Tíminn - 12.02.1994, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.02.1994, Blaðsíða 8
8 ffitntiiirg Laugardagur 12. febrúar 1994 Þegar sögufrægar vitna- leiðslur og réttarhöld yfir Frank Costello fóru fram árið 1951 fyrir opnum sjóvarps- tækjum landsmanna, slógu fjöl- miðlar upp fyrirsögnum á borð við „Forsætisráöherra undir- heimanna". Rannsókn málsins vakti gríðarlega athygli og bandaríska þjóðin neyddist til að standa upp og viðurkenna opinberlega að Mafían væri staðreynd. Þá urðu sjónvarps- áhorfendur vitni að því hvemig hægt er að fara á svig við loðnar réttarreglur og fela sig í skjóli brotalama kerfisins. Frank Cost- ello var útsmoginn og lögfróður glæpamaður, þótt ekki væri hann löghlýöinn. Tengdur Mafíunni Annað, sem vakti athygli, vom hendur Franks Costello sem urðu sjónvarpsáhorfendum vel kunnar. Frank Costello neitaði nefnilega við yfirheyrslumar að andlit hans myndi sjást og áhorfendur uröu aö láta sér nægja rödd hans og hendur. Þær dönsuðu villtan dans á borðinu og gáfu til kynna mikla tauga- veiklun glæpaforingjans, sem áður liföi betri tíma. Þaö er tvennt, sem tengir nafn Franks Costello við Mafíuna. Annars vegar vann hann sig til vegs og viröingar hjá „Samtök- unum", félagsskap glæpamanna sem Vito Genovese, Lucky Luci- ano og Meyer Lansky stóbu ab ásamt honum sjálfum (Cosa Nostra-geirinn). Hins vegar þótti honum gott að vinna ein- samall og tók að sér ýmis sóða- leg verk fyrir „Sameininguna", sem var annar armur Mafíunnar í Bandaríkjunum og var ekki bundinn viö einstök riki. Costello reyndi að sannfæra fólk um að hann væri aðeins tengdur síðari félagsskapnum vináttuböndum og hann hefði orðið milljónamæringur vegna eigin dugnaöar og útsjónarsemi. Hann heföi aldrei svarið þagna- reiðinn „omerta" og ekkert tengdi hann beinlínis vib Sam- eininguna. Þab var erfiðara fyrir Costello að afSanna tengsl sín við Sam- tökin. Hann beitti þó óspart fyr- ir sig ákvæði í lögum, sem var á þá leið ab viðkomandi þarf ekki að vitna, ef líkur eru á ab vitnis- burðurinn geti bendlað vitnið sjálft við glæpi sem tengjast rannsókninni. Costello var stætt á þessu og þótt menn gerbu allt til að koma á hann höggi, var hann einfaldlega kerfinu yfir- sterkari og upp úr þessu máli var réttarfars- og stjómskipunarregl- um Bandaríkjanna breytt. „Göt- in eru til ab nýta sér þau," á Costello ab hafa sagt við vin sinn skömmu eftir rannsóknina 1953. Erfíb bernska Frank Costello fæddist sem Francesco Castiglia 26. janúar 1891 í Lauropauli í suðvestur- hluta Ítalíu. Hann var sjötta bam Luigis og Maria Castiglia, sem vom bláfátækir bændur. Árið 1893 seldi Luigi kotbýliö fyrir 8 dollara og keypti farmiða fyrir fjölskylduna til Ameríku, lands hinna gullnu tækifæra. I byrjun settist fjölskyldan ab á Long Island, en seinna fluttist hún í fátækrahverfi í austur- hluta Harlem. Þar vom glæpir Frank Costello. Frank Costello: Forsætisráöherra undirheimanna og vændi helsta lifibrauö íbú- anna og það var síst betur kom- ið fyrir ítölsku fjölskyldunni en hafði verið áður á Ítalíu. Þó skánaði ástandið hægt og rólega og Luigi keypti sér litla verslun á einu af „Litlu Ítalíu- svæðunum", sem vom að ryðja sér til rúms í austurhluta Harlem á þessum tíma. Til ab stunda verslunarrekstur þurfti Luigi að borga gjald til „Svörtu handar- innar", ítalskrar undirheima- hreyfingar sem drottnaði í fá- tækrahverfunum. Þeir, sem ekki keyptu sér vemd og borguðu „skatt", vom ofsóttir og verslan- ir og íbúðir þeirra brenndar. Að borga eða deyja, þessir tveir vom kostimir. Borgarstjórí New York-borgar, Fiorello LaCuardia (meb hattinn), skar loks upp herör gegn starfsemi Costellos. Hér eru ólöglegir spilakassar gerbir upptœkir. Breyttir hagir Francesco fékk snemma trúna á sjálfan sig og metnaðinn til að breyta högum fjölskyldunnar. Hann fyrirleit föður sinn fyrir að vera algjörlega upp á aðra kom- inn, en leit hins vegar upp til „Svörtu handarinnar" og vinnu- bragða þeirra. Hann taldi auð- veldusm leibina til betri tíðar vera glæpabrautina og fór snemma að lifa eftir þeirri hug- myndafræbi. Francesco var að- eins 13 ára gamall er hann hætti I skóla og fyrir 15 ára aldur hafði hann meiri daglegar ránstekjur en pabbi hans ávann sér á heilli viku. Um þetta leyti kynntist Franc- esco Ciro Terranova, alræmdum glæpaforingja, og sá hann drengnum fyrir verkefnum og varð hans fyrirmynd. Síöar kynntist Francesco mönnum sem sagan gleymir aldrei, s.s. Bugsy Siegel, Vito Genovese, Lucky Luciano og Dutch Schultz. Francesco var fyrst handtekinn 14 ára gamall fyrir að ræna veski gamallar konu. Hann var meb vasaklút fyrir andlitinu, en kon- an þóttist samt þekkja hann og hann var handtekinn. Hinn 14 ára patti galdraði hins vegar fram fullkomna fjarvistarsönn- un og þaö var upphafið ab leik hans við lögin. Þannig gekk og Francesco kynnti sér brotalamir réttarkerf- isins. Þótt hann væri margoft Phil Kastel. Einn af nánustu samstarfsmönnum glœpahöfbingj- ans. SAKAMÁL handtekinn á næstu ámm og grunaöur um glæpaaöild, tókst honum alltaf að komast undan armi laganna. Þessi hæfileiki hans gerði hann að því sem hann síðar varb. Sjálfstraustið óx og er hann var 17 ára gamall tók hanns sér nafnið Frank Costello. Á meðal hans nánusm var Costello fremur illa liðinn, en vinátta voldugra manna var honum meira viröi. Hann varð snemma uppeldisbróöir og trún- aðarvinur Willies Moretti, en samband þeirra átti eftir að draga dilk á eftir sér. Frank Costello og Willie Mor- etti vom einna fyrstir til að sjá hagnaðarvonina í áfengisbann- inu um 1930 og fóm að smygla áfengi frá Kanada tii Bandaríkj- anna. Þessi viðskipti kórónuðu ríkidæmi Costellos, en áður hafði hann hagnast verulega á fjárhættuspili, þvottahúsum og fleiru. Árið 1924 kvæntist Cost- ello sýningarstúlku af gyöinga- ættum. Þegar sjóðir Costellos urðu digrari en svo að hann gæti falið velgengni sína, fékk hann al- menningsálitið á sveif með sér með stofnun góðgerðasjóba. Þetta fór vel í almenning og áhrifamenn og lengi vel faldi hann sig í skjóli baráttu sinnar til styrktar líknarfélaga. M.a. vom kenndir við hann sjálfan nokkrir slíkir sjóðir. Eftir sprúttsöluna og -smyglið einbeitti Costello sér ab fjár- hættuspili. Upp úr 1939 var svo komið ab hann réð yfir flestöll- um spilavítum í Las Vegas, New Orleans og Saratoga, en armar hans teygðu sig miklu viðar. Sumum meðbræörum hans inn- an glæpahreyfingarinnar þótti sem hann væri orðinn allstór- tækur, en fyrir diplómatíska hæfileika sína tókst Costello að vera vinur allra, enn um sinn a.m.k. Mútur Einn mikilvægasti þátturinn í velgengninni var ab eiga áhrifa- menn í ýmsum stöðum og Cost- ello „átti" sína menn. Hann mútaði dómumm, borgarstjór- um, lögreglustjórum og allir virtust ginnkeyptir fyrir pening- um. Hann var þó öbrum harðs- vímbum glæpamönnum ólíkur hvað varðaði siðgæbi á vissum sviðum. „Ég geri það sem ég get til ab hagnast, en allt hefur sín takmörk. Til dæmis myndi ég fremur deyja en selja eimrlyf," sagbi Costello m.a. Þetta viðhorf hans er talið hafa verið þáttur í leikrænu sjónarspili hans til að almenningsálitið ynni með honum. Þannig liðu árin og Costello og kona hans lifðu í gríðarlegu riki- dæmi og svo virtist sem ekkert gæti fellt þennan mikla risa. Eft- ir þvi sem samkeppnin harðn- aði, fóm menn þó að beita óvandaðri meðölum og sundr- ungin innan glæpahringjanna varð til þess að einhver lak upp- lýsingum og Costello fékk dóm upp á 18 mánaða fangelsi. Það byTjaði með því að vinur hans fyrrverandi, Willie Moretti, sveik hann og sagði rannsóknar- mönnum allt sem hann vissi um skipulagða glæpastarfsemi Cost- ellos. Það var þó lítiö um sann- anir, en næstu ár vom erfið. Að lokum vom það skattamálin sem urðu Costello að falli. Heilsu hans haföi hrakað mjög og eftir ítrekaðar fangelsisvistir, þótt smttar væm, virtist sem hann væri að brotna. Eftir 11 mánaða fangelsi, árið 1956, ótt- uðust félagar hans að hann myndi rjúfa þagnareiðinn og draga þá með sér í fallinu. Tilræbíb Vito Genovese fékk mann til að ráða Costello af dögum á fínu veitingahúsi. Costello var að sötra súpuna sína, þegar skot- hvellur rauf kyrrðina og höfð- inginn féll blóðugur í gólfið. Árásarmaðurinn komst undan, en Costello var fluttur á sjúkra- hús. Betur fór þó en á horfðist, því kúlan hafði farið í eyrað og varö ekki um teljandi meiðsli aö ræða. Líkamlega var Costello fljómr að ná sér, en hann var nokkuð miður sín andlega, eins og gemr að skilja. Þrátt fyrir að vitni teldu sig vita hver árásarmaðurinn væri, var Costello „vinum" sínum sannur og hann virti enn hin gömlu gildi, þrátt fyrir tilræðið. Hann sagðist ekki treysta sér til ab segja til um hvort maður Vito Genovese væri sá sem skaut hann og vom ákærur látnar nið- ur falla. Eftir þetta drengskaparbragð „forsætisrábherrans fyrrver- andi" leyfðu meöbræöumir í hreyfingunni honum að lifa sínu lífi, en umsvif hans vom orbin mjög lítil. Ríkið gerbi sitt besta til að koma höggi á hann, en það gekk afar illa. Skömmu síðar var rannsókn málsins hætt og Costello fékk ab eldast og deyja í friði. Hann var orðinn 82ja ára gamall, er hann lést eblilegum daubdaga á heimili sínu á Manhattan árib 1973. Enginn veit með vissu hversu mörg morb hann hafði á sam- viskunni, en hans mun ætíð verða minnst sem eins af þeim stærstu í faginu, og umfram allt var hann sannur séntilmaður í sínu fagi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.