Tíminn - 19.02.1994, Síða 5

Tíminn - 19.02.1994, Síða 5
5 Laugardagur 19. febrúar 1994 WttUkVM Stýrt án stefnu Ingibjörg Pálmadóttir skrifar Við íslendingar stöndum frammi fyrir miklu meira atvinnuleysi en nokkur heföi trúaö fyrir þrem ár- um síðan. Við stöndum á rústum gjald- þrota fyrirtækja og við stöndum frammi fyrir gjaldþrota heimUum. í janúarmán- uði sl. vom 9500 manns án atvinnu. Við stöndum frammi fyrir hræðilegum mannlegum harmleik sem af atvinnuleys- inu stafar, sorg, reiði, fjárhagseröðleikum, fátækt, veikindum, bæði andlegum og líkamlegum. Við horfumst í augu við ver- öld sem við viljum ekki. Þetta blasir við á ári fjölskyldunnar. Ástæðumar fyrir því hvemig komið er em margar. Ástæðumar em samdráttur til lands og sjávar, en þær em líka heimatíl- búnar að stómm hluta. Rekstrargmnd- vöUur flestra fyrirtækja er bágur, og þó að vextir fari lækkandi þá kemur það of seint, vegna þess að það er erfitt að bólu- setja sjúkiing sem þegar er dauðvona og aUtof mörg fyrirtæki em of skuldsett og koma sér þess vegna ekki upp úr skulda- súpunni. Undirstöbuatvinnugreinarnar mergsognar Sem betur fer em nokkur 'fyrirtæki sem standa vel. Það em einkum þau sem þjón- usta undirstöðuatvinnugreinamar, svo sem olíufélög, tryggingafélög og flutn- ingafyrirtæki. Ég segi s?m betur fer. En það verður því miöur ekki lengi með sama áframhaldi, vegna þess ab hver dregur annars taum. Mjólkurkýrin verður innan tíöar geld, hún verður tottub til síðasta dropa. Hvemig hefur ríkisstjómin bmgb- ist við þessum mikla vanda? Hún er stefnulaus í landbúnaðar- og sjávarút- vegsmálum, og ráðherrar tala út og suður án niðurstöðu. Fá fyrirtæki skila hagnaði. Skattar og gjöld á undirstöðuatvirmuvegina em auk- in, allir þurfa sitt. Ríkissjóður þarf sitt, sveitarfélögin þurfa sitt, hafnarsjóðir þurfa sitt, orkufyrirtækin þurfa sitt og bankamir þurfa sitt. Og allar þessar af- skriftir vegna gjaldþrota, sem bankamir standa frammi fyrir, þýða að sjálfsögðu áframhaldandi háa vexti, sem þau fyrir- tæki og heimili greiða, sem ennþá standa í skilum. Ennþá óvissa í sjávar- útvegsmálum Síðastliðinn þriðjudag var loksins fyrsta umræða um breytingar á lögum um stjóm fiskveiba. Eftir þessu hefur verið beðið lengi, en í núgildandi lögum frá 15. maí 1990 um stjóm fiskveiða var gert ráð fyrir ab endurskoðun væri lokið í árslok 1992. Forgangsverkefni ríkis- stjómarinnar átti að vera gjörbreyting á fisk- veiðistjóminni og þrátt fyrir þriggja ára valda- setu var ekki annað að heyra vib umræðuna á þriðjudag á stjómarlið- um en ab þeir væm enn á byrjunarreit í þessu mikilvægasta hags- munamáli þjóöarinnar. Menn tala um annmarka aflamarkskerfisins og að sú stjómun hafi ekki leitt til þeirrar friðunar fiskstofna sem að var stefnt. En þeir segja um leib aö óhætt sé að auka þorskkvót- ann frá því sem tillögur fiskifræðinga segja til um, af því að miklu meiri þorskur sé í sjónum en spáð var. Þannig keyra menn hring eftir hring. Engin niðurstaða og óvissan heldur áfram, sem er það versta fyrir þjóð sem á allt undir mark- vissri stefnumótun. Kjörtímabilinu mun trúlega ljúka án þess að nokkur fái skiliö hver sé stefna stjómvalda. Skipasmíöar ekki. Og munu þær 70 milljónir, sem iðn- aðarrábherra færði yfir til greinarinnar, bjarga skipasmíöaiðnaðinum, sem skuld- ar milljarða? Þessar sértæku aögerðir fyrir skipasmíðáiðnabinn breyta engu. Þessi upphæb er eins og tvær sæmilegar lobnu- nætur. Sömu leikreglur verba að gilda hér og gilda annars staðar, þ.e. niðurgreiðsla. Samkeppni í landbúnaöi Við heyrum það æ oftar að það sé nauð- synlegt fyrir bændur á íslandi aö fá meiri sam- keppni. Landbúnaður á íslandi mun aldrei lifa nema með aukinni samkeppni, segja full- trúar neytenda. En frammi fyrir hverju standa bændur í dag? Hvorki meira né minna en 45-50% sam- drætti og aukinni samkeppni á öllum sviöum. Samt er þeim sagt að þab þurfi meiri innflutning landbúnaöarafurða, sem þýðir um leið meira atvinnuleysi. Hvert starf bænda gefur 2-3 störf í þjón- ustu og iðnaöi. Og á hverju ætla menn aö lifa allt í kringum landið, í bæjum og þorpum sem lifa á að þjónusta landbún- aðinn? Við erum öll neytendur í þessu landi og neytendur þurfa ab hafa at- vinnu. Nú gætu margir haldið að ég sé á móti eðlilegri samkeppni. Það er ég alls ekki. En það þarf ab vera rekstrargrundvöllur í landbúnaði eins og öðrum atvmnugrein- um til að viö getum tekib þátt í þessari samkeppni. Þessi grundvöllur er ekki til staöar. Menn oq mál- efni Mikil samkeppni er í skipasmíðaiðnaði. Niðurgreiðsla til skipasmíðaiðnaðarins í Noregi er 13% og Pólverjar greiða niður verkefni í gríð og erg. Á íslandi má ekki tala um niöurgreiðslur. Það er verið að bjarga skipasmíðaiðnaðinum í dag, segja stjómvöld. Með hverju? Ekki meb niður- greiðslum, heldur með jöfnunargjöldum. Mun það bjarga þeim iðnabi? Ömgglega Veljum íslenskt Hvemig má það vera ab Ríkiskaup (áður Innkaupastofnun ríkisins) telji sér hag í því að flytja inn ýmislegt sem hægt er að fá keypt eða unnið á íslandi, t.d. tilbúna glugga og milliveggi? Á sama tíma em um 25% múrara á íslandi atvinnulausir og allt að því 20% trésmiða á Reykjavíkur- svæðinu. Samt era íslenskir iðnaðarmenn taldir meb þeim besm í heimi. Við verð- um að meina þab sem vib segjum þegar við segjum: við veljum íslenskt. Við höf- um ekki efni á öðm. Þama veröa ríki og sveitarfélög ab vera í fararbroddi. Skilningsleysi Mér finnst oft skorta mikið á að talað sé af skilningi, þegar verið er að tala um at- vinnurekstur á íslandi. Mér finnst oft, þegar verib er að tala um gjaldþrot fyrir- tækja, að það gleymist að það er fólk sem vinnur hjá þessum fyrirtækjum. Mér finnst það gleymast hvab hvert gjaldþrot kostar mikið, ekki bara eigendur fyrir- tækjanna, heldur líka þá sem vinna hjá fyrirtækjunum og þá sem eiga inni hjá þeim fé. Landsmálaumræöan hér er oft æði sérkennileg. Hún gengur út á þaö m.a., aö fulltrúar landbúnaðarins séu samansafn af mafíósum og þeir, sem stjóma sjávarútvegsfyrirtækjum, séu sam- ansafn af einhverjum sægreifum og sjó- ræningjum. Við þurfum að koma þessari umræðu á hærra stig og samvinna innan atvinnugreinanna þarf aö aukast. Ég ýti ekki öllum þessum vanda yfir á ríkis- stjómina. Ég tel að það sé mikilvægt að innan landbúnaðarins sé meiri samvinna en er í dag og ég tel aö það sama gildi um sjávarútveginn. T.d. þurfi bændur að styrkja samtök sín, nú þegar færri verslan- ir rába ferðinni og halda bændum í jám- greipum. Svarið er e.t.v. með einhvers konar sölumiðstöð landbúnaðarafurða. Framtíbin Við íslendingar eigum sem betur fer ótal möguleika, smáa og stóra. Viö getum ekki sætt okkur viö atvinnuleysi og eigum ekki að þurfa þess. Ráðherrar minna stöðugt á að atvinnuleysi sé meira í ýmsum ná- grannalöndum okkar. Þaö er ekkert nýtt aö svo sé. En það er nýtt að atvinnu- ástand á íslandi sé með þeim hætti sem nú er. Engin ríkisstjóm á Islandi má sætta sig við slíkt í skjóli þess að einhvers staðar sé ástandið verra.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.