmætr þeirra skoðana og staöþæfinga, sem rektor setti fram, og er ekkert nema gott eitt um þaö aö segja. Endalok umræðunnar mega ekki verba þau, aö hún koðni niöur í, venjulegu tómlæti þeirra sem , aídrei þora aö takast á viö megin- ■ atriöi, en eru þeim mun sperrtari aö rífast og nudda um einskis verö aukaatriöi og athafnir lítilla karla. Þaö, sem hér er um ab ræöa, er hvort þjóðin kærir sig um aö búa áfram í landi forfeðranna eða hreiörar um sig við blíöari kjör í þeirri fjölþjóbahyggju, sem viö emm sannarlega hluti af. Burt, burt Nú er tími mikilla þjóðflutninga og hafa íslendingar ekki fariö var- hluta af þeirri þróun, enda í al- faraleiö. En þama emm viö ekki samferöa viðmiöunarþjóðunum, fremur en á mörgum öömm svið- um. Straumur flutningafólks liggur til ríkja Vestur-Evrópu og Noröur- Ameríku og er margt gert til aö hamla gegn honum, sérstaklega hin síöari ár, og valda þær ráðstaf- anir endalausum deilum af mörg- um ástæöum. En samkvæmt nýbirtri mann- fjöldaskrá Hagstofunnar liggur straumurinn frá íslandi, fremur en til landsins. Fólk fætt á íslandi en með lögheimili erlendis, flest af því íslenskir ríkisborgarar, em um 17.500 talsins. Aftur á móti er fólk, sem fætt er erlendis en bú- sett á íslandi, um 10.000 manns. íslendingum, sem búsettir em er- lendis, hefur fjölgaö mjög mikiö allt frá 1965 og viröist straumur- inn þyngjast meö hverju árinu, ef rétt er lesiö úr skýrslum. Aftur á móti er fjölgun aöfluttra mun minni og hallar því mjög hér á. Útlendir íslendingar Með tilkomu Evrópska efnahags- svæöisins opnast íslendingum at- vinnumöguleikar í fjölda landa sem aldrei fyrr, og engin vand- I tímans rás kvæði em á ab setjast þar að fyrir þá sem kæra sig um búsetuskipti. í deilunum um þátttöku í EES var því mjög haldið á lofti að út- lendingar muni flykkjast til ís- lands og taka sér bólfestu hér. Minna var rætt um hættuna á því að íslendingar mundu heldur kjósa aö lifa og starfa suöur í álfu en viö heimskautið á mörkum hins byggilega heims. En löngu áöur en samningar um sammna Evrópuríkja var undirrit- aöur var umtalsveröur hluti þjóö- arinnar þegar oröinn heimilisfast- ur í útlöndum. Varla stöbvast sú þróun nú. Nýsköpun hugarfarsins Ef íslendingar em aö missa af lestinni í atvinnuþróun og ný- sköpun hugarfarsins, veröur fátt eitt til bjargar. Ef menntun og hæfni flyst öll úr landi, verða ekki aðrir en amlóöar eftir, sem ekkert eiga að kunna og ekkert geta. Ekki björguleg framtíöarsýn þaö. Sveinbjörn rektor og margir aðr- ir, sem sjá fram á afmenntun þjóðarinnar, taka sér töfraorðin „rannsóknir og þróun" oft 1 munn og telja veraldlegt framtíb- argengi einstaklinga og fyrirtækja undir því komiö, aö nægilegu fé sé variö til rannsókna og þróunar. Allt er þaö gott og blessað og auðvelt ab taka undir þær frómu óskir. Hins vegar endar röksemda- færslan viö töfraformúluna og fer lítið fyrir útskýringum á hvaö á aö rannsaka og þróa og hvemig og til hvers þaö leiöir fyrir þjóöar- búiö, sem enn er staðsett á ís- landi. Svipað á sér stað, þegar markaöshyggjumenn fara mörg- um fögrum oröum um að frjálsi markaöurinn muni leysa öll mannleg og efnahagsleg vanda- mál. Þeir gleyma aö útskýra hvemig. Sósíalistar klöppuðu þennan steininn í heila öld og standa vandamálin eftir, þegar sósíalism- inn er horfinn. Höfuðlausn En það er búsetan á íslandi sem reynt er að hemja þetta pistilkom viö. Hún er fleinun áhyggjuefni en háskólarektor, þótt aðrir séu ekki eins skýrmæltir og hann um vandamáliö og hugsanlega lausn áþví. Málatilbúnaður þeirra, sem ein- blína á fjárframlög til menntunar og rannsókna sem eins konar höf- uölausn, er þröngur og einna helst bundinn við lífsafkomu langskólagenginna. Þá afstööu ber ekki að vanmeta. Hins vegar er margt fleira sem verður að skoöa nánar, þegar um er að ræöa framtíðarbúsetu í harðbýlu landi. Það em ekki ein- göngu atvinnutækifæri og trygg dagvistun bama sem ráöa því hvar fólk vill búa. Jafnvel ekki heldur framlög til menntunar og rannsókna. Málið ailt er mikilvægara og um- fangsmeira en svo að hægt sé aö afgreiöa þaö með einföldum get- gátum og staðhæfingum. Spyrja veröur fleiri spurriinga og leita svara á víðari gmndvelli. Þaö má t.d. spyrja hvort yfirhöf- uð sé æskilegt að halda íslandi í byggö og hvort ekki gæti fariö allt eins vel eöa betur um mannskap- inn annars staöar, þar sem menntun er metin og rannsóknir stiindaöar og kaupib er hátt. Á tímum alþjóöahyggju og af- neitun þjóöríkja er ættjaröarást úrelt þing og þaö er ekkert nátt- úmlögmál aö íslenska sé þjóö- tunga á íslandi. Því má spyrja hvaö þaö sé, sem bindur saman land og fólk, og hve traust þau bönd séu. Framleiðsluatvinnuvegir eins og fiskveiöar og búvömframleiðsla tilheyra liðinni tíð, eins og síöast gat aö lesa í Tímanum í gær, föstudag, og öld heimsviöskipta er gengin í garö. Sönnunin fyrir þeim tímamót- um er lífleg uppsetning skóla- krakka á jesúsúperstjömu. Eng- inn heimalningsháttur þar. Forsenda búsetu Forsenda þess að ísland haldist áfram í byggb er sú, að einhver vilji búa hér, þegar annarra kosta er völ. Ef búsetan er ekki aðlaöandi eöa lífvænleg, er kannski engin ástæöa til ab viöhalda henni. Ef fiskveiöar og landbúnaður em deyjandi atvinnugreinar og ibn- aðurinn er þegar kominn á líkbör- umar, er bágt að sjá fyrir 20. aldar mann hvaö á aö bardúsa í veiði- stöbinni. En upplýsingaþjóðfélagiö kann svör viö því og munu rannsóknir og þróun taka viö af fiskdrætti og stússi viö búpening, og heimsviö- skiptin blómgast á mörkum hins byggilega heims. Best er aö reyna ekki að svara ágengum spumingum, því hvert svar leiöir af sér tíu nýjar spum- ingar. Aö lokum þó ein, sem enginn mun svara: Hvað ætlum við ab gera í málinu?

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.