Tíminn - 19.02.1994, Side 4

Tíminn - 19.02.1994, Side 4
4 8Mwiii Laugardagur 19. febrúar 1994 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Utgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4,105 Reykjavík Inngangur frá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 105 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmibja Frjálsrar fjölmiblunar hf. Mánabaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 125 kr. m/vsk. Traustið er horfiö og haustar aö Grundvöllur góðs stjórnarfars, þar sem stjómar- samstarf byggist á samstarfi milli flokka, er traust milli samstarfsaðila og leiðtogahæfileikar þeirra sem bera ábyrgö á landsstjórninni. Stjómmálamenn eiga að hafa yfirsýn og mynda sér skoðanir á gmndvelli hennar og fylgja þeim fram. Slíkt getur verið erfitt og kost- að átök jafnvel við flokksbræður. Þá reynir á staðfestuna. Núverandi stjómarsamstarf var að hluta til stofnað um draumsýn um traust á milli Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks. Það var stofnað um þá fortíðarhyggju að þessir flokkar gætu unnið vel saman og komið fram sameinaðir og sterkir. í anda þessa vom yfirlýsingar fáorðar og hand- söl milli formanna flokkanna vom gerð að gmndvelli í stjórnarsamstarfinu. En „tíminn hann er fugl sem flýgur hratt" og hveitibrauðsdagarnir em löngu liðnir og orðnir að fjarlægri fortíð. Draumar fomstumanna Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðuflokksins, sem hand- salaðir vom einn bjartan vordag við sundin blá úti í Viðey síðasta dag í apríl 1991, em að baki. Þeir hafa ekki ræst. Vemleikinn blasir við í stjórnarliði sem er sjálfu sér sundurþykkt, talar í allar áttir, hefur hvorki stefnu né staðfestu, kem- ur sér ekki saman um mikilvægustu gmndvallar- mál. Umræður í Alþingi síðustu daga sýna þetta ljós- lega. Þetta hefur sýnt sig varðandi sjávarútvegs- og landbúnaðarmálin, sem virðist ómögulegt fyrir stjórnarliða að koma sér saman um. Þótt ríkisstjórnin beri þunga ábyrgð í þeim efnum, geta óbreyttir þingmenn með engu móti skotið sér undan ábyrgð á fmmvörpum sem ríkis- stjórnin ber fram. í skjóli þingmanna stjórnar- flokkanna var handsalað í Viðey á sínum tíma. Stjórnarliðar bera ábyrgð á stjórnarathöfnum. Þeir bera ábyrgö á handabandi Jóns Baldvins og Davíðs Oddssonar. Ekki verður annað séð en að hjá stuðningsliði ríkisstjórnarinnar sé nú hugsað um það eitt að skapa sér pólitíska stöðu til þess að slíta stjórnar- samstarfinu og forða sér. Það kann að láta vel í eyrum einhverra að tala gegn fmmvarpi sjávar- útvegsráðherra um fiskveiðimálin eða tala fyrir frjálsum innflutningi landbúnaðarafurða. Sú staðreynd, sem við blasir, er hins vegar sú að rík- isstjórnin og stjómarliðið er ófært um að koma sér saman um stefnu í undirstöðuatvinnuvegum landsmanna. Þyngri áfellisdóm er vart hægt að hugsa sér. Það er allur trúnaður farinn veg allrar veraldar í stjómarsamstarfinu. Það á við um ráðherrana innbyrðis og stuðningslið ríkisstjómarinnar. Samhent lib talar ekki á þann veg sem verið hef- ur síðustu vikuna. Vordagarnir í Viðey em að baki og sumariö var furbu stutt. í stjómarsam- starfinu leggst haustib ab. Úr Gauragangi sem nú er sýndur í Þjóbleikhúsinu. r ^ 1 Ær: * » J|» ÉÉ '-'■Ji A'IJf~ Sagginn og neistinn Birgir Cuömundsson skrifar í hinum gáskafulla söngleik Gauragangi eftir Ólaf Hauk Símonar- son, sem um þessar mundir er fluttur fyrir fullu húsi í Þjóðleikhús- inu, fer ein persónan meö eftirfarandi ljóð sem heitir „Eldur í nefi skólastjórans": Þiö eruð tekin eitt á fœtur öðru eins og eldspýtur upp úr stokk núið við brennisteinsmengaðar síður við steinsteypta skólaveggi í von um eld. En þið sláið engum neista því höfuð ykkar eru saggafúll og megna aídrei að kveikja í nefi skólastjórans. Þetta er smellið ljóð; eins og raun- ar svo margt sem Olafur Haukur hefur látið frá sér fara í gegnum tíöina, þótt meistarar formsins, sem skrifast á viö Hagyrðingaþátt Tímans, telji eflaust aö í það vanti eitthvaö af gömlu bragfræðinni. Þaö sem einkum gerir ljóðið áhugavert er hversu vel það lýsir íslenskri skólaæsku og íslensku skólakerfi. Sannleikminn er sá aö frá gmnnskóla og upp úr virðist allt of mikiö vera um að þaö „slái engum neista" af því sem nem- endumir em aö gera og þegar ekki einu sinni neistar, þarf ekki að bú- ast viö að þjóöfélagið sé almennt vel upplýst. Þetta em í sjálfu sér ekki ný sannindi og umræðan um ís- lenska skólakerfiö gýs alltaf ann- aö slagið upp og allir verða sam- mála um aö mikils átaks sé þörf. Síöan líða nokkrar vikur og máliö gleymist í einhver ár eöa þar til sama umræðan endurtekur sig á ný. Það nýja sem ljóöiö bendir á, er sagginn. Sagginn í höfðum nem- endanna sem gerir það aö verkum að þau slá ekki neista þegar þau nuddast við skólakerfið. Það er nefnilega sagginn sem er kjami vandamálsins ekki síður en „steynsteypti skólaveggurinn." Hugarfar saggans Sagginn er þess eðlis að hann smýgur um allt án þess endilega aö menn veröi þess varir. Hann byggist upp smátt og smátt þar til hann gegnsýrir alveg eitthvað til- tekið umhverfi. Segja má að nú- orðiö séu þaö ekki aöeins höfuö skólabama eða námsmanna sem séu saggafull. Allt þjóöfélagið hef- ur verið aö fyllast af sagga á und- anfömum áratugum, en þó sér- staklega á undanfömum ámm. Sagginn er í rauninni eins og hug- myndafræöi, sem smám saman nær tökum á fólki og er áður en varir farinn að hafa áhrif á allt líf þess. Sá saggi sem kemur í veg fyrir aö það neisti í höföum æskurmar er einmitt ákveöin tegund af hug- myndafræöi sem gegnsýrir mannlífið í þjóöfélaginu, jafnt á vinnumarkaöi, í skólunum sem á heimilunum. Þetta er hin skef ja- Iausa efnishyggja og hlutadýrkun sem elur af sér gildimat markaöar- ins þar sem allt er falt við réttu verði. í hæfilegum skömmtum er þessi hugmyndafræði ágæt og jafnvel heilsusamleg, rétt eins og rakinn í loftinu sem viö öndurn að okkur. í of miklum mæli verð- ur hún hins vegar skaöleg og til óþurftar eins og sagginn sem of mikill raki getur valdið. Skólakerf- iö og skólaæskan em auðvitað að- eins hluti af stærri heild — hluti af þjóðfélaginu öllu — og endur- spegla þar af leiðandi gildismat efnishyggjunnar og markaðarins sem þar ríkir almennt. Þess vegna er full ástæöa til aö beina kastljós- inu að fleim en skólunum sjálfum og skólabömunum þegar menn velta fyrir sér hvað sé að gerast hjá æskunni. Hinar ógnvænlegu staðreyndir málsins em einmitt þær aö ís- lendingar hafa lagt miklu meiri áherslu á að koma sér upp íburö- armiklu þaki yfir höfuöið eða kaupa sér flottan bíl, leðursófa- sett, eða tvöfaldan ískáp, heldur en á að sinna bömunum sínum og fjölskyldunni. Þessi lífssýn endurspeglast síðan í því hvaöa stjómmálamenn við veljum okk- ur til forustu. Hér í Reykjavík em æpandi dæmi um hvemig sagg- inn hefur farið með fólkiö. Ótrú- legur fjöldi virðist sætta sig við og vilja stjómmálamenn, sem leggja áherslu á dauöa hluti og einhver markaðstengd verðmæti frekar en einfalda mannrækt. Ráðhúsiö og Perlan em vitaskuld stóm minnis- merkin um hugsunarhátt saggans (e.t.v er táknrænt hversu mikið vatn og raki tengist báðum þess- um byggingum), en minnismerk- in em miklu fleiri og standa víöar. Segja má aö frjálshyggjan eða hægrisveiflan í pólitík sl. áratug eða svo, hafi magnaö upp efnis- hyggju hér á landi, sem þó var ær- in fyrir. Boginn var spenntur svo hátt að strengurinn hlaut að bresta. Þegar síðan atvinnuleysið, tekjufall heimila og erfiöari af- komumöguleikar þorra fólks fer að setja mark sitt á þjóölífið er eðlilegt að menn vilji verja sig sagganum og halda sér og sínum þurmm. En þá átta menn sig á því að rakinn hefur smogið um allt og í stað traustra velferöar-, skóla- og heilbrigðiskerfa standa menn uppi meö gagnslaus stórhýsi, sér- stök gufuböö fyrir ráðamenn, minningar um opinber veislu- höld og skattaafslætti til stórfyrir- tækja sem vita vart aura sinna tal. Neistar í íslenskum höfb- um Þetta hefur síðan leitt til þess að almenn viðhorfs- og áherslu- breyting virðist hafa átt sér stað þar sem stjómmál saggans em á undanhaldi. Þess í stað sækja þau stjómmál á sem snúast um fólk en ekki hluti, sem snúast um sam- vinnu og umhyggju en ekki taumlausa samkeppni, mismun- un og átroðslu á þeim sem minna mega sín. Þetta sést t.d. á því sem er aö gerast í reykvískum stjóm- málum þar sem miöju- og félags- hyggjuöfl viröast ætla að gersigra steynsteypu- og markaðstrúaröfl- in í Sjálfstæöisflokknum. Meira aö segja innan Sjálfstæðisflokks- ins gera menn sér grein fyrir þess- ari breytingu eins og sést best á hikinu og óvissunni, sem komin er á öll framboðs- og kosningamál þar á bæ. Þaö var viðkvæði hjá prófessor Altúngu í sögunni af Birtíngi, aö allt stefndi í átt til fullkomnunar og að allar áfanganiðurstöður á þeirri leiö væru því bestu hugsan- legu niðurstöður af öllum mögu- legum niöurstöðum. í hans anda mætti kannski segja aö efnahags- kreppan og þrengingar lands- manna séu það besta sem hugsan- lega gat komið fyrir, því þrátt fyr- ir allt hafi þær vakiö menn upp og þurrkað burt saggann í hugar- farinu. Líkumar á að það fari að slá neista í íslenkum höfðum auk- ast í það minnsta stórlega og hver veit nema upplýst mannræktar- þjóðfélag sé hér á næstu grösum. -BG

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.