Tíminn - 12.02.1994, Blaðsíða 11

Tíminn - 12.02.1994, Blaðsíða 11
Laugardagur 12. febrúar 1994 mwfiwsi ii Borgarstjórinn í Lillehammer vill tengja Ólympíuleikana vib morb ísraelsku leyni- þjónustunnar á paiestínskum þjóni: Keppendur á vetrarólympíuleik- unum eiga ab læra af sögunni lillehammer, Reuter Borgarstjórinn í Lillehammer hef- ur lagt til að komið verði fyrir skildi til minningar um fyrstu tengsl bæjarins við Ólympíuleik- ana. Hann vill að skjöldurinn verði settur upp þar sem byssu- kúlur ísraelskra leyniþjónustu- manna lentu, þegar þeir myrtu palestínskan þjón í misgripum fyrir hryðjuverkamann árið 1973. í kjölfar þess að 11 ísraelskir íþróttamenn vora myrtir af pal- estínskiun hryðjuverkamönnum á Ólympíuleikunum í Miinchen árið 1972, leitaöi ísraelska leyni- þjónustan, Mossad, foringja hryðjuverkamannanna uppi og drap þá hvar sem til þeirra náðist. Fimm saklausir borgarar vora handteknir vegna morðsins, en ísraelsku leyniþjónustumennimir sluppu. í fyrra viðurkenndi Aharon Yar- ic, fyrrverandi yfirmaður Mossad, að leyniþjónustan hefði verið að verki. Hann sagöi að Golda Meir, þáverandi forsætisráðherra ísra- els, hefði vitað af mannaveiðun- um og ekki gert athugasemdir við þær, svo vitað sé. Palestínumaöurinn, sem var skotinn, var norskur ríkisborgari. Hann var á leið heim úr kvik- myndahúsi með eiginkonu og dóttur, þegar skotið var á hann. Samband ísraels og Noregs var lengi stirt eftir þennan hörmulega atburð, en hefur jafnað sig að fullu, eins og sjá má á því aö norskir embættismenn komu á sáttum milli Frelsissamtaka Pal- estínumanna og ísraelsstjórnar á síðasta ári. ísrael tekur nú þátt í vetrar- ólympíuleikunum í fyrsta skiptið. Einn maður keppir fyrir hönd þeirra: Michael Shmerkin, ættab- ur frá Úkraínu, en hann keppir í listhlaupi á skautum. Efasemdir um orkufrekan iðnab á íslandi Stefna íslenskra stjómvalda í mál- efnum viöskipta og iönaðar hefur orðið til þess að gengið hefur ver- ið ótæpilega á auðæfi hafsins, haldið uppi háu veröi á matvæl- um og valdið iðnfyrirtækjum þungum búsifjum. Þetta kemur fram í grein á heims- viðskiptasíðu stórblaðsins Fin- ancial Times í gær. Vitnað er til skýrslu Gatt um efnahagsástandib á Fróni. Sam- kvæmt henni hafa ókeypis fisk- veiðiheimildir valdiö ofveibi og offjárfestingu í íslenskum sjávar- útvegi. Nú sé svo komið að stjóm- völd hafi séb sig tilneydd til að skera niður þorskveiöikvótann til að bjarga stofninum. Greinarhöfundur bendir á að að- ildin að Evrópska efnahagssvaeb- inu eigi eftir að styrkja sjávarút- veginn á næstunni, því aö tollar og gjöld á fisk falli að mestu niöur í aðildarlöndunum 18. Öðra máli gegni um landbúnaö- inn, en búast megi viö því ab hann þurfi aö mæta harðnandi samkeppni útlendinga. Meb til- vitnun til Gatt-skýrslunnar er fullyrt að landbúnaður eigi eftir að dragast saman á næstunni, vegna minnkandi opinberra styrkja. . Þá er því 'haldib fram að ef iðn- fyrirtækin fái aukinn stuðning, muni komast á jafnvægi í efna- hagsmálum, en þau séu í dag háb verðsveiflum á fiski og breytilegu aflamagni milli ára. Skýrsluhöf- undar telja þó vafasamt fyrir ís- lendinga að horfa til orkufreks iðnaðar sem lausnar á efnahags- vanda sínum. Bent er á að slík framleiðsla vegi lítið í útflutn- ingstekjum miðað viö fiskafurðir, af því að flytja veröi allt hráefni til framleiðslunnar inn frá út- löndum. FT/ÁÞÁ Forsœtisrábherra Finnlands segir ab landib geti ekki gerst abili ab Evrópubandalag- inu nema kröfur þess um viburkenningu á heimskautalandbúnabi fái hljómgrunn: Landbúnabur veldur erfibleik- um í samningum Finna og EB Helsinki, Reuter Esko Aho, forsætisrábherra Finnlands, sagði í blaðaviðtali sem birtist í gær, að Finnar gætu ekki gerst aðilar ab Evrópu- bandalaginu nema viöurkenn- ing fáist á sérstöðu finnsks land- búnaðar. Finnar fara fram á það í samn- ingaviðræbum við EB ab heim- skautalandbúnaður verði styrkt- ur með sama hætti og landbún- , aður á sérlega harðbýlum svæb- um. Þegar finnsku samningamennimir lögbu fram krófur sínar I byrjun vikunnar, höfniiðu fulltrúar Evrópu- bandalagsins kröfunni um styrki fyrir heimskautalandbún- aðinn. „Ef Evrópubandalagib fellst á meginkröfur okkar, er okkur ekkert að vanbúnaði með að gerast aðilar að bandalaginu. Ef þeim hins vegar verður hafnað, verðum við að láta okkur nægja aöild að Evrópska efnahags- svæðinu." Formælendur Evrópubanda- lagsins tjábu Finnum það fyrr í vikunni að þeir vildu ab verb á landbúnaðarafurðum verði lækkað í Finnlandi til jafns við þab, sem er í öbrum EB-löndum, frá fyrsta degi eftir að þeir eru orðnir aðilar. Búist er við að af því geti oröið í síðasta lagi um mitt næsta ár, ef semst. Tilkynnt hefur verið að næstu samningafundir verði 21. og 22. febrúar og frá 25. febrúar til mánaðamóta, en þá á samning- um að vera lokið. Forsætisráðherrar Norðurland- anna þriggjá, sem sækjast eftir EB-aðiId — Finnlands, Svíþjóðar og Noregs — ætla að funda í Helsinki 25. febrúar. Þá er ætl- unin að stilla saman strengina fyrir lokaátökin, en búist er við að þau verði hörb. Vetrarólym- píuleikamir hefjast í dag Vetrarólympíuleikamir hefjast í Lillehammer í Noregi í dag. Bú- ist er við um 100.000 gestum á dag, meðan á þeim stendur. í Lillehammer búa aðeins rúm 23.000 manns og því eru við- brigðin mikil. Ekki eru allir jafn hrifnir af leikunum og komið hefur í ljós aö aðeins um helm- ingur Norðmanna er sáttur við að opinbera fé sé eytt meb þess- um hætti. Alþjóðaólympíu- nefndin hefur heldur ekíd farið varhluta af óánægju Norb- manna og um tíma leit út fyrir að formaður nefndarinnar, Spánverjinn Juan Antonio Samaranch, færi á brott í fússi, en sættir tókust áöur en til þess kæmi. É ■ v - ’ í H,: ' %' ' ’ V Tíu ár liðin frá leik- unum í Sarajevo I ár era liöin tíu ár frá því ab Vetrarólympíuleikamir fóra fram í Sarajevo, sem þá tilheyrði Sambandslýðveldinu Júgóslavíu. Borgin þótti dæmigerö fyrir það hvemig þjóðarbrot gætu búib saman í sátt og samlyndi. Nú hafa flest þau mannvirki, sem reist vora í tilefni leikanna, orö- ib eyðileggingunni að bráð og bömin í borginni leika sér helst á þröngum götum í von um að þab forði þeim frá sprengjum og byssukúlum. Gagnrýnendur leikanna í Noregi hafa bent á, að þjóöum heims væri nær ab vinna markvisst að því að koma á friði í fyrrverandi lýöveldum Júgóslavíu en ab eyða ómældum tíma, fé og fyrirhöfn í sýndar- mennsku eins og Ólympíuleik- ana. hagtöluárbók Hagstofunnar í þessu riti er að finna yfirlitstöflur um land og þjóð, atvinnuvegi, utanríkisverslun, laun og tekjur, orkumál, verslun, samgöngur, verðlag og neyslu, fjármál hins opinbera, banka- og peningamál, þjóðhagsreikninga, heilbrigðis-, félags- og menntamál auk kosninga. Lsnndshagjif’ 1993 nýtast fólki í viðskiptum, opinberri stjómsýslu, við rannsóknir, skólafólki og öllum almenningi. Laodshsigir 1993 fást einnig á disklingum í Excel fyrir PC og Excel fyrir Macintosh. Verð 2.100 kr. Hagstofa íslands, Skuggasundi 3,150 Reykjavík. Sími 91- 60 98 60 eða 60 98 66, bréfasími 91- 62 33 12

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.