Tíminn - 12.02.1994, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.02.1994, Blaðsíða 6
6 ifiSKAMtiíbMbMr mmmn Laugardagur 12. febrúar 1994 Haqyr&inqaþáttur í dag hefst þátturinn á hápólitískri limru, sem á upptök sín sunnan ,viö Austurvöll, eins og fræöimenn segja um jarö- skjálfta sem ríöa yfir meö brauki og bramli. Segir Davíð, ofseint er að sið’ann, hann vill sjá hjá mér bölvaðan miðann. Til alls er hann vts, þessi Ólafur grís, ég vil ekki leika mér við'ann. Unnandi ferskeytlunnar sendi eftirfarandi: Orðaglaðir amlóðar yrkja og setja í letur. Þó limrur séu laungóðar, líkar vísan betur. Sveinn Sigurjónsson á Galtalæk gerði eftirfarandi vísur vegna óveðurs: Næturvinna Undan stormi flest er fallt fönn í burtu leitar, fór þó hjamið ekki allt í annan enda sveitar. Erfiðleikar ýmsan máta eflir bylur þraut, krapa bólgnir lœkir láta leiðast ranga braut. Greinilegt er aö vegna erfiðra samgangna þarf lengri tíma til aö koma fyrripörtum og botnum til skila en maöur hugöi. Þannig eru enn aö berast botnar viö fyrriparta sem birtir voru fyrir tveim til þrem vikum. Verða nokkrir þeirra nú birtir. Fynipartur: Víst þarfávallt vitið til vísu litla að ríma. Botnar: Orðsins list ég aumur skil aldrei nokkum tíma. Þessa list ég þreyta vil, það er andleg glíma. Atómljóða orðaspil er auðveldari glíma En gerist á henni gœða skil, gleður hún alla tíma. Endilega eg þó vil eitthvað við það glíma. Næsti fyrripartur hljóöaöi svona: Markús týndi milljarði og minnihlutinn fanríann Botnar: Strákur þessi stjómharði styðst við margan glannann. Búi sendir eftirfarandi botna og haföi orðrétta fyrirsögn í Tím- anum aö fyrriparti: Markús týndi milljarði minnihlutinn fann. Kcettist goðinn gallharði, gcefan lék við hann. eöa: Hófst þá raus og rifrildi þar rauður loginn brann. Síðasti fyrripartur var nokkuö snúinn, en hagyrðingar létu þaö ekki á sig fá. Öld er köld með vaxtavöld, veldur höldum tjóni. Haraldur sendi eftirfarandi botn: Fóma fjöld, er okkargjöld fer með völdin dóni. Og Sap sendir eftirfarandi EES-botn: Ei vönd er hönd er bindur bönd um byggð og lönd á Fróni. Og svo þessi, frá Adda í Holti: Höld em töld um taxtagjöld, teldum völdum þjóni. „Hringfari" sendir þennan og tekur sér skáldaleyfi þar sem þess er þörf: „Töld" hjá kvöldum tvítugfóld töp oggjöld á Fróni. Nýr fyrripartur aö glíma viö: / tómri tunnu bylur hcest, tcemdur er orðaforðinn. Botnar og vísur sendist til Tímans Stakkholti 4. 105 Reykjavík. P.s. SKRIFIÐ GREINILEGA! Símbréf: 16270 Góða skemmtun! HEIÐAR JONSSON SNYRTIR SVARAR: Hvernig áég að vera? Spuming: í auglýsingabæklingi fyrir eitt snyrtivömmerkið em „náttúmlegar olíur og jurtasafar" sagðar aðalefniö í hinum ýmsu húökremum. Allar eftirfarandi jurtir em nefndar sem uppsprettur þessara olía og safa: Kamilla, hveitikím, elfting,. maríuvöndur, salvía, tvíkímblöð- ungur, linditré, gúrkur, salat, rósmarín, kókoshnetur, hesli- hnetur, hóffíflar, læknastokkrós, sandelviður, kardimommujurt, lofnarblóm, lótusblóm, blágresi, rósaviöur, brönugras, ferskjur, hrísgrjón, valmúi, möndlur, sí- trónur, greipaldin, ananas, gull- fíflar, moskusrósir, garðakoma- blóm, lakkrísjurt, tejurt, minta, þang, yllir, vínviöur, basilikum, kýpmsviöur, fjömgras, bergflétta, þari og sólblóm. Er fegurðina þá helst aö finna í matjurtagörðum og út um tún og engi? Væri e.t.v. ennþá árangursríkara til aö viðhalda eöa öðlast fegurð- ina aö éta þessa ávexti, grænmeti og káljurtir og grös, heldur en að kaupa agnarögn af safa þeirra í rándýmm kremkmkkum? Svar: í spumingunni felst að miöaö er við eitt snyrtivömmerki. Sum fyrirtækin búa til snyrtivömr úr náttúmlegum efnum og önnur em framleidd úr efnum sem unn- in em af mannshönd. Þaö þýöir aö sum merki em búin til úr efn- um úr jurtaríkinu, önnur úr dýra- ríkinu og enn önnur úr kemískum efnum. Þessi kona spyr um merki sem framleiðir eingöngu úr jurta- ríkinu. Allar þessar jurtir virka a mis- munandi hátt, en í dag er miklu meira af snyrtivömm úr jurtum en úr dýraríkinu, vegna andstööu viö aö nota dýr til framleiöslu yf- irleitt. Sumir hafa ofnæmi fyrir efnum úr jurtaríkinu, aðrir fýrir efnum úr dýraríkinu og sumir geta ekki notað kemísk efni. Eitthvað af því, sem upp er taliö, er ætilegt, annað ekki. Nokkrar þessara plantna em næringarríkar og hollar án þess aö hafa nein áhrif á húðina, þótt þær séu étnar. Þaö hefur ekki sömu virkni aö boröa efni og að bera þau á sig. Þótt allt þaö, sem upp er taliö í kremlínunni, væri boröaö, mundi þaö ekki skiia sér nema aö litlu leyti til húöarinnar. Annars er ég á þeirri skoöun aö allt það, sem maöur innbyrðir og hefur góö áhrif á húðina, sé til fegurðarauka. Lýsi er það fjöl- ómettaðasta sem til er. Ef þaö er tekiö á morgnana, þá virka þau krem, sem borin em á húðina, betur, af því aö hún veröur heil- brigöari af lýsinu. Það þýðir svo lítið aö fara iUa meö sig og ætla svo að redda öllu saman með ein- hverju góðu kremi. Meira um krem: Spuming: Hvers vegna á ég aö nota augnkrem? Svar: Húöin kringum augun er sú þynnsta og viðkvæmasta á líkam- anum og hún er alltaf á hreyfingu. Þykk krem, meö stórar mólekúl- einingar, gera húöinni kringum augun ekkert, hvorki gott né vont. Þaö þarf fíngeröara krem, sem er framleitt sérstaklega sem augn- krem. Ég er líka oft spurður hvers vegna þurfi sérstök hálskrem. Ástæöan er sú aö sogæðakerfiö hefur miö- stöðvar sínar í hálsinum. Þegar viö eldumst, veröur hálshúöin oft hrjúfari, af því að þar er minna af sogæöavökva, og í hálskremum eru efni sem koma aö einhverju leyti í staðinn fýrir þetta. Á þriðjudagskvöld eru lausir tím- ar í föröun hjá Heiöari. Muniö aö panta, því aðsóknin er mikil. ORÐSENDING TIL VIÐSKIPTAVINA Búnaðarbankinn vill minna Gullreiknings- og tékkareikningshafa á að þeir geta hringt í Þjónustusímann og fengið upplýsingar um stöðu reiknings ásamt 20 síðustu færslum. Þessi þjónusta er veitt allan sólarhringinn alla daga ársins og er gjaldfrjáls. Símanúmerið er (91) 62 44 44 eða grænt númer 99 64 44. Einnig skal minnt á að fyrirtæki sem eru tengd Bankalínu Búnaðarbankans hafa aðgang að upplýsingum án sérstakrar gjaldtöku. Aðrar leiðir til að veita reikningshöfum upplýsingar um færslur og reikningsstöðu hafa ýmsan kostnað í för með sér. Til þessa hefur bankinn veitt þessa þjónustu án þess að hún væri verðlögð í samræmi við tilkostnað. Óhjákvæmilegt er að hér verði breyting á þannig að þeir sem notfæra sér þjónustuna greiði kostnað sem henni fylgir. Með hliðsjón af þessu hefur verið ákveðið að frá og með 1. mars n.k. bætist eftirfarandi liðir í þjónustugjaldskrá bankans: Póstsending reikningsyfirlits 45 kr. Aramótayfirlit verður sent án gjaldtöku Reikningsyfirlit afhent í bankaafgreiðslu 45 kr. Upplýsingar veittar símleiðis utan Þjónustusímans 45 kr. Reikningshafar, sem óska eftir að breyta tíðni póstsendra reikningsyfirlita, þurfa að hafa samband við starfsmenn bankans sem jafnframt veita nánari upplýsingar um framangreindar brejdingar. BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.